Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1998, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1998, Page 4
FÖSTUDAGUR 20. MARS 1998 T>V 22 utti helgina Á sunnudaginn stendur Menningarmiðstöðin Gerðu- berg fyrir mikilli tónlistar- og gítarveislu frá kl. 14 til 18. Dagskráin verður mjög fjölbreytt. í forgrunni eru tónlistaruppákomur sem spanna allt frá gítareinleik, samleik gítars og flautu, fiðlu og söngs til raftónlistar og gítarkvintetts svo eitthvað sé nefnt. Auk þess verða pallborðsumræður með gítarleikurum undir stjórn Æv- ars Kjartanssonar útvarpsmanns. Gítarsmiður mun kynna starf sitt, hægt verður að hlusta á geisladiska og skoða margt fleira tengt hljóðfærinu. Þeir sem ætla að spila á gitar fyrir gesti á sunnudag- inn eru margir af okkar þekktustu og færustu gítarlei- kurum. Þar á meðal eru þeh Einar Kristján Einarsson, Kristinn H. Árnason, Páll Eyjólfsson, Pétur Jónasson og Símon H. ívarsson. Þeir munu bæði spila einleik og samleik með öðrum. Þeir sem munu koma fram með gítarleikurunum eru m.a. Ásthildur Haraldsdótth flautuleikari, Laufey Sig- urðardótth fiðluleikari, Margrét Bóasdótth söngkona, Sigurður Halldórsson sellóleikari, Hildigunnur Hall- dórsdótth fiðluleikari auk margra fleiri. Skammdegi fer ad Ijúka í Gallerí Horn- inu hefur staðið yfir sýning á verk- um Gunnhildar Björnsdóttur. Sýn- ingunni, sem ber yfirskriftina Skammdegi, lýkur næstkomandi miðvikudag og fer því nú í hönd síð- asta sýningar- helgi. Myndhnar vinnur Gunnhild- ur með blandaðri tækni. Gunnhildur hef- ur tekið þátt í samsýningum, m.a. í Japan, Makedóníu, Finn- landi og Sviþjóð, en þetta er fyrsta einkasýning henn- ar. Eitt málverka Gunnhildar en hún vinnur verk sín með bland- aðri tækni. Ólöf Kjaran við verk sín, en hún opnar sýningu í Gallerí Fold um helgina. Úr fjölskyldu- albúmi Á morgun kl. 15 mun myndlist- arkonan Ólöf Kjaran opna sýn- ingu á olíu- og vatnslitamyndum í baksal Gailerí Foldar við Rauð- arárstíg. Sýninguna nefnir lista- konan „Úr fjölskyldualbúmi". Ólöf er fædd árið 1942. Hún stundaði myndlistarnám við Myndlistarskólann í Reykjavík 1990-1993, Myndlista- og handíða- skóla íslands 1993-1996 og Hochscule fúr bildende Kúnste í Hamborg 1995. Þetta er fyrsta einkasýning Ólafar, en hún hefur tekið þátt í samsýningum. Borgarkórinn ætlar að flytja létt lög um Reykjavík ( Fella- og Hólakirkju á sunnudaginn. Borgarkórinn syngur á léttu nótunum Borgarkórinn mun halda tón- leika á sunnudaginn kl. 20.30 i Fella- og Hólakirkju. Efnisval kórsins að þessu sinni er sniðið þannig að hann standi undh nafni, því flutt verða lög um Reykjavík. Dagskráin verður þó afar fjöl- breytt og sem dæmi má nefna að söngflokkurinn Borgarbræður munu koma fram með kórnum og flytja skemmtilega rakarastofu- söngva sem ættu að gleðja alla sem á hlýða. Einsöngvarar með kórnum eru Inga Bachmann og Bryndís Há- konardóttir. Stjórnandi er Sig- valdi Snær Kaldalóns, undirleikari Gunnar Guðmundsson og raddþjálfari Anna Margrét Kaldalóns. Lögð er áhersla á létta og skemmtilega dagskrá þannig að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Það er þvi ekki úr vegi að hvetja þá sem hafa gaman að léttri kóratónlist til að mæta í Fella- og Hólakirkju á sunnudagskvöldið. Ekki skemmir það fyrir að aðgangur að tónleik- unum er ókeypis. Margir okkar þekktustu gítarleikarar munu koma fram, m.a. þeir Einar Kristján Einarsson, Kristinn H. Árnason, Páll Eyjólfsson, Pétur Jónasson og Símon H. ívarsson. DV-mynd E.ÓI Gerðuberg -

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.