Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1997, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1997, Síða 18
MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 1997 1 IV ★ ★ ' lennmg Tll varnar myndlistinni skemmtileg uppreisn gegn öllum hvítskúr- uöu, knöppu sýningunum sem við eigum að venjast. Svo er hún líka fúll af þversögnum. Mér þykir t.d. kosningin um vinsælasta verkiö hallærisleg. Hvort er verið að leita að „smekk almennings" eða koma til móts við Frá sýningunni í Hafnarhúsinu - kaotfsk og erfið yfirferðar, enda myndirnar hver upp af annarri, en skemmtileg upp- relsn. DV-mynd E.OI. kröfur spennufMaxma sem skiija ekkert nema „góð verðlaun" séu í boði? Sama á við um áhersluna á markaðsmálin. Hvort er ver- ið að styrkja listamennina með því að gera öllum kleift að kaupa verkin þeirra eða hæöa þá með því að setja upp eins konar út- sölumarkað með tilboðum og raðgreiðslum? Er myndlist bara eins og hver annar sjoppu- vamingur? Kannski næsta skrefið sé bara að viðurkenna það. En þrátt fyrir bjargfasta sannfæringu að- standenda inn algjöra ládeyðu í myndlistar- heiminum ber Fjölnissýningin vott um flest annað. Varla hefði ailur þessi fjöldi brugðist svo snöggt við ef enginn væri krafturinn. Það finnst mér ágæt niöurstaða í sjálfú sér. Þar sem þetta er minn fyrsti pistill sem myndlistargagnrýnandi þessa blaðs langar mig að kynna mig og markmið mín í afar stuttu máli. Ég er sjálf myndlistarmaður og býst við að þaö eigi eftir að setja mark sitt á það hvemig ég nálgast viðfangsefni mitt. Ég tek þetta ekki aö mér til þess að geta fellt þunga dóma yfir öðrum mynd- listarmönnum. Fyrir mér vakir miklu fremur að blanda mér í myndlistammræð- una sem ég tel að sé lent í algjörum ógöngum. Ég vil gjaman leggja mitt lóð á vogarskálam- ar til að beina henni inn á aðrar brautir. Fyrir stuttu kom út annað tölublað Fjölnis hins nýja. Að þessu sinni var blaðinu fylgt eftir með myndlistar- sýningu sem boðað var til með stuttum fyrirvara og fjöl- mörgum var boðið að taka þátt í. Út- koman varð tveir smekkfullir salir í Hafnarhúsinu og hvaö sem hver seg- ir hefur hún vakið athygli og dregið til sín mikinn fjölda fólks. Eins og í fyrsta tölublaöi Fjölnis er myndlistin fyrir- ferðarmikil. Og eins og eftir út- komu fyrsta tölu- blaðs hafa verið haldnir fundir í framhaldi af einstökum greinum. Það er gott en þó er ég ósátt við ákveðin aðalatriöi. Ég set t.d. spumingarmerki við það að boða til borgarafundar á grundvelli greinar Hannesar Lárussonar inn slæmt ástand mála í myndlistarheiminum og gefa sér að hún sé „rétt“. (Útkoman varö líka einhver jafiúeið- inlegasti fúndur sem ég hef sótt lengi.) Greinin, sem margir virðast líta á sem fé- lagsvísindalega úttekt, segir engan sannleik þótt mörg atriði séu kunnugleg og hún byggi á upplifúnum höfundarins. Hún er skáld- skapur og hefði miklu fremur átt að fá um- fjöllun sem slík. Ég hef reyndar fengið mig fúllsadda af nið- urrifi og endalausum ásökunum í garð myndlistarmanna (því miður eiga myndlist- armenn sjálfir þar stóran hlut að máli). Sí- byljan hefur þau áhrif að þessi stétt manna, myndlistarmenn, sér ekki lengur út úr komplexunum og gengst við hveiju sem upp á hana er borið. Kreppa og hugsjónaleysi, ná- unganíð, andleysi og aðrar lágkúrulegar ein- kunnir eru það sem helst er sagt einkenna Myndlist Áslaug Thoriacius hana. Eitt er að gera kröfúr en annað að bijóta niður. Með tímanum fær orðrómurimi staðreyndastimpilinn ef ekkert er að gert. Ég vil snúast til vamar. En aftur að sýningunni. Hún er ákaflega kaotísk og erfið yfirferðar og dálítið Vínland endurfundið Vínlandsferðir íslendinga fyrir þúsund árum voru líklega mesta afrek í samanlagðri íslandssögunni. En illu hefili hafa þær næstum týnst í sögulegri glatkistu. Bók Páls Bergþórssonar, Vínlandsgátan, þær með rækilegum hætti fram í verðskuldað dagsljós. í fyrri hluta bókarinnar veltir Páll fyrir sér siglingaleiðum Vínlandsfaranna. Hann nýtur þess að hafa farið á vettvang, skoðað staðhætti, og ber þá saman við lýsingar sögunnar. Heimildir um gróður og dýralíf verða honum lika að leiðarsteinum, þegar hann kortleggur siglingaleiðir Leifs og félaga Vínlandi er fundinn tryggur staður þar sem nú er Quebec, og hann sýnir fram á að Leifsbúðir voru að öllum líkindum þar sem Helge Ingstad fann rústimar í l'Anse aux Meadows í Nýfundnalandi. Fegursta rökfærslan er þó fyrir staðsetningu hins umdeilda Hóps. Hvar er Hóp? Þeir Snorri Þorbrandsson og Bjami Grímólfsson fundu þar helgan fisk og „sjálfsána hveitiakra þar sem lægðir vom en vínviöur allt þar sem holta kenndi." Páll tekur gamla tilgátu, lýsir staðháttum sem eru nákvæmlega eins og í Hópi, dorgar þar fiskinn helga, og leiðir rök að því að villirís sé hiö sjálfsána hveiti, og Bókmenntir Össur Skarphéðinsson vínviðurinn afbrigði af villtum vínþrúgum, sem ófu sig upp eftir tréhríslum. Loks rekur hann dýrafræðilegt smiðshögg á kenninguna með því að upplýsa að villikettir á staönum séu norrænir að uppruna! Hóp Páls er nákvæmlega sem nú gnæfir yfir höfn New ork-borgar. í þessa röksmíð sakna ég einungis að taldar séu upplýsingar um fomveðurfar, sem íslendingar hafa unnið úr borkjömum af Grænlandsjökli. Mér sýnist nefnilega að það myndi skýra enn betur snjóleysu Hóps, en Páll gerir. Seinni bókarhlutinn rekur sögulegar heimildir, staðhætti fomsagnanna, og loks er klykkt út með rannsókn á hvers -konar siglingatækni hinir fomu kappar höfðu mögulega yfir að ráða. Sá kafli var mér hrein opinbemn. Ekki vissi ég að fommenn gátu haldið áttum með því að lesa veðrið, fundið lönd eftir skýfari, gert fmmstæð siglingatæki, svo sem sólskuggafjöl, og eins konar kvaðrant til að mæla breiddargráðuna. Þetta er afar vel gert hjá Páli. Skáldlegt innsæi höfundarins birtist með sérlega skemmtilegum hætti í tilgátu sem hann setur fram um merkilega hringi á þilfari Gauksstaðaskipsins. Hann rökstyður þéttingsfast að þeir séu eins konar afbrigði sólskuggafjalarinnar og hafi nýst til að meta vindátt þrisvar á dag (sól í austri, vestri og suðri) og auk þess gert kleift að fylgja breiddarbaug á siglingu. Að loknum lestri þessa hluta Vínlandsgátunnar er óhjákvæmilegt að álykta að fommenn bjuggu að miklu þróaðri siglingatækni en menn hafa talið til þessa. Vínlandsgátan er skemmtileg aflestrar, skrifuö á þróttmiklu máli og auöug af tilgátum, sem á köflum leiftra af innsæi. Hún er líkleg til að lifa allmörg jól. Fótboltamenn heim Frummynd Sigur- jóns Ólafssonar að höggmyndinni Fót- boltamenn er komin á Listasafn Sigurjóns í Laugamesi. Gefendur em hjónin Guðrún og Ólafur Ó. Johnson, velunnarar safnsins til margra ára. Frum- myndin er úr gifsi en verður steypt í brons og væntanlega sýnd á safninu næsta sumar. Siguijón var íþróttaáhugamaður og fór reglu- lega á fótboltaleiki á Kaupmannahafnarámm sinum. í framhaldi af því gerði hann þrjú verk þar sem hann leitaðist við að fanga hreyfingar og leikgleði fótboltamanna. Stærsta verkið, Fót- boltamaður, á Listasafn Islands, Markmaður er í eigu Listasafns Sigurjóns, en lengi var ekki vitað hver átti það þriðja, Fótboltamenn. Þegar auglýst var eftir verkum Sigurjóns í Danmörku gaf sig fram danskur arkitekt sem hafði keypt myndina af Siguijóni seint á 4. áratugnum og keyptu hjónin Guðrún og Ólafur verkið af hon- um. Á næsta ári verða 90 ár liðin frá fæðingu Sig- urjóns og 10 ár frá vígslu safhs hans. Af því til- efni verður gefin út vegleg bók um líf og list Sigurjóns, sem Aðalsteinn Ingólfsson listfræð- ingur vinnur að, og haldin verður stór yfirlits- sýning á verkum hans í Listasafni Siguijóns og Hafnarborg. Trúfræðslunámskeið í vikulokin, 5.-6. desember, verður haldið trúfræðinámskeið í Skálholti undir yfirskrift- inni „Sú þjóð er í myrkri gengur sér mikið ljós“. Umsjónarmaður er Gunnlaugur A. Jóns- son prófessor. Fjallað verður um ritningartexta sem tengjast jólum, táknmál aðventunnar, jólasiði í helgihaldi og foma og nýja sálma. Námskeiðið hefst kl. 18 á fostudag með kvöld- bænum og lýkur með ferðabæn kl. 16 á laugar- dag. Dvölin kostar 4.200. Upplýsingar og skrán- ing er á skrifstofu Skálholtsskóla í síma 486 8870 frá 9-15 alla daga. Veröld lamaðs manns Fróði hefúr gefið út bókina Glerhylkið og fiðrildið, sérkennilega reynslusögu Jean-Dom- inique Bauby, í íslenskri þýöingu Guðrúnar Finnbogadóttur. Bauby var ritstjóri tískublaös- ins ELLE, vel efnaður fjölskyldumaður. Þann 8. desember 1995 breyttist lif hans á einu andartaki þegar hann hneig niður og vaknaöi mörgum vik- um síðar, lamaður frá hvirfli til ilja. Það eina sem hann gat hreyft var vinstra augnlokið. En skynjunin var skýr og honum tókst með ótrúlegri þrautseigju að vinna bók meö ritara sínum. _ í sögu sinni segir hann frá ver~ öld hins lamaöa manns, upplifúnum í nú’ tið og því dýrmætasta sem hann á, minningum frá sínu fýrra lífi. Bauby lést fjórum dögum eft- ir aö bókin kom út í Frakklandi en saga hans hefúr fariö sigurfor víða um lönd. í fjórum línum Vestfirska forlagið á Hrafnseyri - „sem við stöndum í þeirri meiningu að sé eina starfandi bókaforlagið á Vestfjörðum", eins og segir í fréttatilkynningu - gef- ur út ljóðabókina í fjórum lín- um, vísna- og ljóöasafh sem Auðunn Bragi Sveinsson hefur tekið saman. Þar eru birt 830 erindi eftir 212 höfunda. Hér birtist þjóðarsálin í dagsins önn, alþýðukveð- skapur um hvaöeina sem upp á kemur í hvunndeginum. Tilefhr hverrar vísu eru rakin i stuttu máli og aftast er skrá yfir skáldin og upphöf vísna í stafrófsröð. Almanakið Almanak Þjóðvinafélagsins er komið út i 124. sinn. Þorsteinn Sæmundsson hefur reiknað og búið almanakið sjálft til prentun- ar en árbókina fyrir árið 1996 ritar Heimir Þorleifsson sagn- fræðingur. Umsjónarmaður almanaksins er Jóhannes Halldórsson cand. mag. en Sögufélag sér um dreifmgu. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.