Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1998, Blaðsíða 9
JjV FÖSTUDAGUR 20. MARS 1998
twfiiiíi
Eric Clapton - Pilgrim ★★★★
Hann hefur verið titlaður Slowhand, spil-
aði með Bluesbreakers, Cream, Blind Faith og
Derek And The Dominos auk þess að gefa út
sólópiötur sem festu viö hann titilinn „virtu-
oso“ blúsgítarleiksins.
Clapton hefur hægt á sér á síðari árum og
virðist láta sér nægja að vinna kvikmynda-
tónlist og rólegar lagasmíðar, kannski vegna
velgengni sinnar í tónlistinni eða áfallasömu
lífi. Síðasta plata Clapton, Change The World
ber vitni um þetta, öruggg plata og þægileg.
Pilgrim, nýjasta plata Clapton er fyrsta
stúdíóplata hans með frumsömdu efni síðan
Journeyman kom út 1989. Platan er ekki ólík-
legt framhald Change The World en er þó frábrugðin þvi efni sem hann hefur verið
að fást við síðasta áratuginn. Hér er að finna besta söng“performance“ Clapton í
manna minnum og lagasmíðar sem ekki hafa gerst betri síðustu fimmtán ár af ferli
hans. Clapton hefur á ótrúlegan máta tekist hér að láta rödd sína túlka sorg og eftir-
sjá, ofan á gítarleikinn sem allir þekkja. Og þeir sem eru ekki of sáttir við ljúfsárar
melódíur baðaðar í strengjum geta huggað sig við frábæra texta unna uppúr erfiðri
lífsreynslu lagasmiðsins.
Pilgrim fer af stað með laginu My Father's Eyes sem vitnar í fóður Clapton sem
hann þekkti aldrei og son hans, Conor, sem lést vofeiflega fyrir nokkrum árum og var
gerður nánast ódauðlegur í laginu Tears In Heaven. Önnur lög af svipuðum toga og
sem byggja upp plötuna eru Broken Hearted, Circus, Fall Like Rain og Inside Of Me.
Clapton semur öll lög plötunnar sjálfur eða með öðrum að undanskildum tveimur,
Going Down Slow eftir St. Louis Jimmy og Born In Time eftir Bob Dylan, lagi sem
aldrei hefur hlotið þær viðtökur sem það á skilið.
Textar plötunnar flalla skiljanlega um sorg vegna missis og hvernig eigi að komast
í gegnum lífið á nýjan leik þrátt fyrir sársauka og óvissu um að eitthvað geti orðið
gott aftur.
Pilgrim sannar það að,Clapton hefur þroskað blúsvitimd sína það mikið að hann
getur túlkað blúsinn á nánast hvaða máta sem er, í margbreytilegum lagasmiðum og
útfærslum. Páll Svansson
Trainspotting - Úr leikriti ★★★
Það er ágætis kvöldstund að sitja undir
hinu drullufina leikriti Trainspotting. Þar
skíta og míga og æla nokkur skosk ung-
menni, segja brandara, fabúlera, slást og
grobba sig, en dópa þó aðallega. Kvikmynd-
in, sem gerð var upp úr skáldsögu Irvine
Welsh, var full af tíðarandatónlist sem safn-
að var saman á vinsæla plötu. Uppfærsla
Loftkastalans stólar ekki síður á tónlist og
tekst ágætlega það hlutverk sitt að undir-
strika dramatíska atburði með viðeigandi
tónum. Bjarni Haukur Þórsson, leikstjóri
sýningarinnar, valdi tónlistina og er í sjálfu
sér ekkert út á val hans að setja. Þó læðist að
manni sá grunur að sýningin hefði getað neglst þéttar saman ef hann hefði valið ein-
litari músík og ekki leitað út um víðan völl. I kynningarskyni hefur verið gefinn út
diskur með þessari mislitu tónlist. Hér höfum við annars vegar nýjar upptökur af
íslendingum að taka klassísk lög og hins vegar upprunalegar útgáfur af klassískum
lögum.
Rámverjinn Björn Jörundur tekur Sweet Jane og I Get a Kick out of You og fer
vel með, sérstaklega hið síðarnefnda. Langi Seli á stutta endurkomu í hrárri og
pönkaðri útgáfu af Bítlalaginu Love Me Do og ætti endilega að gera meira popp ef
hann hefur tíma frá leikmyndagerðinni. Jón Ólafsson útsetur bæði fyrir Bjöm og
Sela og er traustur að vanda. Haukur Guðmundsson gerir vellulegu, en smart popp-
lagi frá miðjum síðasta áratug, Labour of Love með Hue and Cry, ágæt skil og Máni
Svavars bregst ekki i útsetningunni þar, enda sjóaður i vellingum.
í erlendu deildinni er gargandi snilld i öllum hornum; frá blúsklassik Muddy Wa-
ters yfir í bigbeatklassík Fatboy Slim, með viðkomu í Iggy Pop, Stone Roses og Al-
binoni. Sem sagt, mislit músík en öll góð, og pakkinn ætti að virka vel í mannfagn-
aði jafnt sem í einrúmi. Gunnar Hjálmarsson
Anouk - Together Alone ★
Stuðgellan Anouk er frá Hollandi og
nýtur mikilla vinsælda á þeim slóðum.
Hróður hennar herst víða og nú er hún
m.a.s. orðin nokkuð vinsæl hér, aðallega
fyrir smellinn Nobody’s Wife. Það er
dæmigert lag fyrir stelpuna, sveitt grað-
hestarokk þar sem kassagítar og rifinn
rafmagnsgítar takast á i tónlist sem síðast
var vinsæl þegar hljómsveitin 4-Non
Blondes var upp á sitt vinsælasta, en upp-
gangsárin voru um miðjan síðasta áratug
þegar léttpoppað þungarokk þótti flott.
Anouk gerir lítið nýtt við þennan sveitta
og þreytta tónlistarstíl. Hún syngur
frekjulega og stundum með nokkrum
rembingi, eins og orgið komi lengst neðan úr iðrum.
Annars vegar er á plötunni stuðrokk, áðumefnt Nobody’s Wife þar best
ásamt titillaginu, sem hefur fint viðlag og kaflaskiptingu sem kemur lítils hátt-
ar á óvart.
Hins vegar eru það rokkballöðurnar sem engan endi ætla að taka og gætu
sumar drepið hross úr leiðindum. Ofan á þessu öllu fljóta seig krúsidúllugítar-
sóló. Til að taka slík sóló virðist skylda að maður sé með sítt að aftan og yfir-
skegg. Engin mynd fylgir í umslagi af hjálparkokkum Anouk, en þeir eru ör-
ugglega einmitt með slíkan hár- og skeggstíl. Sjálf er Anouk með tjásuklippingu
og skammast sín ekki fyrir snjóþvegnu gallabuxurnar sínar. Þegar maður held-
ur að hallærið verði ekki meira kemur meint fönklag, Pictures on Your Skin,
óg toppar allt.
Ég held við eigum ekki eftir að heyra mikið meira frá Anouk i framtíðinni.
Gxmnar Hjálmarsson
„Nú er það aö-
allega að spila
á plötum og í
leikhúsi sem
reddar manni
salti í graut-
inn.“
Guðmundur Pétursson gítar-
leikari. Nafnið kallar
ósjálfrátt fram myndir af
hrokkinhærðum manni að
taka löng og flókin gítarsóló,
helst með blúshljómsveit í
eftirdragi. En ekki er allt
sem sýnist. Guðmundur
gaf út plötu nýlega sem
hann kallar „Muzac" og
þar er sko enginn blús og
engin hefðbundin gítarsóló.
Tónlistin er tilrauna-
kennd með afbrigð-
um, skrítin og
drungaleg.
- Varstu lengi að vinna
plötuna?
„Ég held þrjá mánuði
í allt. Bæði að semja og
taka hana upp. Ég vann
plötuna að stórum
„Nei, ég myndi nú frekar
segja að hún væri björt og
húmorísk," grípur Guð-
mundur fram í og vill
ekki kannast við að plat-
an sé drungaleg.
- En hefði ekki verið
gráupplagt að gera
venjulega blúsplötu og
selja blúsurunum í
massavís? spyr ég.
„Ég gerði þessa plötu
af allt öðrum hvötum,"
svarar Guðmundur. „Ég
veit ekki hvað er að selja og
kynna hluti, ég sé þetta ekki
frá þeim endanum. Ég gerði
þessa plötu ofsalega mikið
fyrir sjálfan mig - kannski
einum of mikið. Kannski átti
ég að sjá hana í víðara sam-
hengi.“
Guðmundur vill ekkert útskýra
þetta nánar svo ég spyr hverju
hann hafi verið að reyna að ná
með plötunni.
„Það er nú misjafnt. Oft var
ég að reyna að ná einhverju
Hrist upp í ímyndinni:
- með Guðmundi Péturssyni
sem ég hafði ekki heyrt áður með því að prófa nýj-
ar aðferðir sem mér duttu í hug. í annan stað var
ég að reyna að ná einhverju sem ég hafði heyrt
upp úr farvegi sem ég kannaðist ekki við.“ -
Hvaða farvegur var það?
„Einhverjar órökrænar hljóðskissur sem ég
reyndi að púsla sarnan." - Vá! Ef platan er púslu-
spil, af hverju er þá myndin?“ Hér hugsar Guð-
mundur sig um dálitla stund og segir svo: „Ég
held að myndin sé það sem hljómar þegar
platan er sett í gang. Það er það
næsta sem ég kemst í því að fylla
út í púsluspjaldið."
Ekki í fílabeinsturni
- Gerirðu miklar kröfur til hlustan-
dans?
„Ég get fallist á að platan sé kreQandi
áheymar, en hún er alls ekki óskiljan-
leg. Það þarf enginn að klóra sér í hök-
unni yfir þessari plötu, heldur bara að
hafa gaman að henni. Það síðasta sem
ég geri er að loka mig inni í einhverjum
filabeinstimni. Að mínum dómi er
Muzac byggð upp sem popp- eða rokk-
plata, en kannski þarf að hlusta nokkuð
oft til að heyra það.“
- Hvernig nýtist platan best?
„Það á helst að hlusta á hana í ein-
rúmi, en kaflar á henni virka í par-
tíum. Annars er ég að glata
nánum tengslum við
þessa plötu með
hverjum deginum
sem líður, hugur-
inn leitar annað.“
hluta heima hjá mér.“
- Gerðirðu þessa plötu á meðvitaðan hátt til að
breyta ímyndinni sem fólk hefur af þér?
„Líklega var ég með það í undirmeðvitundinni
og vonandi hristir þetta upp í þeirri einhliða
mynd sem fólk hefur af manni.“
Einhliða mynd, já ... Guðmundur vakti athygli
á Músíktilraunum árið 1987 með Bláa bílskúrs-
bandinu en sló í gegn í kosningasjónvarpinu
skömmu síðar. Hemmi og Bubbi áttu
ekki orð í sjónvarpsþættinum og
síðustu 10 árin hefur orðið „gitar-
snillingur" ekki verið langt und- _
an þegar Guðmund Pétursson ber
á góma. Ég spyr hann hvernig hafi
verið að vera 14 ára og kallaður gít-
arsnillingur.
„Það var í sjálfu sér ekki leiðinlegt,
en mér fannst það þó aðallega bandvit-
laust. Ég ætla ekkert að vera ósann-
gjarn. Vissulega hafði maður eitthvað
til hrunns að bera.“ - Og hefurðu lifað af
tónlist síðan?
„Já, ég hef verið það sem kalla mætti
„launaður tónlistarmaður" síðustu tíu
árin. Ég byrjaði með Vinum Dóra 15 ára
gamall og það gaf af sér þónokkuð góðan
pening. Nú er það aðallega að spila á plöt-
um og í leikhúsi sem reddar manni salti í
grautinn."
- Er önnur plata í smíðum?
„Það er ekkert komið í smíðar
en eitthvað hyrjað að
frjóvgast í kollinum."
-gUi