Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1997, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1997, Qupperneq 3
É-Þ~XT FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1997 Læknir Timothy Hutton og Angeline Jolie leika hin vafasömu Raymond og Claire. Laugarásbíó frumsýnir 1 dag bandarísku myndina, Playing God. Er þetta fyrsta kvikmyndin sem David Duchovny leikur i eftir að hann öðlaðist frægð fyrir leik sinn i þessari vinsælustu sjónvarps- þáttaröð í heimi. Playing God segir frá ung- mn lækni, Eugene Sands í Los Angeles, mikilsvirtum skurðlækni sem allt gengur í haginn. Einn galli er þó á gjöf Njarðar, Eugene lifir mjög hátt og er orðinn háður lyfj- um. í einni ósköp venjulegri aðgerð, þegar hann er undir áhrifum lyfja, verða honum á mikil mistök sem leiða til ótímabærs dauða sjúklings, ungrar stúlku. Atvik þetta hefur mikil áhrif á Eugene sem lætur sig hverfa af sjón- arsviðinu, fær sér vinnu sem verkamaður á daginn, en reynir að gleyma á nóttunni. Kvöld eitt, þegar hann er staddur á sóðaleg- um bar, verður hann vitni að skotárás, maður er skotinn í brjóstið. David Duchovny leikur skurölækni sem gerir mistök og fer í felur. sig til BBC þar sem hann hefur leik- stýrt þar til hann gerði Playing God, sem er hans fyrsta kvikmynd. David Duchovny hafði lokið mast- ersnámi við Yale-háskólann og var við framhaldsnám i Princeton há- skólanum, í enskum bókmenntum þegar hann ákvað að söðla yfir í leiklistina. Áður en hann fékk draumahlutverkiö í X-Files hafði hann leikið í kvikmyndunum Kali- fomia, The Rapture, Chaplin og Beethoven. -HK I Læknirinn kemur upp í Eugene og hann gerir á bargólf- inu ótrú- lega skurð- aðgerð á mannmum, sem lifir skotárás- ina af. Óafvitandi hefur mað- ir sem staddur var á barn- um fylgst með aðgerðinni og þegar Eugene yfirgefúr barinn veit hann ekki að líf hans á eftir að breyt- ast mikið.... Auk David Duchovny leika stór hlutverk í myndinni Timothy Hutton og Angelina Jolie. Leikstjóri er Andy Wilson, hann er þekktastur fyrir að hafa leikstýrt einstaka þátt- inn í sjónvarpsseríunni Cracker. Wilson var í mörg ár leikstjóri sviðs- leikari fe lum kvikmyndir. 1 * * iagnrýnendur hrifnir Það fór lltið fyrir frumsýningu á nýjustu kvikmynd Gus Van Sant, Good Will Hunting, var hún frum- sýnd um síðustu helgi í fáeinum kvikmyndahúsum. Þess meiri voru viðbrögð gagnrýnenda sem voru yfir sig hrifoir af myndinni. í myndinni segir frá ungum vandræðagemlingi í Boston, sem er stærðfræðingur af guðs náð. Hann kemst í kast við lög- in og á yfir höfði sér refsingu. Stærð- fræðiprófessor við Harvard verður vitni að hæfileikum stráksins og fær sálfræðing til að reyna að koma því til leiðar að hæfileikar hans geti no- tið sín til fulls. Með hlutverk drengs- ins fer Mark Damon og Robin Will- iams er í hlutverki sálfræðingsins. Þess má geta að Good Will Huntin verður frumsýnd í Regnboganum 27. febrúar. . Það hefur ekki gengið alltof vel hjá Hugh Grant sem má muna tím- ana tvenna. Það er þó aldrei að vita nema sú mynd sem hann er að fara að leika i slái í gegn. Um er að ræða gamanmynd, Mickey Blue Eyes. í myndinni leikur Hugh Grant lista- verkasala á Manhattan sem verður hrifm af dóttur mafíuforingja sem er ekkert allt of hrifmn af tilvonandi tengdasyni. I hlutverki mafíuforingj- ans er James Caan, sem ætti að vera á heimavelli í hlutverkinu, hver man ekki eftir hinum í hlutverki Sonny Corleone, í Guðfóðurnum? Þess má geta að annar framleiðenda myndar- innar er kærasta Grants, Elisabeth Hurley.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.