Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1997, Blaðsíða 3
XX "V FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 1997
'É'
kvikmyndirn
Kvikmyndahátíð sem nefnd er
Breska bylgjan verður í Háskólabíói
dagana 24.-30. október. Þar verða
sýndar þrjár myndir sem komu út á
síðasta ári og tilheyra þeirri vakn-
ingu sem orðið hefur í breskri kvik-
myndagerð. Breskar kvikmyndir
eru orðnar áleitnari og sú rómantík
sem hvildi yfir verkalýðnum er ger-
samlega horfin og alvara lífsins tek-
in við. Myndimar þrjár eru mjög
ólíkar en samt eiga þær það sameig-
inlegt að mannlegi þátturinn er í
fyrirrúmi og þjóðfélagið, sem er
gagnsýrt af spiÚingu og eymd, er
gagnrýnt á óvæginn máta.
Go Now
Brassed off
Brassed off eftir leikstjórann Mark
Hermann er ein af mörgum nýjum
ferskum breskum myndum sem hafa
komið út á síðustu árum. Myndin
fjallar um lúðrasveit sem er saman-
sett af nokkrum námuverkamönn-
um. En svart ský grúfir yfir bænum
því að kolanámunni, sem er lífæð
bæjarins, verður að öllum líkindum
lokað og missir þá meirihluti bæj-
arbúa vinnu sína. Mennimir sjá
fram á að lúðrasveitin muni verða
lögð niður þegar námunni verður
lokað, en hljómsveitarsfjómandinn
vill ekki heyra á það minnst og
dreymir um að sjá sína menn spila í
The Royal Albert Hall. Brassed off
hefur fengið góðar viðtökur hjá gagn-
rýnendum og áhorfendum sem
mannleg mynd og skemmtileg, í senn
sorgleg og upplífgandi. Úrvalslið
leikara prýðir myndina og fremst í
flokki era Tara Fitzgerald, Pete
Postlewaithe úr In the Name of
the Father og Ewan MacGregor
sem allir mun eftir úr
Trainspotting.
Gagnrýnendur hafa sagt að Go
Now sé ein besta ástarsaga sem hef-
ur komið í kvikmyndahús á síðustu
áram. Go Now fjallar um Nick, sem
leikinn er af Robert Carlyle úr Tra-
inspotting og Með fullri reisn, sem
kynnist Karen (Juliet Aubrey) þegar
hann er á krá með besta vini sínum,
en hún er þar með meðleigjanda sín-
mn. Vinur Nicks og meðleigjandi
hermar gleyma sér í daðri og á með-
an kynnast Nick og
Karen. í fyrstu
verða þau að-
eins góðir
kunningjar
en ekki líð-
ur á löngu
þartil þau
era farin
að vera
saman.
Sam-
bandið
blómstr-
ar og þau
byrja að
búa saman
en þá
uppgötv-
ar Nick
að hann
er með
MS-sjúk-
dóm. í
fyrstu er sjúkdómurinn ekki á mjög
háu stigi en síðan fer Nick stöðugt
að hraka og hefur þetta mikil áhrif á
samband hans og Karenar. Þrátt fyr-
ir þetta alvarlega viðfangsefni er
gamanið aldrei langt undan og leik-
stjórinn Michael Winterbottom
(Jude) sér til þess að væmni verður
aldrei með í dæminu.
Twin Town
Eftir vinsældir Trainspotting er
farið að bera mun meira á ungum
kvikmyndagerðarmönnum heldur
en áður. Kevin Allen er einn
þeirra og kvikmynd hans Twin
Town gerist í Swansea og fjallar
um tvo unga bræður, Julian og
Jeremy, sem lifa við ömurlegar að-
stæður. Fjölskylda þeirra er blá-
fátæk og þeir hafa reynt að
flýja raunveruleikann með
því að leiðast út í eiturlyfja-
neyslu. Einn daginn slasast
faðir þeirra alvarlega við
vinnu sína og maðurinn sem
hafði ráðið hann í vinnuna
neitar að borga skaðabætur.
Julian og Jeremy ákveða þá
að refsa skúrknum ærlega
fyrir ástand föður síns og
hefst þá stórskemmtileg
atburðarás, krydduð með
kolsvörtum húmor eins og
Bretum er einum lagið.
Leikstjóri Trainspotting,
Danny Boyle, er einn af
framleiðendum þessarar
myndar og er það gæða-
stimpill út af fyrir sig.
Ewan McGregor og Tara Fitzgerald leika tvo meölimi í lúörasveitinni Colliery Brass Band.
Wolfgang Petersen fyrir framan flugvélina sem notuö var sem staögengill Air Force One.
Á eftir Enemy Mine
leikstýrði hann Shatte-
red, sakamálamynd með
Tom Berenger, síðan
kom In the Line of Fire
með Clint Eastwood og
áður en hann tók til við
gerð Air Force One skil-
aði hann frá sér Outbr-
eak með Dustin Hoffman.
Nýlega stofnaði Wolf-
gang Petersen fyrirtækið
Radiant Productions í fé-
lagi við framleiðandann
Gail Katz og er verið að
gera tvær myndir á veg-
um þess, Red Comer með
Richard Gere og Ishmael
með Anthony Hopkins.
Sjálfur leikstýrir hann
næst Endurance sem
gerist á suðurheimskaut-
inu á árunum 1914 til
1916.
-HK
Face off ★★★*
í þessari nýju mynd slnni skapar Woo
spennuhasar sem jafnframt því aö
vera vel skoröaður í bandarisku kvik-
myndasamhengi ber stíl og hæfni
Woos fagurt vitni. Travolta og Cage
eru þarna í súperformi; sérstaklega
er gaman aö sjá Travolta sanna sig
þarna enn og aftur og aö öllu leyti er
valinn maöur í hverju rúmi. -úd
Lady and the Tramp
★★★Á
Þessi klassfska teiknimynd segir frá
tíkinni Laföi og flækingsrakka sem viö
skulum kalla Snata. Hún er saklaus
og fögur, hann kankvís þorpari meö
hjarta úr gulli. Þegar Laföi lendir í
ræsinu tekur Snati hana upp á arma
sína (ef hundar geta slíkt). Rómantík-
In blómstrar og þau lenda t ýmsum
ævintýrum. -GE
Funi ★★★
Sérlega vel heppnuð bresk gaman-
mynd með dramatískum undirtóni um
kennara og fótboltaaödáanda sem
leggur allt í sölurnar fyrir lið sitt. Þessi
aödáun, sem raunar er lífsstíll, á eftir
aö koma af staö árekstrum þegar aö-
dáandinn þarf aö gera upp viö sig
hvort hann vill eiga fjölskyldu eöa aö
halda áfram að vera meö ellefu knatt-
spyrnumönnum. -HK
Everyone Says I Love
You ★★★
Myndin sækir i dans- og söngvamynd-
ir fiöröa áratugarins og þótt dansatrið-
in séu misjöfn aö gæöum eru sum
þeirra frábær. Myndin stenst ekki
samanburö við þaö besta sem Allen
hefur sent frá sér en allir aðdáendur
Allens ættu þó aö sjá hana. Leikar-
arnir eru fersklr og slagararnir standa
ávallt fyrir sínu. -ge
Perlur og svín ★★★
Fyndin mynd um hjón sem kunna ekkl
að baka en kaupa bakari og son
þeirra sem selur rússneskum sjó-
mönnum Lödur. Óskar Jónasson hef-
ur einstaklega skemmtilegan húmor
sem kemst vel til skila og i leiðinni
kemur hann viö kauninn á landanum.
Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Jóhann
Siguröarson eru eftirminnileg i hlut-
verkum hjónanna.-HK
Contact ★★★
Jodie Foster er konan sem féll til
stjarnanna f þessari geim(veru)mynd
um trú og tilverur. Leikstjóra er mikið
í mun aö greina sig frá tæknibrellu-
þungum og fantasiufullum geimmynd-
um og skapa í staðinn raunsæja og
vitræna mynd en smáfantasía heföi
verið holl og góö og létt aðeins á öllu
dramanu. í heildina er Contact sterk
og skemmtileg mynd af því einfalda
en samt víötæka atviki sem samband
viö verur utan úr geimi hlýtur að vera.
-úd
Breakdown ★★★
Sakamálamynd sem kemur á óvart,
góð saga með myndrænni frásögn
um mann sem verður fyrir því aö eig-
inkona hans hverfur, f bókstaflegri
merkingu orðsins. Seinni hlutinn er
ákaflega spennandl og hraöur. Jon-
athan Mostow er leikstjóri og hand-
ritshöfundur sem vert er að fylgjast
meö. -HK
Men in Black ★★★
f MIB er eins og yfirfærslan úr teikni-
myndasögu f kvikmynd sé aldrei full
frágengin og kemur þetta sérstaklega
niður á .plottinu'. Áherslan er slík á
húmor og stil aö sjálfur hasarinn verð-
ur út undan og í raun virkar MIB meira
sem grinmynd en hasar. En þrátt fyrir
alla galla er þessl mynd ómissandi
fýrir alla þá sem láta sér ekkert
mannlegt óviökomandi. -úd
Bean ★★i
Af Bean má hafa bestu skemmtun. í
henni eru margar óborganlegar senur
sem ég heföi kosið að sjá fléttaöar
saman af melri kostgæfni. -GE
187 ★★*
Samuel L. Jackson sýnir kraftmikinn
leik í hlutverki kennara sem missir
fótanna á Iffsbraut sinni. Átakanleg
og sterk lýsing á þeirri miskunnar-
lausu veröld sem kennarar stóiborg-
anna þurfa oft aö glfma við. Hún hefö-
bundin fram yfir miöju þegar óvænt
stefnubreyting verður. -HK