Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1997, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1997, Blaðsíða 1
; markvörður ÍR til reynslu hjá enska úrvalsdeildarliðinu Ólafur til Wednesday Lottó: 1 10 20 27 28 B: 25 Enski boltinn: x21 xxx 211 1212 Eyjólfur er eftirsóttur - ætla að gefa mér góðan tíma, segir Sauðkrækingurinn Maradona íhugar boð frá Napoli Diego Mara- dona ihugar nú boð frá knatt- spyrnufélaginu Napoli á ítaliu um að gerast þar forseti. Það eru „stjómarand- stæðingar" í félaginu sem vilja fá Maradona, sem lék Napoli á sínum tíma, til að taka við. Mikil óánægja er með gengi liðsins, sem er neðst í ítölsku 1. deildinni, og á í miklum fjár- hagslegum erfiðleikum. Maradona segist ætla að senda fulltrúa sinn til Ítalíu á næstu dögum til að kanna málið. Það sé hins vegar á hreinu að ef hann taki við, ætli hann að ráða því sem hann vill, en ekki vera strengjabrúða fjármálamanna. -VS Island á mót á Kýpur íslenska landsliðið í knatt- spymu tekur þátt í alþjóðlegu móti á Kýpur dagana 3.-10. febr- úar. I mótinu taka þátt sex lið og leika þau í tveimur riðlum. ís- land er í riðli með Slóvakíu og Slóveníu en í hinum riðlinum em Kýpur, Noregur og Finn- land. -GH Valur vann FH-mótið Valsmenn bám sigur úr být- um á innanhússmóti í knatt- spymu sem fram fór í Kapla- krika á laugardaginn. Valur lagði Stjörnuna í úrslitaleik, 2-0. í undanúrslihmum hafði Stjam- an betur gegn Leikni úr Reykjavík eftir framlengdan leik og Valsmenn unnu ömggan sig- ur á ÍR-ingum. -GH Ólafur Þór Gunnarsson spreytir sig hjá Sheffield Wednesday eftir áramótin. DV-mynd EJ Ylfa Nowen fagnar sigrínum í Lienz í gær. Reuter Ólafur Þór Gunnarsson, mark- vörður knattspymuliðs ÍR, er á leið til enska úrvalsdeildarfé- lagsins Sheffield Wednes- day. Hann fer þangað til reynslu 3. janúar og verður í hálfan mánuð. Litlu munaði að Ólafur færi til Liverpool fyrir jól- in og þá var inni í mynd- inni að hann yrði þar varamarkvörður fyrir David James. Eftir köflótta frammistöðu hjá James var hins vegar ákveðið að fá aðalmark- vörð, Brad Friedel, í hans stað. „Það var fyrrum þjálfari minn í Bandaríkjunum sem kom á þessum tengslum við Liverpool. Þegar það datt upp fyrir kom hann mér í sam- band við Wednesday og mér var boð- ið þangað,“ sagði Ólafur við DV í gær en hann stundar nám í við- skiptafræði við háskóla í Flórída og spilar þar meö skólaliðinu. „Það er að sjálfsögðu draumurinn að komast í atvinnumennsku en ég reikna ekki með því að það verði niðurstaðan núna. Ég lít á þetta fyrst og fremst sem góða reynslu fyr- ir baráttima með ÍR í úrvalsdeild- inni í sumar og auðvitað reyni ég að standa mig til að eiga möguleika á að eitthvað meira gerist síðar,“ sagði Ólafur. Frestar námi til aö Ijúka tímabilinu með ÍR Hann hefur ákveðið að fresta námi sinu í Bandarikjunum um eina önn næsta haust til að geta leikið með ÍR út tímabilið, en annars hefði hann misst af 4-5 síðustu leikjum liðsins. „Fyrst við erum komnir í úr- valsdeildina er ekki hægt annað en að klára dæmið þar,“ sagði mark- vörðurinn efnilegi. Ólafur er aðeins tvítugur en hefur þó varið mark ÍR undanfarin fjögur ár. Hann á að baki 12 leiki með ung- lingalandsliðinu og var kjörinn leik- maður mótsins þegar ísland sigraði óvænt á sterku alþjóðlegu móti ung- lingalandsliða á Ítalíu fyrir hálfu öðru ári. James líka oröaöur viö Wednesday Sheffield Wednesday vantar til- finnanlega markvörð til að keppa við Kevin Pressman, sem þykir mis- tækur. í gær var síðan títtnefndur David James orðaður við Wednes- day, en hann hefur reyndar verið orðaður við mörg lið í úrvalsdeild- inni eftir að ljóst var að dagar hans hjá Liverpool væru senn taldir. -VS Eyjólfur Sverrisson knattspymu- maður með Hertha Berlin í Þýska- landi er eftirsóttur leikmaður en nokkur félög í Þýskalandi og á Englandi hafa borið víumar í hann. Samningur Eyjólfs við Berlínarliðið rennur út 30. júní á næsta ári og hafa nokkur félög sett sig í samband við hann með hugsanleg kaup í huga. „Það er ýmislegt í gangi hjá mér og ég ætla að gefa mér góðan tíma til að ákveða mig. Þeir hjá Hertha Berlin vilja halda mér og gera við mig nýjan samning en það er of snemmt að segja hvort ég verði hér áfram. Það væri gaman að prófa eitthvað nýtt,“ sagði Eyjólfur við DV í gær en hann var þá staddur í jólafríi hjá foreldrum sínum á Sauð- árkróki. Eyjólfúr staðfesti í samtali við DV að Newcastle væri eitt þeirra liða sem hefðu sýnt honum áhuga og hefði hann sjáifur rætt við Kenny Dalglish, stjóra liðsins. Þá sagði Eyjólfur að annað enskt úrvalsdeild- arlið væri inni í en vildi ekki að svo stöddu nafn- greina það. Þýsku liðin Leverkusen og Dortmund em einnig spennt fyr- ir Eyjólfl svo segja má að kappinn sé með mörg jám í eldinum enda hefur hann staðið sig mjög vel með Herthu Berlin á leiktíðinni og vakiö athygli margra félaga. -GH P Iþróttamaður ársins útnefndur í kvöld Samtök íþróttafréttamanna lýsa í kvöld kjöri íþróttamanns ársins í hófi sem fram fer á Hótel Loftleiðum. Hófið hefst klukkan 21 og verður sýnt í beinni útsendingu á RÚV. íþróttamaður ársins verður nú valinn í 42. sinn en hann var fyrst kjörinn árið 1956. Það var Vilhjálmur Einarsson sem varð fyrir valinu en hann hef- ur oftast alira hampað styttunni eftirsóttu, eða fimm sinnum. Sonur hans, Einar Vilhjálmsson spjótkastari, hefur þrívegis orðið fyrir valinu og sömuleiðis Hreinn Halldórsson kúluvarpari. Jón Amar Magnús- son frjálsíþróttamaður hefur hlotið titilinn tvö síðustu árin. -GH Ny sænsk stjarna - Ylfa Nowen með þrjá sigra í röð Ylva Nowen frá Svíþjóð er ný stjama í heimi skíðaíþróttanna en á skömmum tíma hefúr þessi 27 ára gamla stúlka unnið þrjú svigmót í röð i heimsbikarkeppninni. Á laugardag varð hún hlutskörpust á móti í Lienz i Austurríki, Deborah Compagnoni frá Ítalíu varð önnur og Urska Hrovat frá Slóveníu þriðja. í gær endurtók Nowen svo leik- inn í Lienz, Kristina Koznick, Bandaríkjunum, varð önnur og Deborah Compagnoni þriðja. Fyrir timabilið var Nowen ekki talin líkleg til afreka enda hafði hún aldrei komist á verðlaunapall á heimsbikarmóti og 15. sætið var hennar besti árangur. Nowen er efst að stigum í svigkeppni heimsbikarkeppninnar og í heildarstigakeppni heimsbikarsins er hún i fjóröa sæti með 533 stig. Þar er Katja Seizinger efst með 911 stig. -GH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.