Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1998, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1998, Side 7
FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1998 7 fvTJ Slagur í heimspekideild Næstkomandi fostudag mun heimspekideild Háskólans ráða í tvær lektorsstöður i sagnfræðiskor. Guðmundur Jónsson, sagnfræðing- ur og höfundur Hagskinnu, er tal- inn öruggur með aðra stöðuna en um hina stöðuna bítast þeir Már Jónsson og Valur Ingi- mundarson. Mik- ill samblástur hefur verið inn- an deildarinnar til stuðnings Má, einkum meðal fom- vina kommúnismans en þeir munu ekki hafa verið uppnæmir fyrir bókinni Liðsmenn í Moskvu sem Valur skrifaði fyrir nokkrum árum. Már Jónsson nýtur hins vegar fulls pólitisks trausts sömu manna. Auk þess þykir Már hafa góðan ætt- fræðilegan bakgrunn í lektorsstöð- ina en Helga Kress, forseti heimp- spekideildar, er einmitt móðir Más... Aðeins einn jafnfættur Á Vef-Þjóðviljan- um mátti á dögim- um lesa vangavelt- ur eins lesanda um samkeppnis- mál eins og þau hafa birst honum undanfómu. Til að skýra mál sitt talar hann ekki um fyrirtæki held- ur gerir íslensk knattspymulið að umtalse&i. Hann segir að ef Skaga- menn verði íslandsmeistarar í fót- bolta í ár sé eðlilegt að ríkið taki í taumana og niðurgreiði góða leik- menn til lélegu liðanna svo þau geti náð betri árangri. Eölilegt sé að þeg- ar fyrirtæki, eins og knattspymulið, hafi náð yfirburðastöðu á markaði grípi apparat eins og Samkepnis- stofnun inn í og afstýri því að sama liðið skori öll mörkin. Eins megi gera reglur um að ekki megi vera nema einn góður skallamaður í hveiju liði og tveir jafiifættir leik- menn. Ómögulegt að eitt lið eða eitt fyrirtæki, vinni alla leikina og öll mótin. Bréfiö og nefið Á aðalfimdi Presta- félags íslands, sem haldinn var í fyrradag, vitnaði sr. Geir Waage, fráfarandi for- maður, í íslands- klukkuna og hafði á orði að „það væri margt bréfið". Sr. Gunnar Bjömsson í Holti greip þessi orð á lofti og sendi sr. Hjálmari Jónssyni þennan fyrripart: Vaskur Geir í veröld er veit aó margt er bréfiö. Sr. Hjálmar var ekki lengi aó botnœ Þegar úr stóli formannsfer fœr hann sér í nefíó. Til skýringa má nefna aó sr. Geir Waage er mikill neftóbaksmaður. Komast samt Uppsagnir hjúkrunarfræð- inga hafa skiljan- lega valdið ugg meðal fólks enda algert neyðará- stand fyrirsjáan- legt á sjúkrahúsunum taki upp- sagnfrnar gildi um mánaðamótin. Afstaða til uppsagnanna er annað- hvort sú að hjúkrunarfræðingum er sýnd samúð í haráttu fyrir betri kjörum eða þeir era fordæmdir sem vondar manneskjur sem ætli að yf- irgefa sjúka skjólstæðinga sína. Einn hjúkrunarfræðingur hafði á orði í léttu spjalli að kannski væra hann og kollegamir vondir og kæmust þar af leiðandi ekki til himna þegar jarðvistinni lykL En hann bætti við, sposkur á svip: „En við komumst yfirleitt þangað sem við ætlum okkur.“ Umsjón Haukur L Hauksson Netfang: sandkorn @ff. is Listahátíöin í Björgvin í Noregi: Bergljót hótar að hætta DV, Ósló: Bergljót Jónsdóttir hótar að hætta sem listahátíðarstjóri í Björg- vin í Noregi. Ekki er það þó vegna Björgvinjarsöngsins sem hún kast- aði út af dagskrá hátíðarinnar held- ur vegna eilífs peningasöngs. Þrátt fyrir miklar vinsældir gengur illa að fiármagna hátiðina. Halli er á rekstrinum þrátt fyrir að 35 þúsund gestir hafi komið í vor. Útgerðin kostar 200 milljónir ís- lenskra króna árlega en aðeins þriðjungur teknanna fæst með sölu aðgöngumiða. Afganginn borgar ríkið, Björgvinjarbær og nokkur stórfyrirtæki. Bergljót segir í samtali við norska viðskipahlaðið Dagens Næringsliv að staðan sé óviðimandi og að yfir- völd verði að leggja meira fé af mörkum. Að öðrum kosti gefist hún upp á þessari baráttu og hætti að loknum ráðningartíma sínum á næsta ári. Aðspurð um hvort henni hafi boðist önnur vinna segir Bergljót að hún hafi ekki sótt um aðra vinnu. Meðan lætin voru hvað mest vegna Björgvinjarsöngsins í vor létu margir listvinir í ljós ótta um að Bergljót kynni aö segja upp vegna gagnrýninnar sem hún fékk þá. Ekkert slíkt eftirspil fylgir þó Björvinjarsöngum. Vandfrm er að það er tómahljóð í kassanum og Bergljót vill meiri peninga. -GK Íiiliil Bergljót Jónsdóttir hótar að hætta sem listahátíðarstjóri í Björgvin. DÉI" ra£|W ÍÉ » J um Fréttir Óánægja á Bíldudal: Aðeins bensínaf- greiðsla gegn korti íbúar á Bíldudal þurfa nú að fá sér sérstök Skeljungskort ætli þeir að fá afgreitt bensín á staðn- um. Ekki verður hægt að fá bensín gegn greiðslu með pen- ingum nema í sérstökum tilfell- um. Að sögn Hannesar Friðriks- sonar, sem er umsjónarmaður bensínstöðvarinnar og veitinga- skálans Vegamóta á Bildudal, er þetta liður í umfangsmiklum breytingum sem munu eiga sér stað hjá Skeljungi um land allt. Ætlunin er að byija á Bíldudal og sjá hvemig tekst til. „Fólk hefur mjög blendnar til- finningar gagnvart þessu kerfi,“ sagði Hannes. Þeir sem kjósa að fá sér ekki áðumefnt kort þurfa að aka til Tálknafiarðar til að kaupa bensín. Nokkrir ferða- menn, sem voru á Bíldudal um helgina og ætluðu að kaupa bensín, þurftu frá að hverfa vegna nýja kerfisins. Margrét Guðmundsdóttir, for- stööumaöur markaðssviðs Skelj- ungs hf., segir að breytingin sé m.a. gerð til þess að koma frekar til móts við viðskiptavini á Bíldu- dal. Þeir geti nú nálgast bensín allan sólarhringinn. Hún segir ekki lengur fiárhagslega hag- kvæmt að halda úti stöðvum í litlum byggðarlögum og sé breyt- ingin gerð í bróðemi og vinsemd við íbúa staðarins. -hb Rengið súrnar í ráðuneytinu DV, Ósló: „Núna er það víst ríkisstjómin sem á að fialla um máhð en ég bíð bara og fæ ekkert svar,” segir Stein- ar Bastesen, norski hvalfangarinn og stórþingsmaðurinn, sem síðan í október á síðasta ári hefur beðið eft- ir svari norska sjávarútvegsráðu- neytisins við ósk um að flyfia 100 tonn af rengi til íslands. Steinar Bastesen, norski hvalfang- arinn og stórþingsmaöurinn. í fyrri viku fékk Steinar svar við skriflegri fyrirspum til Peters Ang- elsens, norska sjávarútvegsráðherr- ans, um að svar kæmi fyrir lok júni. Nú hefur sjávarútvegsráðuneytið dregið það loforð til baka því ráðu- neytismenn hafa ekki lokið umfiöll- un sinni um málið. Svarkemurþví ekki fyrr en í júlí. Rengið verður því örugglega orðið súrt þegar það kemst til íslands. „Við viljum flyfia út hvalaafúrðir en verðum að bíða eftir hentugum tíma til að hefiast handa. Ég get full- vissað þig um að ef ætlunin væri að neita Steinari um útflutningsleyfið værum við löngu búnir að því. Þetta er hins vegar afar flókið mál sem krefst nákvæmrar skoðunar," segir Magnor Nerheim, deildarsfióri í sjávarútvegsráðuneytinu, en hann hefur haft rengið á sínu horði frá því í haust. -GK Greiðsluáskorun Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur eftirtaldra gjalda að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar. Gjöldin eru: Staðgreiðsla og tryggingagjald til og með 5. tb. 1998, með eindaga 15. júní 1998, og virðisaukaskattur til og með 2. tb. 1998, með eindaga 5. júní 1998, og aðrar gjaldfallnar álagningar og ógreiddar hækkanir, er fallið hafa í gjalddaga fyrir 16. júní sl„ á staðgreiðslu, tryggingagjaldi og virðisaukaskatti, virðisaukaskatti í tolli, áfeng- isgjaldi, launaskatti, aðstöðugjaldi, þróunarsjóðsgjaldi, kirkjugarðsgjaldi, bifreiðagjaldi, slysatryggingagjaldi öku- manna, föstu árgjaldi þungaskatts, þungaskatti skv. ökumælum, viðbótar- og aukaálagningu söluskatts vegna fyrri tímabila, skemmtanaskatti og miðagjaldi, virðisaukaskatti af skemmtunum, tryggingagjaldi af skipshöfnum ásamt skráningargjöldum, vinnueftirlitsgjaldi, vörugjaldi af innlendri framleiðslu, vörugjaldi af ökutækjum, eftirlitsgjöld- um, aðflutningsgjöldum og útflutningsgjöldum, skilagjaldi á umbúðir, verðbótum á ógreiddan tekjuskatt og verð- bótum á ógreitt útsvar, skipulagsgjaldi, skipagjaldi, fisksjúkdómagjaldi, jarðarafgjaldi og álögðum opinberum gjöldum, sem eru; tekjuskanur, útsvar, sérstakur tekjuskattur manna, cignarskattur, sérstakur cignarskattur, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa, tryggingagjald, iðnlánasjóðs- og iðnaðarmálagjald, markaðsgjald, gjald í framkvæmdasjóð aldruðra, skattur af verslunar- og skrifstofuhúsnæði, ofgreiddar bamabætur, ofgreiddur bamabótaauki og ofgreiddar vaxtabætur. Ennfremur kröfur sem innheimtar eru á gmndvelli samnings milli Norðurlandanna um aðstoð í skattamálum, sbr. lög Fjámáms verður krafist án ffekari fyrirvara að þeim tíma liðnum fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinnar kann að leiða, á kostnað gjaldenda. Athygli skal vakin á þvt að auk óþæginda hefúr fiámám í för með sér verulegan kostnað fyrir gjaldanda. Fjár- námsgjald í ríkissjóð er allt að 11.500 kr. fyrir hvert fiámám. Þinglýsingargjald er 1.200 kr. og stimpilgjald 1,5% af heildarskuldinni, auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Em gjaldendur hvattir tíl að gera fttll skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað. Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, tryggingagjald, vömgjald og virðisaukaskatt, búast við því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án ffekari fyrirvara. Reykjavík, 25. júní 1998. Tollstjórinn í Reykjavík Sýslumaðurinn í Kópavogi Sýslumaðurinn í Hafnarfirði Sýslumaðurinn í Keflavík Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli Sýslumaðurinn áAkranesi Sýslumaðurinn f Borgamesi Sýslumaðurinn í Stykkishólmi Sýslumaðurinn í Búðardal Sýslumaðurinn á fsafirði Sýslumaðurinn í Bolungarvík Sýslumaðurinn á Patreksfirði Sýslumaðurinn á Hólmavík Sýslumaðurinn á Siglufirði Sýslumaðurinn á Sauðárkróki Sýslumaðurinn á Blönduósi Sýslumaðurinn á Akureyri Sýslumaðurinn á Húsavík Sýslumaðurinn á Ólafsfirði Sýslumaðurinn á Seyðisfirði Sýslumaðurinn á Neskaupstað Sýslumaðurinn á Eskifirði Sýslumaðurinn á Höfn Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum Sýslumaðurinn á Selfossi Sýslumaðurinn í Vík Sýslumaðurinn á Hvolsvelli Gjaldheimta Vestfiarða Gjaldheimta Austurlands Gjaldheimtan í Vestmannaeyjum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.