Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1997, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1997, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1997 7 DV Sandkorn Háhitasæði Hreppsnefndarmenn Keldunes- hrepps eru nokkuð óhittnir á réttu takkana á ritvélum þegar þeir skrifa sveit- ungum sín- um bréf. f fyrra blöskr- aði nefnd- inni aö menn væru fullir i göngum og sendi því bréf til gangnaforinga. í textann vantaði eitt ó og voru því foringjamir beðnir um það lengstra orða að brýna það fyrir gangna- mönnum að vera drukknir i leitum. Nýlega boöaði nefndin til almenns fundar í Skúlagarði og í boðunar- bréfmu er eitt fundarefnið sagt vera stofnun eignarhaldsfélags til rann- sókna á háhitasæðinu fyrir botni Öxarfjarðar. Þá orti ónefndur Keld- hverfmgur, sem sumir telja aö hljóti að vera kona, þessa limru: Eignarhlut á nú að kanna, ágætið búið að sanna. Það svikur ei neitt, alltaf sjóðandi heitt, sæði okkar hreppsnefndarmanna. Háttvirtur ræðustóll í utandagskrárumræðu á Alþingi sL mánudag var hart sótt að menntamála- ráðherra, m.a. af samflokks- manni hans, Suðumesja- manninum Kristjáni Páls- syni sem gagn- rýndi mennta- málaráðherr- ann harðlega fyrir að ætla að rifa Sjómanna- skólann upp með rótum og hlaupa með hann upp í sveit. í þessu var Kristján að vísa til þeirrar hug- myndar Bjöms að flytja skólann i gamalt iðnaðarhúsnæði við Höfða- bakka í Reykjavík. Bjöm Bjamason kættist litið yfir þessum skelmis- skap samflokksmanns síns og ávítaði Kristján fyrir að láta út úr sér þvílíkt fleipur úr „þessum hátt- virta ræðustóli", eins og hann komst að orði. Þingmönnum var greinilega mjög skemmt yfir orðheppni menntamálaráðherrans og tekið var sérstaklega til þess að utanrikisráð- herra, sem er alvörugefmn maður, stökk líka bros. Kvótasöngvar Bubbi Morthens var með tónleika á Akureyri i vikunni og milli laga varð honum tíðrætt um fisk- veiðikvótabölið og talsmenn þess. Nú væri meira að segja svo komiö að einn helsti tals- maður kvóta- kerfisins. Bjarni Hafþór Helgason, fram- kvæmdastjóri Útvegsmannafélags Norðurlands, ætlaði að gefa út geisladisk. Þetta þótti trúbadúrnum hið versta mál og fúUyrti að kvótasinni gæti ekki komið saman góðri músik. Því yrði væntanlegur hljómdiskur Bjama vondur hljómdiskur, að minnsta kosti meðan hann héldi sig á þess- um villigötum. Akureyringum var lítið skemmt við þetta og töldu aö boxáhugamaðurinn Bubbi hefði með þessu tali kýlt sinn mann neðan við beltisstað og það áður en hann var kominn í hringinn. Því lengra, því verðmeira Samtök selabænda hafa fundið markað fyrir nokkuð sérstæða afinð í Austurlönd- um fjær en það eru kynfæri selabrimla, þ.e.a.s. getnað- arlimur ásamt pung, og er greitt því hærra verð þeim mun lengri og efnis- meiri limimir era. Þegar tíð- indi um þessa sérkennilegu eftir- spum bárust norður í land orti sela- bóndi i Kelduhverfi: Alltaf við búgreinar bætist og bóndinn á veiðunum kætist. Með tommustokk fer og tólin af sker og teygir, úr lengdinni rætist. Umsjón Stefán Ásgrímsson Fréttir Stjómarmenn P&S: Ekki flokks- fulltrúar Sighvatur Björgvinsson, formað- ur Alþýðuflokks, og Margrét Frí- mannsdóttir, formaöur Alþýðu- bandalags, hafna því að flokkar þeirra séu ábyrgir fyrir gjaldskrár- breytingum Pósts og síma hf. þó svo að fulltrúar þeirra eigi sæti í stjóm fyrirtækisins. Sighvatur segir mikinn mun á hvort þingflokkar fái að kjósa sér pólitískan fuUtrúa í stjóm stofnana og fyrirtækja eða hvort ráðherrar til- nefni sjálfir fúlltrúa eins og sé í þessu tilfelli. Sigrún Benediktsdóttir, gjaldkeri Alþýðuflokks, sem á sæti í stjóm Pósts og síma, sé því ekki fuU- trúi Alþýðuflokks í þeim skiiningi og sæki ekki ráð til þingflokksins né veiti honum trúnaðampplýsingar. „Það er því mjög eðlilegt að við getum verið ósátt við hennar af- stöðu,“ segir Sighvatur. Margrét Frímannsdóttir segist bera fyllsta traust til Elínar Bjargar Jónsdóttur, sem starfar fyrir Al- þýðubandalagið og er stjómarmað- ur Pósts og síma. Hún segir Eiínu Björgu vera óbundna af afstöðu flokksins til fyrirtækisins og því sé ekki óeðlilegt að gagnrýna ákvörð- un stjómarinnar. -Sól Grænmetis- úrgangur - segir Sorpa „Það sem fyrir augu ykkar blaða- manna bar getur vel hafa virkað sóðalegt. Hér er um að ræða græn- metisúrgang frá verslunum á höfúð- borgarsvæðinu sem við tökum á móti í sérstaka jarðgerðartilraun sem við höfúm staðið fýrir í srnnar. Veðurfarslegar aðstæður hafa gert verkefnið afar erfitt vegna úrkomu. Með þessu móti erum við að reyna að halda niðri verði fyrir úrgangs- framleiðandann og skapa verðmæti," segir Ögmundur Einarsson, ffarn- kvæmdastjóri Sorpu, í spjalli við DV vegna greinar í blaðinu í gær um sóðaskap hjá Sorpu í Gufúnesi. „Rafgeymamir, sem fjallað var um í greininni, em endanlega pakk- aðir og bíða útflutnings, sömuleiðis framköllunarefrii. Aðbúnaður allur, bæði ílát og planið sem þessir raf- geymar standa á, uppfyllir öll skil- yrði sem okkur ber að uppfylla sam- kvæmt starfsleyfi. Þetta er á mal- bikuðu plani og frárennsli tengist sérstökum hreinsiþróm. Ástæða þess að rafgeymamir era þama í svo miklu magni er sú að við töpuð- um sérstökum flutningskerum sem vom mn borð í Vikartindi. Ný ker koma nú um áramótin og þá mun ganga hraðar að flytja þessa raf- geyma út,“ segir Ögmundur. -RR Pabbi ársins: Góður í fótbolta Nú fer fram val á pabba ársins 1997. Það em DV, Aðalstöðin og Að- alstöðin sem standa að pabbaleik. Markmið leiksins er að fmna mann sem er þess verður að bera titilinn. „Pabbi ársins verður valinn í mín- um þætti ársins 20. nóvember næst- komandi. Það em glæsileg verðlaun í boði fyrir pabba ársins og þá sem komast næst þvi,“ sagði Eiríkur Jónsson, útvarpsmaður á Aðalstöð- inni, í samtali við DV. Eiríkur stýr- ir Morgunþætti Aðalstöðvarinnar milii klukkan 7 og 10. „Ég spurði son minn í gær hvemig pabbi árs- ins ætti að vera. Hann sagði númer eitt. Hann á að vera góður í fótbolta. Númer tvö, að vera góður. Og núm- er þrjú, að vera skemmtilegur. Ég held að þetta sé bara svona ein- falt,“sagöi Eiríkur Jónsson útvarps- maður. Láttu sentía þér heim! 18“ pizzð m/3 áleggsteg. 12“ hvítlauksbrauð eða IVIargarita, 2L Coke og hvítlauksolía Aðeins 1.790 kr. Komdu og sæktu! 16“ pizza m/2 áleggsteg. Aðeins 890 kr. 18“ pizza m/2 áleggsteg. Aðeins 990 kr. REYKJAVÍK HAFNARFJÖRÐUR Mafióáar! 568 4848 5651515 Verb ábur Black Line myndlampi Nicam Stereo hljóbkerfi Sjónvarpsmiðstððin Umboðsroenn um land allt VESIURLANO Hljómsýn Alcranesi Kauplélaa Borgfirðinga. Borjamesi. Blórosturvellir. Hellissandi. Guðni Hallgrimsson. Grundarfirði. VESTHRÐIR: Ralbúð Jónasar Þórs, Patreksfirði. Póllinn. Isalirði. NORÐURLAND: Kl Steingrimsfjarðar. HólmavflL If V Húnvetninga. Hvammstanga. Kf Húnvetninga. Blónduósi. Scagfirðingabúð. Sauðódtróki. KEA, Dalvík. Bíkval, Akurevrt Ijósnialinn Akureyrl Jnggi Hisavik. Kf NnwinR Húsavik. Urð. Raufarhðln. AUSTURLAND: If Héraðsbúa. Tgilsstöðura.Verslunin Vik. Neskaupsstað. KauptúaVopnafirði. Kf Vopnlírðinga. Vopnalirði. Kf Héraðsbúa. Seyðisfirði. lumbræður. Seyðisfirði.Kf fáskrúðsljaröar, fáskrúðsfiröi. KASK, Djúpavogi. KASK. Hóln Homafirði. SUÐURLAND: Ralmagnsverkstzði KR. Hvolsvelli. Moslell Hello. Heimstækni. Sellossi. Kf Amesinga. Sellossi. Rás. Þorlákshöfn. Brimnes, Vestmannaeyjum. REYKJANES: Rafborg. Grindavík. Raflagnavinnust Sig. Ingvarssonar. Garði. Ralmærti, Halnarfirði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.