Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1998, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1998, Blaðsíða 20
32 FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1998 íþróttir unglinga Umsjón íris B. Eysteinsdóttir Frömurum boðið á alþjóðlegt mót Knattspyrnumenn til Svíþjóðar Þremur ungum og efnilegum knattspymumönnum af Suður- nesjum hefur verið boðið til Svíþjóðar til æfinga. Jón Pétur Róbertsson, yfirþjálfari yngri flokka Keflavíkur, stendur fyrir utanfór piltanna. Heiðar Ingi Aðalgeirsson úr Grindvík og Edvin Jónsson úr Víði í Garði eru á leið til Örgryte í boði Svíanna til að æfa við bestu aðstæður í eina viku. Ásmundur Waltersson, einnig úr Víði í Garði, fer að æfa með IF-Elfsborg í eina viku í boði félagsms. Þessir leikmenn eru allir í æfingahóp landsliðs skipað leikmönnum 16 ára og yngri sem tekur þátt í Norðurlandamóti hér á landi í sumar. Nýjasta dæmið er Amar Viðarsson sem nú spilar með Genk. Hann var í skólanum fyrir nokkrum árum og vakti mikla athygli. Hann hefúr í framhaldi af því komist að sem at- vinnumaður í Belgíu. Drengirir búa lengi að reynslunni sem þeir öðlast í skólanum. „Þetta breytir svolítið hugmyndum sem þeir hafa um fótbolta og þeir eru til- búnir að ná lengra sem knatt- spymumenn eftir að hafa verið þama og kynnst þessu sem þama er í boði og þetta eykur metnað og vilja til að ná lengra.“ Knattspymuskólar af þessu tagi stuðla að bættri knattspyrnu á íslandi og því er það frábært tæki- færi fyrir unglinga að komast á svona námskeið. Reykjavíkurmeisturum Fram í knattspymu hefur verið boðið á sterkt alþjóðlegt mót sem haldið er í Norður írlandi 20.-25. júlí. Lið eins og landslið Chile, Manchester United og Norður-írlands verða and- stæðingar Framara. „Þeir sjá hrot af þvi besta í heim- inum,“ sagði Hörður Hilmarsson, framkvæmdastjóri ÍT-ferða, en hann hafði samband við Framara eftir að aðstandendur mótsins höfðu sett sig í samband við hann. Allir sem starfa við mótið em fyrrver- andi góðir atvinnumenn og hafa því mikla reynslu í knattspymuheimin- um. Leikmenn sem hafa tekið þátt í þessu móti em til dæmis Lee Cl- ark, Nick Bamaby, Ryan Giggs og fleiri. Þetta er frábært tækifæri fyrir drengina að sanna sig á alþjóðavett- vangi og þjálfa og keppa við aðstæð- ur eins og þær gerast bestar. „Við ákváðum að fara á mót í Ed- inburg, 8-liða mót. Okkur barst boð frá Milk cup, sem er sterkasta mót í Evrópu, og við þáðum það því þetta var hreint boð, okkur að kostnaðar- lausu. Það skerpir hópinn ennþá hetur," sagði Láms Grétarsson, þjálfari Fram. „Það á að vera mikið af njósnur- um frá liðum í Evrópu. Ef einhvers staðar er góður stökkpallur em það þessi tvö mót,“ sagði Láms sem er vongóður að piltamir hans standi sig vel á mótinu. Efri röð frá vinstri: Kristján Bernburg, Finnur, HK, Magnús, ÍBV, Skúli, Þrótti, Neskaupstaö, Sindri, ÍBV, Pétur, FH, Víöir, FH, Davíö, FH, Sævar, FH, og Rik Van Cauteren þjalfari. Fremri röð frá vinstri: Einar, Þrótti, Neskaupstaö, Smári, ÍBV, Brynjar, HK, Víöir, ÍBV, Atli, FH, Róbert, FH og Kári, FH. Æft við aðstæður atvinnumanna: Frábært tækifæri - knattspyrnuskóli Kristjáns Bernburg í Belgíu Reykjavíkurmótiö í knattspyrnu: Lífsglatt lið Stúlkur úr þriðja flokki KR urðu Reykjavíkurmeistarar i knatt- spyrnu eftir að hafa skorað 22 mörk en feng- ið aðeins á sig tvö. Elfa Björk Her- mannsdóttir er fyrirliði stúlknanna og hún var ánægð með sigurinn. „Þetta er lífsglatt lið og félagsandinn í liðinu er góður og við leggjumst allar á eitt og vinnum og berjumst alveg á fullu allan tímann." Hópurinn er búinn að æfa lengi saman og það em um 17 stúlkur sem mæta fast á æfingar. Elfa spilar framherja og skoraði þrjú mörk í mótinu. KR-stúlkumar unnu fimm leiki í mótinu en töpuðu engum. Elfa stefnir að því að standa sig vel í sumar og halda áfram aö berjast. Hún sagði að það yrði gaman að komast i landsliðið en fyrst og fremst hugsar hún um KR. „Markmiðið er að verða íslandsmeist- ari og vinna allt sem eftir er,“ sagði hún glaðbeitt við DV. Efri röö frá vinstri: Hrund Jónsdóttlr, Tinna Hauksdóttir, Tinna Helgadóttir, Berglind Gunnarsdóttlr, Valgeröur Benediktsdóttir, Hildur Baldursdóttir, Þórunn Oddný Steinsdóttir, Berglind Ólöf Sigurvinsdóttir, Sólveig Þórarins- dóttir, Katrín Halldórsdóttir. Fremri röö frá vinstri: Anna Jónsdóttir, Þórunn Jónsdóttir, Unnur Kjartansdóttir, Elfa Hermannsdóttir, Anna Ú. Guömunds- dóttir, Bjarney Gunnarsdóttir, Sæ- munda Fjeldsted Sæmundudóttir, Sig- rún Eyjólfsdóttir og Hildur Kristjáns- dóttir. „Mikil vinna" „Góður hópur og mikil vinna skópu þennan sigur,“ sagði Láms Grétarsson, þjálfari drengjanna, eft- ir mótið. „Eftir á að hyggja þá vor- um við bara besta liðið þegar á reyndi. Strákarnir eru ekki nógu stöðugir en það er bara meö þennan aldur, þeir em skapmiklir." „Það tók langan tíma að stilla þetta liö saman og við erum ennþá að stilla það saman. Ég er ánægður með sumt en svo er maður alltaf að fmna nýja galla því þetta eru strák- ar úr mörgum félögum og við emm að móta þetta í Fram-fótbolta og bara það sem hentar þessum hópi aðallega." sagöi Láms. „Við ætlum okkur sigur í íslands- mótinu, það er engin spurning. Við fómm í alla leiki til að vinna, það er okkar mottó og við emm gífurlega óánægðir með að tapa.“ Efri röö frá vinstri: Gunnlaugur Þorgeirsson, Teitur Ingvarsson, Ragnar Ingi Gunnarsson, Kristján Páll Pálsson, Magnús Edvardsson, Guöiaugur Hannesson, Ingi Hrafn Guðmundsson, Andri Fannar Ottósson og Lárus Grétarsson. Fremri röö frá vinstri: Björn Steinar Pétursson, Andri Steinn Birgisson, Eyþór Bragi Einarsson, Úifar Freyr Jóhannsson, Lárus Sigurðsson, Albert Ásvaldsson, Arnar Haröarson, Skarphéðinn Njálsson. Reykjavíkurmeistarar 3. flokks: Góður liðsandi Knattspymuskóli Kristjáns Bem- burg heftu verið starfræktur í niu ár i Lokeren, Belgíu. Knattspymu- skólinn starfar einu sinni á vori og hafa unglingar frá íslandi tækifæri til að dvelja þar í eina viku við þjálf- un og fræðslu. í ár vom 15 íslensk- ir leikmenn frá fiórum félögum í skólanum. Þórir Bergsson, ung- lingaþjálfari HK, fór þangað í maí ásamt drengjunum. „Ég held bara eftir að hafa farið víða og á mörg námskeið að þetta sé mjög gott. Ég fór sem þjálfari til þess að læra og þetta mun nýtast mér mjög vel. Ég fékk þama alveg hafsjó af bæði góð- um æfingum og hugmyndum," sagði Þórir. „Það virkar mjög vel fyrir efiii- -* lega stráka að kynnast knattspyrau- æfingum erlendis við aðrar aðstæð- ur og fá svona smjörþefinn af at- vinnumennsku. Ég veit dæmi þess að eftir svona ferðir hafa leikmenn tekið knattspymuna fastari tökum og náð mjög góðum árangri og jafn- vel farið alla leið,“ sagði Þórir. Þjálfarinn sem starfar við skól- ann heitir Rik Van Cauteren og hef- ur hann hlotið æðstu gráðu við kon- unglega belgíska knattspymuþjálf- araskólann ásamt því að vera fyrr- verandi atvinnumaður með Lokeren. „Rik veit hvað hann er aö gera. Hann hefur gott lag á strákun- um og sér um aö þeir geri hlutina og nái því besta fram og fylgir þvi fast eftir,“ sagði Þórir. Strákamir höfðu nóg að gera meðan þeir vom í Lokeren. „Það vora góðar æfingar og vel fyrir strákana gert og sífellt verið að hugsa um að þeir hefðu eitthvað fýr- ir stafni. í frítíma fyrir utan æfing- ar var farið til dæmis í go-kart, vatnaland og fleira," sagði Þórir. íslensku strákamir kepptu æf- ingaleik á móti Lokeren og stóðu sig mjög vel en töpuðu, 6-4. Hópurinn sem fór í ár var mjög blandaður, allt frá íslandsmeistur- um til byrjenda. „Þrátt fyrir að hópurinn væri misjafn að getu blandaðist hann mjög vel saman og þetta var eins og eitt lið,“ sagði Þór- ir. Framfarir vom sjáanlegar sam- stundist, bæði getulega og andlega séð, á strákunum. Ég segi fyrir mitt leyti að ég lærði mjög mikið, ekki síður í samtölum við reynda þjálf- ara, skiptast á skoðunum og fleira. Ég mæli með þessu.“ Nokkrir íslenskir atvinnumenn fóm í þennan skóla sem unglingar. Framarar urðu á dög- unum Reykjavíkur- meistarar í 3. flokki karla í knattspyrnu. Albert Ásvaldsson er fyrirliði strákanna. Hann er búinn að vera í Fram síðan í 6. flokki. Hann var ánægður með sigurinn í Reykjavíkur- mótinu. „Það er alltaf góðm- mannskapur og góð þjálfun héma hjá Fram og góð- ur andi í liðinu alltaf. Þetta er bæði mjög góðir einstaklingar og heildin rosalega góð.“ Albert stefnir á at- vinnumennsku í framtíðinni. Sem stendur er hann að æfa með landsliði 16 ára og yngri. Hann hefur háleit markmið fyrir sumarið. „Þaðer að taka alla titlana í sumar.“ J

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.