Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1997, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1997, Blaðsíða 11
JL*V FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1997 Konur stjórna - karlar þjást Svo er margt sinnið sem skinnið og heill- andi söguheimur Njálu snertir enga tvo les- endur eins. Hefðbundin söguskoðun og -krufning er ekki í tísku lengur og aðdáendur bókarinnar leika sér að því að nálgast hana frá óteljandi sjónarhomum. Sumir verða reyndar ansi ein- strengingslegir í kenninga- smíðinni en aðrir fara á flug í frjórri umræðu og frumleg- um niðurstöðum. Hlín Agnarsdóttir notar Njálu ekki beinlínis sem frá- sagnarefni í leikriti sínu, Galleríi Njálu, þó að hún leynt og ljóst leggi áherslu á tengslin. Miklu frekar notar hún myndheim sögunnar sem kveikju og inspírasjón þegar hún segir frá nútímamann- inum, Júlíusi Sveinssyni rútubílstjóra. Hann kann Njálu utan að, en fær fá tækifæri til að láta ljós sitt skína þegar hann ekur með túristana um söguslóðir. Það sem skilur þetta sum- ar frá öðram er að hann kynnist leiðsögukonunni Hafdísi. Hún skiptir mann- kyninu í menntafólk, sem er þess virði að eiga orðastað við og svo hin greyin sem ekki hafa prófgráður og vita ekkert í sinn haus. Og Júlíus er að hennar mati í þeirra hópi. Samskipti þeirra eru sett fram í kátlegum og oft stíl- færðum atriðum. Smám saman breytist þó kemían á milli þeirra og kvenremban Hafdís fær aðra sýn á sam- ferðamanninn. Og alltaf svif- ur andi Njálu yfir vötnum. í upphafi sýningarinnar fannst mér nóg um brellur og trix, sem vora ansi fyrir- ferðarmikil til að byrja með og ekki endilega nauðsynleg fyrir framvinduna. Þegar upp er staðið er það jú sá persónuprófíll, sem höfund- ur byggir upp af Júlíusi og samskipti hans og Hafdísar, sem mynda gangverkið í sýningunni. Bestu sprettimir í sýning- unni vora einmitt þegar neistaflugið á milli þeirra verður allt að því sýnilegt og þar nýtur höf- undargáfa Hlínar sín líka best. Henni lætur einkar vel að skrifa texta (oft fyndinn) sem hefur eitthvað að segja og jafn- framt að byggja upp sannferðuga framvindu. Leikstjórinn Hlín fellur hins vegar í þá gam- alkunnu gryfju að teygja lopann um of, sér- staklega framan af og það veikir heildina. Stefán Sturla Sigurjónsson leikur Júlíus og Sigrún Gylfadóttir Hafdísi. Hlutverk Júliusar er miklu meira inn á við og skrifað á dýptina enda á hann athygli höfund- ar. Július og kynnin við hann hafa mikil áhrif á Haf- dísi en sem persóna nær hún ekki mikilli rótfestu. Það er fyrst og fremst samspilið á milli þeirra tveggja sem er hreyfiafl verksins. Stefán og Sigrún smell- passa í hlutverkin og koma einmitt þessu siðasttalda vel til skila. Stefán fær þó mun meira til að spila úr og um leið gullið tækifæri til að sýna margbreytilega takta sem hann nýtir vel. Það er líka gaman að sjá kraftmik- inn leik Sigrúnar, sem vann sannarlega vel úr hlutverki einbeittu nútímakonunnar þó að það sé einsleitara. Leikmynd Vignis Jó- hannssonar er stílhrein og ljósa- og brellumeistarar hafa nóg að gera. Tónlist Guðna Franzsonar er sett við sýninguna eins og kvik- myndatónlist, ýmist seiðandi eða ágeng og sýn Gabríelu Friðriksdóttur, sem fram kemur í myndverkunum 12 í Gallerii Njálu mynda enn einn póst og tengingu við söguna. Nótt og dagur sýnir á Litla sviði Borgarleikhúss: Gallerí Njála Handrit: Hlín Agnarsdóttir Tónlist: Guðni Franzson Myndverk: Gabríela Friðriks- dóttir Leikmynd: Vignir Jóhannsson Lýsing: Jóhann Bjarni Pálma- son Búningar: Áslaug Leifsdóttir Leikstjórn: Hlín Agnarsdóttir Hafdís (Sigrún Gylfadóttir) og Júlíus (Stefán Sturla) kynntust á Njáluslóðum. Leikhús Auður Eydal Alvara og þungi Fólkið sem sækir reglulega tónleika í gulri áskriftarröð Sinfóníuhljómsveitar íslands er alveg örugglega bæði djarft og mjög einlægt áhugafólk um tónlist. Það vill stór hljómsveit- arverk, þunga og þétta síðrómantík, og svo hefur það valið sér röð þar sem nánast öll ís- lensku verk vetrarins era ílutt. Fyrstu tón- leikar raðarinnar lofuðu mjög góðu og spenn- andi vetur framundan. Á öðram áskriftartónleikum vetrarins i þessari röð var aðeins eitt verk á dagskrá. Löng og mikil sinfónía eftir Gustav Mahler, nr.9 í D-dúr, sú síðasta sem hann fullgerði en sína tíundu náði hann ekki að klára sjálfur. Verkið krefst mikils fjölda hljóðfæraleikara og til að gefa mönnum hugmynd um stærðina þá voru klarinettuleikararnir flmm talsins og flautuleikararnir einnig. í allt vora um það bil níu tugir manna á sviðinu. En aldrei þessu vant héldu hljóðfæraleikaramir sig ekki þar heldur þustu, í þann mund er tónleikarnir áttu að hefjast, út i salinn með skilaboð til gesta sinna í formi dreifibréfs. Þeir biðja um stuðning. Stuðning við þá sjálfsögðu kröfu lág- launafólks í þessu landi að geta séð fyrir sér og sínum. Kröfur þeirra koma að öðra leyti ekki fram í þessu bréfi og heldur ekki í hverju stuðningur við kröfur þeirra gæti verið fólg- inn. Aukin aðsókn og fjölgun tónleika virðist ekki skila sér í krónum til fólksins sem allt á Petri Sakari stjórnaði 9. sinfóníu Mahlers. Tónlisl Sigfríður Bjömsdóttir veltur. Sjálfsagt muuu fjölmiðlar greina frá því ef til aðgerða verður gripið og víst er að hljómsveitin á sér marga aðdáendur sem von- andi reynast ekki bara viðhlæjendur heldur líka vinir. Það kraftaverk sem hefur orðið hér á nokkrum áratugum, að byggja upp sterka og góða sinfóníuhljómsveit á Islandi, verður auð- veldlega kæft með meðalmennsku og hálfkáki ef ekki er að gætt. Til þess að geta gert kröfur verða þeir sem kröfurnar era gerðar til að geta sinnt hlutverki sínu í fullu og vel laun- uðu starfi. En auknum metnaði og kröfum og svo launum fylgja líka breytingar. Starfsör- yggi manna verður minna, samkeppni meiri. En nóg um þetta - vonandi má treysta upp- lýstu og metnaðarfullu fólki í valdastöðum til að marka farsæla stefnu i þessum málum áður en í óefni er komið. Stórvirki Mahlers var að mörgu leyti vel flutt undir stjóm Petri Sakari. Hljóðfæraleik- ur hópa og einstaklinga var yflrleitt öraggur. Helst var vart við hnökra í leik 1. fiðlu, aðilar þar oft innbyrðis ósamtaka. Annars virtist jafhvel mjög fastur og þungur taktur eins og snemma í öðrum kafla geta vafist fyrir mönn- um líka. Túlkun Sakari var almennt nokkuð þétt, þung og einfóld á kostnað finni blæ- brigða. Upphaf fjórða kafla er ágætt dæmi um hvemig slíkur þungi kemur í veg fyrir flug efnisins. En þrátt fyrir allt er flutningur þessa verks hér á landi stórvirki sem ber að þakka. Ekkert kemur í stað upplifunar á lifandi flutn- ingi slíkra verka. »imenning „ *★ ★ í norðri Hvunndagsleikhúsið í vetr- arbúning Á nýju leikári Hvunndags- leikhússins stefna menn hreint ekki að neinu hvunndags- verkefni. Þar á bæ ætla menn sér f stórvirki og ætla að ffurn- flytja nýja óp- era eftir Leif Þórarinsson tónskáld á miðri góu. Ekki er enn komið nafn á óperuna en hún segir á skoplegan hátt frá samskiptum hjóna og drauga við erfiðar aðstæður og er meöal annars leitað fanga í síðasta þætti Fjalla-Eyvindar en með kímni að leiðar- ljósi. Verkið prýða úrvalslistamenn. Sigrún Hjálmtýsdóttir, Jóhanna Þórhallsdóttir, Sverrir Guðjónsson og Bergþór Pálsson syngja aðalhlutverkin en auk þess er 12 manna hljómsveit og dansarar. Leikstjóri er Inga Bjamason. Verkefnið verður unn- ið í samvinnu við íslensku óperana. „Þátttakan er rosalega góð, um sextíu söfrí hér á landi og um þúsund í allt,“ seg- ir Pálína Magnúsdóttir, ein af skipuleggj- endum Orðsins í norðri, norrænnar bóka- safríaviku. Vikan hefst mánudaginn kl. 18 stundvíslega, í öllum þúsund söfnunum um öll Norðurlönd og dagskráin þann dag verður alls staðar eins: Lesinn verður kafl- inn um dauöa Böðvars úr Egils sögu viö kertaljós. Svo dæmi sé tekið les fra Vigdís Finnbogadóttir í Þjóðarbókhlöðunni; í safríi Pálínu á Seltjamamesi les Bubbi Morthens. Eftir þessa fyrstu sameiginlegu dagskrá verður hvert safrí meö sína eigin útfærslu á norrænu bókasafríavikunni. Meðal at- riöa era upplestrar, sýningar, bókmennta- kynningar, kvikmyndasýningar og vísna- söngur. En hvers vegna þessi kafli úr Eglu? „Hann sýnir mátt orðsins," segir Pálína. „Sagði ekki einhver að samtal Egils og Þorgeröar dóttur hans, þegar hún telur hann af því að svelta sig í hel eftir dauða Böðvars, væri fyrsta samtalsþerapían sem heimildir eru til um?“ Þetta merkilega samtal mun hljóma á ft,l al Pálína Magnúsdóttir - vlll kynna onum ma máttorðsins. DV-mynd ÞÖK um og mal- lýskum Norðurlanda á mánudaginn og era lands- menn hvattir til að fjölmenna í sitt hverf- is- eða héraðssafrí og hlusta. Galdrakarlinn í Borgarleik- húsinu Aðsókn á barnaleikrit Leikfélags Reykjavíkur, Galdrakarlinn í Oz, hefur verið mjög góð. Svo gott sem uppselt er á sýningarnar til jóla en ákveðið hefur verið að efna til aukasýninga. Þær fyrstu verða sunnudagana 16. og 30. nóv- ember kl. 17.00. Ævintýrið um Galdra- karlinn í Oz verður ekki aðeins í Borgarleikhús- inu í vetur því að ný morgunsaga barnanna sem hófst í þessari vlku á rás 1, er einmitt sama ævin- týrið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.