Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1998, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1998, Side 12
30 myndbönd The Full Monty: Klæðalausir karlmenn Þegar atvinnuleysinginn Gaz uppgötvar að Chippendales-fatafellum- ar stórgræða á því að fækka fötum fyrir kvenfólk dettur honum ráð í hug. Hann sárvantar peninga til að borga meðlagið áður en hann miss- ir umgengnisrétt við son sinn. Honum tekst að sannfæra nokkra félaga sína um að æfa strippdans með sér og pantar sal fyrir sýninguna. Þeir geta illa keppt við vöðvastælta hasarkroppa þeirra Chippendales-manna og ákveða því að ganga feti lengra en þeir og strippa alveg niður á nak- inn bossann. Þeir þurfa að yfirvinna ýmislegt i fari sínu eða læra að lifa með því, svo sem offitu, elli, þunglyndi, feimni og sviðsótta, áður en þeir öðlast þor til að standa naktir frammi fyrir fullum sal af kvenfólki. Bjartasta von Breta, Robert Carlyle, leikur aðalhlutverkið og stendur vel fyrir sínu, en óneitanlega fannst mér Mark Addy stela senunni í við- kvæmnislegu hlutverki feita stripparans. Þetta er léttgeggjuð grínmynd um hversdagsleg vandamál venjulegs fólks við óvenjulegar aðstæður. Gæði grínmynda má meta út frá magni hláturs og The Full Monty stenst það próf með miklum sóma, ásamt því að vera eftirminnileg og umhugs- unarverð grínmynd sem skilur eftir sig. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Peter Cattaneo. Aöalhlutverk: Robert Carlyle, Tom Wilkinson og Mark Addy. Bresk, 1997. Lengd: 95 mín. Öllum leyfð. -PJ Top Secret: Þvæla ★★★★ Bandaríska poppstjaman Nick Rivers lendir í mikilli svaðilför þegar honum er boðið á menning- arhátíð í Austur-Þýskalandi. Hann kynnist and- spymukonunni Hillary Flammond og kemst upp á kant við stjórnvöld landsins. Áður en yfír lýkur hafa þau, með hjálp frönsku andspyrnunnar, bjargað föð- ur hennar úr fangelsi og kafbátaflota bandamanna frá því að verða sökkt. Þetta er ein af eldri myndum ZAZ-gengisins, sem í henni eru á tilraunastigi að þróa stíl sinn, sem þeir fullkomnuðu í Naked Gun. Mér hefur þó alltaf fundist Top Secret skemmtileg- ust mynda þeirra, enda hló ég stjómlaust þegar ég sá hana fyrst á sín- um tíma. Myndin er algjör þvæla frá upphafi til enda og stíllihn felst í því að beygla raunveruleikann og koma áhorfendanum á óvart með því að fara út af sporinu i vel þekktum kvikmyndaklisjum. Val Kilmer fer á kostum í aðalhlutverkinu, en hann var á þessum tíma ungur og óþekkt- ur. Top Secret er klassískt brautryðjendaverk og frábær dellugrínmynd. Útgefandi: ClC-myndbönd. Leikstjórar: Jim Abrahams, David Zucker og Jerry Zucker. Aðalhlutverk: Val Kilmer. Bandarísk. Lengd: 83 mín. Ölium leyfð. -PJ Dressed to kill: ★★★ Sálsýkistryllir Einn af sjúklingum sálfræðingsins Dr. Robert Elliot er myrtur, og Dr. Elliot hefur grun um að morðinginn sé annar sjúklingur hans, klæðskipting- ur sem hann hafði neitað um samþykki fyrir kyn- skiptaaðgerð. Vændiskona, sem sá á morðstaðnum það sem hún hélt vera ljóshærða konu með sólgler- augu, fær ekki lögregluna til að trúa sér. Hún óttast um líf sitt og tekur þvi höndum saman viö son hinn- ar myrtu til að reyna að komast að því hver þessi dularfulla kona er. Dr. Elliot vill ekki greina lög- reglunni frá grunsemdum sínum nema vera viss um að sjúklingur hans sé raunverulega morðinginn og reynir því sjálfur að ná tali af honum. Leikstjórinn Brian De Palma á að baki nokkur þrekvirki, þ.á.m. hina mögnuðu Scarface. I Dressed to Kill reyndi hann að skapa dularfulla morðgátu með óvæntum söguflétt- um og kryddaði hana með kynlifi, nekt og blóði, sem á sínum tíma þótti í grófara lagi, en kemur víst við kauninn á fáum nú á tímum. Honum tókst ætlunarverk sitt að mestu leyti, en heimskar klisjur hér og þar draga myndina svolítið niður og ennfremur er leikhópurinn ekki alveg nógu sterkur, þótt Michael Caine sé finn í hlutverki sálfræðingsins. Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Brian De Palma. Aðalhlutverk: Michael Caine, Angie Dickinson og Nancy Allen. Bandarísk, 1980. Lengd: 101 mín. Bönnuð innan 16 ára. PJ Pusher: Danskur dópsali ★*★* Frank selur dóp fyrir Milo í Kaupmannahöfh ásamt besta vini sínum, Tonny. Hann skuldar Milo 50.000 krónur og grípur því tækifærið þegar hann finnur kaupanda sem er tilbúinn að greiða hátt verð fyrir heróín. Hann fær efnið lánað hjá Milo en lend- ir í klónum á lögreglunni og neyðist til að henda öllu dópinu. Lögreglan sleppir honum vegna skorts á sönnunargögnum en skuldin við Milo hefur hækkað upp úr öllu valdi og Frank hefur örvæntingarfullar tilraunir til að afla peninga og forðast limlestingar og þaðan af verra af höndum Milo og liðsmanna hans. Pusher er ekki falleg mynd, síður en svo. Hún er hrá, grimm og trúverðug lýsing á hörðum heimi dópviðskipta í stórborg. Persónusköp- unin er skýr og afmörkuð, kannski ofurlitið ýkt, og vinnur á móti raun- sæinu, þannig að myndin fær meira afþreyingargildi. Kim Bodnia er frábær í aðalhlutverkinu og sýnir vaxandi örvæntingu Franks vel. Aðr- ir leikarar standa sig einnig með prýði. Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Nicolas Winding Refn. Aðalhlutverk: Kim Bodnia, Zlatko Buric, Laura Drasbæk, Slavko Labovic og Mads Mikk- elsen. Dönsk, 1006. Lengd: 105 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ i PUSHEp imiyi FÖSTUDAGUR 20. MARS 1998 Myndbandalisti vikunnar fi SÆTI ; J FYRRI{ VIKA ! -- • j VIKUR Á LISTAj j TITILL ! ÚTGEF. j j ■■■ Sfe ! TEG. j j 1 1 J Ný j 1 > i Með fullri reisn 1 Skífan j 1 Gaman j 2 1 J L ) J , i 2 i i Austin Powers j l Háskólabíó j i Gaman ) 3 1 3 i 1 ! 3 1 3 j Conspiracy Theory | Warner-myndir j Spenna i 4 3 i j j 3 J j Romy And Micheles High... j J Sam-myndbönd j j J Gaman J 5 T 4 ! 4 i Bean ! Háskólabíó , Gaman j 6 ! j j 5 i j j 4 1 j 1 Speed 2 j Skffan | ) j Spenna I 7 j 6 ! 4 j . . i . Addicted To Love 1 J Warner-myndir i J Gaman 8 ! J J 7 ! 5 ! Breakdown i ■ •>- .. -*■ ■ j Sam-myndbönd WBBB&S&am J j Spenna j 9 ! 8 < 1 2 ! 187 1 Skífan j j Spenna io ! ■ j Ný ! .■,• 'tJ i ! J The Pusher J j Háskólabíó ‘j - a j j Spenna j ii i 10 ; 8 ! Murder At 1600 \ Warner-myndir j Spenna j 12 ‘ j 9 ! J j 7 j Grosse Point Blank j < Sam-myndbönd j < Gaman J 13 ! 17 ! 8 ! Men In Black J j Skífan , Gaman »1 1 14 j j 3 ! 1 Fever Pitch j ! Háskólabíó j . ' ‘ ' . á; . - ■ J w j Gaman J V . 15 j 1 ii ! 6 J 1 Double Team J Skífan J Spenna 1 .S i J 12 j HHn ) 7 ! ...;. ' j The Chamber i , ClC-myndbönd J j Spenna J ‘ rj' 171 13 < 5 ! Marvin‘s Room j Skífan 1 Drama j is ! i 1S i ■■I ;J 3 ! J Truth or Consequences j J Skífan J J j Spenna J 19 i 19 i 10 j Devil's Own Skífan j Spenna 20 ! ) Ný ! 1 1 ) J Ernest in The Army l 1 Bergvík J < Gaman 1 Pað er ekki oft að kvikmynd sem tilnefnd er til margra ósk- arsverölauna, meðal annars sem besta kvikmynd, sé kom- in út á myndbandi hér á landi áöur en óskarsverðlaunahá- tíðin er yfirstaöin. Sú er nú samt raunin meö The Full Monty. Hún hefur verið sýnd við miklar vinsældir í nokkra mánuöi hér á landi og er nú komin út á myndbandi. Að sjálfsögðu fer hún beint í efsta sæti myndbandalistans og þar meö ryðja ensku verkamennirnir, sem reyna fyrir sér sem fatafellur, kyntáknunum Mel Gibson og Juliu Roberts úr fyrsta sætinu. Á myndinni má sjá hinn kostulega hóp æfa nektardansinn. Vert er að minnast á eina aðra nýja mynd á myndbandalistanum, The Pusher, sem kemur frá Danmörku og hefur vakiö mikla athygli. -HK im f an»(itottaianiBB minf •IUlAfBljItBÍ- "ItófBBWtT The Full Monty Robert Carlyle og Tom Wilkinson. Myndin segir frá nokkrum atvinnulaus- um kunningjum í borginni Sheffield í Englandi. Þeir hafa fátt viö að vera i at- vinnuleysinu en dag einn kemur til borgar- innar Chippendale- dansflokkurinn og skemmtir fyrir fullu húsi fagnandi kvenna. í framhaldi af því fær einn kunningjanna þá flugu i höfuðið að þeir félagamir stofni dans- flokk. Það versta er að enginn þeirra kump- ána kann að dansa svo vel sé. Einn þeirra er að nálgast fimmtugt, annar er allt of feifur og sá þriðji er þung- lyndur og svo framveg- is. Conspiracy Theory Mel Gibson og Julia Roberts. Jerry Fletcher, leigubílstjóri í New York, er með samsæri á heilanum. í hans augum er allt fyrir- fram skipulagt og hvert sem hann lítur sér hann ekkert nema djöfullegar ráðagerðir. Alice Sutton er sak- sóknari sem Jerry leit- ar til með samsæris- kenningar sínar. Hún hefur ekki mikla trú á því sem hann segir en hefur samt sinar grun- semdir um að ekki sé allt vitleysa. Þegar kemur í Ijós að ein af kenningum Jerrys reynist sönn fær hún áhuga á máli hans og saman leggja þau upp í ferðalag til að leita að sannleikanum. Austin Powers... Mike Myers og Elizabeth Hurley. Austin Powers er einn af bestu njósnur- um hennar hátignar. Um árabil hefur hann gegnt erfiðustu og flóknustu verkefnum sem njósnurum eru fal- in en samt aldrei tekist að hafa hendur í hári erkióvinarins, herra nis. Dag einn eftir að banatilræði við Austin fer úrskeiðis leggur ni- ur á úótta, djúpfrystur í eldúaug eitthvað út í geiminn. Þar sem Austin er sá eini sem getur ráðið við Elan er hann einnig frystur tU að vera viðbúinn þegar lUur kemur aftur. Sá tími kemur 30 árum síð- ar. MSmmiL Romy amd Michelles... Mira Sorvino og Lisa Kudrow. Þegar Romy og Michele fá boð um að taka þátt í tíu ára út- skriftarafmæli bekkj- arins síns fara þær að líta yfir farinn veg og komast að því að það er nákvæmlega ekkert sem gerst hefur í lífi þeirra. Þetta finnst þeim ómögulegt. Þær ákveða því að plata bekicinn og látast vera ríkar og vel metnar viðskiptakonur sem hafi hagnast gríðar- lega á uppfmningum sínum. Allt virðist ætla að ganga upp þeg- ar Heather mætir á svæðið en hún veit aUt um þær. Bean Rowan Atkinson og Burt Reynolds. Hinn auðugi Newton ákveður að gefa Grierson-lista- safninu í Kalifomíu 50 milljónir dollara til að festa kaup á einu fræg- asta málverki banda- rískrar listasögu, Móð- ur flautarans, og flytja það aftur „heim“. Þeir bjóða stjórn Þjóðlista- safnsins í Englandi að senda sinn besta mann með verkinu án þess að vita að Þjóðlista- safnið hefur um nokk- urt skeið reynt allt sem hægt er til að losna við einn starfs- mann sinn, Bean. Þeir sjá sér leik á borði og senda herra Bean með verkiö og að sjálfsögðu setur hann allt á ann- an endann i Kalifom- íu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.