Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1997, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1997, Page 3
MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 1997 27 íþróttir Utnefning knattspyrnumanns Evrópu: Ronaldo best- ur í Evrópu Brasilíumaðurinn Ronaldo, sem leikur með Inter á Ítalíu, verður útneöidur knattspyrnumaður árs- ins í Evrópu fyrir árið sem senn er liöið. Þessi úrslit koma ekki mikið á óvart. Ronaldo var markahæsti leikmað- ur Evrópu á árinu. í fyrra var hann kosinn besti knattspymumað- ur heimsins og sankaði að sér viðurkenningum um allan heim. Ronaldo er fyrstu leik- maðurinn frá Suður Ameríku sem kosinn Ronaldo, bestur er knattspymumaður ópu á árinu 1997. Evrópu. Útnefningin verður formlega til- kynnt í dag og á næstunni mun Ronaldo taka við verðlaunum sín- um í París. í öðm sæti í kjörinu að þessu sinni varð Pedrag Mijatovic, leikmaður með Real Madrid á Spáni. Hann varð markahæsti leikmaður riðlakeppni heims- meistarakeppninnar og skoraði 14 mörk fyrir Júgóslavíu. í þriðja sæti varð Frakk- Evr- inn Zinedine Zidane hjá Juventus. -SK O; :0-0: 2 1 3 7 4 Hran Baffestc. S ö 14 'O e*ste°í™rfyrZ7l'80°S''83- 25 23 /*-'***«• í \ r/ i í 1! Norman 2. M/oods 3. Els 4. Price 5. Love (Ástr.) (Bandar.) (S-Afr.) (Zim.) (Bandar.) '86 '87 88 '89 '90 '91 92 93 '94 '95 Qn '96 '97 r u (öandar.j 6. Montgomerie (Skot.) • M<cte(son (Bandar ) 8-OMeara (Bandar) °Zaki (Jan lO.Lehman (Bandar.) Bland í poka Gary Lineker, fyrrum leikmað- ur Tottenham í enska boltanum, hefur gagnrýnt Gerry Francis, fyrrverandi framkvæmdastjóra félagsins, fyrir að kaupa slaka leikmenn til félagsins. Francis brást nokkuð reiður viö þessari gagnrýni Linekers og krafðist þess að Lineker nefndi nöfn. „Ef þú ert að gagnrýna það sem ég gerði þá skalt þú vera maður til að nefna nöfn. Ég er viss um að leikmennimir vilja fá að vita viö hvaða menn þú átt við,“ sagði Francis við Lineker. Ruud Gullit hefur dregið til baka allar sögusagnir þess efhis að hann sé á fóram frá Chelsea. Mörg lið hafa lýst yfir áhuga á að fá Gullit til sín en hann verð- ur um kyrrt hjá Chelsea. Gullit er að gera mjög góða hluti hjá Chelsea. Liðið vinn- ur hvem leikinn á fætur öðrum og um helgina vann liðið enn einn stórsigurinn, gegn Sheffi- eld Wednesday. ítalska stúlkan Deborah Compagnoni batt um helgina enda á langa sigurgöngu þýsku stúlkunnar Kötju Seizinger í heimsbikarkeppni kvenna á skíðum. Compagnoni sigraði i keppni í risasvigi og var þetta áttundi sig- ur hennar í röð í greininni. Hún hefur verið ósigrandi í risasvig- inu frá 3. janúar í ár. Seizinger átti ekki miklu láni að fagna um helgina. Hún datt í risasviginu. Brasilíumaðurinn Romarioo er kominn með heimþrá einu sinni enn og vill fara frá Valencia á Spáni til Flamengo í Brasilíu. Það er ekki í fýrsta skipti sem Brasilíu- maður á stutta við- komu hjá liði utan heimalands- ins. Romario gekk til liðs við Valencia fyrir tveimur áram og hefur átt í stöðugmn útistöðum við félagið. Seve Ballesteros, einn frægasti kylfingur heims, hefur mætt miklum mótbyr sem kylfíngur á síðustu árum: Severiano Ballesteros er einn þekktasti kylfingur heims og hefur verið í fremstu röð í langan tíma. Ef árangur þessa vinsæla kylfings síðustu árin er skoðaður lítur út fyrir að veldi Ballesteros sé að hruni komið. Árið 1986 var Ballesteros á toppnum. Fram til 1992 var hann í allra fremstu röð á listanum yfir bestu kylfinga heimsins. Yfirleitt í einu af efstu tíu sætunum. Siðan fór að halla verulega undan fæti. í fyrra hrapaði Ballesteros niður í 76. sæti á listanum og þegar þetta er skrifað er hann í 330. jti. Fyrir þessu óskaplega hrani era margar ástæður. Bakmeiðsli hafa hrjáð kappann í mörg ár og þar er líklega komin helsta ástæðan. Þá hefur skapið ekki batnað upp á síðkastið og þessi skapmikli kylfingur oft látið dapurt gengi fara í taugamar á sér. Ætlar sér aftur í fremstu röö Sem keppnismaður er Ball- esteros mörgmn fremri. Keppn- isskapið er mikið og hann er stað- ráðinn í að láta verulega að sé kveða á næsta ári. Sjálfúr segist hann ekki geta hugsað sér að hætta að leika í 330. sæti heims- listans. Hann sé betri kylfingur en það og á næsta ári ætlar hann að sanna að hann sé betri en list- inn segir til um. Hann ætlar sér á ný í hóp þeirra allra bestu. Aldur skiptir ekki miklu máli í golfinu Ballesteros er ekki eini kylfmgur- inn sem fengið hefúr öflugan mótbyr á sínum ferli. Hægt er að nefna marga heimsþekkta kylfinga sem fallið hafa af stalli en síðan komið sterkir til baka. Þar má nefna nöfn eins og Raymond Floyd, Bandaríkjunum, landa hans Lee Trevino, Greg Norman frá Ástralíu, Gary Player og sjáifan Jack Nicklaus. Fékk uppreisn æru Á árinu sem er að líða fékk Ballesteros nokkra uppreisn æru. Þá var ann val- 'mn til að leiða lið Evr- ópu í keppni um hinn vin- sæla og eft- irsótta Ryder- bikar. Þar eig- ast við lið Evr- ópu annars vegar og Banda- ríkj- anna hins vegar. Inn- an golfs- ins er það talinn einn mesti heiður sem kylflngi getur hlotnast að vera valinn fyrirliði í öðra hvora liðinu. Margir bestu kylfing- ar heims hafa verið fyrirliðar í liðun- um og þeir era margir sem eiga sér þá ósk heitasta að gegna þessari miklu ábyrgðarstöðu. Deilt á Ballesteros úr öllum áttum en hann hampaöi bikarnum Ballesteros var ekki búinn að vera fyrirliði Evrópu lengi þegar menn fóra að deila á hann úr öllum mögulegum áttum. Hann var alltaf og hef- ur alltaf verið umdeildur kylfingur og það varð engin breyting á því er hann tók við fyrirliðastöð- unni. Ballesteros valdi sitt lið, þá kylfinga sem ekki höfðu unnið sér rétt til þess að keppa um bikarinn samkvæmt sérstakri stigagjöf. Það val var umdeilt. Ballesteros hrósaöi sigri en Kite sat eftir meö sárt ennið Síöan hófst keppnin mikla á Spáni, heima- landi Ballesteros. Þar beitti hann nýjum aðferð um. Skipti sér meira af leik sinna manna en fyr irliðar höfðu áður gert. Þetta gagnrýndu margir Töldu Ballesteros setja of mikið álag á sína menn En hvað gerðist? Hver Evrópubúinn á fætur öðr um fór að leika af stakri snilld. Ballesteros var á fleygiferð um allan völl og hvatti sína menn óspart. Stappaði í þá stálinu ef eitthvað fór úr- skeiðis. Evrópuliðið vann síðan glæsilegan sigur á liði Bandaríkjanna og Ballesteros hampaði bik- amum eftirsótta. Eftir sat Tom Kite, fyrirliði Bandarikjanna, með sárt ennið og eftir að úrslit- in voru ljós viðurkenndi hann að Ballesteros hefði átt mikinn þátt í sætum sigri Evrópu. Spurning hvort bakiö kemur í veg fyrir betra golf Ballesteros ætlar sem sagt að freista þess að komast í fremstu röð á nýjan leik. Hvort það tekst er ekki nokkur leið að spá um en eitt er víst að getan og keppnisskapið er til staðar. Það er hins vegar skoðun margra að bak- meiðslin muni leika lykilhlutverk í endurkomu Spánverjans. Það fari með öðram orðum alveg eftir því hvort hann nær sér af meiðslunum eða ekki, hvort þessi vinsæli kylfmgur nær því mark- miði sínu að komast I fremstu röð kylflnga heimsins á ný. Margir era á því að Ballesteros muni takast ætlunarverk sitt. -SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.