Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1998, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1998, Síða 10
FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1998 1» menn ing___________________________ Lækjarbrekka: Karfi með sultu ur upp angurværa fortíðarþrá, þegar slíkar klukkur ólu fólk upp fyrir einni öld í fullvissu þess, að heimurinn væri í föst- um skorðum. Sem hann reynd- ist ekki vera. Vinalegt hús á bezta stað bæj- arins freistar útlendinga, sem verða ekki fyrir vonbrigðum, þegar þeir koma í gamlan og notalegan aðalsal, sem snýr að Bakarabrekkunni, með trégólfl og trélofti, þægilegum húsbún- aði og tilviljanaskreytingum. Gerviblóm og græn vatnsglös á glerplötum yfir hekluðum dúkum eru hér við hæfi, alveg eins og ómerkar myndir og stór- ir speglar í svifstílsrömmum úr gylltum pappa. Of hávær dósatónlist spillir þessu and- rúmslofti, en í horninu þegir flygill, sem orðinn er að skraut- bar með heimsins bezta brenni- víni, finasta calvados. Juan Mari Arzak í San Sebastian í Baskalandi tókst að gera mér gott úr saltfiski með súkkulaði- sósu, en Lækjarbrekku heppnaðist ekki eins vel karfi með ávaxtasultu, sem kölluð var ávaxtasalat á matseðli. En karfinn var hóflega eldaður, hrísgrjón- in fint krydduð og fráhvarf frá hefðinni vel þegið. Gestur utan af landi tal- aði hátt eins og í símann í gamla daga og þakkaði sér- staklega vel fyrir súpu dagsins, sem var uppbök- uð hveitisúpa með miklu magni af fennikku, kölluð blaðlaukssúpa. Þetta er þjóðarsúpan sjálf, hvort sem hún heitir sveppasúpa eða eitthvað annað, sér- kennileg leðja, sem menn hafa vanizt. Þannig er matreiðslan í Lækjarbrekku, rambandi út og suður, góð, frambæri- osturinn og skyrið. Þannig var meira að segja heitur créme brúlée sykurskorpu- appelsínubúðingur borinn fram með súkkulaðiís og rann saman í ljóta blöndu. Skyrið var afar létt og gott, nánast eins og þeyttur rjómi, borið fram með of þéttu bláberja-iskrapi. Pappírsþurrkur og ál- smjör fylgja lágu hádegis- verði hveitisúpu og aðal- réttar á 1090 krónur, en tauþurrkur og tvenns kon- ar smjör fylgja háu kvöld- verði, þar sem þrír réttir og kaffi kosta um 4.070 krónur á mann. Þjónusta er góð og lærð í Lækjarbrekku, velkist ekki í vafa um, hver hafi pantað hvað. Andrúmsloftið er notalegt, undir stjórn Borg- undarhólmsklukku, sem slær á kortérs fresti og vek- leg eða vond eftir atvikum. Með annarri hendinni eru gerðar forvitnilegar tilraunir, en með hinni er farið eftir verstu hefðum. í forrétti eru boðnar ágætis lundasneiðar Veitingahús Jónas Kristjánsson og hráar hangikjötssneiðar, en út á meðfylgj- andi rauðlaukssalat var sett rauðrófusósa, sem sló réttunum út i rautt. Beðið var í aðal- rétt um mildilega steikt lambakjöt, en það kom grátt á borð, of þurrt og of saltaö, rétt eins og tíðkaðist fyrir áratugum á þjóðvegi númer eitt. Vel heppnað var humarrisotto með vel fersku salati. Ofnbakaður saltfiskur var of saltur að hætti íslendinga, undir stinna kart- öfluflöguþakinu, sem kokkar læra í skóla, en sem betur fer ekki borinn fram með stökku grænmeti matseðilsins, heldur fersku salati, svo og tvenns konar olífumauki bragðmiklu. Allir eftirréttir staðarins eru með ís, nema Ágæt afþreying Hlutverk tónlistar í lífi manna hefur verið til umfjöllunar i ræð- um og ritum svo langt sem heimildir ná. Eft- ir að sagnfræðileg skoðun tónlistar hófst hafa menn reynt að setja saman sögu þar sem frumleiki tónlist- arinnar hefur skipað henni i sæti á hverj- um tíma. Það er mun auð- veldara að leita að frumleika í fortíð en nútíð því í raun býr skýr skilgreining að baki. Hún er sú að tónlist er frumleg og merkileg ef 1 henni búa vaxtabroddar þess sem á eftir kem- ur. Þannig þykir sú tónlist merkileg frá upphafi 18. aldar sem geymir skýr einkenni þess sem þróaðist sem sónötuform seinna á öldinni. Þau verk þykja merkileg frá síðasta hluta 16. aldar sem stefna í átt að því sem upp úr aldamótum þar á eftir varð ópera. Þessi flokkun og röðun tónlistar hefur ráð- ið nokkru um hvað er leikið í tónleikasölum og hvað er gefið út. Þvi er hins vegar ósvar- að að hve miklu leyti þessi flokkun fullnæg- ir mannlegum áhuga og þörf fyrir tónlist. Er nauðsynlegt að tónverk sé sögulegur vegvís- ir til að hennar sé notið? Auðvitað ekki - flest af því sem fólk hlustar á dags daglega mun aldrei flokkast sem slíkt. Því þá ekki að fara enn á ný í gegnum söguna með gleðina og nautnina eina að leiðarljósi! Og viti menn, víða leynast gersemar ef forsendun- um er breytt. Eitt þeirra er tónlist eftir mann sem sjaldnast er nefndur í sögulegum ritum en nýtur orðið vinsælda vegna kynn- Hljómplötur Sigfríður Björnsdóttir ingar frábærra listamanna á verkum hans. José Marín var uppi á 17. öld á Spáni. Hljómdiskur Montserrats Figueras og Rolfs Lislevands, sem hingað komu á nýliðna Listahátíð, ber yfirskriftina Tonos Huma- nos. Fleiri koma við sögu tónlistarflutn- ingsins, meðal annars kastanettuleikari. Út- gáfumerkið er Ali- aVox og er undirrituð forvitin að vita hvort allir hljómdiskar það- an fái jafngóðan frá- gang og þessi. Þarna er á ferðinni ótrúlega falleg hönnun og mun meira aðlaðandi en hin köldu og brot- hættu plastumslög sem einkenna mark- aðinn. Tónlistin flokkast samkvæmt tíma undir snemm-barokk en það segir kannski minnst. Þetta eru söngvar við ástríðufull ljóð þar sem vinsælir dansar þess tíma eru lagðir til grundvallar. Marín þykir þannig sameina vel tónlist ætlaða hærri og lægri stéttum. Flutningurinn er mjög áheyrilegur, hljóð- færin upprunaleg og raddbeiting söngkon- unnar við hæfi, án þess að verða tilgerðarleg eins og stundum vill verða þegar menn reyna að syngja í gömlum stíl. Hljómurinn er kannski fullmikill, miðað við að þetta er stofutónlist, en það kemur ekki að sök. Þetta er góður hljómdiskur og þó að José Marín hafi kannski ekki velt stórum sögulegum björgum með þessum verkum þá eru þau vel þess virði að verja tíma til að kynnast þeim. Jose Marín: Tonos Humanos Montserrat Figueras og Rolf Lislevand AliaVox. Dreifing Japis IFósturskóli íslands Saga Fósturskóla íslands er komin út hjá Góðu máli ehf. Bókin rekur sögu skólans frá 1946 -1996, aðdraganda þess aö hann var stofnaður, þróun hans og mótun í fimmtíu ár. Jafn- framt er greint frá grundvallarhug- myndum og uppeld- isviðhorfum sem menntun fóstra/- leikskólakennara og störf þeirra hafa byggst á. Bókin er prýdd fjölda athyglisverðra Ijósmynda frá þessum árum auk þess sem birt- ar eru ljósmyndir af hverjum útskriftarárgangi frá 1948-1996. Fósturskóli íslands er skrifúð af Valborgu Sigurðardóttur, fyrrverandi skóla- stjóra og brautryðjanda í menntun leikskóla- kennara. Bókin er m.a. fáanleg í bókabúðum Máls og menningar. i>jóðminjasafni lokað Eftir verslunarmannahelgi verður Þjóðminja- | safni íslands við Hringbraut lokað í tvö ár vegna viðgerða. Stefnt er að þvi að opna aftur með nýjar sýningar á miðju ári 2000. Eins og menn muna var gert við húsið að utan fyrir tveimur árum en nú er meiningin að ; taka það í gegn að innan, endurskipuleggja nýt- ! ingu þess og byggja við það. Sýningar safnsins ■ við Suðurgötu, sem staðið hafa i 40 ár, verða teknar niður og því síðustu forvöð fyrir fólk að | sjá þær. í sérsöfnum verða þó sýningar áfram, f t.d. í Lækningaminjasafhi og Sjóminjasafni. Að sögn starfsmanns i safninu hafa breyting- : ar verið lengi i bígerð og leggjast vel í menn. Ný bók Pauls Austers | Út er komin bókin Hending efth' Paul Aust- í er, sérlegan vin útgáfunnar Bjarts. Samningur hefur verið gerður milli vinanna sem kveður á um að bækur Austers komi framvegis út s samtímis á íslensku og ensku og er það töluverður fengur fyr- I ir bókaunnendur sem njóta þess að lesa heimsbókmenntimar á móðurmáli sínu. Paul Auster er höf- undm- sem nýtur mik- illar virðingar en eins og flestir góðir höf- undar hefur hann Ifengið sinn skerf af mótlæti í lífinu. Sem dæmi má nefna að handritinu að Glerborginni, upp- I hafsbók hins svokallaða New York þríleiks, var : hafnað af sautján útgefendum áður en hún kom | loksins út. Þríleikurinn varð síðan hrikalega vinsæll og hefur verið þýddur á mörg tungu- | mál, m.a. íslensku. INýja bókin, Hending, fjallai- um þá Pozzi og Nashe sem heimsækja tvo sérvitra milljarða- mæringa á afskekkt óðalssetur í Pennsylvaniu með það fyrir augum að vinna af þeim peninga í póker. En leiðangurinn, sem upphaflega var Ílagt í til þess að bjarga fjárhagnum, verður á endanum háskafor þar sem líf þeirra er í veði. Snæbjörn Arngrímsson þýddi. Sjálfsvirðing kvenna J Bókaútgáfan Vöxtur gaf út á kvennadeginum bókina Ekki klúðra lífi þínu, kona eftir dr. I Lauru Schlessinger sem er bandarísk og geð- læknir að mennt. Dr. Schlessinger hefur séð um út- varpsþætti í Banda- ríkjunum mörg undanfarin ár og er bókin m.a. byggð á viðtölum úr þeim þáttum. Höfundur talar tæpitungu- laust til kvenna og bendir þeim á að koma sér út úr sam- böndum þar sem þeim er misboðið. | Þar dugi engar afsakanir, ekki einu sinni lélegt 1 sjálfsmat. Konur öðlist ekki sjálfsvirðingu nema 1 hafa fyrir henni, taka áhættu, þora að vera ein- ; ar og rækta sjálfar sig. Bókina þýddi Súsanna Svavarsdóttir blaða- maður. Umsjón Þóiunn Hrefna IV I »m\ S»Wvméi^.« Ekkiklúðra íi jl (h'hr, Lh* Siijwnna Svav.irstlótlir Wfc

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.