Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1997, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1997, Síða 8
8 MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 1997 Útlönd Stuttar fréttir :dv Aðventuskemmtun endaði með hörmungum á Eyrarsundi: Fjórir krömdust undir risagasskipi - sautján sportveiðimönnum bjargað úr ísköldum sjónum DV, Ósló: Þaö sem átti að vera skemmtiferð í upphafl aðventu endaði með hörm- ungum og dauða. Sautján mönnum var við illan leik bjargað úr sjónum á Eyrarsundi skammt norðan Kaup- mannahafnar í gær en fjórir létu líf- ið. Norskt risagasskip var á leið suður sundið en á því miðju lá lítill danskur bátur með hóp sportveiði- manna um borð. Dimm þoka var á sundinu og varð árekstri ekki afstýrt. „Við náðum tökum á félögum okkar en urðum aö sleppa þeim aft- ur. Þeir voru of þungir í sjónum," sagði einn þeirra sem komust lífs af við danska ríkissjónvarpið í gær- kvöld. Litli fiskibáturinn brotnaði í tvennt þegar risaskipið sigldi yfir hann miðjan og flutu báðir endar upp. Sautjánmenningarnir björguð- ust á stefninu. í gærkvöld var því haldið fram í fréttum sænska sjónvarpsins að þeir sem létust hefðu slasast alvar- lega við áreksturinn og þvi ekki náð aö bjarga sér. Fimm voru fluttir á sjúkrahús vegna ofkælingar og einnig sára sem rekja má til árekst- ursins. Af hinum látnu sem allir voru Danir var einn háseti á bátn- um. Veiðimennimir hugðust veiða þorsk sem er vinsæll matur á að- ventunni í Danmörku. Slysið er rakið til þokunnar sem var á Eyrarsundi í gær. Þó er talið ljóst að með aðgát hefði mátt bjarga mannslífum. Enginn nothæfur rad- ar var í fiskibátnum og þegar gas- skipið reyndi að sveigja af leið til að forðast árekstur sveigði fiskibátur- inn í sömu átt. Þá er og gagnrýnt að bátnum var haldið til veiða mitt i siglingaleiðinni um sundið. Óvíða er umferð á sjó þyngri en einmitt þama. Þessu til viðbótar er upplýst að ekki vom nægilega mörg björgunar- vesti um borð handa öllum. Nokkr- ir náðu að bjarga sér á vestum sem kastað var frá norska skipinu. Sjó- próf verða haldin á morgun. -GK Karl Bretaprins íhugar að láta af refaveiðum Karl, ríkis- arfi á Bret- landi, íhugar nú að hætta refaveiðum, að þvi er bresk blöð skýrðu frá í gær. Yflrgnæf- andi meirihluti breskra þing- manna greiddi atkvæði með refaveiðibanni I síðustu viku. Prinsinn hefur stundað refa- veiðar í tuttugu ár. Að sögn sunnudagsútgáfu Express-dag- blaðsins veltir Karl því nú fyrir sér af mikilii alvöra að gefa veiðamar upp á bátinn vegna almenningsálitsins. Aukin matar- kaup fyrir olíu- fé bæta ekki ástandið í írak írösk stjómvöld sögðu í gær að þótt olíusala þeirra til að standa straum af matvælakaup- um yrði aukin mundi þaö ekki leysa þann milda heilbrigöis- vanda sem írakar standa frammi fyrir. Núverandi samningur við Sameinuðu þjóðirnar rennur út 5. desember. Búist er við að Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, leggi fram tillögur sinar um endurnýjun samningsins fyrir Öryggisráðið í dag. Viðræðum um nýja stjórn í Prag frestað Stjómar- myndunar- viöræðum í Tékklandi hefur verið frestað fram yfir aukaþing flokks Vaclavs Klaus, fráfarandi forsætisráð- herra, þann 13. desember. Vaclav Havel forseti skýrði frá þessu í gær eftir fund með leiðtogum flokkanna þriggja sem mynda núverandi ríkis- stjóm landsins. Havel féllst á lausnarbeiðni Klaus og stjómar hans á fundin- um. Stjómin mun þó sitja þar til ný hefur verið mynduð. Klaus verður ekki með i nýrri stjóm. Stjómin sagði af sér vegna fjár- málahneykslis í flokki forsætis- ráðherrans. _________ieuter Björgunarsveitamenn flytja burt mann sem bjargaðist lifandi frá árekstri norsks risagasskips og danska fiskibátsins Peder Wessel á Eyrarsundi í gær. Fjórir týndu lífi en sautján var bjargað úr köldum sjónum. Símamynd Reuter Fjölskylda Onassis-erfingj- ans lifir í stöðugum ötta Fjölskylda Aþenu litlu, erfingja Onassis-auðæfanna, hefur lifað í stöðugum ótta frá því svissneska lögreglan skýrði henni frá samsæri um að ræna stúlkunni í febrúar sið- astliðnum. Þrír hafa verið hand- teknir vegna þessa. „Líf okkar hefur verið hrein martröð frá því í febrúar," sagði Thierry Roussel, faðir Aþenu litlu, í viðtali við Reuters-fréttastofuna um helgina. Aþena er dóttir Roussels og Christinu Onassis, dóttur skipa- kóngsins gríska, Aristótelesar Onassis. Christina lést árið 1988 og eftirlét dóttur sinni auðæfi að and- virði um 210 milljarða króna. Aþena Aþena Roussel, erfingi Onassis- auðæfanna. Símamynd Reuter er tólf ára nú og verður fé hennar í vörslu sérstakra tilsjónarmanna þar til hún verður átján ára. Fjölskyldan býr nærri Lausanne í Sviss þar sem Aþena gengur í skóla. Lífverðir, sem eru fyrrum félagar í SAS, sérsveitum breska hersins, gæta stúlkunnar hvert fótmál. Roussel stendur í deilum við Onassis-stofnunina sem gætir fjár- muna dóttur hans. Hann sakar til- sjónarmennina um að hafa staðið sig ilia. Þá er hann reiður yfir því að stofnunin skuli láta fara fram rannsókn á öryggisgæslu stúlkunn- ar án þess að láta hann vita. Óvíst um Al Gore í Kyoto Enn er óráðið hvort A1 Gore, varaforseti Bandaríkjanna, sækir loftslagsráðstefnuna sem hefst i Kyoto í Japan í dag. Gore hefur lengi sýnt málefninu áhuga. Fulltrúar frá 160 löndum munu á næstu tíu dögum reyna að komast að samkomulagi um hvemig draga megi úr losun svokallaðra gróður- húsalofttegunda, sem vísindamenn segja að séu að breyta loftslagi jarð- arinnar. Bandarísk stjórnvöld vilja fá þátt- tökuþjóðimar til að samþykkja áætiun sem bægir hættunni á hækkandi hitastigi jarðar frá án þess þó að valda efnahagsþrenging- um. Bandaríkjamenn vilja að á næstu 15 áram verði losuninni kom- ið í það horf sem hún var 1990. Jap- anar hafa lagt til 5 prósenta sam- drátt en ESB vill að búið verði að draga úr losuninni um 15 prósent árið 2010. Þróunarlönd eins og Kína og Indland era andvíg því að draga úr losun sinni á gróðurhúsaloftteg- undum. Reuter Höfnuðu morðúm Spænsk stjómvöld höfnuöu boði ísraelsku leyniþjónustunn- ar Mossad á 9. áratugnum um að myrða aðskilnaðarsinna Baska í Frakklandi, að sögn spænska blaðsins E1 Mundo. Paula vill frið Breska sjón- varpskonan Paula Yates, sem sneri heim frá Ástr- alíu í gær þar sem hún var við útför elsk- huga síns, Michaels Hutchence, bað fjöl- miðla um að leyfa sér að vera í friöi. Hún og 16 mánaða dóttir þeirra Hutchence ætla ekki að dvelja á heimili sínu á næstunni. Gísl lét lífið Frönsk kona, sem ásamt eigin- manni sinum var rænt í Tadsjikistan fyrir nokkrum dög- um, lét lífið þegar stjómarher- inn réðst gegn bæli mannræn- ingjanna. Eiginmaðurinn var látinn laus á laugardagskvöld. Skila landi Ríkisstjóm ísraels samþykkti í gær að skila meira landi á Vestur- bakkanum til Palestínumanna, með skilyrðum þó. Ráðherra í heimastjóm Palestínumanna for- dæmdi ákvörðunina og sagði hana skaðlega friðarferlinu. Efast um mynt Spænskir kjósendur eru fullir efasemda um sameiginlega mynt Evrópusambandsins en þeir telja þó að Spánn verði með í mynt- bandalaginu frá byrjun. Þetta kemur fram í nýrri skoðana- könnun. Jeltsín frestar fundi Borís Jeltsín Rúss- landsforseti hefur frestað um eina viku fundi með ráð- herrum í stjóm sinni sem átti að vera í dag. Þar áttu ráðherrarnir að svara fyrir gjörðir sínar í efnahagsmálum. Vaxandi "óróa gætir nú vegna bágborins ástands efnahagsmála Rúss- lands. Áhöfn bjargað Franskar og breskar þyrlur björguðu 32 manna áhöfri af kýp- versku skipi sem slagsíða kom á í Ermarsundi í gær. Eins og fyrir stríðið írakar sögðu í gær að ástandið við Persaflóa væri svipað því sem var áður en stríðið blossaði upp þar 1991. Sæðisbankahneyksli Sæðisbanka í Flórens á Ítalíu hefur verið lokað og fjórir menn hafa verið handteknir vegna þess að bankinn seldi sæði úr manni með lifrarbólgu C. Þögnin rofin Winnie Mandela, fyrr- um eiginkona Nelsons Mand- ela, forseta Suður-Afriku, vísaði á bug í sjónvarpsviðtali í gær að hún hefði nokkru sinni unnið gegn blökkumönnum. Winnie hafði ekkert látið hafa eftir sér frá því sannleiksnefnd Suður-Afríku hóf að rannsaka athæfi hennar á tímum aöskilnaðarstefnunnar. Winnie hefúr meðal annars ver- iö ásökuö um morð og fleiri ill- virki. Gengur með sexbura Sextán ára stúlka í Kólumbíu gengur með sexbura sem eiga að fæðast innan mánaðar, að sögn CNN. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.