Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1997, Síða 3
MÁNUDAGUR 17. NÓVEMBER 1997
23
Handbolti - 1. deild kvenna:
Meistar-
arnir lágu
- og Stjarnan komin á toppinn
Víkingsstúlkur gerðu sér lítið fyr-
ir og skelltu íslandsmeisturum
Hauka, 24-26, í 1. deild kvenna í
Hafharfirði á laugardaginn.
Víkingar voru yfir í hálfleik, 9-11,
og með Höllu Maríu Helgadóttur í
aðalhlutverki náði liðið að knýja
fram góðan sigur.
Mörk Hauka: Judit Esztergal 9, Hulda
Bjamadóttir 7, Auöur Hermannsdóttir 3,
Thelma Björk Ámadóttir 2, Tinna B.
Halldórsdóttir 1, Björg Gilsdóttir 1,
Harpa Melsted 1.
Mörk Víkings: Halla María Helga-
dóttir 9, Heiða Erlingsdóttir 7, Guð-
munda Kristjánsdóttir 5, Helga Bima
Brynjólfsdóttir 2, Anna Kristin Ámadótt-
ir 1, Kristín Guðmundsdóttir 1, Vibeke
Sinding-Larsen 1.
„Hefndum ófaranna“
Stjömustúlkur tylltu sér í topp-
sætið í deildinni þegar þær lögðu
lið Gróttu/KR aö velli, 26-20, á
heimavelli sínum í Ásgarði í Garða-
bæ.
„Við vorum töluvert spenntar fyr-
ir leikinn en við undirbjuggum okk-
ur vel fyrir hann. Við náðum að
hefiia ófaranna frá því í 1. umferð-
inni þegar við töpuðum en þær eru
óskrifaða númerið í deildinni. Staða
okkar í deildinni er orðin vænleg og
við höfúm ekki tapað stigi siðan í
þriðju umferðinni. Við erum því á
góðu róli,“ sagði Ragnheiður Steph-
ensen, leikmaður Stjömunnar, við
DV eftir leikinn en hún var mjög
atkvæðamikil í leiknum.
Grótta/KR byrjaði betur og komst
í 6-4 en þá tóku Stjömustúlkur leik-
inn í sínar hendur og leiddu í hálf-
leik með fjórum mörkmn, 14-10.
Þrátt fyrir ágæta tilburði í síðari
hálfleik þar sem Grótta/KR náði að
minnka muninn í tvö mörk seig
Stjaman smátt og smátt fram úr og
vann sanngjaman og ömggan sigur.
Ragnheiður Stephensen og Inga
Fríða Tryggvadóttir léku best í liði
Stjömunnar en Anna Steinsen skar-
aði fram úr í liði gestanna.
Mörk Stjömunnar: Ragnheiður
Stephensen 11/3, Inga Fríða Tryggvadótt-
ir 6, Herdis Sigurbergsdóttir 2, Björg
Fenger 1, Hrund Grétarsdóttir 1, Nina K.
Bjömsdóttir 1, Ingibjörg Thors 1.
Mörk Gróttu/KR: Anna Steinsen 7,
Ágústa Bjömsdóttir 6/4, Kristín Þórðar-
dóttir 3, Edda Hrönn Kristinsdóttir 2,
Helga Ormsdóttir 2.
Öruggt hjá ÍBV
ÍBV vann ömggan útisigur á
Fram, 21-30. Eyjastúlkur skoraðu
fimm fyrstu mörkin og leiddu 9-14 í
hálfleik. Sigur þeirra var aldrei í
Inga Fríða Tryggvadóttir lék vel með Stjörnunni gegn Gróttu/KR á laugardaginn og skoraði 6 mörk i leiknum.
Stjarnan vann góðan sigur og er í toppsæti deildarinnar. DV-mynd Brynjar Gauti
hættu.
Mörk Fram: Þuríður Hjartardóttir 8,
Katrín Tómasdóttir 3, Hekla Daðadóttir 2,
Svanhildur Þengilsdóttir 2, Svava Jóns-
dóttir 2, Ásta Malmqvist 2, Steinunn Tóm-
asdóttir 1, Hrafnhildur Sævarsdóttir 1.
Mörk ÍBV: Andrea Atladóttir 9, Ingi-
björg Jónsdóttir 8, Sandra Anulyte 6,
Sara M. Ólafsdóttir 3, Stefanía Guðjóns-
dóttir 2, Guðbjörg Guðmanndsdóttir 2.
Jafntefli í Firöinum
Valur náði nokkuð óvæntu jafii-
tefli gegn FH í Hafnarfirði, 13-18.
FH var yfir í hálfleik, 10-9.
Mörk FH: Þórdis Brynjólfsdóttir 6,
Björk Ægisdóttir 4, Hrafiihildur Skúla-
dóttir 3, Drífa Skúladóttir 2, Guðrún
Hólmgeirsdóttir 2, Hildur Erlingsdóttir 1.
Mörk Vals: Eivor Pála Blöndal 7,
Gerður B. Jóhannsdóttir 5, Brynja Stein-
sen 2, Þóra B. Helgadóttir 2, Sonja Jóns-
dóttir 1, Anna G. Halldórsdóttir 1.
-ih/VS
l.DEILD KVENNA
Stjaman 8 5 2 1 191-163 12
Haukar 8 5 1 2 209-185 11
FH 8 4 2 2 167-157 10
Víkingur 8 4 1 3 199-201 9
Grótta/KR 7 3 2 2 137-140 8
ÍBV 7 3 0 4 160-170 6
Valur 8 1 2 5 146-157 4
Fram 8 0 2 6 172-208 2
Stór fjórhjóladbifinn bill á frábærh verdi
HONDA
VATNAGARÐAR24
S: 568 0900