Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1998, Qupperneq 11
FÖSTUDAGUR 20. MARS 1998
George Martin
- happasæll meistari kveður bransann
George Martin er að hætta í
bransanum eftir mörg gjöful ár.
Safnplatan In My Life, þar sem ýms-
ir popparar og leikarar taka Bítla-
lög, m.a. Celine Dion, Sean Connery
og Jim Carrey, verður síðasta plat-
an sem hann gerir. Hún er að koma
út um þessar mundir og því er við
hæfi að rifja stuttlega upp feril Ge-
orge, sem hefur verið kallaður
fimmti Bítillinn, enda ólíklegt að
Bítlarnir hefðu orðið það sem þeir
urðu án hans.
Lærði á óbó
George er fæddur árið 1926 og
lærði á óbó áður en hann sneri sér
að upptökum. Hann var ráðinn til
EMI 1950 og tók þá upp klassíska
tónlist, með áherslu á barokk, en
eftir að hann fór að prófa sig áfram
við djass og popp var hann gerður
að yfirmanni á nýju hliðarmerki
EMI sem kallað var Parlophone.
Fyrst í stað vann hann með djössur-
um á borð við Stan Getz og Cleo
Laine og gerði grínplötur með Peter
Sellers, Spike MUligan og fleirum.
Þetta breyttist snögglega eftir að
umbinn Brian Epstein kynnti hann
fyrir ungri hljómsveit, The Beatles.
George Martin lýsir þessu svona: „í
janúar 1962 hitti ég Epstein sem var
að reyna að koma Bítlunum á legg.
Hann hafði farið til nánast allra
annarra hljómplötufyrirtækja í
London, alls staðar verið hafnað og
var býsna dapur og vondaufur þeg-
ar hann kom til mín. Hann reyndi
að grínast eitthvað með það við mig
að Parlophone væri grinplötumerki,
en Bítlamir sjálfir voru ekki hrifn-
ir af að hann væri að tala við mig
fyrr en þeir fréttu að ég hafði gefið
Peter Sellers út - þeir filuðu hann
allir. En hvað um það, það sem Ep-
stein var með á bandi var ekki gott,
reyndar alveg hræðilegt, en það var
eitthvað þarna sem kveikti í mér -
ég veit ekki enn þá hvað það var -
og ég lét Epstein sækja Bítlana til
Liverpool því mig langaði að hitta
þá í eigin persónu. Ég eyddi með
þeim degi í Abbey Road-hljóðverinu
og varð yfir mig hrifinn, þetta vora
frábærir náungar. Lögin þeirra
voru ekkert sérstök þá, Love Me Do
skást af því sem þeir komu með, en
þeir voru fæddir stjömur. Þeir
hefðu alveg eins meikað það ef þeir
hefðu orðið leikarar eða stjórnmála-
menn. Allir nema trommarinn Pete
Best, hann sagði aldrei neitt og sat
úti í horni, enda fór bandið ekki á
flug fyrr en Ringo kom inn í staðinn
fyrir hann.“
Nú tók við náið samstarf George
og Bítlanna sem varði meðan hljóm-
sveitin starfaði. Lagasmíðarnar,
sem höfðu verið slappar í byrjun,
blómstruðu nú og George reyndist
það andlega gróðurhús sem Bítlam-
ir þurftu fyrir sínar veiklulegu spír-
ur. Eftir að þeir urðu vinsælir
fundu Lennon og McCartney hvað
virkaði og George hvatti þá til að
þróast og prófa nýjar leiðir. Bítlun-
um nýttist tækni og fimi George og
saman sköpuðu þeir hvert snilldar-
verkið af öðra.
Sjálfstæður
Sögu Bítlanna þekkja flestir. Ge-
orge Martin sagði hins vegar skilið
við Parlophone árið 1965 og vann
sjálfstætt upp frá því. Hann opnaði
hljóðver, Air Studios, sem hefur
með tímanum orðið eitt það
þekktasta i heimi. Hann hefur unn-
ið með ýmsum eftir að Bítlamir
hættu; gerði sjö plötur með hljóm-
sveitinni America, þrjár með Paul
McCartney, tvær með Jeff Beck, og
plötur með Neil Sedaka, Jimmy
Webb, Kenny Rogers, UFO, Cheap
Trick, Ultravox og fleirum. Að
sjálfssögðu var leitað til hans þegar
Anthology-pakkarnir með Bítlunum
komu út fyrir nokkrum árum.
George semur tónlist sjálfur og
hefur gert stef fyrir sjónvarpsþætti
og tónlist fyrir fjölda kvikmynda,
t.d. Honky Tonk Freeway og Live
and Let Die, sem hann fékk ósk-
arsverðlaun fyrir. Hann hefur skrif-
að þrjár bækur. Sú fyrsta heitir All
You Need Is Ears og fjallar um
fyrstu árin á ferlinum, önnur heitir
Making Music, þar sem George út-
skýrir vinnubrögð sín og tækni, og
sú þriðja er Summer of Love, sem
fjallar um hvemig frægasta plata
Bítlanna, Sgt. Pepper’s, varð til.
Hann hefur verið að draga saman
seglin hægt og bítandi, enda orðinn
Nú tók viö náiö samstarf George og Bítlanna sem varöi meöan hljómsveitin
starfaði. Lagasmíöarnar, sem höföu veriö slappar í byrjun, blómstruöu nú
og George reyndist þaö andlega gróöurhús sem Bítlarnir þurftu.
Grand Royal:
Svalir undir/undra-
heimar Beastie Boys
Fáar hljómsveitir í dag era jafn
svalar og Beastie Boys frá New York.
Þeim hefur tekist á undraverðan hátt
að vera ávallt í fremstu röð. Fyrir
utan að gera svölustu hipphopppönk-
tónlistina reka þeir feiknalegt útgáfu-
batterí, Grand Royal, og afurðum það-
an má treysta, sé maður á annað borð
svag fyrir svalheitum, og hver er það
ekki? Útgáfufyrirtækið sinnir bæði
tónlist og tímaritaútgáfu. Málgagnið
heitir einfaldlega Grand Royal og þar
má lesa skemmtilegar greinar um það
sem Beastie Boys og félögum finnst
þess virði að fjallað sé um. Áhugasvið-
ið er breitt, í tímaritinu má eiga von
á öhum fjáranum, enda er fátt jafn
svalt og að hafa áhuga á öllu, en helst
á einhverju sem enginn annar hefur
áhuga á. í sjötta tölublaði, sem nýlega
kom út, er m.a. fjallað um hvemig á
að búa til sína eigin Atari-tölvuleiki;
Busta Rhymes tekur viðtal við klám-
rapparann Rudy Ray Moore; ítarleg
grein er um sjaldgæfa kvikmynd frá
síðasta áratug, The Fabulous Stains;
og reynt er að varpa ljósi á hinn dul-
arfulla dauðdaga Stax- trommarans A1
Jackson Jr.
Tónlistarútgáfan er ekki síður fjöl-
breytileg. Fyrsta útgáfan var með
kvennahljómsveitinni Lucious Jack-
son, sem blandar sætu poppi saman
við hipphopp og fónk, en fjölmargar
hljómsveitir hafa fengið samning í
kjölfarið og era þær nánast allar sval-
ar og spennandi. Japanska hljómsveit-
Buffalo Daughter - á mála hjá Be-
astie Boys.
inni Buffalo Daughter er skipuð þrem
stelpum frá Tokyo sem hafa verið að
gera tónlist síðan 1993. Þær blanda
ólíklegustu hugmyndum saman svo
úr verður byltingarkennt og spaugi-
legt rokk sem heilabúið er smástund
að venjast. Önnur platan þeirra, „New
Rock“, kom út nýlega og boðar nýja
byltingu. Á svipuðum slóðum í músík-
inni er hljómsveitin Butter 08, en þar
leiða saman graðhesta sina tvær stelp-
ur úr súpergrúppunni Cibo Matto,
trommarinn úr Jon Spencer Blues Ex-
plosion og fleira frískt lið.
Ástralinn Ben Lee er hins vegar á
allt öðrum buxum. Hann var ekki
nema tólf ára þegar hann var uppgöt-
vaður 1992, spilandi í krakkapönk-
bandinu Noise Addict, en nú er hann
orðinn eldri og lagasmíðarnar flókn-
ari. Hann minnir um margt á öðling-
inn Jonathan Richman, textarnir era
persónulegir og opnir og tónlistin
frískandi kántrískotið rokk. Á nýj-
ustu plötunni sinni nýtur Ben aöstoð-
ar Mike D úr Beastie Boys og Money
Mark og framtiðarplön hjá stráksa
eru að klára menntaskólann og semja
söngleik um feita griska kerlingu sem
bjó einu sinni við hliðina á honum.
Annaö skemmtilegt á mála hjá
Grand Royal eru t.d. Skotarnir í
hljómsveitinni Bis, þýski snillingur-
inn Alec Empire og hljómsveitin hans
Atari Teenage Riot og nýjasti liðsauki
útgáfunnar er Sean Lennon, sonur
Yoko og Johns, en fyrsta sólóplata
hans, „Into the Sun“ er væntanleg í
maí.
Nýverið kom út safnplatan „Where
You’re Going..." sem er kjörinn byrj-
unarreitur inn í undir/undraheima
Grand Royal-útgáfunnar, og ekki spill-
ir fyrir að platan er seld á hálfvirði.
Sjálfir verða svo Beastie Boys með
nýja plötu í sumar og er ástæða til að
fara að hlakka til því þeir hafa ekki
bragðist vonum til þessa. -glh
sjötíu og tveggja ára og farinn að
missa heym. Hann hljóðvann prins-
essusmellinn ógurlega Candle in the
Wind með Elton John (það var þrí-
tugasta lagið sem hann vann sem
fór í fyrsta sæti enska smáskífulist-
ans) en safnplatan In My Life er
sem áður segir hans allra síðasta
plata. Gamli maðurinn ætlar þó
ekki að setjast alveg í helgan stein
heldur sýsla í ýmsum áhugamálum
eins og að sigla um á snekkjunni
sinni, spila snóker með vinum sín-
um og jafnvel að fást smávegis við
annað listrænt áhugamál, að gera
skúlptúra. En hann hefur fengið sig
fullsaddan af tónlist og segir að nót-
ur myndu detta úr eyrunum á sér ef
hann stæði á haus: „Þetta er orðið
ágætis ævistarf og nú nenni ég
þessu ekki lengur!"
-glh
il_
Hjartsláttur
Skemmtun sem kallast
Hjartsláttur verður hald-
in á Kaffi Thomsen í
Hafnarstræti á sunnu-
dagskvöldið. Þar munu dj
Sam frá State of Bengal,
Björk Guðmundsdóttir og
Alfred More úr Gus Gus
þeyta skífur. Aðgangseyr-
ir er 500 kr.
Skítamórall
Skítamórall mun leika
á Hótel Húsavík fyrir 16
ára og eldri í kvöld en
spila á dansleikíá Broad-
way annað kvöld.
Skothúsið
í kvöld ætlar Þórir
Telló að þeyta skífur í
Skothúsinu í Keflavík.
Annað kvöld spilar svo
hljómsveitin Hunang
ásamt Karli Örvars.
Land og synir
Hljómsveitin Land og
synir ætlar að troða upp
á dansleik i Inghóli á Sel-
fossi annað kvöld.
Bubbi
Morthens
Bubbi veröur á ferð og
flugi um helgina en hann
heldur tónleika á Kaffi
Menningu á Dalvík í
kvöld kl. 22 og á laugar-
daginn verður hann á
Hótel Húsavík kl. 23.
Léttir sprettir
Hljómsveitin Léttir
sprettir mun skemmta
gestum Kringlukrárinnar
bæði fostudags- og laug-
ardagskvöld.