Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1998, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1998, Síða 2
2 FIMMTUDAGUR 25. JÚNl 1998 Fréttir Stuttar fréttir i>v Sjúkrahúsin sniðganga útboðsreglur: Milljónir í vaskinn - gerviliðir og ómtæki ekki boðin út Rlkisspítalar hafa ekki boðið út gerviliði sem keyptir hafa verið til spítalanna undanfarin fjögur ár, þrátt fyrir að slíkt sé boðið í lög- um. í reglugerð sem tekur til allra innkaupa á vegum ríkisins segir að öll vörukaup og aðkeypta þjón- ustu yfír 3 mUljónir króna og fram- kvæmdir yfir 5 miljónir skuli bjóða út innanlands. Sérreglur gilda um útboð á Evrópska efn- hagssvæðinu en þar ber að bjóða út vörur og þjónustu yfir 10 millj- ónir króna. Samkvæmt upplýsing- um frá Sjúkrahúsi Reykjavíkur og Landspítalanum má gera ráð fyrir að kostnaður vegna kaupa á gervi- liðum imdanfarin fjögur ár sé um 100 milljónir króna. Þessir liðir hafa hins vegar aldrei verið boðnir út. Nýlega keypti Landspítalinn einnig hugbúnað í hljóðbylgjutæki fyrir 12,692 milljónir. Ekkert var boðið út af þeim hugbúnaði. Ekki sparaö í sparnaöartíö Mörgum þykir það skjóta skökku við að Ríkisspitalar skuli ekki leita hagkvæmustu tilboða í vörukaupum á tímum samdráttar og spamaðar í rekstri heilbrigðis- kerfisins. Ríkiskaup annast inn- kaup spítalanna þar sem þeir eru reknir fyrir reikning ríkissjóðs. Að sögn Júlíusar Ólafssonar, forstjóra stofnunarinanr, hefur verið gerð tilraun til að bjóða út gerviliði á vegum spitalanna: „Við reyndum að bjóða gerviliðina út fyrir fjórum árum en það tókst ekki. Spítalam- ir komu sér ekki saman um hvaða tegundir ætti að kaupa og læknar vom ekki sammála um hvaða teg- undir væra bestar. Það var því hætt við að bjóða liðina út og það hefur ekki verið gert,“ sagði Júl- íus. Aðspurður um hugbúnaðinn sem Landspítalinn keypti sagði Júlíus að þar hefði að nokkra leyti verið um uppfærslu á eldra tæki að ræða sem erfitt væri að fá frá öðra fyrirtæki. „Ég get hins vegar ekki svarað því hvort það hafi ver- ið mögulegt að fá þetta annars staðar frá,“ sagði Júlíus. Varðandi þá þætti kaupanna sem ekki snertu uppfærslu og samsvara um 4 milljónum króna sagðist Júlíus ekki geta svarað því hvort ein- hveijir aðrir valkostir væra í stöð- unni þannig að hægt væri standa fyrir útboði. -kjart Úrskurður kærunefndar jafnréttismála: Hampiðjan fór ekki eftir jafnréttislögum - starfsmenn eiga að vita um launamismun hver annars Kærunefnd jafnréttismála hefur fellt þann úrskurð að Hampiðjan hf. hafi ekki með starfsmanna- stefnu sinni tryggt konum sömu möguleika og körlum til stöðu- hækkana og stöðubreytinga innan fyrirtækisins. Fyrirtækinu er gert að taka upp skýra og gagnsæja launastefnu til þess að þessu markmiði verði náð. Úrskurður- inn hefur í för með sér að fyrir- tæki þurfa almennt að gera launa- og starfsmannamál sín skýrari en nú er. Forsaga málsins er sú að 10 kon- ur kærðu Hampiðjuna fyrir það að þeim var ekki gert kleift að vinna við stærri vélar í kaðladeild fyrir- tækisins. Aðeins karlar fengu að vinna við umræddar vélar og leiddi þetta til launamismunar Björguðu andar- ungum Þessar stúlkur sjást hér ásamt litlum andarungum sem uröu á vegi þeirra viö Selaskóla á dögunum. Andamamman var horfin og eftir voru munaöarlaus- ir ungarnir er stúlkurnar komu þeim til hjálpar. Starfsmenn Húsdýragarös- ins komu svo á staöinn og færöu ungana til nýrra for- eldra viö Rauöavatn. Stúlk- arnar heita f.v. Thelma Lind Jónasdóttir, Laufey Jónasdóttir og Guölaug Jónsdóttir. -hb milli þeirra og kvennanna þrátt fyrir að störfin væra í sömu deild. Leiö eins og ég væri verkfæri „Mér fannst ég vera alger- lega stöðnuð á kaðladeildinni og öll sund lokuð fljótlega eft- ir að ég byrjaði að vinna þama,“ segir Kolbrún Þóra Sverrisdóttir, ein kvennanna sem kærðu. „Það var ekki hægt að komast neitt áfram og ég vissi ekkert hvað ég þurfti að gera til þess.“ Að sögn Kolbrúnar leitaði hún eftir upplýsingum innan fyr- irtækisins og ræddi þessi mál m.a. við deildarstjóra. „Ég spurði hann hvað ég gæti Kolbrún Þóra Sverrisdóttir og 10 samstarfskonur hennar kæröu Hampiöjuna þar sem þær töldu fyrirtækiö setja konum stólinn fyrir dyrnar í stööu- og launahækkun. Samkvæmt úrskurði kæru- nefndar eru fyrirtæki nú skyld til aö hafa skýra og gagnsæja DV-mynd Teitur launastefnu. gert til að komast áfram í starfinu og fá launahækkun. Mér fannst alltaf mjög óþægilegt að ræða við hann. Hann gaf mér aldrei nein svör og brást reiður við þegar ég leitaði eftir skýring- um á því hvers vegna aldrei höfðu verið haldnir neinir vinnu- staðafundir. Hann benti m.a. á að enginn hefði mætt á vinnu- staðafundi þegar þeir voru haldnir fyrir tíu áram. Ástæðuna fyrir því vissu allir. Vinnu- staðafundir voru alltaf boðaðir eftir vinnu og þá vildi fólk nátt- úrlega fremur fara heim.“ Kolbrún starf- aði hjá Hamp- iðjunni í fjög- ur ár þangað til í fyrra að hún hætti störfum og kærði fyrir- tækið. „Undir lokin var mér farið að líða eins og ég væri bara eitt- hvert verk- færi þama, í besta falli þræll, þannig að ég hætti. Upphaflega ætl- aði ég að kæra ein míns liðs. Ég spurði nokkra vinnufélaga mína hvort þær vildu standa með mér og þær kærðu einnig. Alls vorum við 10,“ segir Kolbrún. Kæran var síðan lögð inn til jafn- réttisráðs í ágúst í fyrra. Að sögn Kolbrúnar fengu þær upplýsingar um launamismuninn fyrir túviljun. Ein kvennanna frétti það hjá sam- starfsmanni sínum að hann hefði fengið launahækkun og var mjög undrandi þar sem hún sjálf hafði enga hækkun fengið. I kjölfarið var henni synjað um launahækkun og hún hætti skömmu síðar. -Kjart Leikí'élag Akureyrar: Leikhúsgestir á 13. þúsundið DV, Akureyri: Gestir á sýningum Leikfélags Akureyrar á síðasta leikári urðu 12.438. Auk sýninga Leikfélagsins voru þijár gestasýningar í Samkomuhúsinu og gestir á þeim sýningum urðu á sjötta hundrað talsins. Langmest aðsókn varð á söngleikinn Söngvaseið. Alls urðu sýningar 39 og gestir 7.241. Sætanýting á þessar sýningar var með eindæmum góð eða um 95%. Næstflestir gestir komu á sýningamar á Hart í bak, sem var sýnt 25 sinnum á renniverkstæðinu, en það sáu 3.222 gestir og sætanýting var um 90%. -gk Umhverfið ísland er eitt 28 Evrópuríkja, auk Bandaríkjanna og Kanada, sem hafa skuldbundið sig til þess að hætta aö nota blýbensín árið 2005. Samkomulag þess eðlis var undirritað á alþjóðlegum fundi umhverfisráðherra í gær. Fékk styrk Friðrik Þór Friðriksson kvikmynda- gerðarmaður fékk nýverið styrk frá Kvik- myndasjóði Evrópu til að gera myndina Englar alheimsins. Styrkurinn nemur um 26 miUj. kr. Ráðgert er að tökur hefjist í haust. Stöð tvö sagði frá. Vantar 300 Samkvæmt nýrri könnun Fé- lags islenskra hjúkranarfræðinga vantar tæplega 300 hjúkranar- fræðinga til starfa á heilbrigðis- stofnunum landsins. Könnunin birtist í tímariti hjúkrunarfræð- inga sem sem út í dag. Hættumörk Blóðbirgðir Blóðbankans era komnar niður fyrir hættumörk. Af því tilefni era blóðgjafar hvatt- ir til þess að mæta í bankann og gefa blóð. Sérstaklega vantar blóð- gjafa með blóð í 0+ og O- Ævisaga Ævisaga Steingríms Hermannsson- ar, fyrrverandi forsætisráð- herra, kemur út í haust. Dagur B. Egg- ertsson er höf- undur sögunnar. Byggingu frestað Forsvarsmenn búddista á ís- landi hafa ákveðið að fresta bygg- ingu búddahofs hérlendis vegna efnahagsþrenginga í Taílandi. Morgunblaðiö sagði frá. Tökin hert Allir þeir sem haldið hafa eftir vörslusköttum og hafa verið kærðir vegna þessa til ríkislög- reglustjóra verða ákærðir sam- kvæmt nýrri vinnureglu embætt- isins. Það breytir engu þótt menn séu búnir að greiða skattana. Stöð tvö sagði frá. Kalda stríðið Halldór Ásgrímsson, utanríkis- ráðherra, sagði að kalda stríöið hafi valdið því að Norðurlöndin hafi bundist sterkari böndum í fé- lags- og menningarmálum. Bylgj- an sagði frá. Verðlaunaður Páli P. Páls- syni hljómsveit- arstjóra vora í gærkvöld veitt tónlistarverð- laun sem kennd eru viðEmstog Rosu Dom- browski. At- höfnin fór fram í Graz í Austur- ríki. Morgunblaðið segir frá. Hertar aðgerðir Lögreglan ætlar að fjölga lög- reglumönnum og koma upp myndavélum i miðbænum. Þetta er liður í því að koma í veg fyrir frekari óspektir unginga. Öryggi í ferjum Nýjar reglur ESB um öryggi um borö í farþegaskipum gætu aukið kostnaö við að reka ferjur hérlendis. Flugumferð Flugmálastjórn hefur borist fyrirspum um hvort hægt sé að lenda Boeing 737-200 flugvél á flugvellinum í Vestmannaeyjum. Þá hefur verið spurt um hvort hægt sé að lenda minni þotum. Hlutafjáraukning Öll hlutafjáraukning SlF var seld til forkaupsréttarhafa. Nafnvirði hennar var 150 millj. kr. -JHÞ/ JP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.