Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1997, Qupperneq 31
MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 1997
Fréttir
Borgarfjörður:
Meiri sameining
DV, Borgarnesi:
Bæjarstjóm Borgarbyggðar hefur
rætt við fulltrúa Borgarhrepps,
Álftaneshrepps og Þverárhlíðar-
hrepps um sameiningu við Borgar-
byggð. Til að grennslast fyrir um
gang þeirra viðræðna sneri DV sér
til Óla Jóns Gunnarsonar, bæjar-
stjóra í Borgarbyggð.
„Það hefur verið ákveðið að hafa
skoðanakönnun meðal íbúanna í
öilum þremur hreppunum um
sameiningu við Borgarbyggð. Nið-
urstaða hennar ætti að vera kunn
um miðjan desember. Við teljum að
vilji til sameiningar sé fyrir hendi í
Borgarbyggð eins og var 1994. Við
höfum ekki átt í viðræðum við full-
trúa annarra hreppa um sameingar-
mál en buðum Hvítársíðuhrepp
einnig til viðræðna ásamt hinum
hreppunum þremur. í þeim hreppi
var ákveðiö að fara í viðræður
sunnan Hvítár. Vonandi er að þar
náist einnig sameining því að það
er mikilvægt fyrir héraðið í heild að
samstaða verði sem mest,“ sagði Óli
Jón.
-DVÓ
Frá vinstri: Skarphéðinn Jónsson skólastjóri og nefndarfólkið Höskuldur og
Ólöf. DV-mynd Guöfinnur
Grunnskólinn á Hólmavík:
Rausnarleg tölvugjöf
Grunnskóla Hólmavíkur barst á
haustdögum rausnarleg gjöf frá íbú-
um sveitarfélagsins þegar nefhd,
sem vann fyrir skólanefndina við aö
bæta tölvukost skólans, afhenti
skólastjóranum, Skarphéðni Jóns-
syni, sex tölvur af gerðinni Leo
Pentium 133 og að auki einn prent-
ara, mótald og skanna.
Tæpt ár vann nefndin að verkefn-
inu og kynnti sér kosti búnaðar sem
til boða stóð hjá hinum ýmsu tölvu-
fyrirtækjum, þá ekki síst verð. Hag-
stæðasta tilboð kom frá versluninni
ACO hf., tæpar 700.000 kr. pakkinn.
Tölvubúskapur grunnskólans var
fyrir afhendinguna næsta rýr og
nokkuð úr sér genginn. Hagnýtt
gildi nýja búnaðarins sannaöi því
strax gildi sitt. Fyrirtæki á Hólma-
vík svo og einstaklingar létu mikiö
fé af hendi rakna í þessu skyni. Af
mörgum góðmn framlögum var
framlag Hólmadrangs hf. rausnar-
legast. Þaö fyrirtæki gaf andvirði
einnar tölvu og þeirra aukahluta
sem áður er getið. Nefiidina skip-
uðu Höskuldur B. Erlingsson,
Matthías S. Lýðsson og Ólöf Jóns-
dóttir. -GF
Katrina Hastings, aftast til vinstri, ásamt nemendum fimmta bekkjar og
íþróttakennurunum þeirra, Láru Guðmundsdóttur og Tómasi Birgi Magnús-
syni. DV-mynd Birgitta
Stykkishólmur:
Ástralskur fótbolti
í körfuboltabæ
DV; Stykkishólmur:
Katrina Hastings er 19 ára stúlka
frá Melbourne í Ástralíu. Hún kom
sem skiptinemi til Stykkishólms í
byrjun þessa árs og hefur stundað
nám við framhaldsdeild Fjölbrauta-
skóla Vesturlands þar.
Hún fékk þá skemmtilegu hug-
mynd nú í haust að kynna ástralsk-
an fótbolta á íslandi og skrifaði ástr-
alska fótboltaliðinu Essendon bréf
þess efnis. Bréf hennar birtist í
tímariti sem fótboltaliðið gefur út
og vakti það athygli forráðamanna
fyrirtækisins M. Kevron Plastics í
Ástralíu, sem skrifaði Katrinu bréf
og bauðst til þess að styrkja framtak
hennar.
Þaðan hefúr hún siðan fengið
senda fótboltahúninga, bolta og ým-
islegt fleira, sem gert hefur þetta
framtak hennar áhugaverðara í
augum barnanna hér í Stykkis-
hólmi.
Katrina, eða Skippy eins og
krakkamir kalla hana, fer heim nú
eftir áramótin til þess að stunda
nám, en hefur verið mjög ánægð
með dvölina hér og sérstaklega
finnst henni frjálslegt og skemmti-
legt í skólanum. -BB
L Lincoln Continental Exec.
Mitsubishi Lancer
ára. 1993 - Ekinn 58.000 - Vél 1300 5a.
|Fast númer VS-599 - Lltur rauður
kr. 770.000
k Nissan Sunny stw 4x4
áro, 1995 - Ekinn 52.000 - Vél 1600 5o.
|Fast númer RV-092 - Utur grár
kr. 1.230.00
L Toyota Carina E Alcantra
oyota Corolla Touring 4wd,
áro. 1995 - Ekinn 103.000 - Vél 1600 5a.
|Fast númer DU-306 - Uturhvítur
kr. 1.190.000
Toyota Corolla
Hyunday Accent
Renault Laguna stw.
áro. 1997 - Ekinn 14.000 - Vél 1500 5q
|FastnúmerFB-100- Lltur vlnrauður
kr. 950.000
Toyota Carina E
_árg. 1993-Ekinn 120.000-Vél 2000 ssk.
| Fast númer SM-744 - Litur hvftur
kr. 1.030.0001
Toyota Coroila
áro. 1997 - Ekinn 16.000 - Vél 1300 5q.
|FastnúmerRR-873- Utur silfurgrár.
kr. 1.250.0000
Toyota Coroila
ám. 1995 - Ekinn 48.000 - Vél 1300 5q.
| Fast númer RT-500 - Litur rauður
kr. 1.020.000
Hyundai Accent
ám, 1995 - Ekinn 45.000 - Vél 1500 5g.
Fastnumer RP-195 - Liturhvítur
kr. 770.000
Honda Civic
érg. 1990 - Fkinn 123.90(1 - Vél 1400 5G.
| Fast númer ON-437 - Litur grár
kr. 490.000
Ford Ranger XLT
. áry. 1992 - Eklnn 120.000 - Vél 4000 ssk.
|Fást númer NU-947 - Litursvartur
kr. 1.130.000
Tovota Hiluc double cab
árg. 1992 - Ekinn 84.000 - Vél 2400 5g.
| Fast númer XE-497 - utur grár
kr. 1.450.000
Toyota Carina II
| Fast númer BZ-351 - Litur Ijásblár
kr. 880.0000
Volkswagen Vento
.érg, 1994 - Ekinn 75-000 - V611800 ssk.
|FastnúmerAN-312- Utur vínrauður
kr. 1.150.000
Opel Astra
áro. 1992 - Ekinn 122,000 - Vél 1400 5q.
|Fast númer XP-582 - Litur blár
kr. 570.000
Mazda 323 Glxi
TOYOTA
ogskoðaðu '
með hverjum seldum bíl
- það munar um minna!
4jJ!4ÍLl J-Ít: é.l
áro. 1995 - Ekinn 27.000 - Vél 2000 ssk..
jFast númer OY-724 - Litur vínrauður
kr. 1.490.000
érg. 1997 - Ekinn 22.000 - Vél 2000 ssk..
|FastnúmerAX-478- Uturgrænn
kr. 1.850.000
árg. 1991 - Eklnn 95.000 - Vél 3800 ssk.
| Fast númer QZ-024 - Litur Ijósblár
kr. 1.650.000
,árg. 1998 - Ekinn 2QQ0 - V612000 ssk-
| Fast númer LK-249 - Litur vinrauður
1.850.000
áro. 1996 - Ekinn 14.000 - Vél 1300 5g.
jFast númer VD-927 - Litur grænn
kr. 1.190.000
■■■■■■■•ámnáiMÍIIiiRilineBswMaman
TOYOTA
smammmmmméimmmmmmammmmmamæm
sími 563 4450