Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1997, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1997, Side 22
22 MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 1997 ■ •M-mi Öll sunnudags- til fimmtudagskvöld fram aö jólum Verb 2.890 kr. Hádegi, 12., 13. og 14. des. Verö 2.890 kr. HelgarkvS'ld |7c;ti djgar og lau. il» Jw Jwk rStem/iir uM>ú mii jrfaéi-ií /’ÍmÉ Vióskiptavinum Bræðranna Ormsson, er boðið til veislu í tilefhi 75 ára afmælis að Lágmúla 8,1. desember, þar sem við bjóðum uppá tertu, kaffi, gos og ofl. A boðstólum í desember verðaýmis afmcelis- ogjólatilboð, m.a. þvottavél, upjjþvottavtt[^unkan^ónvar^fl^ Allir viðskiptavinir fara í jólahappdrættispott. Þú geymir kaupnótuna og lendir í þessum lctta jólaleik. Dregið verður 30. desember Afmælishappdrættí í desember. Takm þátt í afmælishappdrætti þar sem tólf heppnir viðskiptavinir geta unnið td. bíltæki, hleðsluborvél, skipuleggjara, myndbandstæki, geislaspilara, ryksugu ofl. ofl. Aðalvinningur er glæsileg AEG uppþvottavél ai andvirði 105.000 kr. Lágmúla 8 • Sími 533 2800 E.T5M GðPtaNeen sharr miko Luxor LOEWE. tefal E®S2S #bosch ’nema á sértilboðsvörum . Fréttir Ungir ökumenn: Tjón á átta mínútna fresti DV, Egilsstöðum: Á kynningarfundi sem Sjóvá-Al- mennar hélt á Egilsstöðum kom fram að hjá þeim ungu ökumönnum sem notið hafa leiðbeiningar í öku- skóla tryggingafélagsins eru óhöpp þrefalt færri en hjá öðrum jafnöldr- um þeirra. Þetta eru dagsnámskeið sem haldin eru um allt land með þessum ágæta árangri. Þá kom fram á fundinum að bif- reiðatjón á þessu ári til 31. okt. nema 1,622.000.000, einum og hálfum milljarði og gott betur. Þar af eru tjón hjá 16-17 ára 32%. Um 80% af tjóni á fast-eignum er vatnstjón en tjón vegna innbrota og þjófnaða hafa margfaldast á síðustu árum. Til marks um umfang starfseminn- ar var upplýst að tjón er tilkynnt á 8 mínútna fresti að meðaltali og á klukkutíma fresti eru að meðaltali greiddar bætur að upphæð 1,5 millj- ónir króna. -SB Einar Sveinsson, framkvæmdastjóri Sjóvár-Almennra, Helgi Kærnested, umboðsmaður félagsins á Egilsstöðum, og Hermann Valsson, æskulýðs- og íþróttafulltrúi á Egilsstöðum. DV-mynd Sigrún Slippstöðin á Akureyri: Verkefnastaðan óljós DV, Akureyri: Verkefnastaðan fram undan hjá Slippstöðinni hf. á Akureyri er nokkuð óljós því einungis hefur ver- ið samið um eitt sérverkefhi. Þar er um að ræða talsverðar endurbætur á togaranum Guiiver, m.a. endur- nýjun á togþilfari og bobbingagörð- um, sandblástur og klæðningu á vinnslurými, upsetningu á nýjum vélgæsluklefa og fleira. Slippstöðin hefúr hins vegar von um nokkur verkefni. Þar er fyrst að telja þriðja rússneska togarann sem þá fengi sambærilega meðferð og hinir tveir fyrri. Þessi rússneski togari hefúr legið við bryggju á Akureyri undanfarna mánuði en tryggingar fyrir greiðslum hafa ekki verið lagðar fram og því hefur vinna við skipið ekki hafist. Forráðamenn Slippstöðvarinnar binda vonir við að skip Mecklenbur- ger Hochseefischerei komi til við- halds hjá stöðinni í vetur eins og undanfarna vetur en verkefni við þau skip hafa verið mikilvægur þáttur í vetrarstarfseminni undan- farin ár. Þá standa yfir samninga- viðræður við útgerð í Murmansk í Rússlandi um smíði á flakavinnslu- búnaði í tvo togara. -gk ^ Borgarbyggð: Aætlanir stóðust DV, Borgarnesi: Miklar framkvæmdir við íþrótta- mannvirki í Borgarnesi hafa staðið yfir undanfarin ár. Meðal annars var tekin í notkun í ár - í tengslum við landsmót ungmennafélaganna - ný og glæsileg 25 metra útisundlaug með heitum pottum, vaðlaug og rennibrautum. Ýmsar hrakspár voru um að erfitt yrði fyrir bæjar- sjóð að standa undir þessu. Nýlega lagði bæjarstjórinn í Borgarbyggð fram yfirlit um stöðu bæjarsjóðs og tengdra fyrirtækja fyrstu 8 mánuði ársins. Þar kom í ljós að í meginatriðum er rekstur- inn samkvæmt áætlun. Ljóst er að áætlanir við íþróttamannvirkin stóðust. „í upphafi gerðum við ráð fyrir að þetta verkefni kostaði 115 milljónir króna. Við höfum lokið framkvæmdum fyrir 100 milljónir og nýlega gerðum við samninga við 3 fyrirtæki um framkvæmdir sem eftir eru að upphæð kr. 14.7 milljón- ir, þar af 13 milljónir við Loftorku Borgamesi h/f um byggingu á gufu- baði og vaktrými við núverandi útisundlaug. Þesscir framkvæmdir eru hafnar og þeim á að vera lokið um mánaðamótin janúar-febrúar," sagði Óli Jón Gunnarsson, bæjar- stjóri í Borgarbyggö, við DV. -DVÓ 300(Hn^s£ningarsalur Opið virka daga 9-18 Laugardaga 10-16 Sunnudaga 14-16 TM - HÚSGÖGN Síðumúla 30 - Sími 568 6822 W

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.