Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1998, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1998, Side 10
FÖSTUDAGUR 20. MARS 1998 J-J V ,28 ínlist ísland -plötur og diskar- | All Saints All Saints | Titanic Úr kvikmynd | Pilgrim Eric Clapton | Madonna Ray of Light } Left of the Middle Natalio Imbruglia } Pottþétt 11 Ýmsir flytjendur } Urban Hymns The Verve } Aquarium Aqua } Moon Safar Air } Let's Talk About Love Celine Dion } Drumsanddecksandrockandroll Propellerheads } Yield Pearl Jam } Heavy Mental Killah Priest } Bugsy Malone Úr leikriti ) OK Computer Radiohead ) Rússibanar Rússibanar ) Simply the Best Tina Turnor ) Fat of the Land The Prodigy ) 1987-1997 Ný dönsk ) Backstreet's Back Backstreet Boys London -lög- t 1. (- ) It's Like that Run DMC Vs Jason Nevins t Z (-) Stop Spice Girls | 3. (1 ) My Heart will go on Celine Dion t 4. (- ) Say What You Want Texas & Wu Tang Clan t 5. ( 3 ) Frozen Madonna H 6. ( 2 ) Big Mistake Natalie Imbruglia | 7. ( 4 ) When the Lights Go Out I 8. ( 6 ) Brimful of Asha Cornershop t 9. ( 8 ) Truely Madly Deeply Savage Garden t 10. (- ) Uh La la la Alexia New York — -lög- 1. (1) Gettin' Jiggy Wit it Will Smith 2. ( 3 ) Nice and Slow Usher 3. (2) My Heart Will Go On Celine Dion 4. ( 4 ) No, No, No Destiny's Child 5. ( 5 ) Truely Madly Doeply Savage Garden 6. ( 8 ) What You Want Mase (Featuring Total) 7. ( 9 ) Gone Till November Wyclef Jean 8. (- ) Frozen Madonna 9 (7) Together Again Janet 10. ( 6 ) Swing My Way K.P. & Envyi Bretland : » * 1 1. ( 1 ) Ray of Light Madonna 2. (2) Titanic Úr kvikmynd 3. ( -) Tin Planet Space 4. ( 5 ) Life Thru a Lens Robbie Williams 5. ( 3) Let's Talk About Love Colino Dion 6. ( —) Pilgrim Eric Clapton 7. ( 4 ) Urban Hymns The Vervo 8. ( 6 ) Maverick a Strike Finley Quaye 9. ( 9 ) Left of the Middle Natalie Imbruglia 10. ( -) Return to the Last Change Saloon The Bluetones Bandaríkin I 1. (1 ) Titanic Úr kvikmynd f 2. (-) Ray of Light Madonna | 3. ( 2 ) Let’s Talk About Love Celine Dion | 4. (- ) My Homios Scarface § 5. (4) Savage Garden Savage Garden K 6. ( 3 ) Charge it 2 da Game Silkk The Shocker t 7. ( 8 ) Love Always K-ci & Jojo | 8. ( 6 ) Backstreet Boys Backstreet Boys | 9. ( 5 ) The Wedding Singer Úr kvikmynd |10. (7 ) MyWay >mmmm ******* Allt sem þú þarft að vita um hljómsveitina h ® ® q - en vissir ekki að þú ættir að spyrja um fyrr en núna Hljómsveitin setti nokkur ófullkláruð lög á band og sendi aö gamni til nokkurra erlendra útgáfufyrirtækja. Þaö er mjög sjaldgæft að slíkt beri einhvern árangur en hún var heppin; hljómsveitarspæjarinn Ingrid, sem þá vann hjá One Little Indian, hlustaði á spóluna og hreifst af. „Það er llklegt að hljómsveitin Lhooq verði þekktasta útílutningsafurð íslands á eftir Björk“ spáði breska tónlistarbransablaðið Music Week ný- lega. Þessi spádómur kom fram i dómi um fyrstu smáskífu bandsins, „Losing Hand“, sem blaðið kaus smáskífu vikunnar. Music Week eru alltaf á undan öðrum með dóma, opinberlega kemur smáskífan ekki út fyrr en nk. mánudag, en þetta er óneitanlega góð byrjun. Jóhann Jóhannsson, Pétur Hallgrímsson og Sara Guðmundsdóttir skipa Lhooq (nafnið þýðir lauslega „Hún er með heitan rass“ á frönsku). Síðast kom hljómsveitin fram fyrir tæplega tveim árum sem upphitunarband fyrir David Bowie i Laugardalshöll, en hinn aldurhnigni meistari valdi bandið sjálfur tii að spila á undan sér. Til að fræðast nánar um Lhooq og hvað er í gangi var tekið hús á Jóhanni þar sem hann baukaði við tónlist í kjailara í vesturbænum. Þar hafa þeir Pétur eytt flestum vökustundum síð- ustu árin. „Viðbrögðin hafa verið mjög góð,“ stað- festir Jóhann. „Pressan í Englandi er að taka við sér.“ Jóhann á rætur allt aftur í pönkpopptríóið Daisy Hill, starfaði um tíma með Ham, Unun og Funkstrasse, en þegar hann kynntist Pétri (sem áður hafði verið gítarleikari í hljómsveitinni E-x) small allt saman: „Við kynntumst gegnum sameigin- lega hafnflrska vini og vorum saman í Funkstrasse, og upp úr því fórum við að tala saman um músík og komumst að því að við áttum ýmislegt sameiginlegt. Við prófuðum að semja saman og það gekk svona skínandi vel. Við náðum mjög vel saman tónlistar- lega og persónulega og höfum eiginlega verið óað- skiljanlegir síðan." Hljómsveitin setti nokkur ófullkláruð lög á band og sendi að gamni til nokkurra erlendra útgáfufyr- irtækja. Það er mjög sjaldgæft að slíkt beri einhvern árangur en hún var heppin; hljómsveitarspæjarinn Ingrid, sem þá vann hjá One Little Indian, hlustaði á spóluna og hreifst af. Þegar hún flutti sig um set yfir á Echo Records tók hún spóluna með og skömmu síðar voru Lhooq-félagar búnir að skrifa undir. „Upphaflega planið var að við yrðum instrúm- ental hljómsveit," segir Jóhann, „og við ætluðum að fá einhverjar stelpur til að syngja með ef svo bæri undir.“ Þeir fengu Emilíönu Torrini til að syngja fyrsta lagið, sem hafnaði á Volume-safnplötu og kom út á svipuðum tima og Uxa-hátíðin fór fram. Þar kom hljómsveitin fram ásamt Ingibjörgu Stefánsdóttur. „Skömmu síðar var okkur bent á Söru, sem þá hafði sungið bakraddir hjá ýmsum en aldrei verið í bandi. Við prófuðum hana og hún féll vel í kramið, okkur fannst hún hafa magnaða og sérstaka rödd og vildum vinna meira með henni.“ Sara er nú 19 ára og í skóla. Jóhann segir að aðal- fókuspunkturinn sé á henni: „Öll kynningin á hljómsveitinni er farin að snúast að stærstum hluta um hana, enda er reglan sú að einblína á þann sem syngur þegar kynna á hljómsveit." Leitað að ráttu fólki Þið gerðuð samninginn við Echo fyrir tveim árum, en fyrst núna er eitthvað að gerast. Hvað tafði? „Við vorum í rauninni ekki með nema fjögur lög þegar við gerðum samninginn og þurftum að semja fleiri lög. Svo vomtn við líka lengi að finna rétt fólk til að vinna með og fundum t.d. umboðsmanninn okkar ekki fyrr en seint síðasta haust - vildum vera viss um að hafa réttan mann í því djobbi. Það hefur verið gott fyrir okkur að hafa þennan tíma til að ná vel saman sem hljómsveit. Við höfum unnið náið saman allan þennan tíma og erum miklu sterkari heild núna en þegar við fengum samninginn." Jóhann segir fyrirtækið Echo stöndugt og ungt og alveg af réttri stærð, ekki of stórt og ekki of lítið. Það gefur út ýmsa velþekkta listamenn eins og Juli- an Cope, Moloko, Babybird og að auki bítlasafiiplöt- una In My Life, sem getið er um hér annars staðar í Fjörkálfinum. Fyrirtækið hefur staðið vel við bak- ið á hljómsveitinni að sögn Jóhanns. En hvert skyldi framhaldsplanið vera? „Við stefnum að annarri smáskífu eftir sirka tvo mánuði og stóra platan, sem heitir einfaldlega LHOOQ, á aö koma í sumar. Svo erum við að leggja á ráðin með að fara utan í tónleikaferð, væntanlega í haust." - Á eitthvað að gera á íslandi? „Við erum opin fyrir öllum tilboðum. Við erum tilbúin með band ef eitthvað kemur upp á en þyrft- um smátíma til að æfa upp prógramm." Lagahöfundar til leigu Pétur og Jóhann (ekki rugla þessu saman við Magnús og Jóhann!) eru samrýndir laga- og texta- höfundar og hljóðstjórnendur. „Við höfúm verið með ýmis verkefni í gangi samhliða Lhooq, höfum t.d. mikið unnið með Páli Óskari, gerðum nokkur lög með Möggu Stínu á væntanlegri plötu hennar. Þá gerðum við fimm lög á safnplötunni Megasarlög og erum núna að semja fyrir Marc Almond." - Gamla poppdverg- inn úr Soft Cell? Hvemig kom það til? „Við kynntumst honum í gegnum sameiginlega vini erlendis og hann hreifst mjög af því sem við vorum að gera og bað okkur að vinna nokkur lög með sér. Þetta kemur væntanlega út á EP-plötu á næsta ári, það er ekki búið að ganga alveg frá því.“ - Þannig að þið emð í rauninni lagahöfundar til leigu? „Við erum alltaf til í að vinna með áhugaverðu fólki og semjum fleiri lög en það sem Lhooq notar.“ - Vinsið þið úr það sem passar fyrir Lhooq? „Það kemur fyrir. En annars er sviðið sem Lhooq spannar mjög breitt og það passar margt inn í það.“ - Hvemig myndirðu annars lýsa tónlistinni ykkar? „Ég vildi helst sleppa við það, en ég gæti svo sem sagt að þetta væri einhvers konar blanda af fönki, döbbi og allri tónlistarsögunni." -glh Blur? Út er kominn tvöfaldur geisladiskapakki með íslandsvinunum og stórsnillingunum í Blur, Bustin’ & Dronin’. Þessi pakki hafði áður verið fáanlegtu- í Japan, en nú er hægt að nálgast gripinn á viðráðanlegum prís. Á fyrri plötunni fara nokkrir hljóðgarpar skæram um lög af síðustu breiðskífu Blur og sníða þau upp á nýtt. Breytingamar em róttækar og tónlistin spinnst oft út í víddir sem hljómsveitin Blur hefúr ekki verið þekkt fyrir að kanna áður. Þeir sem endurmixa era m.a. Adrian Sherwood, Moby, John McEntire úr Tor- toise, Thurston Moore úr Sonic Youth og William Orbit, nýjasti vinur Madonnu. Á seinni diskinum em hráar og lifandi upptökur sem vom sérstaklega gerðar fyrir útvarpsþátt John Peel á BBC í fyrra. Hljómsveitin virðist annars vera í dvala og engir tónleikar em fyrir- hugaðir á þessu ári. Reyndar hafa hljómsveitarmenn hótað því að spila aldrei aftur á tónleikum. Heyrst hefúr að Damon sé að semja tónlist fyr- ir „Granada a La Luna“, plötu þar sem ýmsir popparar semja tónlist við ljóð spænska skáldsins Federico Garcia Lorca. Gítarleikarinn Graham hefúr hins vegar stofnað lítið plötufyrirtæki, Transcopic Records, og er fyrsta útgáfan smáskífa með hljómsveitinni Assembly Line People Program frá Chicago. Hvað er að gerast hjá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.