Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1997, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1997, Blaðsíða 2
i6 &vikmyndir ■ FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 1997 33 . • r r Islensk kvikmvnda- hátíð í Svíþjó I dag hefst í Stokkhólmi ís- lensk kvikmyndahátíð. Er það Landssamband íslend- ingafélaganna í Svíþjóð sem ber hitann og þungann af há- tíðinni sem farið verður með milli borga í Svíþjóð. Byrjar hún í Stokkhólmi, fer siðan til Malmö, Gautaborgar, Lundar, Uppsala og endar í desember í Vaxjö. Opnunar- kvikmyndin í kvöld er Djöfla- eyjan. Aðrar myndir á hátíð- inni eru Blossi, Á köldum klaka, Ingaló, Svo á jörðu og Sódóma Reykjavík. Auk þess verða fyrirlestrar þar sem ftiiltrúar íslands verða Frið- rik Þór Friðriksson, Kristín Jóhannesdóttir og Július Kemp. Disney fær samkeppni Seinni hluta nóvember- mánaðar verður frumsýnd í Bandaríkjunum teiknimynd- in Anastasia, sem gerð er af 20th Century Fox. Um er að ræða teiknimynd sem ekkert hefur verið sparað til og er henni stefht gegn hinum vin- sælu teiknimyndum frá Walt Disney. Anastasia er um rússnesku prinsessuna sem áður hefur verið efhi i kvik- mynd. Myndin er öll á léttum nótum með mörgum nýjum sönglögum. Það eru Hollywoodstjömur sem leggja til raddir sínar - má nefha Meg Ryan, John Cusack, Angela Lansbury, Christoph- er Lloyd og Kelsey Grammer. Loftsteinar í stað eldfjalla Mikið kapphlaup var á milli risanna Paramount og Fox í Hollywood í vor um það hvor yrði fyrri til að setja á markaðinn, Dante’s Peak eða Volcano, en báðar fjölluðu um eldgos af stærri gerðinni, Paramount vann og Dante’s Peak var mun vin- sælli en Volcano sem kom síðar. Nú virðist í uppsigl- ingu annað slíkt kapphlaup því tveir risar, Drauma- smiðja Spielbergs og Disney, em að gera stórslysamyndir þar sem loftsteinar rekast á jörðina. Myndimar heita Deep Impact og Armaged- don og er báðum beint á næsta sumar. Rándýrar myndir Armageddon, sem Disney framleiðir, er með fjárhagsá- ætlun upp á 100 milljónir dollara og segir leikstjórinn Michael Bay (The Rock) að hann sé ekki hræddur við samkeppnina: „Við höfum Bruce Willis og tækniliðið sem vann við Twister." Er hann fyrst og fremst að vísa til þess að engin stórstjama er í Deep Impact sem er með ijárhagsáætlun upp á 80 miilj- ón dollara. Henni leikstýrir Mimi Leder (The Peacema- ker) og eru í aðalhlutverkum Téa Leoni og Robert Duvall. Mary Stuart Þessa dagana er breski leikstjórinn Richard Eyre að gera kvikmynd um tvær frægar drottningar sem vom frænkur en einnig óvinir, Mary Stuart Skotlands- drottningu og Elísabetu I. Englandsdrottningu. Mary Stuart heitir myndin og í hlutverkum drottninganna em Glenn Close og Meryl Streep. Laugarásbíó: Höfuð upp úr vatni Cameron Diaz leikur Natalie sem felur líkið af fyrrum elsk- huga sínum. Fyrir nokkmm missemm sýndi Háskólabíó norsku spennumynd- ina Höfuð upp úr vatni. Ameríkan- ar hrifust af myndinni og er Head above Water endurgerð þessarar norsku myndar. Myndin fjallar um dómara, eiginkonu hans, fyrmm elskhuga hennar, ná- granna og lík sem vill bara alls ekki hverfa af sjónarsvið- inu. Sagan gerist á eyju fyrir utan strönd Maine. George, virðulegur dómari, og hin unga, fallega eigin- kona hans, Natalie, eru að eyða frí- inu á eyjunni. Þau eru þar ein fyr- ir utan æskuvin Natalie, Lance myndhöggvara, sem býr í einföld- um kofa og starfar sem landvörð- m- á eyjunni. Óvænt kemur Kent, fyrrum kærasti Natalie, í heimsókn kvöld eitt þegar Ge- orge og Lance eru á veiðum. Natalie stenst töfra Kents og vaknar um morguninn á sóf- anum. í gegnum glugga sér sem allt gengur henni í mót og fljótt fer tortryggni að gæta í sam- bandi Georges og Natalie enda sitja þau uppi með lík sem enginn veit gátu þar sem áhorfandinn er alltaf með í huga örlög einu kvenpersónu myndarinnar. Jim Wilson er betur þekktur sem framleiðandi, en hann og Kevin Costner eiga saman fyrir- tæki og framleiddi hann bæði Dances with Wolves og The hún að eiginmaðurinn er að koma úr veiðitúmum, hún flýtir sér að leita að Kent, finnur hann nakinn og steindauðan. Natalie verður hrædd og felur líkið í kjallaranum og reynir að afmá öll merki þess að hún hafi haft nætur- gest. í kjölfarið fylgir martröð þar hvernig er til i * s§ ipppifs hafi verið atriði sem ger- ast í sjón- um: „Hann var frekar kaldur og erfitt að eiga við tökuvél- amar, auk þess reyndist hann leikurunum erfiður, sérstaklega Cameron Diaz og Craig Sheffer, sem þurftu mest að vera neðansjávar. Það þurfti að endurtaka nokkram sinnum atriði með þeim i 15 gráða heitum sjó. Það vildi okk- - s ur til . ■ " * "'ÁA'íí komið. Þekktir leikar- ar leika þær fjórar persónur sem koma við sögu. Harvey Keitel leik- ur George, Cameron Diaz leikur Natalie, Billy Zane leik- ur Kent og Craig Sheffer leikur Lance. Leikstjóri myndarinnar, Jim Wilson, lýsir myndinni sem svartri kómedíu sem fyrst skemmtir áhorf- andanum en snýst svo upp í ráð- Bodyguard. Head above Water er fyrsta kvikmyndin sem hann leik- stýrir. Wilson segir að eitt af því erfiðasta við gerð myndarinnar happs að þau era bæði mjög vel á sig komin líkamlega. -HK Wolfgang Petersen leikstýrir Air Force One: Þjóðverji í Hollywood Wolfgang Petersen, sem leikstýr- ir spennumyndinni Air Force One sem framsýnd er í Sam- bíóunum í dag, hefur orðið langa reynslu að baki, bæði í heimalandi sínu Þýskalandi og Bandaríkjunum þar sem hann býr nú. Sú mynd sem kom honum á blöð kvikmyndasög- unnar var hin margverðlaunaða Das Boot, en fyrir hana fékk Peter- sen óskarsverðlaunatilnefningu, bæði sem leikstjóri og handritshöf- undur. Wolfgang Petersen byrjaði feril sinn sem leikstjóri i leikhúsinu Hamburg’s Emst Derutch Theatre þegar hann var 21 árs. Var hann þá enn á skólabekk sem leiklistar- nemi. Eftir að hafa fengiö smjör- þefinn af að leikstýra hætti hann öllum áformum um að verða leik- ari og skráði sig í Kvikmynda- og sjónvarpsakademiuna í Berlín þar sem hann sat á skólabekk í nokkur ár. Þar var meðal kennara hans hinn þekkti kvikmyndatökumaður Michael Ballhaus sem síðar átti eftir að starfa með honum og er einmitt kvikmyndatökumaður að Air Force One. Petersen hlaut eld- skfrn sína í sjónvarpinu og meðal verka hans þar var sjónvarpsserí- an Tatort sem sýnd var hér á landi. Árið 1973 gerði Petersen sína fyrstu kvikmynd, Annar okkar tveggja. Fyrir hana var hann val- inn besti nýi leikstjórinn í Þýska- landi það árið. Hann fylgdi þessu eftir með nokkrum kvikmyndum sem vöktu athygli í Evrópu en ekki í öðrum heimsálfum og meðal annars var hann valinn besti leik- stjórinn á kvikmyndahátíðinni í París árið 1978 fyrir mynd sína Nótt og dagur. Það var síðan Das Boot sem braut ísinn fyrir hann árið 1981. Að hann skyldi fá óskarstilnefn- ingu og myndin í heild sex tilnefn- ingar til óskarsverðlauna var eins- dæmi með kvikmyndir utan Amer- íku og hefur ekki verið leikið síð- an. Þar til nýlega var Das Boot vin- sælasta erlenda kvikmyndin sem sýnd hefur verið í Bandaríkjunum. Þess má geta að nýlega sendi Pet- ersen frá sér aðra útgáfu af Das Boot, svokallað „director’s cut“. Wolfgang Petersen fylgdi Das Boot eftir með Neverending Story, sem var samverkefni þýskra og bandarískra aðila. Var það síðasta myndin sem hann gerði í Þýska- landi. Fyrsta bandaríska mynd Petersens var Enemy Mine, sem eins og kannski margir muna var byrjað að gera hér á landi meö öðr- um leikstjóra. Sá var rekinn og Petersen ráðinn í hans stað og öllu sem gert var hér á landi var hent. Ferill Wolfgangs Petersens hefur verið allur upp á við í Bandaríkj- unum og er Air Force One vin- sælasta kvikmyndin sem hann hef- ur gert.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.