Alþýðublaðið - 04.11.1921, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 04.11.1921, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLAÐlÐ Leikfimis og inniskór íást í MMsino á Laogaveg 17 A. AfgreiÖwla er f AiþýðuhúsbiH viS logólfntræti og hverfisgðto. iími 089. An^BÍBguto sé ddlftð þMgað •fefc í Gkiteaberg, < sfBaata lagi ML 10 árdegls þanu dag aem þœir etg* »ð homa i bidfitB. ághrtftiHjslil eia kr. i mánnði. Mg^Égmrð kr i,§o «m. thiL -A PtvÍiiii É sfrHrtðshmnar, að Kfisslanðsjrétlir. Aðallega eftir Rostafréttastofu. Eitnreiðar frá Þýzkalandi. Svo sem kunnugt er gerði Bolsi- víkastjórn samninga, bæði við 'Svía og Þjóðverja um smíði á eimreiðum, og eru ekki færri en 20 þús. manns sem hafa atvinnu við það í Svíþjóð. Eru fyrstu eimreiðarnar þaðan fyrir nokkru komnar til Rússlands, og voru þær fiuttar landveg yfir Finnland. Eru eimreiðar þessar feykisöflugar og er frarnan á þeim stór líkan ' af hinni rísandi stjórn Jýðsins með hamar og sigð. Voru ritstjóra þessa blaðs sýndar tvær af þess- um eimreiðum í Petrograd fyrir liðugum mánuði. Eimreiðarnar frá Þýzkalandi eru nú lika farnar að koma. Flutti þýzka gufuskipið óðinn 9 eim- reiðar til Petrograd um miðjan fyrra mánuð. Utanríkisverzlun Rússa seldi nýlega 2 milj. púd af líni (hör) í Riga, fyrir mjög gott verð. Ítalir og Rússar. Fulltrúi Ítalíu í Moskva, Boggiano Pico, sagði nýlega i viðtali við blaðamann frá .Isvestija" að verzlunarsamn Jingarnir milli Ítalíu og Rússlands mundu bráðlega verða undirrit- aðir, og að ítalfa og England mundi bráðum koma sér saman um hvernig eigi að vinna að fjir- hagslegri endurreisn Rússlands. Ennfremur sagði hann að hersýn- ing sú er R&uði heriaa hélt hér á dögunum hafi fyllilega sýnt það að Rauðherinn bæði vildi og væri fær um að verja sovjetveldið bæði fýrir innlendum og útlendum árásum. Allskerjar rafjrœðingafundur var haldinn í Moskva um miðjan fyrra mánuð. Voru þar saman komnir rzffræðingar úr öllu hinu víðlenda ríki Bolsivíka, frá Síberíu, frá Kaukasus, frá Turkestan, auk raffræðinga úr hinu eiginlega Rússlandi cg Ukraine. Lenin telur rafmagsmálið eitt helzta mál Rússlands. Allsherjar efnafrœðingafundur var haldinn í Moskva um sama leyti. Voru 2ls þátttakenda kom- múnistar (bolsivíkar). filoðar jréttir. Danir hjálpfúsir. Fjárlaganefnd danska þingsins leggur til að veita Rauða Kross- félaginu danska 100 þús. kr. til þess að hjálpa með bágstöddum börnum í huijgursneyðar- héruðum Rússlands, og annað eins til hjálp ar huugruðum börnum í Eistlandi Lettlandi og Póilandi. En til hjálp ar hungrandi börnum í Norður Frakklandi og Miðevrópu 65 þús krónur. Lnnatsjarski fer til Ítalín. ítalska stjórnin hefir gefið leyfi sitt til þess að Lunatajarski, kenslumálaráðherra Rússlands, komi til ttalíu á jafnaðarmanna þing sem þar á að halda. Lunat- sjarski var þegar fyrir byftinguna þektur sem einn af helstu gáfu mönnum Rússlands. Hann er einn af helstu foringjum Bolsivika. • Jafnaðarmannaþing héldu eistneskir, lettneskir og lit- háskir jafnaðarmenn í Tallinu (Reval), höfuðborg Eistlands, um miðjann október. 3slanðsbanka-hlnlabréf háljvirði! Khöfn, 3. nóv. . íslandsbanka-hlutabréf voru í gær skráð í kauphöllinni sem 55 aura virði hver króna. firlenð simskeyti. Khöfn, 3. nóv. Ungversku lætin. Frá París er símað, að sendi herraráðstefnan heimti að Ung- verja Iýsi því yfir, að Hafs- borgarkeisaraættin sé um aldur og æfi vikið frá völduœ, og að þeir geri það fyrir næstkomandi mánu- dag. Frá Wien er símað, að margir Ungverjar vilji að Horthy admiráH sem er forseti í Ung- verjalandi, sé gerður að konungi. Frá Prag er sítnað, að Ung- verjastjórn hafi lýit yfir að hún gaisgi að öilum kröfum Banda- manna. Lloyd George fer ekki til AmeríRu. Frá London er símað, að Lloyd George sé hættur við að taka þátt í fundinum sem halda á £ Wcshington (Amerfku). Setja Frakkar þýzka ríkið á hofnðið. Frakkland gerir þá kröfu að þýzka ríkið sé gert gjaldþrota ef það borgar eigi f tækatíðskaðabóta- upphæð þá sem það á að gjalda f janúar. Verði það gert verður ncfcd frá Bandamönnum falið að stjórna fjármálum Þýzkalands. Hjálparstoð Hjúkrunarfélagsinst Líkii gr opin sem hér segir: Mánudaga. . . . k!.,n—12 f. b„ Þriðjudaga ... — 5 — 6 e. h. Miðvikudags, . . — 3 — 4 e. b„ Föstudaga . ... — 5 — 6 e. h. Laugárdaga ... — 3 — 4 e. h. I

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.