Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1998, Qupperneq 3
FÖSTUDAGUR 20. MARS 1998
Enginn vinnur stríðið á Irlandi
- segir Jim Sheridan, leikstjóri The Boxer, í viðtali við DV
Háskólabíó hefur sýningar i dag á
The Boxer sem var opnunarkvik-
mynd á kvikmyndahátíðinni í
Berlín. Leikstjóri myndarinnar var
þar staddur og var hann fenginn í
viðtal við DV.
Jim Sheridan er fæddur og uppal-
inn á írlandi og eftir að hafa búið
um árabil í Bandaríkjunum er hann
nú aftur sestur að í Dublin. Stríðið
á Norður-Irlandi hefur alltaf verið
ofarlega í huga Sheridans og því átt
stórann þátt i verkum hans en á eft-
ir myndunum My Left Foot og In
the Name of the Father er nú The
Boxer þriðja mynd hans þar sem
ástandið á Norður-írlandi er til um-
fjöllunar.
Sheridan er fyrst spurður hvort
hann væri með myndum sinum að
leita lausnar á deilunum á Norður-
Irlandi.
„Ég tel mig fyrst og fremst vera
að láta í ljós fyrirlitningu min á of-
beldi og benda á tilgangsleysi stríðs-
ins. I þessu sambandi er ég auðvit-
að oft misskilinn. Ég hef ýmist ver-
ið sakaður um að vera áhangandi
IRA eða að taka málstað breskra
stjórnvalda. Hvort tveggja er út í
hött því ég held ekki með neinum.“
- Er rétt að þú hafir einhvem
tímann ætlað að ganga í IRA?
„Jú. það er rétt, en þeir vildu mig
ekki, fannst ég vera of ungur. Þetta
var eftir „Bloody Sunday“. Þá sáu
ég og fleiri enga aðra lausn en að
grípa til vopna. En ég komst sem
betur fer fljótlega að þvi
að ég hafði haft rangt
fyrir mér. Þessu
striði verður
ekki lokið með
vopnavaldi."
- Trúir þú
því að
hvern tím-
ann eigi
eftir að
verða frið-
ur á Norður-
írlandi?
„Já, mér
beri skylda til
þess að vera
bjartsýnn og ég
veit einnig að fólk
er orðið dauð-
þreytt á þessu
stríði og það em
margir sem
spyrja sig:
Hvað í hel-
vít-
Daniel Day-Lewis leikur hnefaleikakappann Danny Flynn.
Jim Sheridan leiðbeinir Daniel Day-Lewis viö tökur á The Boxer.
inu erum við eiginlega að berjast
um? Þetta stríð er ekki þess virði að
einn einasti maður í viðbót þurfi að
láta lífið þess vegna. Ég tel Tony
Blair virkilega vera að sýna aö
hann hafi áhuga á að leysa þessa
deilu. Upphaf deilunnar er hægt að
rekja til breskra stjómvalda
og það er því þeirra að
leysa hana. Það má
svo aftur í þessu
sambandi benda á
að breska kon-
ungsfjölskyldan
sýnir ekki beint
gott fordæmi í
ljósi þeirrar
staðreyndar
að hún ein
fer eftir
aldagömlum
reglum sem
banna hjóna-
bönd á milli
kaþ-
ólikka og lúterstrúarmanna, þetta
er einsdæmi f öllum heiminum. En
staðan er sú að það getur enginn
unnið þetta stríð og menn verða að
setjast niður og segja að það sé nóg
komið. Það verður að taka á þessari
ofbeldishneigð eins og alkóhólisma,
þ.e.a.s. hætta í eitt skipti fyrir öll.“
- Myndin The Boxer segir frá
ungum manni, áhanganda IRA, sem
sleppt er úr fangelsi eftir að hafa se-
tið inni í 14 ár. Hann er búinn að fá
nóg af pólitík og ætlar alfarið að
snúa sér að boxi sem hann æfði öll
árin í fangelsinu. Hvemig varð
þessi söguþráður til?
„Hugmyndina um að gera hnefa-
leikamynd fékk ég í Bandaríkjunum
1984. Þá vora nánast daglega slæm-
ar fréttir frá írlandi og í einum
fréttaþætinum heyrði ég viðtal við
írska boxarann Barry McGuigan
þar sem hann spurði af hverju írar
gætu ekki látið sig, boxarann, um
bardagana. Þessi yfirlýsing hafði
mikil áhrif á mig og upphaflega ætl-
aði ég að gera mynd um Barry
McGuigan en það reyndist ekki
framkvæmanlegt. Hann er þó á viss-
an hátt fyrirmyndin en að öðm leyti
á söguþráðurinn engar hliðstæður í
raunveruleikanum."
- Hvar er myndin tekin?
„Hún er nánast öfl tekin í
Dublin vegna þess að það
gekk ekki að fá leyfi til þess
að gera hana í Belfast."
- Aðalleikarar
myndarinnar
era Daniel Dey-
Lewis, sem leik-
ur boxarann
Danny Flynn, og
Emily Watson í
hlutverki æsku-
vinkonu hans,
Maggiar, sem er
gift IRA-baráttu-
manni sem situr
í fangelsi. Hafðir
þú þessa leikara
í huga frá upp-
hafi?
„Jú, það má
segja það. Við
Daniel þekkj-
umst mjög vel
síðan hann lék
aðalhlutverk
bæði i My Left
Foot og In the
Name of the
Father og hann
vildi strax þetta
hlutverk eftir að
hafa lesið hand-
ritið. Hann pass-
ar einnig full-
komlega í það, m.a. vegna þess að í
veruleikanum er hann þrælgóður
boxari. Ástæðan fyrir því að ég
valdi Emily Watson í hlutverk
Maggiar var svo einfaldlega sú að ég
sá Breaking the Waves og varð ást-
fanginn af henni eins og svo margir
aðrir. Daníel og Emily em stórkost-
legir leikarar og gæta þess að hvert
smáatriði sé í lagi. Daniel lét t.d.
loka sig inni í 3 daga áður en tökur
hófust til þess að geta betur sett sig
í spor manns sem verið er að sleppa
úr fangelsi. Emily fór til Belfast og
kynnti sér nákvæmlega aðstæður
eiginkvenna fanga.“
- Áttu eftir að gera fleiri myndir
um Norður-Irland?
„Ég veit það ekki. Þetta er efni
sem nær eingöngu höfðar til Evr-
ópubúa, Bandaríkjamenn aftur á
móti hafa engan áhuga fyrir deilum
kaþólikka og lúterstrúarmanna.
Þegar mynd er auglýst í Bandaríkj-
unum er því fyrst og fremst lögð
áhersla á að þetta sé ástarsaga til
þess að einhver komi að sjá hana.
En sú mynd sem ég er nú að vinna
að hefúr ekkert með írland að gera
því það er grínmynd sem gerist í
New York. Ég get ekki svarað því
hvort ég eigi eftir að gera fleiri
myndir um írland, það er ekki úti-
lokað, ekki frekar en að Woddy
Allen eigi eftir að gera aðra mynd
sem gerist á Mannhattan."
Kristín Jóhannsdóttir
KVIKMYNDATÓNLIST
Amerísk rómantík og evrópskur raunveruleiki
Hans Zimmer hefur getið
sér gott orð sem kvikmynda-
tónskáld og sjálfsagt er há-
punkturinn á ferli hans The
Lion King en fyrir tónlist sína
þar fékk hann óskarsverðlaun
og mörg önnur verðlaun.
Zimmer er þýskur og vann
með evrópskum kvikmynda-
gerðarmönnum áður en hann
fór vestur um haf. Tónlist
hans í As Good as It Gets er
alls ekki það besta sem hann hefur gert en hef-
ur greinilega fallið vel í kramið þar sem hann
er tilnefndur til óskarsverðlauna. Geislaplatan
með tónlist úr myndinni skiptist í tvennt.
Fyrri hlutinn er eingöngu með leikinni kvik-
myndatónlist Zimmers, sem er róleg, byggð
upp af stuttum stefjum sem falla vel að ágæt-
um útsetningum. Ekki er hægt að segja að tón-
listin sé frumleg og ég heyri ekki betur en að
Zimmer leiti í smiðju hins ítalska Nono Rota,
sem þekktastur var fyrir tónlist sína við Fell-
ini-myndir og tvær fyrstu Guðföðurs-myndim-
ar. Á síðari hluta
plötunnar em lög
úr ýmsum áttum
sem heyra má í
myndinni og satt
best að segja era fá
eftirminnileg, það
er helst að hið fal-
lega lag Everyt-
hing My Heart
Desire, sem Dani-
elle Brisebois
syngur, hreyfi við manni. I heild er As Good as
It Gets átakalítil en rennur frekar ljúflega í
gegn og tel ég að það verði á brattan að sækja
fyrir Zimmer á mánudagskvöld þegar ósk-
Eirsverðlaunin verða afhent.
Það er engin lognmolla yfir tónlistinni í
Welcome to Sarajevo sem sýnd hefur verið í
Kringlubíói að undanfomu. Á geislaplötunni,
sem tilheyrir myndinni, er lítið um raunvera-
lega kvikmyndatónlist, í raun aðeins eitt lag,
Emira, sem skrifað er á tónskáldið Adrian
Johnson, annað efni er allt frá
Adagio í G eftir Albinoni, sem
Johnson útsetur fyrir selló og
strengi, upp í End Titles með
Massavie Attack. Inni á milli
er svo fjölbreytt tónlist. Tón-
list Van Morrison hefur verið
gjöful fyrir kvikmyndir og
platan byrjar á frábæra lagi
hans, The Way Young Lovers
Do frá árinu 1968, og platan
endar svo á bosnísku þjóðlagi
Kad Ja Podjog. Meðal annarra tónlistarmanna
sem eiga lög á plötunni eru Bobby McFerrin,
Blur, The Stone Roses og Teenage Fanclub.
Þótt tónlistin sé sundurlaus og ólík þá á hún
það sammerkt með kvikmyndinni að hún er
áhrifarrík og fellur vel að þeim fáránleika sem
myndin fjallar um.
As Good as it Gets 'k'k'k
Tónskáld: Hans Zimmer
Welcome to Sarajevo kkk
Tónskáld: Adrian Johnson -HK
(kyikmyndir,
L.A. Confidentaf kkkk
Skuggahliðar Los Angeles sjötta áratugar-
ins eru sögusviðið í óvenju innihaldsrikri og
spennandi sakamálamynd sem enginn ætti
að missa af. Spilltar löggur, ósvífnir
æsifréttamenn, melludólgar og glæsilegar
vændiskonur eru á hverju strái.
-HK
Titanic kkkk
Stórbrotin og ákaflega gefandi,|tvikmynd. Af
miklum fitonskrafti tókst James Cameron
að koma heilli í höfn dýrustu kvikmynd sem
gerð hefur verið. Fullkomnunarárátta
Camerons skilar sér í eðlilegri sviðsetningu
sem hefur á sér miklnn raunsæisblæ. Leon-
ardo OiCaprio og Kate Winslet eru eftir-
minnileg f hlutverkum elskendanna.
-HK
Good Will Hunting
í mynd þar sem svo mikið er lagt upp úr per-
sónunum verður leikurinn aö vera góður.
Sérstaklega eftirminnilegur er samleikur
Williams og Damons. Hið sama má reyndar
segja um flesta leikara í aukahlutverki.
Bestur er þó Stellan Skarsgárd sem dregur
upp sannfærandi mynd af manni meö mlkla
sérgáfu sem þó verður að játa sig sigraðan
í návist ótrúlegrar snilligáfu.ge
Alien: Resurrection
Myndin er langt I frá gallalaus en að minu
mati nær hún að hefja sig upp yfir gallana.
Handritshöfundurinn Joss Whedon gerir
góða hluti en það er fyrst og fremst hinn
myndræni samruni Borgar týndu barnanna
og Alien sem gerir þessa mynd að sannri
ánægju. Eins og alltaf er það Sigourney
Weaver sjálf, drottning geimveranna, sem
stendur upp úr.
-úd
Barbara
Vel upp byggð ogvel leikin mynd 1 alla staði,
sérstaklega vakti það ánaegju hversu allar
aukapersónur og smáatvik voru vel og fim-
lega útfærð. Myndatakan er áferðarfalleg
og aldrei of uppskrúfuð I landslagsyfirliti og
dramatiskum veðurlýslngum en nýtti jafn-
framt vel náttúrufegurö eyjanna.
-úd
Welcome to Saraievo ★★★
Áhrifamikil og vel gerð kvikmynd um frétta-
menn að störfum I rústum Sarajevo. Heim-
ildarmyndum og sviðsettum myndum er
ákaflega vel blandað saman og mynda
sterk myndskeiö. Mynd sem vekur upp
margar spurningar um eðli mannsins í striði
og kemur vlð kaunin á stjórnmálamönnum
sem eru mislagðar hendur i aö leysa vanda-
mál sem þessi.
-HK
Djarfar nætur
I Djarfar nætur snýst allt um hinn griöar-
langa lim klámstjörnunnar Dirk Digglers.
Sem tímabilskönnun er mynd Anderssons
afbragðsgóð, handritið er vel skrifað og ef
drengurinn hefði bara skafið af eins og
hálfa Tarantinósenu hér og hálfa Travolta-
senu þar (og sleppt ofurlanga gúmmitypp-
inu) þá hefði þetta getað oröið ansi fullkom-
ið. En verður að láta sér nægja að vera bara
ómissandi.
-úd
Það gerist ekki betra ★★★
Framan af er As Good As It Gets eins góö
og gamanmyndir gerast. Samræðurnar ein-
kennast af óvenjumikllli hnyttni, leikurlnn er
með ólíkindum. Það var mér því til mikllla
vonbrigða þegar myndin missti flugiö eftir
hlé. Leikurinn var enn til fyrirmyndar en þær
fjörmiklu og óvenjulegu persónur sem
kynntar voru til sögunnar í upphafi fengu
ekki svigrúm til þess að vaxa. ge
Lína langsokkur ★★★
Lína langsokkur er löngu orðin klassísk og
það vill stundum gleymast aö hún er ekki
erfö með genunum heldur lesin á bókum.
Lína er hinn stjórnlausi óskadraumur allra
barna, frjáls, óháð og gersamlega sjálf-
stæð, því hún bæði getur allt og leyfir sér
allt. Þarna tókst vel til hvað varðaði teikn-
ingar og útfærslur og það er óhætt að
mæla með þessum Línu-pakka fyrir börn á
öllum aldri.
-úd
Þú veist hvað þú ... ★★★
Handritshöfundurinn Kevin Williamson er
hér aftur búinn aö hrista þessa finu ung-
lingahrollvekju út úr erminni og er hér með
mynd sem er bæði sjálfsmeövituð og alvöru
spennandi hrollvekja, smart og vel gerð. Og
það flaug popp. Það hlýtur að vera þriggja
stjörnu virði. -úd
Stikkfri ★ ★ ★
Gott handrit og góða barnaleikara þarf til að
gera góða barnamynd og þetta er aö finna í
kvikmynd Ara Kristinssonar sem auk þess
gerir góðlátlegt grin að þeim aöstæðum
sem börn fráskilinna foreldra lenda i.
Skemmtileg og Ijúf fyrir alla fjölskylduna.
-HK
Flubber kki
Hubber býr yflr einfaldleika sem því mlður
er allt of sjaldséður í kvikmyndum síðustu
ára. Hún er barnamynd fýrir börn og ég get
engan veginn séð þaö sem galla. Besti
mælikvarðlnn á slfkar myndir er salur fullur
af ánægðum börnum. Og krakkarnir voru i
stuöi.
-ge
Seven Years in Tibet ★★★
Ber með sér að hvert einasta atriöi er þraut-
hugsað og raunsæið látið ráða ferðinni,
kannski um of. Myndin verður af þeim sök-
um aldrei þetta mlkla og spennandi drama
sem efnið, gefur tilefni til þótt einstaka atriöi
risi hátt. Útlit myndarinnar er óaðflnnanlegt,
kvikmyndataka stórfengleg og leikur mjög
góður en neistann vantar.
-HK