Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1997, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1997, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1997 Fréttir i>v Gífurleg átök á landsfundi Alþýðubandalagsins: Formaðurinn lætur sverfa til stáls - Hjörleifur einangraður og klofningur blasir við Margrét Frímannsdóttir, for- maður Alþýðubandalagsins, lét sverfa til stáls í stefnuræðu sinni á 13. landsfundi flokksins sem hófst í gær. Á landsfundin- um er tekist á um tvö stórmál. Annars vegar samfylkingu vinstri manna og hins vegar framtiðarstefnu flokksins í fisk- veiðimálum. Margrét Frímannsdóttir boð- aði í stefnuræðu sinni uppgjör í báðum þessum málaflokkum. Hún sagði meiri vilja meðal for- ystumanna flokkanna til sam- starfs við aðra flokka nú en nokkru sinni fyrr. Þá sagði hún það vera mat sitt að meiri vilji væri nú en áður hjá almennum flokksmönnum að samvinna verði á vinstri væng stjórnmál- anna. Hún sagði eðlilegt og sjálfsagt að láta reyna á það hvort málefnastaða náist milli þeirra flokka og samtaka sem eru í stjómarandstöðu í dag. Margrét stendur ásamt fram- kvæmdastjóm flokksins að til- lögu þar sem lagt er til að kann- aður verði til hlítar möguleiki á samstarfi, samfylkingu eðá sameiginlegu framboði félags- hyggjufólks fyrir alþingiskosn- ingamar 1999. Jafnframt gerir tillagan ráð fyrir að formaður og framkvæmdastjórn haldi áfram þeirri vinnu sem þegar er hafin í þeim efnum. Gert er ráð fyrir að þessari vinnu verði lokið eigi síðar en i júní 1998 og þá verði boðað til aukalandsfundar svo Qjótt sem auðið er í því skyni að taka afstöðu til málsins. Titringur Mikill titringur varð í gærkvöld vegna þessarar tillögu sem þótti augljóslega stilla andstæðingum við Tryggöarsáttmáli Ragnar Arnalds tók í sama streng en vildi taka upp sam- starf við aðra flokka á vinstri vængnum á þeim grunni að flokkarnir tækju upp eins kon- ar tryggðarsáttmála og undir- rituðu eið þess eðlis að þeir hlypu ekki inn í ríkisstjórn og skyldu samstarfsaðilann eftir úti í kuldanum. Þannig vildi hann láta reyna á samvinnu sem hann þó lýsti miklum efa- semdum við. í því ljósi lýsti hann því aö í fjóra áratugi hefðu A-flokkamir aðeins unn- ið saman í fjögur ár í ríkis- stjórn og í 23 ár sitt hvoram megin garðs. Hann taldi vafa- samt að flokkarnir gætu unnið saman undir einni regnhlíf, hvað þá í sömu sæng. Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður og Margrét Frímannsdóttir, formaður Alþýðubandalagsins, á landsfundi flokksins. Þrátt fyrir bros og hlýju á yfirborðinu takast nú á stálin stinn. Steingrímur J. er harðasti andstæðingur hugmynda formannsins um veiðileyfagjald en hann er líka í andstöðu við formann sinn hvað varðar samvinnu eða samruna vinstri flokkanna. DV-myndir Pjetur sínum og málflutningi leynt og ljóst. Sé það meirihlutavilji þessa fundar og menn telji að Alþýðubandalagið hafi lokið hlutverki sínu sem sjálf- stætt stjórnmálaafl ber að taka því. Fjölmargir Alþýðubandalagsmenn og stuðningsmenn flokksins eru hins vegar ekki þeirrar skoöunar og sem standa vilja að sameiginlegu framboði til Alþingis vorið 1999. Til- lagan gerir ráð fyrir að niðurstöður verði kynntar á aukalandsfundi i lok júnímánaðar 1998. Alls standa 35 manns aö þessari tillögu sem vefst mjög fyrir hörðustu andstæðingum samvinnu eða samruna. Engin málamiölun Það var mat margra þingfulltrúa í gær að Hjörleifur hafi með ræðu sinni málað sig út í horn og engin málamiðlun sé hugsanleg til að koma til móts við hann. Aðrir þingmenn sem taldir hafa verið við hlið Hjör- leifs skildu eftir útgönguleiðir en þó þótti Steingrímur J. Sigfússon kom- ast einna næst Hjörleifi i sínum mál- flutningi þar sem hann lýsti harðri andstöðu sinni við samrana við Al- þýðuflokkinn sem hefði afleita stefnu í stórum málum. Þar nefndi hann fiskveiðistefnuna, inngöngu í ESB og fleiri mál sem væru andstæð stefnu Alþýðubandalagsins. Djúp gjá Það er ljóst að á landsfund- inum er djúp gjá milli tveggja arma flokksins. Viðbúið er að flokkurinn muni klofna um til- lögurnar en eins og einn full- trúi orðaði það þá er þetta að- eins spurning um það hversu stórt flokksbrotið sem klofnar frá meginfylkingunni verður. Það var mat margra að sá eini sem lokað hefði öllum dyrum samvinnu eða samruna sé Hjörleifur Guttormsson sem sé þegar á fullri ferð út úr flokkn- um. Það telst öraggt að flokkurinn muni ekki ganga frá þessum lands- fundi án þess að vera með stefnu bæði í sjávarútvegsmálum og hvað varðar samvinnu eða samrana á vinstri vængnum. Þar er allt sem bendir til að formaðurinn verði ofan á með dyggri aðstoð verkalýðs- hreyfingar og ungliða. Spumingin er aðeins sú hver fómarkostnaður- inn verði við að koma upp stefnum í báðum málum. -rt Helgi Hjörvar: Sameiningin í augsýn Hjörleifur Guttormsson í ræöustól. Hann var æfur á fundinum og boöaöi klofning ef tillögur um samvinnu eöa samruna næöu fram aö ganga. samvinnu viö Alþýðuflokkinn upp við vegg. Hjörleifur Guttormsson var með fyrstu ræðumönnum og lýsti því yflr að með tillögunni væri vegið að rótum Alþýðubandalagsins og klofningur vofði yfir. Hjörleifur var mjög harðorður í ræðu sinni og sagði það óskhyggju ef forystan teldi aö hægt væri að flytja kjósend- ur hreppaflutningum yfir í aðra flokka. Slíkt væri bein ávísun á klofning. „Mér sýnist því miður að það sé slíkur klofningur sem núverandi forysta Alþýðubandalagsins ætlar að taka áhættuna af með tillögum ég er í hópi þeirra," sagði Hjörleifur í ræðu sinni. „Sprengjutillaga“ Tillaga einstaklinga sem teljast til þungavigtarfólks í verkalýðshreyf- ingu og innan ungliðahreyfinga féll eins og sprengja inn á fundinn. Til- lagan gengur enn lengra í samein- ingarátt en tillaga formanns og framkvæmdarstjómar og í henni er skýrt kveðið á um að formaður flokksins í samráði við flokksstjóm ljúki viðræðum við forystu Alþýðu- flokks og annarra félagshyggjuafla „Sameiningin er í augsýn. For- maðurinn hefur kallað eftir skýru og ótvíræðu umboði og unga fólk- ið, sveitarstjórnarmenn og forysta verkalýðshreyfingarinnar hafa flutt afdráttarlausa tillögu með skírskotun til sameiginlegs fram- boðs og það er útilokað annað en landsfundurinn samþykki það sem verkalýðshreyfingin og hin nýja kynslóð gera kröfu til,“ segir Helgi Hjörvar, einn forsvarsmanna Grósku, um sameiningartillöguna sem fram kom á landsfundi Al- þýðubandalagsins. „Ég tel engar líkur á klofningi á þessum landsfundi. Hjörleifur var fyrir mjög e aangraður og hefur verið það síðan á aðalfundi mið- stjórnar. Þrátt fyrir mjög við- kvæma umræðu um Evrópusam- bandið þá hélt hann engu að síður áfram í flokknum. Hann hefur enga ríkari ástæðu til að yfirgefa flokkinn nú,“ segir Helgi. Hann segist telja að Steingrímur J. Sigfússon muni einnig beygja sig undir vilja landsfundar þar flokksins en einangraður í sér- sem hann hafi betri stöðu innan framboði. -rt Ungliöar stinga saman nefjum á landsfundi AB. Hér eru þeir Helgi Hjörvar og Þorvaröur Tjörvi Ólafsson, formaöur Veröandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.