Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1997, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1997, Blaðsíða 23
MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1997 Fréttir 31 DV vi a t i i í i « j i ► Hvannaberg og Guðmundur Ólafur ÓF: Fengu á sig brotsjó DV, Ólafsfirði: Tvö skip frá Ólafsfirði fengu á sig brotsjó fyrir skömmu. Hvannaberg ÓF fékk á sig brotsjó þar sem skip- ið var að veiðum fyrir norðan land og mátti litlu muna að einn skip- verjinn færi fyrir borö. Hann var nærri farinn í rennuna en marðist illa við þessar hremmingar, svo hann var fluttur í land. Loðnuskipið Guðmundur Ólafur ÓF 91 fékk líka á sig brotsjó í veru- lega vondu veðri. Skipverjar voru að taka inn trollið þegar stór alda reið yfir skipið stjómborðsmegin og kastaði því til meðan trolliö var enn hálft úti. Enginn í áhöfn meiddist en talsvert tjón varð á veiðarfærum. Þetta gerðist um 100 mílur norður af landinu. -HJ Guðmundur Ólafur ÓF við bryggju í Ólafsfiröi en skipiö fékk á sig brotsjó fyrir skömmu. DV-mynd Helgi SkagaQörður: Heyskapur á lokastigi DV, Fljótum: Þrátt fyrir erfiða heyskaparveðr- áttu er heyskap nánast lokið í Skaga- firði. Dagana 10-14. ágúst kom mjög góður þurrkur með um 20 stiga hita og þá náðust gríðarlega mikil hey, bæði fullþurrkuð og í rúllur og þá náði þorri bænda að ljúka við hey- skap að öðru leyti en að keyra heim. Nokkrir hafa þegar hafið seinni siátt og náð þannig umtals- verðu magni af góðu fóðri. Ekki verður hægt að segja að sumarið hafi verið hagstætt til hey- skapar. Mjög úrkomu- samt hefur verið og sjaldan komið nema einn sólarhringur þurr í einu ef frá er talinn áðurnefndur kafli. Það hefur verið mjög hlýtt samfara vætunni og því hefur verið af- bragðs sprettutíð. Tals- vert af túnum hefur sprottið of mik- ið og fóðrið orðið lakara en ella auk þess sem varla náðist tugga sem ekki hafði rignt í fyrir 10. ágúst. Má fullyrða aö hefði rúlluvæðingin ekki verið komin til sögunnar væri heyskapur í héraðinu almennt á öðru og lakara stigi en raun er á. Ljóst er að mikil hey verða í hérað- inu í haust en hætt er við að fóður- gildið veröi æði misjafnt. -ÖÞ Víða eru miklar setja í stæðu á stæður af heyrúllum. Hér er veriö aö Mið-Mói í Fjótum. DV-mynd Örn Skógræktarfélag Stykkishólms: Skógrækt í 50 ár DV, Stykkishólmur: Skógræktarfélag Stykkishólms bauð til grillveislu og gönguferðar um nýræktina í tilefhi skógræktar- dagsins. Trausti Tryggvason, for- maður félagsins, bauð gesti vel- komna og Sigurður Ágústsson, fyrr- verandi formaður, rakti sögu félags- ins i stuttu máli. Gengið var um svæðið undir leiðsögn Brynjólfs Jónssonar, framkvæmdastjóra Skógræktarfélags íslands. Skógræktarfélag Stykkishólms var stofhað þann 1. nóvember árið 1947 og á því fimmtíu ára afmæli nú í haust. Það hefur nú um 100 hekt- ara lands í sinni umsjón og nú í sumar var kurlaður viður settur á göngustiga víða á svæðinu. -BB Efnt var til gönguferöar og grillveislu í tilefni skógræktardagsins. DV-mynd BB ... skiptast á skm og skúrir. Þegar á móti blæs reiðum við okkur á traust fjölskyldubörid og örugga tryggiugaverud. TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN HF. - þegar mest á reynir! TrygglngamibstöMn hf. • Abalstrætf 6-8 • 101 Reykjavík • Sími 515 2000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.