Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1998, Síða 4
38
LAUGARDAGUR 14. MARS 1998 IjV
#/ar
Þessa skemmtilegu út-
færslu á Mitsubishi L200 gaf
aö líta í sýningardeild
Mitsubishi í Genf á dögun-
um. Búið er að breyta bíln-
um á ýmsa vegu en sérstak-
lega er það veltigrindin að
aftan sem vekur athygli.
Breyttur
Mitsubishi L200
Rinspeed Rocket
Þessi „raketta" heitir Rinspeed Rocket og er
framúrstefnuleg hugmynd að sportbíl næstu aldar
þótt hann sæki ýmislegt í útlitinu til eldri tíma.
Aðeins er sæti fyrir einn og vélin er Ford V8, 32
ventla og gefur 410 hestöfl. Hröðun frá 0 i 100 er 4,2
sekúndur. -JR
Ný 3-lína
fráBMW
Nýja 3-línan frá BMW vakti at-
hygli i Genf og það ekki að ófyrir-
synju því þetta er glæsilegur og vel
búinn bíll. „Gamli“ þristurinn var
vel búinn og góður en hér hefur
greinilega verið tekið til hendinni
og gert enn betur.
Chrysler Pronto Cruizer.
Chrysler
Pronto Cruizer
Það eru tíu ár síðan Chrysler
frumsýndi síðast hugmyndabíl í
Evrópu. Nú var röðin komin að nýj-
um hugmyndabíl sem Chrysler hef-
ur þróað sérstaklega fyrir Evrópu,
Pronto Cruizer, en siðast var það
Portofino sem var fyrirrennari
frambyggðu bílanna sem Chrysler
smíðar i dag.
„Pronto Cruizer er með sama am-
eríska yfirbragðið og Viper og
Prowler en er í raun þróaður fyrir
mun breiðari markhóp," segir
Thomas C. Gale, stjómandi hönn-
unar- og framleiðsludeildar
Chrysler.
Pronto Cmizer á að vera lipur í
akstri en hann er með aflmikla 1,6
lítra vél sem Chrysler og BMW hafa
þróað saman. Vélin er smíðuð í
Brazilíu og gefur 115 hestöfl við'5600
snúninga, 153 Nm v/4400 sn. Við
vélina er samhæfð fimm gíra hand-
skipting sem notuð er í kappakst-
ursútgáfu Neon.
Pronto Cmizer er 4.247 mm á
lengd, 1.747 á breidd og 1.486 á hæð.
Hjólahafið er 2.642 mm og felgumar
era 18 tommur að framan en 19 að
aftan. MacPherson-gormafjöðrun er
á öllum hjólum.
Nissan double cab
Evrópufrumsýning var á nýjum Nissan double cab í Genf en von er á þess-
um bíl hingað til lands innan skamms. Búið er að breyta bílnum verulega
og allar línur em mýkri og búnaður betri. Meira pláss er inni í bílnum en
áður og sæti betri.
Nissan Primera Wagon
NISSAN
Stutt er síðan
langbaksútgáfa
Nissan Primera
var frumsýnd í
Japan og nú var
röðin komin að
Evrópu en þessi
glæsilegi lang-
bakur skipaði
heiðursess á
Nissanbásnum i
Genf.
FJAÐRABÚÐIN PARTUR HF.
Eldshöfða 10, 112 Reykjavík, símar
567 8757 og 587 3720. Fax 567 9557
Höfum á lager:
Fjaðrir * Stök blöð * Klemmur
* Fóðringar * Slit- og miðfjaðrar-
bolta í langferða-, vöru- og sendi-
ferðabíla. Einnig í vagna. Loftpúð-
ar í margar gerðir farartækja.
Hyundai:
Euro-1 og Atos
Hyundai náði athygli í Genf með
tveimur bílum. Heimsfmmsýning
Euro-1, hugmynd að sportbíl frá Hyundai.
var á nýrri hugmynd að
opnum sportbíl sem
Hyundai nefnir Euro-1
og vill með því undir-
strika að þar sé hugs-
að til Evrópu í hönn-
un framtíðar.
Þar gaf einnig að
líta smábílinn Atos en
vegna mikillar um-
ræðu um smábíla á borð viö
A-bílinn frá Benz var Atos
skoðaður mikið, enda sam-
bærilegur bíll um margt.
Hyundai Atos, snaggaralegur smábíll frá S-
Kóreu sem er væntanlegur hingaö til lands á
næstunni.
Lengdin er 3,50 og hæðin 1,61,
fimm hurðir, fimm sæti og hægt að
stækka fármrýmið í 1100 lítra.
-JR