Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1997, Blaðsíða 6
MANUDAGUR 15. SEPTEMBER 1997
íþróttir
rir horn:
Þrjú þúsund og fimm hundruð manns fylgdust meö Gfsla G. Jónssyni á „Kókómjólkinni" þegar hann lagði allt f sölurnar til að tryggja sér islandsmeistaratitilinn í torfæruakstri. I skoöanakönnun
sem þulurinn á keppninni gerði var Ijóst að mlkill meirihluti áhorfenda studdu Gfsla og óskubu honum góðs gengis. Með haröfylgi og dyggum stuðningi áhorfenda tóks Gísla aö tryggja sér
titilinn. Hér klifrar hann upp þverhnípt stáliö í einni brautinni. DVmyndir JAK
Síðasta torfæra sumarsins á Hellu:
Fimmta og siðasta um-
ferð íslandsmeistaramóts-
ins í torfæru lauk á laugar-
daginn þegar Flubgjörgun-
arsveitin á Hellu hélt ár-
lega torfæruaksturskeppni
sína. Ljóst var að úrslitin í
íslandsmeistarakeppninni
mundu ráðast í þessari
keppni en fræðilega séð
áttu nokkrir keppendur
möguleika á að hreppa titil-
inn. Gísli G. Jónsson stóð
þó best að vígi þar sem
hann var hæstur fyrir
þessa keppni og nægði hon-
um fjóröa sætið í keppninni
til að innsigla titilinn. Það
hefur þó sýnt sig að titill-
inn er ekki í höfn fyrr en að
lokinni síðustu keppninni
eins og kom berlega í ljós í
heimsbikarkeppninni þar
sem Gísli varð að sjá á eftir
titlinum vegna bilaðrar
dælu í skiptingu.
Þar var hann kominn
með aðra höndina á bikar-
inn en féll úr keppninni á
síðustu brautinni. Lánið
virtist ekki heldur ætla að
leika við Gísla í þessari
keppni því um miðbik
hennar braut hann milli-
kassann i „Kókómjólkinni"
og er það eitthvað sem hef-
ur aldrei komið fyrir hjá
honum áður þó svo að mik-
ið sé um brot. Ekki tókst
honum að mæta á ráslínu
5. brautarinnar á sínum
stað í rásröðinni og mætti
hann síðastur í brautina og
tapaði við það 6o stiginn.
Þegar tvær brautir voru eft-
ir var hann í 8. sæti keppn-
innar og því ljóst að hann
yrði að standa sig mjög vel.
Jafnframt mátti helstu
keppinautum hans ekki
ganga mjög vel í þessum
brautum ef honum átti að
takast að hreppa titilinn.
Sjötta brautin lá um ána og
þar tókst Gísla að ná besta
tímanum og í síðustu
brautinni var hann einn
fárra keppenda sem festi
sig ekki í forarsvaðinu.
Þegar upp var staðið hafði
Gísli G. Jónsson hækkað
sig upp í 3. sætið og innsigl-
að íslandsmeistaratitilinn.
Það var hins vegar Einar
Gunnlaugsson sem sigraði í
flokki Sérútbúinna jeppa í
Hellutorfærunni. Einar
hafði lýst því yfir í vor að
hann ætlaði að sigra í
þesssari keppni og það stóð
hann við. Gengi hans í
sumar hefur verið misjafnt
en hann byijaði keppnis-
timabilið með þvi að sigra í
fyrstu torfæru sumarsins.
Sú keppni fór fram á Akur-
eyri en þar var Einar á
heimaveili og lauk tímabil-
inu með sigri á Heliu. Ein-
ar hreppti annað sætið í
baráttunni um íslands-
meistaratitilinn.
Ásgeir Jamil Allansson
lenti í öðru sæti keppninn-
ar á Hellu og hefur hann
komið sterkur inn í tor-
færuna í sumar.
Nesquickskutlan, sem upp-
haflega var „Heimasæt£ui“
hans Áma Kópssonar, hef-
iu- virkað vel hjá Ásgeiri
Jamil í sumar.
Hann hefur sýnt ákveð-
inn, en yfirvegaðan cikstur
sem skilaði honum 61 stigi
til íslandsmeistaratitils.
Það nægði honum til að
hreppa 4-5 sætið þar sem
hann situr ásamt Haraldi
Péturssyni.
í flokki Sérútbúinna
götujeppa hefur Gunnar
Pálmi Pétursson haft
nokkra yfírburði í sumar.
Hann sigraði i torfæru-
keppninni á HeUu og
tryggði sér með því íslands-
meistaratitUinn. Skemmst
er þess að minnast að
Gunnar Pálmi sigraði í
heimsbikarmótinu og hefúr
hann því tryggt sér tvo tiUa
þetta árið.
-JAK
Gunnar Pálmi Pétursson skellir hér „Doktornum" ( ána í næstsíöustu brautinni. Gunnari Pálma
hefur gengiö vel ( torfærunum í sumar og sigraði hann bæði á íslandsmeistaramótinu og
heimsbikarmótlnu.
slapp.
t