Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1998, Qupperneq 9
FOSTUDAGUR 27. FEBRUAR 1998
■tiínlist
23
HLJÓMPLm
aMwriJj
Meiri gauragangur ★★
í Meiri gauragangi skella
Ranúr og Ormur sér til Dan-
merkur, ekki til að fylgjast stjarf-
ir af gleði með því ferskasta í
rokkinu á Hróarskeldu, eins og
væri eðlilegast fyrir ungskáld
eins og þá að gera, heldur álpast
þeir inn á Rauðu Önnu, búllu
þar sem luralegt undirmálsfólk
ræðir málin og hengslast gegn-
um daginn með hjálp frá Tuborg.
Leikritið er hlaðið hressilegri
tónlist sem „poppar upp“ verkið
og gefur því skemmtUegt yfir-
bragð, en ég er ekki viss um
hvort músíkin svona ein og sér geri mikið fyrir einhvem. Þeir Jón Ólafs-
son og Ólafur Haukur Símonarson semja lögin og hafa kosið að höfða til
sem flestra í einu. í dagsbirtunni utan við leikhúsið verður tónlistin
fremur litlaus og bragðdauf, hálfgert sull sem kannski er sniðugt í ljósi
þess að leikararnir eru með Tuborg Grön á vör á milli þess sem þeir taka
lagið. Þetta er gamaldags íslenskt popp, búggívúggí og píanóballöður,
nokkur grípandi viðlög og „singalong" sem maður fær á heilann; menn
eins og Jón og Ólafur geta dælt svipuðu stöffi út án mikillar áreynslu eða
yfirlegu, og eins og gerist þegar höfða á til breiðs hóps íslenskra leikhús-
gesta er fyrir öOu að pakka ímyndunaraflinu og frumleikanum kyrfilega
niður, enda þykir óþarfi að trana slfku fram þegar lagt er upp með það
eitt að skemmta gestum. Textarnir hjá Ólafi Hauki eru skemmtdegir að
vanda, hnyttnir og lifandi, og halda stuðinu gangandi þegar andleysið í
poppgutlinu ætlar um koU að keyra.
SpUamennskan er fagleg og öguð enda þrælvanir verktakar i grifjunni.
Útsetningamar em hristar fram úr erminni á sama áreynslulausa hátt
og lagasmíðamar, smá gítarsóló hér, bítlalegar bakraddir þar. Leikararn-
ir syngja nokkuð vel, Sigrún Waage gerir góða hluti í sínu innleggi, Helgi
Björns er hress að vanda en það sem kemur skemmtUegast á óvart er að
Öm Ámason á enn söngtakta í sarpinum sem minna blessunarlega ekk-
ert á það sem heyrst hefur frá honum í Spaugstofunni.
Gunnar Hjálmarsson
Lisa Loeb - Firecracker ★★
Lisa Loeb er helst þekkt fyr-
ir að vera með hornspanga-
gleraugu á nefinu og að hafa
átt vinsælt lag fyrir nokkrum
árum sem hét Stay og var á
fyrstu plötunni hennar og í
unglingamyndinni Reality
Bites. Nú er komin önnur plata
og enn syngur Lisa um brostn-
ar ástir og semur og spUar
meinhægt og sefjandi popp
sem maður setur ósjálfrátt í
samband við kvennaskála í
amerískri menntaskólaheima-
vist og sér fyrir sér tárbólgnar unglingsstelpur sem kreista gamla
bangsa og skUja fullkomlega um hvað Lisa er að syngja, því þeim hef-
ur sjálfúm verið „dömpað" af íturvöxnum fótboltatröUum og skildar
eftir í sárum.
í stað þess að hafa húmor fyrir dömpinu eða brjálast og kaUa
dömparann skfthæl fer Lisa að skæla, leggst niður og vorkennir sér.
Þetta gerir hún í hverju laginu af öðru. Tárvotum textum fylgja
tregafuU lög, sum m.a.s. nokkuð hressUeg miðað við aðstæður.
Kassagítarinn er hljóðfæri tregans í þessu tilfeUi sem oftar áður,
skarplega plokkaður af Lisu. Hún hefur ágæta rödd, dálítið einhæfa
kannski, en hún er nú svo sem ekki að túlka vítt svið tilfinninga.
Mikið hefði nú verið gaman að heyra hana tryUast og ausa út úr sér
stórum skammti af fúkyrðum í stað þess að sitja hvarmblaut inni á
baði með læst að sér. Þetta er hin fullkomna plata tU að vorkenna
sjálfum sér við en vonandi fer Lisa á sjálfsstyrkingamámskeið fyrir
næstu plötu. Gmrnar Hjálmarsson
lan Brown/Unfinished Monkey business ★★
Endurkoma söngvara Sto-
ne Roses kemur í ánægjulegu
en undarlegu formi.
TUraunastarfssemi er hér í
hávegum höfð sem er gott út
af fyrir sig en stundum ganga
tilraimimar það langt að lög-
in verða sundurlaus. Kannski
er það ætlun Brown. Platan
byrjar á inngangslagi sem
tengist síðan inn í lagið My
Star. Lagið byrjar á samtali
geimfara og brýst síðan
skyndUega inn í melódíu sem
líkist bítlalaginu Dear Prudence. Textinn er óskUjanlegur, tengist
geimferðaáætlun bandaríkjamanna með góðum skammti af “para-
noju”. Næsta lag plötunnar Can’t See Me sker sig úr og er ágætis
lag á sterkum bassa- og trommugrunni. Lagið Ice Cold Cube sem
kemur þar á eftir er flutt við undirleik kassagítars og tromma og
er ósköp venjulegt. Þannig mætti kannski lýsa piötunni, hvert lag
ólíkt öðru, mörg góð en önnur eiga lítið erindi. Útkoman er held-
ur slakur heUdarsvipur en eins og nafnið gefur tU kynna er hér
kannski um efni sem Ian Brown þurfti að koma frá sér og skítt
með heUdarsvipinn!
PáU Svansson
—
t-if í
■
—
—
Þessi taugaveiklaði svarthærði gítarleikari þótti sérstakur og algjört gítarséní og sá efnilegasti í indie-rokkinu síðan
Johnny Marr úr Smiths steig fæti á svið.
Gítarsání með meiru:
Bernard Butler
Bernard Bufier er 27 ára og með
langan ferU að baki í bransanum. Þeg-
ar Suede sló í gegn 1992 var sviðsljós-
inu beint aðallega að honum og söngv-
aranum Brett Anderson. Þessi tauga-
veiklaði svarthærði gítarleikari þótti
sérstakur og algjört gítarséní og sá
efnUegasti í indie-rokkinu síðan
Johnny Marr úr Smiths steig fæti á
svið. Það var sem gítarinn annaðhvort
gréti eða hlægi þegar Bernard fór putt-
um um hann. Hann kom öUum á óvart
tveim árum síðar þegar hann yfirgaf
Suede vegna „tónlistarlegs ágrein-
ings“ og almenns leiða á poppbransan-
um. Þetta þótti hið mesta óráð því
Suede var á góðu flugi og vinsældirn-
ar miklar. Lengi vel heyrðist ekkert
frá honum og Suede fékk aUa athygl-
ina þegar hljómsveitin réð loksins nýj-
an bráðungan gítarleikara.
Bernard fór þó fljófiega aftur á stjá
með dúó, McAlmont & BuUer, og gaf
- gerir sólóplötu
út vinsæla smáskífu, Yes, þar sem
áhrifum frá T.Rex, Jimmy Page og
Motown-hljómsins var hrært saman. í
kjölfarið komu verkefni með Neneh
Cherry, Bryan Ferry og Edwyn Collins
og á tímabUi gekk sú saga Ijósum log-
um innan tónlistarbransans að Bern-
ard hefði gengið í The Verve. Ekkert
var tU í því og sannleikurinn sá að
Bernard hefur verið að leggja drög að
sólóferli síðustu árin. Hann hafði þeg-
ar sannað sig sem gítarleikari, laga-
höfundur, „pródúser" og útsetjari. Það
sem hann á enn eftir er að sanna sig
sem söngvari og textahöfundur og
stökkva þar með fuUskapaður og öðr-
um algjörlega óháður fram á vígvöU-
inn. Hann hefur verið að æfa sig í að
syngja í heimahljóðveri og skrifað per-
sónulega texta. Fyrsta sólóplatan,
People Move On, kemur út 6. aprU en
fyrsta smáskífan Stay er þegar komin
út og gefur fyrirheit um góða plötu.
Mase
Bernard gerir aUt á þessari plötu
nema að spUa á trommur, fiðlur og
hanna umslagið. Á plötunni eru að
sögn þrjár míní-sinfóníur, slatti af dýr-
indis ástarbaUöðum, vottur af
gospeltónlist og andi NeU Youngs svíf-
ur á stöku stað yfir vötnum.
„AUt hefur verið að smeUa saman
síðan ég uppgötvaði að ég get sungið,”
segir Bernard. „Það er svo sem í lagi
að þykjast vera Mozart einn upp á
hanabjálka, en fyrir mig er nauðsyn-
legt að koma tónlistinni á framfæri."
Textana fléttar Bemard úr eigin
lífsreynslu og setur eigin lífshlaup
undir smásjána; „frá þvi að ég var að
selja dagblöð í West End í kringum
1992 og þar tU konan mín varð ólétt í
fyrra.“
Það er sáttahugur í Bernard í garð
gömlu vinanna í Suede: „Ég vU ekki
standa í samkeppni eða UldeUum við
neinn. Ég trúi ekki á slíkt. Það væri
verulega gott fyrir mig ef þeir (Suede)
hefðu gaman af plötunni. Ég vU ekki
eiga neina óvini, stríðið er búið.“
-GLH
- heldur höfðinu hátt
.
Einn úr rapparagengi Puff Daddys
er hinn tvítugi Mase, eða Mason
Betha, eins og hann var skírður
skömmu eftir að hann fæddist í
JacksonvUle í Flórída. Mase gaf ný-
lega út sína fyrstu plötu, Harlem
World, en er þó enginn nýgræðingur
í rappgeiranum heldur á að baki
rappinnslög í lögum með 112, Sean
„Puffy" Combs, Notorious B.I.G.,
Puff Daddy og m.a.s. Mariu Carey
líka.
En það leit ekki út fyrir að Mase
yrði rappstjama í upphafi. Þá hafði
fiölskyldan flutt frá JacksonvUle tU
Harlem og Mase hafði meira áhuga
á körfubolta en rappi og var í skóla-
liðinu. í rútunni á körfuboltaleiki
var þó rappað og rímað og Mase
reyndi að vera með. Honum var
strítt því hann talaði svo hægt, en
Mase leit á það sem séreinkenni og
fyUtist nú allur áhuga á rapptónlist.
Hann fékk stuðning hjá rappnöglum
í hverfinu sem sögðu honum að ef
hann vUdi eiga framtíðina fyrir sér
í rappinu þyrfti hann að gefa sig aU-
an i verkið, vera agaður og alvarleg-
ur í því sem hann væri að gera.
Með því að eyða tímanum i hipp-
hopp-holum, rappa, dansa og
skemmta sér, kynntist Mase viður-
kenndari flytjendum eins og Redman
og Busta Rhymes. í Atlantaborg rakst
hann á Sean „Puffy" Combs sem bók-
aði hann tU að rappa á rímixi af lag-
inu Only You með 112, sem náði guU-
sölu. „Eftir það hefur lífið verið ein-
tóm hamingja," segir Mase.
Nýja platan hefur fengið finar mót-
tökur enda Mase búinn að byggja upp
spennu fyrir sjálfum sér síðustu 18
mánuði með þátttöku í mörgum vin-
sælum lögum. „Með plötunni minni
er ég að segja þér hvemig mér líður,“
fuUyrðir rappstjaman unga. „Eins og
ég sé þetta er aUt sem gerst hefur hjá
mér blessun frá Guði. Ég get ekki
eignað mér heiðurinn. Ég hef bara
haldið höfðinu hátt, gert það sem var
rétt og nú er eins og Guð sé að segja
við mig: Jó! Ég kann að meta það sem
þú hefur verið að gera„væni minn!
i-líf-G:
1. Open Air
Cab Drivers
2. BlackHole
16B
3. Hlgh Naturally
Warped 69
4. Sangue De Belrone
Cesaria Evora
5. ...to all bellevers
Heiko Laux
6. Muslc People
Moody Man
7. The Answerlng Machine
Green Velvet
8. Hitech Funk
Underground Resistance
9. The Plan
Sofa Surfers
10. The Nlght
Peter Funk
í!
n
Bl
“S-
to "L