Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1997, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1997, Blaðsíða 6
30 \ \ MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 1997 íþróttir DV gjt. IWGUHD Úrvalsdeild: Aston Villa-Southampton ... 1-1 1-0 Taylor (64.), 1-1 Östenstad (72.). Blackbum-West Ham..........3-0 1-0 Ripley (22.), 2-0 Du£f(50.), 3-0 Duff (72.). Derby-Crystal Palace........0-0 Leeds-Bolton................2-0 1-0 Ribeiro (68.), Hasselbaink (81.). Leicester-Everton...........0-1 0-1 Speed (89. vítasp.). Liverpool-Coventry..........1-0 1-0 Owen (14.). Sheff. Wed-Chelsea ..........l^ 0-1 Petrescu (31.), 0-2 Vialli (56.), 0-3 Leboeuf (65. vítasp.), 1-3 Pembridge (71.), 1-4 Andre Flo (84.). Tottenham-Bamsley ..........3-0 1-0 Nielsen (6.), 2-0 Ginola (11.), 3-0 Ginola (17.). Newcastle-Man. Utd O-l 0-1 Cole (67.). Wimbledon-Arsenal . . 1 kvöld Man. Utd 19 13 4 2 45-13 43 Blackbum 19 11 6 2 36-19 39 Chelsea 19 12 2 5 45-19 38 Leeds 19 10 4 5 28-19 34 Liverpool 18 9 4 5 31-17 31 Arsenal 18 8 5 4 32-21 30 Derby 19 8 5 6 33-27 29 Leicester 19 7 6 6 23-18 27 Newcastle 18 7 5 6 20-22 26 West Ham 19 8 1 10 25-31 25 Wimbledon 18 6 5 7 19-21 23 Aston Villa 19 6 4 9 20-25 22 Crystal P. 19 5 6 8 17-25 21 Sheff. Wed 19 6 3 10 31-43 21 S’hampton 19 6 2 11 23-29 20 Coventry 19 4 8 7 17-25 20 Bolton 19 4 8 7 16-29 20 Tottenham 19 5 4 10 17-32 19 Everton 19 4 5 10 17-27 17 Bamsley 19 4 2 13 17-50 14 1. deild: Bury-Sheff. Utd .... 1-1 Crewe-Sunderland . .. 0-3 Man. City-Middlesbro 2-6 Norwich-Stoke 0-0 Nott. Forest-Stockport 2-1 Port Vale-Ipswich . . . 1-3 Portsmouth-Charlton . 0-2 Reading-Wolves 0-0 Swindon-Birminham . 1-1 Tranmere-Oxford . .. . 0-2 W.B.A.-Huddersfield . 0-2 QPR-Bradford . 1-0 Middlesbro 23 13 6 4 39-19 45 Nott. For. 23 13 6 4 34-22 45 Sheff. Utd 23 11 9 3 34-22 42 Charlton 23 12 5 6 43-29 41 W.B.A. 23 12 4 7 25-21 40 Sunderland 22 11 6 5 35-21 39 Swindon 23 11 5 7 32-31 38 Wolves 23 10 6 7 29-26 36 Stockport 23 10 5 8 39-32 35 Bradford 23 8 9 6 22-22 33 Birmingh. 23 8 8 7 24-19 32 Q.P.R. 23 8 6 9 28-36 30 Norwich 23 8 6 9 23-32 30 Ipswich 22 6 9 7 27-25 27 Stoke 23 7 6 10 24-30 27 Oxford 23 7 5 11 29-33 26 Port Vale 23 7 5 11 26-30 26 Reading 23 6 7 10 21-35 25 Man. City 23 6 5 12 26-27 24 Huddersf. 23 6 5 12 24-37 23 Tranmere 22 6 4 12 28-34 22 Bury 23 4 10 9 22-32 22 Crewe 23 6 3 14 26-39 21 Portsmouth 22 5 5 12 26-36 20 291 SKOTLAHD Celtic-Hibemian..............5-0 Dundee Utd-St. Johnstone.....2-1 Hearts-Rangers...............2-5 Kilmamock-Aberdeen...........1-0 Motherweli-Dunfermline.......2-0 Rangers 18 11 6 1 47-20 39 Celtic 18 12 2 4 34-12 38 Hearts 18 12 1 5 39-23 37 Dundee Utd 18 6 6 6 29-26 24 Kilmamock 18 6 4 8 17-33 22 Dunferml. 18 5 6 7 21-34 21 St. Johnst. 18 5 5 8 19-26 20 Motherwell 18 5 4 9 23-29 19 Hibemian 18 3 5 10 23-32 14 Aberdeen 18 2 7 9 17-34 13 Ólnfur Gottskálksson og Bjarnólf- ur Lárusson voru ekki í leikmanna- hópi Hibemian gegn Celtic. Liðið var ekki með varamarkvörð á bekknum i leiknum heldm- þrjá útispilara. Lykillinn var að losna við Cantona Peter Beardsley, sóknarmaðurinn reyndi hjá Bolton, sagði um helgina að það hefði reynst öðrum leikmönnum Manchester United dýrmætt að losna við Eric Cantona fyrir þetta tímabil, sérstaklega fyrir Andy Cole. „Cantona var kóngurinn og aðrir fengu ekki að njóta sín. Nú er hann farinn og hinir blómstra hver á fætur öðrum, og Cole hefúr grætt manna mest,“ sagði Beardsley. -VS Þessi ummœli féllu ekki í góðan jarðveg í herbúðum Liverpool og Hoddle ræddi því við Roy Evans fram- kvæmdastjóra og sagði hon- um að orð sin væra mis- túlkuð. Hann hefði átt við að ungir leikmenn þyrftu almennt að gæta að lífsstíl sínum utan vallar. Roy Evans segir að hann hafi aldrei nokkum tíma lent í vandræðum með Owen og sjái ekki fyrir sér neitt slíkt. -VS Guóni Bergsson harkaði af sér og lék allan leik- inn með Bolton gegn Leeds. Tvísýnt var fram á síðustu stundu hvort hann gæti spilað vegna ökklameiðsla. Arnar Gunnlaugsson sat hins vegar á vara- mannabekk Bolton allan timann. Reiknað hafði verið með því að hann fengi tækifæri eftir að hafa skorað tvívegis fyrir varaliðið á miðvikudaginn. Hermann Hreiðarsson lék allan leikinn í sterkri vörn Crystal Palace gegn Derby. Lárus Orri Sigurösson lék að vanda allan leik- inn í vöm Stoke sem fékk sitt fyrsta stig í sex leikjum í 1. deild með 6-0 jafntefli i Norwich. Kristján Sigurósson, 17 ára bróðir Lárasar Orra sem á dögunmn skrifaði undir 18 mánaða samn- ing við Stoke, lék með varaliðinu sem tapaði fyr- ir Blackbum. Steve Lomas, fyrirliði West Ham, fékk rauða spjaldið á 59. mínútu gegn Blackbum. Hann var óhress með að West Ham skyldi ekki fá víta- spymu og greip í handlegg dómarans, sem lyfti þegar rauða spjaldinu. Gianluca Vialli var í byrjunarliði Chelsea í ann- að skipti á þremur mánuðum. Hann þakkaði fyr- ir sig með því að skora og krækja í vítaspymu. Tore Andre Flo missti hins vegar sæti sitt i liði Cheisea þrátt fyrir fjögur mörk í tveimur síðustu útileikjum liðsins. Flo kom þó inn á sem vara- maður og gerði glæsilegt mark. Brad Friedel, bandaríski landsliðsmarkvörður- inn sem Liverpool hefúr keypt, fær atvinnuleyfl í Englandi i dag. Þar með reikna flestir með þvf að dagar hins mistæka David James í marki Liver- pool séu taldir en þó ótrúlegt megi virðast hefúr hann leikið 200 leiki í röð i marki liðsins. Gary Speed er líklega á fórum frá Everton til Newcastle. Howard Kendall neyðist sennilega til að selja hann til að fá peninga til leikmanna- kaupa. Tomas Brolin er loksins laus undan samningi sínum við Leeds og fer liklega til Crystal Palace. Lee Carsley, miöjumaður Derby og irska lands- liðsins, er efstur á óskalistanum hjá Christian Gross, framkvæmdastjóra Tottenham. Búist er við því að hann bjóði Derby 360 milljónir króna I Carsley. Bernard Lama, franski landsliðsmarkvörðurinn, er kominn til West Ham sem lánsmaður frá Paris SG. Lama hefur ekkert spilað síðan hann var dæmdur í þriggja mánaða bann síðasta vetur vegna neyslu eiturlyfja. vo fffj/ EHGLAHP Darren Anderton, enski landsliðsmaðurinn, skrifaði um helgina undir nýjan samning við Tottenham til ársins 2000. Sol Campbell lék á ný með Tottenham um helgina eftir nokkra fjarvera vegna meiðsla á öxl. Keith Gillespie hjá New- castle sagði um helgina að hann væri tilbúinn að skrifa undir samning til lífstíðar við félagið. Glenn Hoddle, landsliðs- þjálfari Englands, sagði fyr- ir helgina að Michael Owen væri kannski ekki alveg til- búinn andlega til að spila fyrir enska A-landsliðiö. Del Piero til Arsenal? Arsene Wenger, framkvæmdastjóri Arsenal, vinnur nú að því hörðum höndum að fá ítalska landsliðs- manninn Alessandro Del Piero frá Juventus í sínar raðir fyrir næsta tímabil. Wenger flaug til Ítalíu fyrir helgina og ræddi við Del Piero sem mun kosta Arsenal tæplega einn millj- arð króna ef af verður. Wenger vantar tiifinnanlega einhvem til að leggja upp mörkin fyrir sína skæðu sóknarmenn og hann sér Del Piero sem rétta manninn í þeim efn- um. -VS Haugalygi - segir Steve McManaman Steve McManaman, fyrirliði Liverpool og leikmað- ur með enska landsliðinu, sagði í samtali við Press Association í gær að það væri hrein fjarstæða að hann væri á leið frá félaginu. McManaman hefúr hvað eftir annað verið orðaður við Barcelona að undanfomu. „Það er ekki sannleikskom i þessum sögum. Það hefur meira að segja veriö gefið í skyn aö ég hafi gert einhvers konar samkomulag við Barcelona um að fara þangað síðar. Þetta er ekki bara haugalygi, heldur einnig sárt fyrir mig, Liverpool og stuðningsmenn félagsins að hlusta á þessa vitleysu. Menn virðast gleyma því að ég er á samningi við Liver- pool til ársins 1999 og þaö er ömggt að ég klára hann,“ sagði McManam- an. -VS Rangers á sínum stað Glasgow Rangers er komið í toppsætið í skosku úrvals- deildinni eftir góðan útisigur, 2-5, á Hearts sem fyrir leikinn var í efsta sætinu. Gordon Durie gerði þrennu fyrir Rangers og þeir Marco Negri og Jorg Albertz hin tvö. Celtic var ekki í neinum vandræðum með íslendingalaust lið Hibemian og er í öðm sæti deildarinnar. Craig Burley skoraði tvö mörk fyrir Celtic í leiknum. Dundee United er í fjórða sætinu eftir sigur á St. John- stone. Sigurður Jónsson lék ekki með Dundee United vegna meiðsla. -JKS Enska knattspyrnan: Enn eitt gull mark Cole - og Man. Utd áfram í góðri stöðu Leikmenn Manchester United létu góða sigra hjá skæðustu keppinautunum, Blackbum og Chelsea, á laugardaginn ekki hafa nein áhrif á sig. Þeir kræktu sér í þrjú dýrmæt stig með því að vinna Newcastle, 0-1, á St. James Park í gær og snæða því jólasteikina með fjögurra stiga forskot í úrvalsdeildinni. Enn einu sinni var það Andy Cole sem reyndist sínum mönnum dýrmætur. Hann skoraði sigmmarkið um miðjan síðari hálfleik, með skalla eftir sendhigu frá David Beckham. Newcastle sótti heldur meira og Peter Schmeichel varði tvívegis á stórkostlegan hátt. Shaka Hislop i mark Newcastle stóð líka fyrir sínu. Chelsea sýndi snilldartakta gegn Wednesday á Hills- borough og vann yfirburðasigur, 1-4. Rúmeninn Petr- escu, ítalinn Vialli, Frakkinn Lebouf og Norðmaðurinn Flo gerðu mörkin og Ron Atkinson, stjóri Wednesday, var fokreiður eftir leikinn. „Við vorum á heimavelli og samt var þetta eins og léttur æfingaleikur fyrir Chelsea. Ég vil sjá meiri sigurvilja en þetta,“ sagði „Stóri-Ron“. Blackburn leikur af gifurlegu sjálfstrausti um þessar mundir og virðist líklegt til að halda sér við toppinn allt tímabilið. Chris Sutton lék ekki gegn West Ham vegna meiðsla en Damian Duff, 18 ára norður-írskur unglinga- landsliðsmaður, tók stöðu hans í sókninni og skoraði tvö mörk í 3-0 sigrinum. Everton vann sinn fyrsta útisigur í eitt ár og fjóra daga. Gary Speed skoraði sigurm£irkið í Leicester, 0-1, úr vítaspymu mínútu fyrir leikslok, eftir að Danny Cadamarteri var felldur. Reyndar var Speed heppinn að vera enn með í leiknum þvi hann átti að flestra mati að vera búinn að fá rauða spjaldið. „Þetta var erfið fæðing," sagði Howard Kendall, stjóri Ev- erton. David Ginola skoraði tvívegis fyrir Tottenham sem vann loks leik, 3-0 gegn Barnsley. Öll mörkin komu á fyrstu 17 mínútunum. Derby hafði gífúrlega yfirburði gegn Crystal Palace en Her- mann Hreiðarsson og félagar í Palace náðu að hanga á 0-0 jafntefli með miklum vam- arleik og heppni í bland. Michael Owen átti stór- góðan leik með Liverpool og skoraði sigurmarkið gegn Coven- try, 1-0. Þetta var sætur sigur því Coventry hafði unnið á Anfield tvö undanfarin tímabil. „Við spiluðum frábærlega fyrstu 20 mínútumar. Owen lét verkin tala og vinnslan hjá honum var ótrúleg," sagði Roy Evans, framkvæmdastjóri Liverpool. Bolton var betri aðilinn lengi vel gegn Leeds sem síðan tryggði sér 2-0 sigur á lokasprettin- inn. Matthew Le Tissier virtist hafa skorað sig- urmark fyrir Southampton gegn Aston Villa þegar hann var snöggur að taka aukaspymu. Dómarinn lét hann endurtaka spymuna vegna þess að hún hefði verið tekin á röngum stað. Leikurinn endaði því 1-1. -VS Tore Andre Flo, Norðmaðurinn leggjalangi, skoraði fallegt mark fyrir Chelsea gegn Sheffield Wed- nesday. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.