Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1998, Síða 7
LAUGARDAGUR 14. MARS 1998
#/ar
45
Það hefur fyrr verið sagt um 40-
línuna frá Volvo að ekki leyni sér að
Volvo hefur lagt metnað í þennan bíl
og gert sér far um að vekja með hon-
um hugmynd um vöruvöndun, vöru-
gæði og öryggi, Þetta er nú raunar
sú ímynd sem Volvo hefur löngum
selt vöru sína út á og haldið mjög á
lofti og fengið hvað þennan bíl snert-
ir góðan stuðning breska tímaritsins
What Car. í árekstraprófun, unninni
á vegum þess tímarits, var 40-bíllinn
frá Volvo sá eini af 13 vinsælustu
fjölskvldubílunum í Evrópu sem
fékk hæstu mögulega einkunn, 4
stjörnur.
Raunar las ég í einhverju sænsku
bílablaði hálfgert geðvonskuhjal um
þennan Volvo. Kannski hefur það
Að útliti sker T4 sig ekki frá öðrum stallbökum í 40-línunni. Þó sést að hann
er á stærri feigum og lægri dekkjum en ódýrari gerðirnar.
Kynningarakstur Volvo T4:
hæðarstillingar á setu farþegasætis
frammi í, fjarstýring á samlæsingu,
þokuluktir að framan og geislaspil-
ari i útvarpi, svo nokkuð sé nefnt, er
verð hans 2,8 milljónir. Ódýrasti T-
bíllinn kostar 2.548.000 krónur. Ódýr-
asti 40-bíllinn, S40 1,6 105 ha., kostar
1.798.000 krónur. Þetta er allnokkur
munur, eins og líka á afli og tilflnn-
ingu, og menn verða einfaldlega að
gera það upp við sig eftir hverju þeir
eru að slægjast. En óhætt er að segja
að með 1,9-vélinni er bíllinn afbragðs
skemmtilegur og skaði að geta ekki
fengið að lofa honum að njóta sín
eins og vert væri, svo sem með góð-
um sprett suður Þýskaland eða á ein-
hverjum samhærilegum hraðbraut-
um.
Heimilissportbíll
verið vegna þess að 40-línan er fram-
leidd í Hollandi en ekki heima í Sví-
þjóð. Vitaskuld eru bílamir af 40-lín-
unni þrengri en stóru bílarnir en
innan sinna stærðarmarka hlýtur
hún að teljast þægilegur bill. Það er
ekki einasta að afbragðs vel fari um
mann í Volvo S40 heldur er beinlín-
is gaman að aka honum. Fram að
þessu hafa verið prófaðir bílar með 2
lítra 137 hestafla vél og sjálfskipt-
ingu og 1,8 lítra 115 ha. vél með
handskiptingu og líkuðu hvorir
tveggja vel. Hér bætist í safnið Volvo
T4, stallbakur með fjögurra strokka
1,9 lítra forþjöppuvél sem skilar 200
hestöflum með hvorki meira né
minna en 300 Nm snúningsvægi við
2400 sn. min. Nærri má geta að þessi
bíll er ekki máttlaus í upptaktinum.
Það tekur hann 7,3 sekúndur að
komast úr kyrrstöðu í 100 km hraða.
Þetta er sannkallaður heimilissport-
bíll.
Reynslubíllinn var búinn hand-
skiptingu og munu margir segja að
það sé það eina
sem hæfi svo
sportlegri vél
og bíl. Enda er
skiptingin
prýðilega létt
og ratvís og
kúplingin er
lika létt. Móti
vél með þessari
orku og snún-
ingsvægi er
líka svið hvers
gírs ákaflega
Mælaborð og stýri mynda eðlilega heild
í vinnuumhverfi ökumannsins.
og er að hvort
heldur hún var á
eða ekki sat bíll-
inn alveg sér-
staklega vel, líka
á hálum vegum,
og lét nánast ekk-
ert raska jafn-
vægi sínu, jafn-
vel ekki með
þessari orku-
miklu og við-
bragðssnöggu vél.
Ég vil að hluta að
vítt og þarf mun minna að skarka í
gírum en á bílum með aflminni vél.
Ugglaust á þessi vél ákaflega létt
með bílinn með sjálfskiptingu líka
en ég held mér þætti hún stílbrot í
bíl með þessa aksturseiginleika.
T4 er búinn spólvöm sem sett er á
með rofa og tekin af aftur jafn auð-
veldlega. Meðan DV-bílar höfðu
þennan Volvo með höndum var oft-
ast ágætt færi á að prófa þessa spól-
vörn. En það verður að segjast eins
minnsta kosti þakka það lágbörð-
unum sem bíllinn var búinn, Michel-
in XM-S 330 vetrardekkjum sem ekki
era ætluð til neglingar og virðast al-
veg einstök afbragðsdekk.
Vitaskuld kostar svona gripur
meira en venjulegur S40 þó um
margt séu bílarnir vitaskuld áþekk-
ir. Með þeim aukabúnaði sem var í
reynslubílnum: skriðstillir, rafknún-
ar rúður í afturhurðum (þær eru
staðalbúnaður í fremri hurðum),
Vert er að undirstrika hve auðvelt
er og traust að aka þessum bíl. Hann
ber það með sér að á honum sé hægt
að bregðast við kringumstæðum af
nákvæmni og öryggi og þar með af-
stýra þvi að á óvirkan öryggisbúnað
reyni. Virkur öryggisbúnaður er
góður: læsivarðar bremsur og þægi-
legt, hraðanæmt aflstýri og afbragðs
rásfesta. En ef allt um þrýtur er
óvirki búnaðurinn til staðar: tveir
líknarbelgir frammi í og tveir á hlið,
fyrir utan aðra hefðbundna slysa-
varnaþætti Volvo, eins og styrkþátt-
uð krumpusvæði framan og aftan og
hliðarárekstravörnina SIPS (Side
Impact Protection System), sem mið-
ar að því að eyða höggi sem bíllinn
verður fyrir á hlið áður en það verð-
ur þeim að skaða sem í bílnum eru.
Líknarbelgir á hlið, sem spretta fram
úr hliðum framsætisbaka ofanverð-
um, eru aðeins viðbótarþáttur til að
mýkja það högg sem verður þrátt
fyrir SlPS-búnaðinn. S.H.H.
Kynning: Peugeot 106 rafbíll:
Líður nær hljóðlaust áfram
Rafbílar hafa ekki verið algengir á
íslandi en nú kann að verða breyting
á því. Margir muna eftir litla sendi-
bílnum sem Gísli Jónsson prófessor
gerði tilraunir með fyrir mörgum
árum og eins hafa nokkrir litlir
plastbílar verið fluttir inn frá Dan-
mörku en ekki náð almennri notkun.
Fyrsti „alvöru“-rafbíllinn var hins
vegar afhentur nýjum kaupanda í
gær, Peugeot 106 sem Rafmagnsveita
Reykjavíkur hefur tekið í notkun.
Þessi bíll er með 20 sex volta nik-
kel-kadmíum-rafgeyma, 9 að framan
og 11 að aftan, og hann er sagður
komast 80 kilómetra á einni hleðslu
innanbæjar en allt að 120 til 150 kíló-
metra utanbæjar. Rafgeymarnir eru
alls 225 kíló.
Hægt er að endurhlaða raf-
geymana á tvennan hátt. Með eðli-
legri hleðslu tekur full endurhleðsla
7 klukkustundir en hægt er að ná
fram 20 kílómetra akstursvegalengd
með einnar klukkustundar hleðslu.
Með sérstökum hraðhleðslubúnaði,
sem ekki er enn til hérlendis, er
hægt að fá fram sem svarar 2 kíló-
metra hleðslu á mínútu.
í allri daglegri umgengni er þessi
Peugeot 106 sambærilegur við þá
bræður sína sem nota bensín sem
orkugjafa. Sæti eru fyrir 4
með ökumanni, burðargeta er
315 kíló en eini munurinn er
að farangursrýmið er aðeins
minna, 184 lítrar.
Bíllinn er sjálfskiptur og
fjöðrunin er MacPherson-
gormafjöðrun.
Miðað við venjulegan bens-
ínbíl er Peugeot 106 rafbíll
ekki þungur á fóðrum. Jöfur
hefur reiknað dæmið miðað
við 560 kílómetra akstur á
viku. Það kostar aðeins 43
krónur á dag að hlaða rafgeymana,
sérrafmagnsmælir kostar 9500 kr. á
ári og veittur er 50% afsláttur af
þungaskatti sem gerir 3,54 krónur á
kílómetra. Alls er þetta kostnaður
upp á kr. 2.465, eða sparnaður upp á
1.920 krónur á viku, ef miðað er við
bensínbílinn sem myndi eyða bens-
íni fyrir 4.385 krónur á viku, miðað
við sama akstúr.
Heildarsparnaður á ári er því um
99.840 krónur.
Bíllinn kostar 1.490.000 krónur án
rafgeymanna. Peugeot býður upp á
tvo kosti: Hægt er að leigja rafgeym-
ana á 12.000 krónur á mánuði og er
þá allt eftirlit með þeim og endumýj-
un eftir um það bil 5 ár innifalin.
Hins vegar er hægt að kaupa raf-
geymana og þá fer verð bílsins upp í
um 2.000.000 króna.
Miðað við leigu á rafgeymunum er
því heildarkostnaður við að reka bíl-
inn svipaðiu’ og á bensínbíl.
Kláruðum rafmagnið
Við fengum þennan bíl í stuttan
kynningarakstur í vikunni. Þegar
við tókum við bílnum inni á hlýju
verkstæðinu hjá Jöfri í Kópavogin-
um voru um 30% eftir af orku raf-
geymanna. Ætlunin var að fara
Rafbíliinn Peugeot 106 er í engu frábrugðinn hefö-
bundna bensínbílnum í útliti. DV-mynd Pjetur
stuttan hring og mynda bílinn i leið-
inni.
Aðeins þarf að snúa kveikjulyklin-
um og þá kviknar grærit Ijós í mæla-
borðinu. Ekkert heyrist en bíllinn er
tilbúinn til aksturs. Engin gírstöng
er til staðar en sjálfskiptingin tekur
strax við sér og stigið er á „bensín-
gjöfina" eöa orkugjöfina sem væri
réttara í þessu tilfelli. Ef bakka þarf
bílnum er ýtt á hnapp í mælaborði
sem snýr akstursáttinni við.
Stefnan var sett á Rafstöðina við
Elliðaár því þar ætluðum við Pjetur
ljósmyndari að mynda bílinn í
„réttu" umhverfi.
Bíllinn leið nær hljóðlaust áfram,
aðeins heyrðist smáveghljóð, annað
ekki.
Orkan byrjaði að hrapa fljótt þeg-
ar komið var út í frostið og við vor-
um þess nær fullvissir að við hefðum
það ekki til baka. Orkumælirinn var
kominn niður í núll, bíllinn sá sjálf-
ur um að slökkva aðalljósin, en við
höfðum það. Ósköp var krafturinn
þó orðinn lítill í lokin.
Annars er bíllinn skemmtilegur í
akstri þegar rafmagnið er nægt á
geymunum. Viðbragð er ekki mikið,
sagt vera 8,3 sekúndur frá 0 i 50 km,
sem er töluvert lakara en á bensín-
bílnum en fyllilega nóg í
eðlilegum innanbæjarakstri.
Ef þessi bíll hefði 50 kiló-
metram meiri akstursvega-
lengd væri hann kjörinn til
alhliða fjölskyidubrúks en
miðað við snúninga fyrir
fyrirtæki eins og Rafmagns-
veituna er þessi aksturs-
vegalengd sennilega alveg
nægileg og eins er hægt að
hlaða þegar staldrað er við á
vinnustað í mat og kaffl.
Ef þungaskatturinn væri
Rafbúnaðurinn fyllir vélarhúsið en
miðstöðin notar ekki rafmagn nema
til að blása hitanum því hann kemur
frá hefðbundnu eldsneyti. Miö-
stöövartankurinn er 12 iítrar.
á bak og burt væri þetta enn væn-
legri kostur.
Til sýnis um helgina
Hægt verður að skoða rafbíla hjá
Jöfri um helgina. Rafveitubíllinn er
til sýnis í sýningarsalnum við Ný-
býlaveginn og annar eins, sem kom
tU landsins í vikunni, verður til
reiðu til reynsluaksturs. Þriðji raf-
bíllinn mun einnig vera á leiðinni
þannig að þeir sem hafa áhuga ættu
að geta skellt sér á einn slíkan hafi
þeir áhuga. -JR
Hvenær skiptir
þú um síur
síðast ?
FRAM
FRAM ábvraö
KLOPP
Vegmúla 4,108 R.vík.
Súni 553 0440
www.frameurope.nl
Toyota Rav 4 2,0 ‘96, ssk., 5 <±,
grænn, ek. 23 þús. km.
Verö 1.790.000.
Toyota Corolla XLi ‘96, 5 g., 3 d.,
grænn, ek. 26 þús. km.
Verö 1.070.000.
Honda Civic ESi ‘92, 4 d., ssk., ek. 68 þús.
km. Verö 910.000.
Honda Civic 1,5 LSi ‘93, ssk., ek. 76 þús.
km. Verö 850.000.
Honda Accord 2,0 LSI ‘95, ssk., 4 d.,
dökkblár, ek. 41 þús. km. Verö 1.630.000.
Honda CRV RVSi ‘98, 5 d., ssk., ek. 4 þús.
km. Verö 2.430.000.
MMC Lancer STW ‘94, 4x4, 5 g., 5 d., ek.
59 þús. km. Verö 1.140.000.
Toyota Corolla XLi ‘95, ssk., 5 d., ek. 36
þús. km. Verö 1.060.000.
Toyota Corolla XLi ‘96, 4 d., ssk., ek. 31
þús. km. Verö 1.120.000.
Toyota Touring GLi ‘93, 5 d., 5 g., ek. 72
þús. km.Verö 1.120.000.
Toyota Carina E 2,0 ‘95, ssk., 4 d., ek. 35
þús. km. Verö 1.390.000.
Toyota Hilux X-Cab SR5 ‘91,2 d., ek. 89
þús. km. Verö 1.080.000.
Toyota Landcr. GX ‘93, 5 g., 5 d., ek. 110
þús. km. Verö 2.950.000.
Subaru Legacy 4x4 ‘96, ssk., 5 d., ek. 64
þús. km. Verö 1.790.000.
Subaru Legacy 4x4 ‘97, 5 g., 5 d., ek. 24
þús. km. Verö 1.950.000.
Subaru Impreza STW ‘97, ssk., 5 d., ek. 20
þús. km. Verö 1.700.000.
Opel Vectra 2,0i ‘95, ssk., 5 d., ek. 30 þús.
km. Verö 1.270.000.
Renault Megane ‘97, 5 g., 5 d., steingrár, ek.
15 þús. km. Verö 1.180.000.
Fiat Uno 60S '93, 5 g., 5 d., ek. 84 þús. km.
Verö 390.000.
Nissan Micra LX ‘97, 5 g., 5 d., ek. 13 þús.
km. Verö 990.000.
Ford Bronco ‘93, ssk., 2 d., ek. 85 þús. km.
Verö 1.430.000.
Daihatsu Feroza DX '91, 5 g., 2 d., ek. 76
þús. km. Verö 720.000.
MMC Pajero V-6 ‘92. 5 g., 3 d„ ek. 133 þús.
km. Verö 1.450.000.
[0
NOTAÐIR BÍLAR
Vatnagöröum 24
Sími 520-1100
[jýf Frostlög • Bf Þurrkublöð : Bf Ljósaperur o ° Vetrarvörur í úrvali á góðu verði. Bf Rafgeymi Bf Smurolíu Ef Rúðuvökva Rúðusköfur, rúðuvökvi, frostlögur, ísvari, lásaolía, hrímeyðir og silikon.
L léttir þér lífið Á