Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1998, Qupperneq 5
FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1998
5
Fréttir
Áskell Þórisson, í foreldraráði Smáraskóla, er ánægður með tilkomu
Pabbaklúbbsins. Hér er hann á mynd ásamt dóttur sinni, Laufeyju Dóru. DV-
mynd Teitur
Vilja aukna þátttöku feðra í grunnskólum:
Pabbaklúbbur
stofnaður
- byrjaði vel, segir Áskell Þórisson
Sl. mánudagskvöld stóð foreldraráð
Smáraskóla í Kópavogi fyrir stofnun
Pabbaklúbbs. Tilgangurinn með
klúbbnum er að auka þátttöku karla í
skólastarfmu. „Þetta byrjaði mjög
vel,“ segir Áskell Þórisson sem á sæti
í foreldraráði. „Konumar hafa verið
duglegri en karlamir að taka þátt í
skólastarfi í grunnskólanum. Hug-
myndin er sú að pabbar taki að sér
hóp krakka og leiðbeini þeim á áhuga-
sviði beggja. Faðir sem hefúr áhuga á
fjallgöngu gæti t.d. leiðbeint 8-10 ung-
lingum um fjallgöngu og áhugamaður
um tölvur gæti sömuleiðis tekið aö
sér annan hóp. Gert er ráð fyrir að
hver leiðbeinandi þurfi að koma í
skólann nokkrum sinnum."
14 karlar mættu á stofiifundinn.
„Þetta byrjar mjög vel. Mennimir
vora áhugasamir og margar hug-
myndir komu fram. Þeir ætla að taka
fleiri með sér næst og ákveðið var að
halda annan fúnd í byrjun septem-
ber,“ sagði Áskell.
Um er að ræða nýjung í grunnskól-
um. 1 Smáraskóla verða um 550 nem-
endur næsta vetur og nær skólinn
upp í 9. bekk. Aðstandendur benda á
að klúbburinn veiti feðrum tækifæri
til að nálgast bömin á nýjan hátt og
einnig sé klúbburinn mikúvægur lið-
ur í forvamarstarfi. -JP
T7777777772
oV,' mllfl hirn/te
Smáauglýsingar
staögreiöslu- og greiöslu-
kortaafsláttur og stighœkkandi
birtingarafsláttur
i>
SSO 5000
24.-27. júni
Sérfræðingur vill skoða þörfina á umhverfismati:
Kvíin í Klettsvík fer
ekki í umhverfismat
- engin þörf, segir Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri
„Það er mín persónulega skoðun að
skoða skuli hvort mat á umhverfisá-
hrifúm eigi að fara fram vegna komu
kvíarinnar fyrir Keikó i Klettsvík,"
segir Hrafn Hallgrímsson, deildar-
stjóri í umhverfisráðuneytinu. „Þegar
um er að ræða umsvif af þessum toga,
á slíkum stað sem Klettsvíkin er þyk-
ir mér sjálfsagt að skoða málið. Nú
þegar er búið að ákveða dýpkun vík-
urinnar. Kvíin er mjög stór og ekki
em áhrif af staðsetningu hennar aug-
ljós. Þá þykir mér sjálfsagt, þar sem
aðstandendur kvíarinnar em sagðir
miklir umhverfisvemdarsinnar, að
þeir gæti ýtrustu varkámi í samskipt-
um sínum við íslenska náttúm og
reglur."
í lögum um mat á umhverfisáhrif-
um em talin upp mannvirki og fram-
kvæmdir sem skylda er að sæti um-
hverfismati. Kvíin í Vestmannaeyjum
feilur ekki undir þá skyldu. í viðauka
með reglugerð er hins vegar að finna
leiðbeinandi upptalningu á fram-
kvæmdum sem æskilegt þykir að sæti
umhverfismati. Hrafn Hallgrímsson
telur að kvíin falli þar undir. í ljósi
þessa vill hann skoða þörfina á um-
hverfismati.
í samtali DV við Guðjón Hjörleifs-
son, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum,
kom fram að hann teldi enga þörf a á
umhverfismati. Haim sagði að aðilar
sem stæðu að baki kvínni hefðu ráð-
fært sig við umhverfisráðuneytið.
Þaðan hefðu þeir fengið þau skilaboð
að ekki væri þörf á umhverfismati.
Auk þessa benti hann á að þeir sem
stæðu fyrir uppsetningu kvíarinnar,
væm sér mjög vel meðvitandi um
náttúmvemd. Málið væri þó nýtil-
komið og hann vildi ekki útiloka að
það yrði skoðað betur síðar. -JP
Nyjar ◄
www.kringlan.is
KRINGMN