Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1997, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1997, Blaðsíða 1
MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1997 Kristinn Björnsson á fleygiferö í brautinni í Utah um helgina. Ólafsfiröingurinn náði hreint frábærum ár- angri og þeim lang- besta sem íslenskur skíöamaöur hefur náð frá upphafi. Lottóí 16 19 21 25 36 B: 9 Enski boltinn: 211 2x1 111 2x21 * ÍliSiíf; - frábær árangur Kristins Björnssonar Ólafsfiröingurinn Kristinn Bjömsson setti skíðaheiminn á annan enda þegar hann kom annar í mark í svigi á heimsbikarmóti í Park City í Utah á laugardagskvöldið. Kristinn stal senunni því enginn vissi deili á þessum 25 ára gamla íslendingi. Fréttamenn víðs vegar að hópuðust að honum og vildu eiga við hann viðtöl. Árangur Kristins kom öllum í opna skjöldu en hann segist i viðtali við DV alltaf hafa stefiit að þessu. Það hefði hins vegar komið honum sjálfum á óvart hvað það hefði gerst fljótt. Krist- inn var aö etja kappi við alla bestu svigmenn heimsins og því er árangur hans eitt besta íþróttaafrek íslendings á alþjóðavettvangi. Kristinn Björnsson á verðlaunapalli, lengst til vinstri. Á stóru myndinni er hann á fullri ferö í sviginu um helgina. Símamyndir Reuter Handbolti helgar- innar - bls. 28 og 29 •V Verölaunafé fyrir annaö sætiö 750 þúsund krónur Fyrir sigurinn fékk Kristinn um 750 þúsund krónur og sagði Kristinn að það verð- launafé væri vel þegið. Næsta heimsbikarmót sem Kristinn tekur þátt í verður haldið á Ítalíu um miðjan desember og þriðja mótið verður viku síðar, einnig í sama landi. Það verður því í nógu að snúast hjá þessum snjalla skíðamanni á næstunni. Hann sagðist í samtalinu við DV taka sér frí frá skíðaiðkun næstu daga og þess í stað stimda þrekæf- ingar. Nánar er fjallað um árangur og afrek Kristins á bls. 27. -JKS SH-meistari í sundinu - bls. 26 BB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.