Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1997, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1997, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 1997 Fréttir Lúsin lífseigari - ekki faraldur, segir hjúkrunarfræöingur „Þaö er ekki hægt að segja að það sé lúsafaraldur en það er töluvert af lús í skólunum. Þetta kemur upp á hverju ári og er ekki háð hreinlæti. Við hjúkrunarfræöingamir sem störfum i skólunum höfum reynt að hafa eins góða stjóm á þessu og mögulegt er en þetta kemur alltaf upp og getur verið mjög erfitt að eiga viö. Við teljum að þetta sé ekk- ert meira nú en undanfarin ár,“ seg- ir Hulda Finnbogadóttir, hjúkrunar- fræðingur í Setbergsskóla í Hafnar- firði. Hulda segir aö lús hafi fundist á 8 bömum í Setbergsskóla í vetur og nokkuö fleiri hafa greinst með nit. Hulda segir að enginn einn skóli virðist koma sérstaklega verr út en aðrir varðandi lúsina. „Við höfum leitað að lúsinni í bekkjum og árgöngum hér í skólan- um. Það hefur verið talað við for- eldra og brýnt fyrir þeim að leita heima. Börnin hafa verið send með miða heim þar sem bent er á fyrir- byggjandi aðferðir." Ábyrgð foreldra og forráðamanna „í þessu sambandi er ábyrgð for- eldra mikil og ég veit ekki hvort það er öllum ljóst. Foreldrar þurfa að passa þetta eins vel og mögulegt er og leita oftar en einu sinni á börn- um sínum, helst á hverjum degi. Það hefur verið talað um að lúsin sé eitthvað erfiðari viðfangs nú en áður og lífseigari gegn efnunum sem notuð em gegn henni. Það hef- ur verið rætt um að taka eitt efni í 2 ár og nota það en það hefur ekki náðst samstaða um það. Þetta er eitthvað sem þarf að skoða betur," segir Hulda. -RR PHILIPS á lágu verði PHILIPS 28" sjönvarp 69.900 PHIllPS -u myndbandstæki a Philips PT4423 er nýtt 28" gæða sjónvarpstæki á ótrúlegu verði. Philips PT4423: Nicam Stereo Blackline D myndlampi Einföld og þægileg fjarstýring íslenskur leiðarvísir Gerðu hörðustu kröfurtil heimilistækja. Fjárfestu í Philips! 27.900 Tveggja hausa myndbandstæki frá Philips á sérlega hagstæðu verði. Einfalt í notkun og áreiðanlegt. íslenskur leiðarvísir. PHILIPS -alltaf ódýrast hjá okkur! Heimilistæki hf Umboðsmenn um land allt. SÆTÍIN8 SÍMI 569 1500 http.//www.ht.ls ÁNÆGIUÁBYRGÐ SSé kaupandi ekki ánægður með vöruna má hann skila henniinnan 10 dagal Nýtt veiðieftirlit: Nær ekki til Smug- unnar DV, Ósló: ísland, Noregur og ríki Evr- ópusambandsins hafa náð sam- komulagi um nýtt fiskveiðieftir- lit í Norðaustur-Atlantshafi, bæði innan og utan efnahagslögsögu ríkjanna. Samningurinn þýðir að eftirlit verður strangara og ríkin skuld- binda sig til að senda eftirlitsskip ef tíu bátar eða fleiri eru á veið- um á sömu miðum. Þetta gildir líka á opnu hafi og norskir sjáv- arútvegsmenn túlka það þannig að Norðmenn og Rússar hafi fengið tæki í hendur til að stjórna veiöum í Smugunni þar sem hvert ríki fái nú vald til að líta eftir veiðum úti fyrir lögsögu sinni. Norskir sjávarútvegsfrömuðir tala um tímamótasamning og að hann sé ein af forsendum þess að stjórn náist á veiðum í Smug- unni. DV ræddi við Kristján Skarphéðinsson, skrifstofustjóra í sjávarútvegsráðuneytinu, um þessa norsku túlkun á samningn- um. Hann kvaðst ekki sjá að neitt samhengi væri milli hans og veiða í Smugunni. Samningurinn næði fyrst og fremst til þeirra tegimda sem Norðaustur-Atlants- hafsfiskveiðinefndin stjórnaði veiðum á, svo sem á úthafskarfa og síld á alþjóðlega hafsvæðinu í N-Atlantshafi. Nefndin stjómaði ekki veiðum á þorski i Barents- hafi. -GK/SÁ Reykjanesbær: Jafnaðar- flokkur stofnaður DV; Suðurnesjum: Stofnfundur Bæjarmálafélags jafn- aðar- og félagshyggjufólks í Reykja- nesbæ var haldinn í síðustu vikunni en Alþýðuflokkur og Alþýðubanda- lag ætla að bjóða fram sameiginlega í Reykjanesbæ í næstu sveitarstjóm- arkosningum undir heiti nýja bæjar- málafélagsins. Um 100 manns sótti fundinn og óhætt er að segja að einhugur hafi ríkt. Kjörin var stjóm hins nýja fé- lags og kjömefnd valin. Bjöm Her- bert Guðbjömsson var valinn for- maður félagsins og Theodór Magnús- son varaformaður. Hann var formað- ur undirbúningsnefndar. Félagið mun hafa opið prófkjör um uppröðun listans og þarf fólk að skrifa undir stuðningsyfirlýsingu við flokkinn til aö geta tekið þátt í því. Nýi flokkurinn hefur sett stefn- ima á að ná meirihluta í næstu kosn- ingum, fá 6 fulltrúa. Alþýöuflokkur er nú með 3 fulltrúa og Alþýðu- bandalag 2 og eru í minnihluta í bæj- arstjóm. Talsverð eftirvænting er varðandi það hver verður bæjar- stjóraefhi hins nýja félags. Einnig hvemig listinn verður skipaður. Ljóst er að þrír núverandi bæjarfull- trúar gefa ekki kost á sér. -ÆMK s IJrval -960síðuráári- fróðieikur og skemmtun sem lifir mánuðum og árumsaman

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.