Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1997, Qupperneq 28
36
MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 1997
Vísindamenn í Kalifomíu
hafa fundið gen í ormum sem ;
virðist stjóma því hve lengi
þeir lifa. Hægt er breyta geni
þessu og þar með gera ormun- í
um kleift að lifa lengur. Nú,
eða skemur.
Vísindamennirnir gera sér
vonir um það sem þeir læri
um öldrun ormanna með
rannsóknum sínum muni
einnig eiga við um flóknari líf-
verar, eins og okkur mennina.
Umrætt gen er af svokall-
aðri „gaffalshausgerð". Þannig
gen eru einnig í mönnunum.
Hugarfarið í lík-
amsræktinni
Ef mennirnir eru líkir rott-
unum skiptir jákvætt hugarfar
miklu máli þegar líkamsrækt
er annars vegar. Puðið verður
ekki einasta skemmtilegra við
þannig hugarástand heldur
gerir það meira gagn.
Monika Fleshner við háskól-
ann í Colorado gerði tilraunir |
á tveimur rottuhópum. Annar
hópurinn var neyddur til að
stunda líkamsrækt, ef hægt er
að segja að rottur stundi slíkt.
Hinn hópurinn fékk að hlaupa
að vild þegar sá gállinn var á
honum. Skemmst er frá því að
segja að báðir hópar léttust.
Hins vegar varð vart við
streitu í ónæmiskerfi hópsins
sem var þvingaður til að
hreyfa sig en ónæmiskerfi
hins hópsins styrktst.
En rottur eru ekki menn og
því þarf að gera frekari rann-
sóknir áður en nokkuð er
hægt að fullyrða um áhrifin á
mannfólkið.
Kappakstur eykur
reykingar
Stuðningur tóbaksframleið-
enda við kappakstur hefur
greinilega tilætluð áhrif. Ung-
ir piltar sem hafa gaman af
kappakstri eru tvisvar sinnum
líklegri en jafnaldrar þeirra til jt
að verða reykingamenn.
Þetta eru niðurstöður könn- '
unar sem gerð var af breskum
góðgerðarsamtökum til styrkt-
ar rannsóknum á krabba-
meini.
Könnunin náði til rúmlega
eitt þúsund pilta á aldrinum
12 til 14 ára. Hún leiddi í ljós
að nærri 13 prósent þeirra
sem sögðu kappakstur uppá-
haldsíþróttaefni sitt í sjón-
varpi urðu reykingamenn en
ekki nema sjö prósent þeirra
sem höfðu ekki gaman af þess-
ari grein íþrótta.
Kappakstursaðdáendur voru
líka tvisvar sinnum líklegri til
að muna hveerjir væru helstu
styrktaraðilar formúlu 1
kappakstursins, tóbaksfram-
leiðendumir Marlboro og Ca-
mel.
Tilraunir leiða í Ijós að algildur mælikvarði á lykt er ekki til:
Eins manns mur er
annars
bundnu skrautskriftarbleki.
Það sem kalla mætti alþjóðlega
lykt var svo af hlutum eins og
súkkulaði, kaffi, jarðhnetum, bjór
og ilmvatni, svo eitthvað sé nefnt.
Ein japönsku kvennanna var til
dæmis mjög hrifin af lyktinni af
gerjuðu sojabaununum og sagði
hana minna sig á morgunverðinn.
Þýsk stallsystir hennar fitjaði hins
vegar upp á trýnið, fussaði og svei-
aði. Hið sama var upp á teningnum
þegar þátttakendurnir voru látnir
lykta af af japönskum mat. Þær
japönsku vora alla jafna hrifnar en
þýsku konunum fannst lyktin yflr-
leitt hræðileg.
Þýsku konumar vora flestar
hrifnar af marsípani og Pemod-
líkjör en þeim japönsku fannst lítið
til lyktarinnar þeirrar koma, sumar
höfðu á orði að lyktin af líkjörnum
væri eins og af sótthreinsandi efni.
Sá mikli munur á lyktarmati jap-
önsku og þýsku kvennanna, sem til-
raunirnar leiddu í ljós, rennir stoð-
um undir þá trú visindamannanna
að lyktarskyn sé að miklu leyti
nokkuð sem menn læra á lífsleið-
inni.
Hverjum þykir sinn fugl fagur.
Og þannig er því nú einnig farið
með lyktina þar sem sannast hið
fornkveðna að eins manns ilmur er
annars óþefur. Eða hvað?
Vísindamenn í Japan og Þýska-
landi gerðu tilraunir til að kanna
hversu mikil áhrif menningarum-
hverfið hefur á lyktarskyn fólks.
Þátttakendurnir í rannsókninni
vora á níunda tuginn, eingöngu
konur þar sem lyktarskyn þeirra
reyndist þroskaðra í forkönn-
unum sem gerðar voru. Kon-
urnar vora látnar þefa af
átján mismunandi efnum
til að komast að hinu
sanna í þessum lykt-
arefnum, segir i grein í
bandaríska dagblaðinu
Washington Post.
Ef lyktarskyn okkar
ákvarðast af erfðaþátt-
um einum saman ætti
að vera nokkuð al-
mennt samkomulag
um lykt um heim allan.
Það er aftur á móti
fremur sjaldgæft, eins
og tilraunirnar leiddu í
ljós. Menningaram-
hverfi og fyrri reynsla
kvennanna skiptu höfuð-
máli.
Börn skiigreina
hverja lykt sem þau
finna sem góða eða
vonda og mynda
þannig lyktargildi sem
fylgja þeim siðan alla tíð.
Vísindamenn-
irnir gátu, á
grundvelli til-
rauna sinna,
skilgreint
hvað væri
dæmigerð evr-
ópsk lykt og hvað
væri dæmigerð
japönsk
lykt.
Evrópsk lykt
er til dæmis
lyktin af mar-
sípani,
aníslíkjör, gráða-
osti, ítölskum
salamípylsum,
kurluðu furatré
og reykelsi.
Dæmigerð japönsk
lykt er af sojasósu,
þurrkuðum fisk-
bitum, ristuðu
grænu tei,
þurrkuðum
gerjuðum
sojabaun-
um,
kýpra-
svið-
arkurli
og hefð-
Vatnið rann á Mars
Andremman úr
vegna gróðurhúsaáhrifa
ið tal-
inn aðal-
sökudólgur-
inn.
Sá sem
komst að þess-
um mikilvægu
sannindum er Sonni
Mette Waler sem starfar við
Óslóarháskóla.
Rannsóknir sýna enn fremur
að sink getur komið í veg fyrir
lyktina af bakteríum þessum.
Með því að láta sinktöflur
bráðna á tungunni er hægt að
losna við andremmuna á
nokkrum klukkustundum. Þá er
einnig gott að borða reglulega.
Það kemur nefnilega í veg fyrir
að bakteríumar þrífist.
Andremma getur stundum
verið svo bagaleg að hún leggur
félagslíf þeirra sem af henni
þjást í rúst.
„Ég hef haft sjúklinga sem
hafa sagt upp vinnunni og að
mestu hætt að sýna sig innan
um annað fólk,“ segir Sonni
Metta Waler.
Gróðurhúsaáhrifin eru ekki ný af
nálinni. Þau, eða nákominn ættingi,
létu eitt sinn til sín taka á reiki-
stjömunni Mars og af þeirra völd-
um var yfirborð plánetunnar nógu
heitt til að vatn gat runnið þar. Það
kann svo aftur að hafa haft í fór
með sér að líf þreifst í hellum og
höfum Mars.
Það sem olli þessum gróðurhúsa-
áhrifum á Mars í fyrndinni var ís-
skýjabreiða úr koldíoxíði sem þakti
plánetuna, endurvarpaði innrauð-
um geislum aftur niður á yfirborð
hennar og hitaði það. Svo segja vís-
indamenn við Chicagoháskóla og á
veðurfræðistofu frönsku vísindar-
annsóknarstofnunarinnar CNRS í
París í nýjasta hefti tímaritsins Sci-
ence.
Stjarnvísindamenn hafa haft vitn-
eskju um það frá áttunda áratugn-
um að á Mars sé að finna skurði
sem þeir héldu að væru frá þeim
tíma þegar vatn rann þar í stríðum
straumum. Mikill fimbulkuldi er
hins vegar á yfirborði reikistjöm-
unnar nú og því voru vísindamenn
ekki vissir um hvemig vatnið fór að
því að hitna nóg til að geta runnið.
Samkvæmt mælingum Marsfarsins
Pathfinder frá í sumar er 73 stiga
frost á yfirborði plánetunnar.
„Við komumst að því að þessi
þurra ísábreiða verður til þess að
reikistjarnan hitnar af þvi að hún
endurvarpar meira af innrauðu
ljósi aftur niður á yfirborð hennar
en hún hleypir í gegnum sig af sól-
arljósi," segir Raymond Pierrehum-
bert, prófessor við Chicagoháskóla.
ísský úr koldíoxíði eru gerð úr
svo stórum ögnum að þau dreifa
innrauðu ljósi á árangursríkari hátt
en hinu sýnilega ljósi frá sólinni.
Því er öfugt farið með vatnsgufuský-
in á jörðinni.
Pierrehumbert segir að koldíoxíð-
skýin hleypi ekki miklu sólarljósi í
gegnum sig niður á yfirborð pláne-
tunnar. Það sem þangað nái um-
breytist í hita sem skýin endurkasta
aftur niður á yfirborð plánetunnar.
Kenningin um isskýin á Mars
þýðir að líf hafi hugsanlega þrifist á
reikistjörnum sem er fjær sólu en
hingað til hefur verið álitið að væri
mögulegt.
tungunni
Ertu andfúll? Prófaðu þá að
bursta tunguna með tannkremi.
Það er bara verst hvað þarf að
bursta aftarlega. Þess vegna er
svo hætt viö að maður fari að
kúgast.
Já, nýjar rannsóknir hafa sem
sé leitt í ljós að það eru bakterí-
ur á tungunni sem eiga mesta
sök á andremmunni sem hrjáir
mjög marga. Stundum orsakast
hún af sjúkdómum í tannhold-
inu. Maginn er hins vegar alsak-
laus. Hann
hefur þó
hingað
til
ver-