Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1997, Page 8
28
MÁNUDAGUR 17. NÓVEMBER 1997
íþróttir
i>v
Eggjabikarinn:
Burst
- Keflavík sigraöi Tindastól, 111-73
Keflvíkingar unnu fyrirtækjabik-
arinn 2. árið í röð þegar þeir unnu
stóran sigur á Tindastóli, 111-73, á
laugardag. Keflavíkurliðið var iíl-
viðráðanlegt í þessum leik, allir
fengu sinn tíma til að blómstra og
liðið fór á kostum við að tryggja sér
38 stiga stórsigur.
Vissum hvað þarf
„Við vissum hvað þarf að gera til
að klára svona leik. Tindastólsmenn
öfugt við okkur þekkja það ekki og
það réð miklu hér í dag. Mínir
menn spiluðu mjög vel, sýndu góða
liðsheild, allir nutu sín og það var
gaman að horfa á mína menn spila,“
sagði ánægður þjálfari Keflavíkur,
Sigurður Ingimundarson, eftir leik.
Eftir að liðin höfðu bæði hitt illa
í byrjun snögghitnuðu Keflvíkingar
og frábær kafli þeirra kom þeim í
17-4. Þar með var grunnurinn lagð-
ur fyrir frábæran leik þeirra og lið-
ið keyrði yfir Sauðkrækinga það
sem eftir var af leik. Guðjón Skúla-
son fór fyrir sínum mönnum í fyrri
hálfleik. Hann skoraði þá 20 stig,
þar af 2 þriggja stiga körfur. Hittni
Tindastólsmanna var afleit í fyrri
hálfleik. Þeir hittu aðeins 8 af 28
skotum og voru búnir að missa Kefl-
víkinga alltof langt frá sér. Staðan
var 50-29 í leikhléi fyrir Keflavik.
Áttum ekkert svar
„Við áttum aldrei svar við góð-
um leik Keflvíkinga, þeir voru í
þvílíkum ham að þeir hittu bókstaf-
lega úr öllu,“ sagði Sverrir Þór
Sverrisson eftir leik.
Torrey náði sér ekki á strik
Tindastólsmenn áttu ekkert i lið
Kelfavíkur. Þeir voru að leika sinn
fyrsta alvöru úrslitaleik og voru ef-
laust enn að ná sér niður eftir frá-
bæran sigur gegn Njarðvík á
fimmtudag. Torrey John, sem átti
stórkostlegan dag gegn Njarðvík,
náði sér ekki á strik. Hann var í
strangri gæslu Dana Dingle og hitti
bara úr 3 af 11 3 stiga skotum og
skoraði aðeins 16 stig.
Kristján Guðlaugsson tók við af
Guðjóni í seinni hálfleik og skoraði
öll sín 22 stig í hálfleiknum. Falur
Harðarsoií lék vel fyrir liðið, gaf 11
stoðsendingar, og Dana Dingle, sem
auk þess að halda Torrey niðri,
skoraði 24 stig og tók niður 22 frá-
köst. í liði Tindastóls átti enginn
góðcm dag en Jose Naranjo stóð sig
best. Liðið leggur þennan leik eflaust
irrn í reynslubankann og kemur
sterkara og reyndara til leiks næst.
Stig Keflavíkur: Guðjón 26,
Dingle 24, Kristján 22, Falur 17,
Gunnar 12, Hafldór 5, Fannar 4 og
Ásgeir 2.
Stig Tindastóls: John 16, Nar-
anjo 14, Sverrir 10, Ómar 9, Óli 7,
Lárus 5, Halldór 4, Amar 2 og
Skarphéðinn 2. -ÓJJ
Keflvíkingar í sigurvímu með eggjabikarana tvo sem þeir fengu fyrir sigurinn gegn Tindastóli í úrslitaleik
Eggjabikarkeppninnar á laugardaginn. DV-mynd Brynjar Gauti
Viltu lita vd út íjólakjólnum?
Erum allar
læröar í
rafnuddi
553 3818
é
Nú bjóöum viö þér mánaöarkort í Trimform
á aöeins kr. 5.900.
Frír prufutími fyrir þá sem ekki hafa prófaö
Trimform hjá Berglindi.
Leigjum einnig út trimformtæki á jólatilboöi.