Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1998, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1998, Qupperneq 2
FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1998 16 Mvikmyndir KVIKMYNJA Laugárásbíó - Deconstructing Harry: Allen afbyggður ★★ Woody Allen er einn af meisturum kvikmyndagerð- arinnar og ég set hann sem gamanmyndaleikstjóra á stall með Chaplin. Árlega leikstýr- ir hann nýrri mynd eftir frumsömdu handriti og þótt þær séu misjafnar að gæðum eru þær bestu óviðjafnanleg- ar. Eins og margir miklir listamenn er hann oft og tíð- um sjálfhverfur í listsköpun sinni en tekst venjulega að þræða fram hjá þeim grytjum sjálfsdýrkun- ar sem reynast mörgum hættulegar. Svo er ekki í Deconstructing Harry. í myndinni fléttar Woody AUen saman lífi rithöfundarins Harry Blocks (Woody Allen) og leiknum atriðum úr skáldverkum Blocks sem öll varpa ljósi á vesælt líf hans. Block er kynótt, sálsjúkt dusilmenni sem fengið hefur alla vini og ættingja upp á móti sér með því að skrifa háðska skáldsögu um persónulega reynslu þeirra allra. Þetta nýjasta sköpunarverk Allens hefur skipt gagnrýnendum í tvo hópa. Menn lofa ýmist myndina eða lasta. Veikasti þáttur myndarinnar felst í því hversu gríðarlega upptekinn Allen er af persónu Blocks sem á að vera snilling- ur af gömlu sortinni. Líkt og kannski Allen skrifar hann heilsteypt lista- verk á meðan líf hans er í molum. Vandamálið er að sjálfhæðnina vant- ar. Allen glímir ekki við stóru spurningamar og því verða leiknu kafl- amir úr sögum Blocks þeir einu sem standa upp úr. Bestu atriði mynd- arinnar em þegar dauðinn heimsækir gratt ungmenni sem villt hefur á sér heimildir, leikarinn sem í orðsins fyllstu merkingu er ekki í fókus (Robin Williams) og sagan af manninum sem drap fyrri eiginkonu sína og böm hennar og át þau til þess að ekki kæmist upp um glæpinn. Titill myndarinnar er forvitnilegur en myndin snýst þó að engu leyti um afbyggingu (deconstraction) og hoöskapur hennar gengur raunar þvert á slíka hugmyndafræði. Þetta olli mér töluverðum vonbrigðum því að Allen er snillingur í því að skmmskæla bókmennta- og kvikmynda- stefnur og sveigja þær að eigin hugmyndaheimi. Afbygging er nátengd þeirri írónísku lífssýn sem Allen lætur svo vel að lýsa. Þessa sýn vant- ar með öllu í myndina sem gengur að miklu leyti út á að lýsa og rétt- læta kyntröllið Block sem allar konur falla fyrir. Þetta hefði hugsanlega gengið betur upp ef Allen hefði ekki leikið hlutverkið sjálfur en í túlk- un Allens verðrn- Block fyrst og fremst þreytandi. í Deconstructing Harry er reynt að hlaða utan á höfundamafn Allens fremur en að það sé afbyggt. Allen ætti að endurskoða þá stefnu sem hann hefur haft á síðustu árum í leikaravali. Myndir hans eru hlaðnar af Hollywoodstórstjömum sem vilja eiga séns í óskarinn og í Harry afbyggðum er þessi stjömufans kominn út í vitleysu. Þetta er farið að minna á Fantasy Island eða Love Boat. Leikstjóri: Woody Allen. Aðalhlutverk: Woody Allen, Kirstie Alley, Billy Crystal, Judy Davis, Amy Irving, Julia Louis-Dreyfus, Stanley Tucci, Demi Moore, Elisabeth Shue og Robin Williams. Guðni Ellsson The Big Lebowski: Klipptar tær og bitin eyru ★★★ Yfirhöfuö er The Big Lebowski hlaöin ánægjulegum senum og smáatrlöum elns og vlö mátti búast frá þessu teymi. Jeft Bridges er ákaflega viöelgandi lúöi i hlut- verki slnu sem hinn „svali" og algerlega áhyggjulausi Lebowski og John Good- man sömuleiöis góöur sem bilaöur upp- gjafa-Víetnamhermaöur. Hin unga og glaða eiginkona stóra og rika Lebowskis lifír dálítið um efni fram. Þessu fær annar Le- bowski að kenna á en í misgripum er hann tekinn í bakaríið fyrir skuldir eiginkonu sem hann á ekki. Síðan en konunni rænt og stóri Le- bowski fær nafna sinn til aðstoðar. Eina vandamálið er að nafninn er frernur misheppnaður tilreyktur hippi á miðjum aldri sem er ekki sérlega fallinn til stórverka. Með dálitilli hjálp frá vini sínum tekst honum að klúðra málum hraust- lega og flækja sér rækilega í vafasöm mál þar sem ekkert er sem sýnist. Til að undirstrika þá afslöppuðu „slakcera“-stemningu sem þessi uppgjafablómabörn þjást af eru félagamir látnir spila keilu í gríð og erg og gefur þetta Coen leik stjóra endalaust efni í frábærlega myndrænar senur þar sem þungar kúlur renna niður slípaðar brautir og sundra keiluhóp. Eins og til að undirstrika hið myndræna er hvert einasta „skot“ fullkomið, nema eitt, enda er sá maður feigur. Þess utan er fullkomleikinn í keilusalnum skemmtilegur spéspegill á klúðrið í heiminum fyrir utan. Jeff Bridges er ákaflega viðeigandi lúði í hlutverki sínu sem hinn „svali“ og algerlega áhyggjulausi Lebowski og John Goodman sömuleiðis góður sem bilaður uppgjafa-Víetnamhermaður. Hins vegar er góður leikur, handrit og hlut- verkaskipan ekki alveg nóg fyrir þessar tvær persónur sem em í grund- vallaratriðum ekki nógu áhugaverðar og verða því dálítið litlausar þeg- ar líður á. Þetta er aftur á móti bætt vandlega upp með hópi af frábær- um aukapersónum, svo sem Steve Buscemi í hlutverki þriðja mannsins (lúðunnar) í keiluklúbbnum, John Turturro sem perverskum keiluspil- ara í fjólubláu og múldýri í bandi. Julianne Moore, sem átti Boogie Nights, var líka frámunalega frábær sem rík og „svöl“ dóttir hins stóra Lebowskis (af fyrra hjónabandi). Yfirhöfuð er The Big Lebowski hlaðin ánægjulegum senum og smáatriðum eins og við mátti búast frá þessu teymi. Sérstaklega hreifst ég af frábærri eyrnabitssenu þar sem Goodm- an gengur Tysonískan berserksgang og einnig mátti skemmta sér lengi yfir munalostafenginni ást myndavélarinnar á tám, afskomum sem áhangandi. Leikstjóri: Joel Coen. Handrit: Ethan Coen og Joel Coen. Aðalhlutverk: Jeff Bridges, John Goodman, Julianne Moore. Úlfhildur Dagsdóttir Lethal Weapon 4: Allir á sínum stað Mel Gibson sagði eftir Let- hal Weapon 3 að nú væri þessum kafla lokið og hann myndi ekki leika Mart- in Riggs aftur. Eftir hinar miklu vinsældir Lethal Weapon 3 var mikil pressa á Gibson um að endurtaka leik- inn eina ferðina enn og lét hann undan og hefur sjálfsagt launatékki upp á 15-20 milljónir dollara átt þar einhvem hlut að máli. Gibson er ekki einn um að koma aftur að Lethal Weapon, Danny Glover er á sínum stað í hlutverki Rogers Mur- taughs, félaga Riggs í lögregl- unni, Russo lögguna Rene leikur Lornu Miklu er kostað til en framleiöendur treysta á vinsældir fyrri myndanna og að Mel Gibson sé sá leikari sem öruggast er aö veöja á í dag. Cole sem kynnt var til sögunnar í Lethal Weapon 3 og Joe Pesci leik- ur hinn ofvirka Leo Getz sem fyrst kom til sögunnar í Lethal Weapon 2. Leikstjóri er Richard Donner sem leikstýrt hefur öllum myndunum. Aðrir leikarar em leikarinn og grínistinn Chris Rock og kínverski slagsmálaleikarinn Jet Li sem í Let- hal Weapon 4 leikur í fyrsta sinn í kvikmynd þar sem hann þarf að tala ensku. Kvikmyndataka hófst í byrjun janúar síðastliðnum og er áætlað að frumsýna í lok júlí. Ljóst er því að Lethal Weapon 4 mun verða einn af stóra sumarsmellunum. Ekki hefur verið mikið látið uppi um söguþráð- inn en vitað er að í megindráttum fjallar myndin um kínverska glæpa- fjölskyldu sem hefur hug á að færa út kvíamar og setja upp miðstöð glæpa í Los Angeles. Riggs og Mur- taugh er falið það verkefni að stöðva framgang glæpaklíkunn- ar og fá sér til aðstoð- ar nýliðann Butters (Christ Rock). Ellefu ár eru frá þvi fyrsta Lethal Weapon-kvikmyndin var gerð og náði hún miklum vinsældum. Mynd númer tvö olli ekki vonbrigðum en það er mynd númer 3 sem náð hef- ur mestum vinsældum. -HK Mel Gibson og Danny Glover hafa leikiö þá félaga Martin Riggs og Roger Murtaugh í öllum Lethal Weapon-myndunum. The Stupids: Fjölskylda sem stendur undir nafni Tom Arnold leikur heimilis- fööurinn Stanley Stupid sem ekki þolir aö veriö sé aö stela sorp- inu frá hon- um. Tom Amold leikur aðalhlut- verkið í gamanmyndinni The Stupids, sem hinn kunni leik- stjóri John Landis leikstýrir. Nafnið lýsir best þeirri fjöl- skyldu sem fjallaö er um í mynd- inni, en það er einnig ættamafh hennar. Tom Amold leikur flöl- skyldufóðurinn Stanley Stupid, sem setur allt á annan endann þegar sorpinu hans er stolið. Stanley er ákveðinn að láta þetta ekki líðast og hefúr leit að sorpinu. ! leit sinni að því kemst hann óvænt á slóð tveggja fyrrverandi hermanna sem era orðnir hálfklikk- aöir og famir að stunda vopnavið- skipti. Það kemur síðan í ljós að Stanley og íjölskylda era kannski ekki alveg eins vitlaus og haldið var, Stanley hafði til að mynda unnið fyrir bandarísku ríkisstjórnina, að vísu aðeins sem sendill en telur sig samt hafa sambönd á æðstu stöðum. Auk Toms Amolds leika í The Stupids Jessica Lundy, Bug Hall, Alex McKenna og Christopher Lee. Tom Amold er sjálfsagt frægastur fyrir að hafa verið giftur liinni skrokkmiklu Roseanne og það var í gegnum hana sem hann fékk tækifærin, en hann hafði áður starfað sem „Stand-Up“ gam- anleikari með ágætum árangri. Meðal kvikmynda sem hann hefur leikiö í má nefria Trae Lies, Nine Months, Hero og Undercover Blues. John Landis John Landis á að baki þrjátíu ára starf í kvik- myndum. Hann byijaði sem sendill hjá 20th Cent- ury Fox árið 1968. í rúm tíu ár vann hann ýmis störf hjá Fox, var leikari, handritahöfúndur, áhættuleikari og aðstoðarmaður framleiðandE svo eitthvað sé nefnt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.