Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1998, Side 28
FRETTASKOTID
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt,
hringdu þá t síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
FOSTUDAGUR 19. JUNI 1998
Litla-Hraun:
Tvítugur fangi
svipti sig lífi
Rúmlega tvítugur fangi framdi
fcsjálfsvíg í fangelsinu að Litla-
Hrauni í fyrrinótt. Fangaverðir
komu að fanganum í klefa sínum
en hann var þá látinn.
Þetta fékkst staðfest hjá Fangels-
isstofnun í gær. Þetta er þriðja
sjálfsvígið í fangelsinu á þessu ári.
Tveir fangar styttu sér aldur í
mars. sl.
„Við reynum að sjálfsgöðu að
fylgjast með eftir bestu getu. Við vit-
um að þarna inni eru menn sem
eiga við sálræn og félagsleg vanda-
mál að stríða. Við getum hins vegar
ekki haft eftirlit með því hvað gerist
í klefa fanganna eftir innilokun á
nóttinni. Við munum fara mjög ná-
kvæmlega yflr þetta atvik, m.a. með
heilbrigðisyfirvöldum. Það verður
' rætt almennt hvað sé hægt að gera
og hvort eitthvað sé hægt að gera til
að svona atburðir endurtaki sig
ekki,“ segir Þorsteinn A. Jónsson,
forstjóri fangelsismálastofnunar, að-
spurður um málið. -RR
Helgarblað DV:
Síkátir
söngbræður
í helgarblaði DV á morgun er
tekið hús á söngbræðrunum síkátu
frá Álftagerði í Skagafírði, þeim Sig-
fúsi, Pétri, Gísla og Óskari Péturs-
sonum, sem eru álíka mikið bókaðir
og helstu rokkarar landsins. Rætt er
við þá um sönginn, uppeldið og
ýmislegt fleira skemmtilegt.
Viðtal er við Vöndu Sigurgeirs-
dóttur, þjálfara kvennalandsliðsins
í knattspyrnu, birtar svipmyndir af
þjóðhátíðarhöldum í Reykjavík,
rætt við Hildi Sverrisdóttur hjá
Jafningjafræðslunni og í erlendu
fréttaljósi er ijallað um mikla spill-
f.ingu í tengslum við miðasölu á HM
í Frakklandi. -bjb/sm
Geimferðum lýst
rsí'víyíisígísSícy,:!::
v
irnmTTittfrTmri11T“' nfir
Maður um sextugt var á biðlista eftir aðgerð í eitt og hálft ár:
Fékk blóðtappa
og missti fótinn
Karlmaður um sextugt var í
mikilli lífshættu þegar hann fékk
blóðtappa í vinstri fót. Maðurinn
missti fótinn fyrir ofan hné. Mað-
urinn hafði verið á biðlista eftir
aðgerð í eitt og hálft ár.
Atvikið átti sér stað skammt fyr-
ir utan Akranes fyrir tæpum
þremur vikum. Maðurinn var á
gangi ásamt eiginkonu sinni.
Hann fékk blóðtappa í vinstri fót
og hneig niður. Maðurinn lá hjálp-
arvana á meðan kona hans sótti
hjálp í bæinn. Sjúkrabíll flutti
manninn tU Reykjavikur þar sem
hann var lagður inn á Landspítal-
ann. Maðurinn var mjög hætt
kominn. Hann fór í 7 klukku-
stunda aðgerð á Landspítalann þar
sem læknar reyndu að bjarga fæt-
inum. Það tókst ekki. Fóturinn var
tekinn af fyrir ofan hné.
Maðurinn fór i rannsókn á
Akranesi í janúar 1997. Þá greind-
ist hann með æðagúlpa á báðum
fótum. Æðagúlpar auka verulega
líkurnar á blóðtappa. í framhaldi
af því var hann var sendur til
læknis í Reykjavík. Þá þótti ljóst
að hann þyrfti að fara í aðgerð til
að láta fjarlægja æðagúlpanna og
koma í veg fyrir hugsanlegan blóð-
tappa. Maðurinn komst hins vegar
ekki að í eitt og hálft ár. Hann var
á biðlista allan þann tíma. Aðilar
innan heilbrigðiskerfisins, sem
DV ræddi við og þekkja til máls-
ins, telja að ef maðurinn hefði
komist í aðgerð á þessu eina og
hálfa ári hefði hann ekki misst fót-
inn. -RR
Hagkaup til sölu
„Það er eitt hvað ég veit um þetta
mál og annað hvað ég get og vil
segja þér,“ sagði Óskar Magnússon,
forstjóri Hagkaups hf., þegar DV
spurði hann hvort hann vissi eitt-
hvað um yflrvofandi sölu á hluta-
bréfum í fyrirtækinu. Samkvæmt
heimildum DV mun Fjárfestingar-
banki atvinnulífsins hafa keypt
hlutabréf Hagkaups en framselt þau
tH þriðja aðHa. Það mun hafa verið
skilyrði fyrir kaupunum að Hag-
kaup og Bónus. verði selt sem ein
heHd en Bónusverslanimar verða
áfram starfræktar í núverandi
mynd. -kjart
Veðrið á morgun:
Hlýjast suð-
vestanlands
A morgun verður norðaustan-
gola eða kaldi norðaustan tU. Dá-
lftil súld eða rigning verður með
köflum, einkum norðan- og aust-
an tU. Hiti verður á bUinu 5 tU 16
stig, hlýjast suðvestanlands.
Veðrið í dag er á bls. 37
Sigurðarmálið:
I
Reyndist
okkur dýrt /
/
segir Audun Marák
DY Osló:
„Þetta mál hefur reynst okkur
dýrt. Það eru auðvitað bara vanga-
veltur mínar en Sigurðarmálið átti
sinn þátt í að loðnusamningnum
miUi íslands og Noregs var sagt upp
og við urðum að sætta okkur við mun
verri samning i vor,“ sagði Audun
Marák, formaður Landssambands út-
vegsmanna í Noregi, við DV.
Hann sagði að nú væri skaðinn
skeður en sýkna útgerðar og skip-
stjóra Sigurðar VE gæti orðið tU að
bæta sambúð landanna í framtíð-
inni. Hann sagðist einnig vona að
norska strandgæslan lærði af þessu
í framkomu við norska báta.
„Ég sagði þegar Sigurðarmálið
kom upp að það væri eins gott að
strandgæslan vissi hvað hún væri
að gera með töku bátsins. Svo reynd-
ist ekki vera. Og við urðum að taka
aUeiðingunum ,“ sagði Marák. -GK
„Möguleikar sem geimferðir gefa vfsindum og rannsóknum á jörðinni miklir,“ sagði Bjarni Tryggvason geimfari í fyr-
irlestri sem hann hélt fyrir almenning á Hótel Loftleiðum í gær. Fjölmargir mættu á fyrirlesturinn sem Þjóðræknisfé-
iag ísiands stóð fyrir. Fólk spurði Bjarna m.a. um líf úti í geimnum og sagðist Bjarni ekki sjá neitt sem mælti gegn
lífi þar. DV-mynd Teitur
Mjólkin ódýr
DV gerði verðkönnun á mjólk í
morgun i fjórum stórmörkuðum.
í Hagkaupi í Skeifunni kostar
mjólkurlítrinn 70 kr. Fjarðarkaup
býður mjólkurpott einnig á 70 kr. og
sömu sögu er að segja um Nóatún í
Mosfellsbæ.
Bónus í Faxafeni býður mjólkina
á 68 kr.
Það er samdóma álit verslunar-
manna að verðstríðið sé að róast og
verð fari að færast nær hinu eðli-
lega. -sf
Atta lömb drepin
Hundur drap að minnsta kosti 8
lömb og særði fleiri við bæinn
Eystra-Fróðholt í Rangárvalla-
hreppi sl. þriðjudag. Grunur lög-
reglu beinist að hundi af græn-
lensku hundasleðakyni. Eigandi
fjárins hefur kært eiganda hundsins
vegna drápanna. -RR
Opel Vectra /
B -stilhreinn og fágaður f a
í
Bílheimar ehf
5. 525 9000