Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1998, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1998, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1998 Spurningin Ferðu til útlanda í sumarfríinu? Olga Másdóttir hárgreiðsludama: Nei. Sirrý Sigurðardóttir, fóstra og býr í Svíþjóð: Ég er í sumarfríi á íslandi. Þormóður Sigurðsson múrari: Já, ég fer til Benidorm. Davíð Helgason múraranemi: Nei, ég ætla að ferðast innanlands. Bjöm Ragnarsson fjármálastjóri: Ég fór til Costa del sol. Ólafur Jónsson skrifstofumaður: Nei, ég ætla að ferðast innanlands. Lesendur________________ Missir launafólks Launafólk á íslandi stendur frammi fyrir því að missa allt út úr höndunum sem undanfarandi kynslóöir hafa barist fyrir, aö mati bréfritara. Gunnar Halldórsson skrifar: Verkalýðsforystan á íslandi er orðin að skriffinnskubákni sem heldur launafólki niðri og kemur i veg fyrir að fólk geti verið virkt í eigin baráttu. Því miður er sú raun- in að henni er sama um viðvarandi atvinnuleysi eða hvað á maður að halda þegar hún þegir þunnu hljóði og aðhefst ekkert í málefnum at- vinnulausra? Launafólk á íslandi stendur frammi fyrir því að missa allt út úr höndunum sem undanfarandi kyn- slóðir hafa barist fyrir. Kjaraskerð- ing, fátækt, atvinnuleysi og gjald- þrot eru æ algengari veruleiki ís- lensks alþýðufólks og verkalýðsfor- ystan er ráðþrota og máttlaus. Svokölluð þjóðarsátt hefur orðið til þess að launamunur hefur stórauk- ist og stéttaskipting hefur fest sig í sessi í íslensku samfélagi. Lág- markslaun eru langt frá þvi að duga til framfærslu. Eða hvemig á maður að skilja aðgerðaleysi formanns næststærsta verkalýðsfélags lands- ins að hann skuli sætta sig viö aö sá, sem er atvinnulaus, skuli fá 52.000 krónur útborgað á mánuði til að lifa á? Á meðan horfir launafólk upp á forréttindahópa i þjóðfélaginu sem lifa í vellystingum. Ágæti verkamaður, viltu halda áfram á þessari braut? Viltu láta hlutskipti vonleysis, fátæktar og at- vinnuleysis verða veruleika bama þinna? Nú er kominn tími til að vinnandi fólk og atvinnulaust standi upp og uppræti siðleysi og spillingu sem viðgengst hvarvetna í þjóðfélaginu. Því miður er hugsana- gangur í íslensku þjóðfélagi sá að meðan ég og mín fjölskylda höfum það gott varðar mig ekki um aðra! Krefjumst réttlætis okkur til handa. Það gerir það enginn fyrir okkur. Þó svo að það sé búið að semja til þriggja ára þurfa formenn verkalýðsfélaga ekkert að leggja sig í hægindastól og blunda værum svefni! Hvers á aumingja dýrið að gjaida? Keikóvinur skrifar: Eftir miklar vangaveltur og spenning á að koma Keiko fyrir úti í Eyjum. Eftir að niðurstöður lágu fyrir fóra raddir að heyrast úr ýms- um áttum um að Eskifjörður hefði verið heppilegri staöur og þvi er ég sammála! Vissulega er náttúrufeg- urðin mikil og vegleg úti í Eyjmn en ég er nú viss um að „kvikmynda- stjaman“ okkar á erfitt með að sætta sig við stöðuga bátaumferð og hávaðarok sem tíð era í Eyjum. Svo kom enn einn gullmolinn frá „þess- um“ mönnum. Þeir töldu aðstöðu til frekari rannsókna á dýrinu vera betri í Eyjum, sem vissulega gæti staðist. Ég hefði nú samt haldið að það yrði miklu ódýrara að koma upp aðstöðu fyrir rannsóknir á Eskifirði heldur en að eyða mörgum tugum milljóna i flugvallarfram- kvæmdir og dýpkun á víkinni þar sem hýsa á Keikó. Hvað ferðamálin varðar hefði Eskifjörður verið betri kostur fyrir alla aðila sem að þessu máli koma. Ég sé ekki í fljótu bragði að útlend- ingar, sem koma til að sjá „kvik- myndastjömuna“, fari síðan út á land til að skoða sig um. Vissulega einhveijir en meginþorri ferða- mannanna gerir það ekki. Samviskulaus þvottaþjófur F.B.J. skrifar: Ég vona að þú, sem fórst inn í þvottahúsið í Stigahlíð 30 laugar- dagsnóttina 6. júní og tókst fötin mín, lesir þetta bréf. Ég er 8 ára stelpa og bý með mömmu minni. Þegar við ætluðum að sækja þvott- inn okkar á laugardagsmorgun hafðir þú haft fyrir því að fara inn í þvottahúsið og velja þér fot af snúr- unum. Af okkar þvotti tókstu ein- göngu fötin mín (skildir reyndar eft- ir sokkana) og einn bol af mömmu sem hún var nýbúin að fá að gjöf. Þrennar buxur tókstu, peysu, stutt- ermaboli, nærboli, hjólabuxur, sem ég var nýbúin að fá fyrir sumarið, og nýja rauða vindgallann minn sem ég er bara búin að nota fjóram sinnum og mamma var að þvo í fyrsta skipti. Vinkona mömmu hafði saumað tvennar buxur handa mér og einar buxur hafði frænka mín gefið mér þegar hún kom frá útlöndum. Mér er ekki sama um föt- in mín því ég á ekki mikið af þeim og ég hugsa vel um þau. Af hveiju gastu ekki frekar tekið rúmfötin og handklæðin? Þig hefur kannski þjónusta allan sólarhringii i sima ÍO 5000 kl. 14 og 16 Sem betur fer mun þaö fremur fátítt að fingralangir auki viö fataeign sína meö því aö næla í þvott annarra. Þess munu þó dæmi eins og meöfylgjandi bréf sýnir. ekki vantað svoleiðis? Hvað ætlar þú að gera við fötin min? Geturðu virkilega klætt böm- in þín eða einhver önnur böm í stolin föt? Fötin min? Eða ætlarðu kannski að selja þau? í hvaða fötum á ég að ganga? Mamma mín vinnur bæði á daginn og á kvöldin til að sjá fyrir okkur. Við eigum ekki mikla peninga. Kannski átt þú líka litla peninga til að kaupa fót en þurft- irðu að stela mínum? Ég get ekki skilið að það skuli vera til fólk sem gerir svona ljóta hluti en við mamma viljum gefa þér tækifæri til að gera hreint fyrir þínum dyrum og skila fötunum minum á sama stað. DV Ef slys - hvað þá? Kristmn Sigurðsson hringdi: Nú styttist í að Hvalfjarðargöng- in verði opnuð og er það hið besta mál. En ég hef ekki heyrt eitt orð frá Spalarmönnum hvað gerist ef árekstur verður í göngunum, ef bíll bilar eða ef dekk springur og bíl- stjórinn getur af einhverjum ástæð- um ekki skipt um dekk. Hvað þá? Gott væri að fá svör við þessu. En engu að síður, til hamingju, Spalar- menn. Það hálfa væri nóg Anna Jónsdóttir hringdi: Það hefur víst ekki farið fram hjá neinum að nú stendur yfir í Frakk- landi heimsmeistarakeppnin i fót- bolta. Það hefur víst ekki heldur farið fram hjá neinum að leikirnir eru sýndir í Sjónvarpinu. Væri það hálfa ekki nóg? Þarf að sýna alla leikina? Og þarf að láta þá ráða ferðinni hvað sjónvarpsdagskrána varðar? Þeir ganga nefhilega fyrir öðrum dagskrárliöum. Þetta væri allt í lagi í stuttan tima en keppnin er langt frá því að vera búin. Það eru nefnilega ekki allir sem hafa áhuga á þessum boltaleik. Hjartað slær sterkar Guðlaug hringdi: Mikið óskaplega finnst mér mið- bær Reykjavíkur vera orðinn falleg- ur. Ég bý úti á landi en kem þó reglulega í höfuðborgina. Og í hvert skipti sem ég kem í bæinn sé ég hve mikil natni er lögð í að fegra bæinn, breyta og bæta. Það var þó eitt sem mér fannst standa upp úr þegar ég brá mér síðast i bæjarferð. Og það var Iðnó. Búið er að setja þennan gullmola í hjarta bæjarins á fyrri stall og nú ku þar þrifast menning- arstarfsemi af ýmsu tagi. Mér finnst sérstaklega ánægjulegt að farið er að halda dansleiki i Iðnó. Það var alltaf sérstök rómantík sem sveif yfir vötnum í salnum enda töfrar yfir húsinu. Og það voru mörg pör sem stigu þar sinn fyrsta dans. Meðal þeirra var ég og minn eigin- maður. Og ég veit að þau eru mörg danssporin sem eiga eftir að verða þar stigin. Ég vil bara þakka þeim aðilum, sem unnu að þessu verk- efhi og ég veit að þeir eru fleiri sem eru sömu skoðunar og ég. Hugsið um nágrannana Höskuldur hringdi: „Komdu, kisa mín, kló er falleg þin...“ Þetta eru upphafslínurnar í fallegu lagi sem var vinsælt á með- al bama á sínum tíma. Vist eru kettir fallegir, a.m.k. sumir, og þeir geta létt einmana sálum lífið. Ég veit til dæmis til þess að margar einstæðar konur hafa fengið sér kött til að hafa eitthvert líf á heim- ilinu. En hvað með þaö. Ég bý í nýju hverfi þar sem mikið er af bömum. Þau þurfa náttúrlega að leika sér á leikvellinum í hverfinu, þar sem meðal annars eru rólur, vegasalt og sandkassar. Og kettim- ir í hverfinu virðast sækja jafn mik- ið í þessa sandkassa og blessuð bömin. Og kettimir era náttúrlega skepnur sem gera þar stykkin sín. Maður getur ekki annað en ímynd- að sér að úrgangurinn úr þeim sé heilsuspillandi fyrir bömin. Hvem- ig væri að kattareigendur tækju sig saman og hreinsuðu sandkassana reglulega? Það ætti að minnsta kosti ekki að vera heilsuspillandi fyrir þá. Ónýtar spólur Elín hringdi: Ég geri töluvert að því að leigja spólur og lendi oft í því, þegar ég er búin að koma mér vel fyrir með snakk og tilheyrandi, að spól- an reynist vera ónýt eða útslitin. Ég dröslast þá með spóluna aftur út í sjoppu, fæ aðra sem reynist þegar til kemur vera alveg jafn út- slitin og hin fyrri. Þess vegna mæli ég með því að videoleigur komi sér upp lágmarksgæðatékki og leigi ekki út spólur sem era ónýtar eða útslitnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.