Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1998, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1998, Qupperneq 16
16 íþróttir Frakkinn Bernard Diomede í baráttu viö Danann Jan Heintze í leik þjóöanna á HM í gær. Frakkar unnu riöilinn og mæta Paraguay í 16-liöa úrslitum keppninnar. Símamynd Reuter „Dýrmæt reynsla sem nýtist okkur“ - S-Afríkumenn og Sádar farnir heim Suður-Afríka og Sádi-Arabía luku keppni á heimsmeistaramótinu í gær en þjóðimar áttust við innbyrð- is í lokaleiknum. Leiknum lauk með jafntefli, 2-2, en hann var fjörugur á köflum. Suður-Afríka átti mögu- leika á að komast áfram með góðum sigri á Sádunum en þá hefðu úrslit í leik Frakka og Dana þurft að vera þeim hagstæð. Þetta var í fyrsta skipti sem Suð- ur-Afríkumenn komast í úrslita- keppnina og sagði þjálfari liðsins að þátttakan í keppninni myndi nýtast liðinu i framtíðinni og koma knatt- spyrnunni á enn hærri stall heima fyrir. Höldum vinnunni áfram „Þegar heim verður komið mun- um við setjast niður og skoða dæm- ið í heild sinni. Þetta var stórkost- leg reynsla fyrir okkur alla. Við náðum í tvö stig sem er ekki svo slæmt í fyrstu keppninni. Nú er bara að halda vinnunni áfram og gera enn betur næst,“ sagði Phil- ippe Troussier, þjálfari S-Afríku, eftir leikinn í gær. -JKS Frakkar unnu alla leikina í riðlinum: „Ég er stoltur og hamingjusamur“ - Danir mæta Nigeríu í 16-liða úrslitum Frakkar sýndu mátt sinn og meg- in þegar þeir lögðu Dani án átaka í gær, 2-1. Frakkar unnu þar með alla sína leiki i riðlinum og eru lík- legir til afreka á heimavelli. Danir geta líka verið sáttir við unninn hlut en þeim tókst ætlunarverkið. Það var að komast í 16-liða úrslit en þar mæta frændur vorir liði Níger- íu. Danir settu vamarleikinn á odd- inn gegn Frökkum. Þessi taktík gekk vel en Frakkar voru beittari í öllum aðgerðum og unnu sanngjarn- an sigur. Þjálfari Frakka gat ekki leynt gleði sinni eftir leikinn og sagðist vera sáttur við það sem búið væri. „Við höfum leikið vel í keppninni fram að þessu og það er mikill metnaður í liðinu. Það er mín sann- færing að það búi enn meira í liðinu en nú hefst alvaran þar sem ekkert má út af bera,“ sagði Aime Jacquet, þjáifari Frakka. Bo Johannsson, þjálfari Dana og fyrrverandi landsliðsþjálfari íslend- inga, sagðist aldrei vera ánægður með ósigur. „Það var góð barátta í liðinu og liðið lék ágæta knattspyrnu. Frakk- ar vom sterkari og það er stórkost- legt að vera komnir áfram,“ sagði Johannsson. -JKS Mohammed Al-Deayea, markvöröur Sádanna, varöi mjög vel á HM I gær. Sýndi hann oft glæsileg tilþrif gegn Suöur-Afríku, eins og glöggt sést á myndinni. Símamynd Reuter PETIT SKORAR FRA VÍTATEIGSLÍNU FRAKKLAND Youri Djorkaeff Emmanuel Petit (vítaspyrna) 13. mínútu Michael Laudrup 57. mínútu DANMORK (vítaspyrna) 42. minútu WaG-REUTERS Nígeríumenn bidu sinn stærsta ósigur í úrslitakeppni HM gegn Paraguay i gær. í úrslitum HM 1994 tapaði liðið tveimur leikjum með markatölunni 2-1. Búlgarar jöfnuðu sinn stærsta skell í úrslitum HM en þeir töpuðu í keppninni 1962 i Chile fyrir Ung- verjum, 6-1, eins og gegn Spáni í gærkvöldi. Owen settur í byrjunarliðiö? Breskir fjölmiðlar em sam- stiga i þvi að Glenn Hoddle eigi að gefa Michael Owen tækifæri í byrjunarliðinu gegn Kólumbíu á fostudaginn en sá leikur sker úr um hvor þjóðin kemst áfram í 16-liða úrslitin. Owen hefur hleypt miklu lífi í enska liðið þegar hann hefur komið inn á sem varamaður og skoraði markið gegn Rúmenum. Paul Ince er á batavegi eftir ökklameiðslin sem hann hlaut í leiknum gegn Rúmeníu. Vafasamí er hvort Garteh Southgate verði orðinn góður fyrir föstudagsleikinn. -JKS Allir á Stjjörnuvöllinn! Fyrsta deild karia íkvöldkl. 20 íGaröabæ Stjaman olís Skallagrímur Olis er styrktaraöili Stjörnunnar Þrír handteknir fyrir svarta- markaðsbrask Lögreglan í Frakklandi hefur undanfama daga haft spumir af því að í gangi sé svartamarkaðs- brask í sölu aðgöngumiða á úr- slitaleikinn þann 12. júlí. Heyrst hefur að miðar hafi fengist fyrir aOt að 100 þúsund krónur. Lögreglan mun taka hart á þeim sem verða staðnir að verki við þessa iðn sem tíðkast ávaUt á keppnum sem þessum. í gær voru þrír handteknir vegna sölu á miðum á bak við tjöldin á leiki Chile og Kamerún og Bandaríkjanna og Júgóslavíu. Einn af þeim var með 15 miða í fórum sínum. Þeir þóttu sleppa vel en þeim var gert skylt að borgá 420 franska franka í sekt. Erfitt verður að nálgast sopann Lögreglan i Lens er við öUu búin fyrir leik Englendinga og Kólumbíu sem verður háður í borginni á föstudagskvöldið. Ákveðið hefur verið að loka fyr- ir sölu á áfengi á börum, veit- ingahúsum og í verslunum frá klukkan átta á föstudagsmorgni fram til átta laugardagsmorgun. Yfirvöld tóku ákvörðun um þetta í gær til að spoma við ólátum í tengslum við leikinn. Hátt á ann- aö þúsund lögreglumenn verða við gæslu í Lens á leikdag. Búist er við 20 þúsund Englendingum og helmingur þeirra er án að- göngumiða. -JKS FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1998 FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1998 25 E>V DV íþróttir Spánverjar niðurbrotnir - stórleikur gegn Búlgaríu dugði ekki Spánverjar sitja eftir með sárt ennið þrátt fyrir stórsigur á Búl- görum í gærkvöld. Spænska liðið náði loksins að sýna hvað í því býr en það kom of seint. Spánverjar settu traust sitt á Nígeríumenn en þeir lágu öUum á óvart fyrir Paragay. Þau úrslit gerðu það að verkum að Spánverjar gátu pakkað niður og haldið heim á leið. Þessi niðurstaða urðu geysileg vonbrigði fyrir Spánverja sem lögðu aUt í söl- urnar gegn Búlgörum. Þeir léku þá sundur og saman og skoruðu aUs sex mörk. Spánverjanir féllu í grát Spænsku leikmennirnir féUu flestir í grát þegar þeim barst til eyrna að Paraguay hefði unnið Ni- geríu. Spænska liðið þótti líklegt til afreka í keppninni en þær von- ir brugðust gjörsamlega. Nokkuð ljóst þykir að nú blasir við upp- stokkkun hjá Spánverjum. „Ég er að vonum mjög dapur með þessa niðurstöðu, en lífið heldur áfram. Við ætluðum okkur miklu meira en því miður gekk það ekki eftir. Það eru nokkrir þættir sem oUu því að við komumst ekki áfram og m.a. sat tapið gegn Níger- íu í mönnum. Það er í raun erfitt að sætta sig við þetta eftir frábær- an leik gegn Búlgörum," sagði Javier Clemente, eftir stærsta sig- ur liðsins á HM frá upphafi. Talið er liklegt að spænska sam- bandið framlengi ekki samning sinn við Clemente. Vonbrigði út í gegn „Þátttaka okkar hér á HM í Frakklandi er búin að valda mikl- um vonbrigðum. Undirbúningur okkar fyrir mótið var ekki nógu markviss og liðið náði sér aldrei á strik. Það er mikiU munur á styrk liðsins hér og í Bandaríkjunum fyrir fjórum árum,“ sagði Hristo Bonev. Hann sagðist í gærkvöldi vera hættur í starfi landsliðsþjálfara. -JKS Afrek Fontaine - 13 mörk í 6 leikjum Það mun líklega enginn stíga aftur í þá markaskó, sem Frakkinn Juste Fontaine komst í á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð 1958. Hann var nánast óþekkt nafn utan Frakklands fyrir mótið og átti aUs ekki víst sæti í HM-liði Frakklands. En strax frá og með fyrsta leik small samvinna hans og Raymonds Kopa saman og eftir það var ekki aftur snúið. Fontaine skoraði 13 mörk í 6 leikjum eða á þeim 540 mínútum sem hann spilaði. Það gerir mark á 42 mínútna fresti. Hann skoraði 1 fernu, 1 þrennu, 2 tvennur og tvisvar sinnum eitt mark sem gerir 2,17 mörk að meðaltali í leik. Enginn haföi náð að skora fleiri mörk i HM hvorki á ferli né í einni keppni en 16 árum seinna skoraði Gerd MuUer sitt 14. HM- mark og komst þar með upp fyrir Fontaine. Slæm meiðsli urðu þess valdandi að Fontaine, sem var 24 ára þegar hann blómstraði í Svíþjóð, varð að hætta að leika knattspyrnu aðeins 27 ára. Hann náði því aldrei að spila fleiri HM-leiki en minning hans frá þeim 6 leikjum sem hann spUaði lifir um ókomin ár enda met hans nánast ómögulegt að slá. Þess má geta að enginn af síðustu 5 markakóngum í HM (1978-94) hefði náð að komast upp fyrir Fontaine þótt þeir hefðu margfaldað markaskor sitt með tveimur. Hér tU hægri má sjá úttekt á metinu glæsUega þar sem sjá má hvernig Frakkinn Fontaine fór að því að slá öUum öðrum markakóngum í sögu HM við. -ÓÓJ Celso Ayala kom Paraguay á bragöiö gegn Nígeríu strax á fyrstu mínútu leiksins. Samherjar hans, þeir Hugo Brizuela og Jose Cardozo, fagna marki hans innilega. Cardozo átti eftir að koma viö sögu þegar hann skoraði þriöja markið og innsiglaöi glæstan sigur liösins. Símamynd Reuter Metið sem enginn slær? - 13 mörk Juste Fontaine í HM í Svíþjóö 1958 - 20 merkisdagar í Svíþjóð 1958 - leikir og mörk Juste Fontaine í keppninni - Riölakeppnin 8. júní Norrköping viö Paraguay (7-3) 3 mörk 11. júníVateras við Júgóslavíu (2-3) 2 mörk 15. júní Örebro viö Skotland (2-1) 1 mark mmaœ 8 liöa úrslit 19. júníí Norrköping viö Noröur-Irland (4-0) 2 mörk Hvemig skoraði Fontaine mörkin meö vinstri fæti 4 meö hægri fæti 8 meö skalla 1 I fyrstu snertingu 5 eftir 2 til 4 snertingar 6 eftir 5 snertingar eöa fleiri 2 Juste Fontaine Fæddur: 18. ágúst 1933 í Marokkó Hæö: 174 sm. Þyngd: 72 kg. Landsleikir/Mörk: 21/30 Leikur um 3. sætiö 28. júní\ Gautaborg við Vestur Þýskaland (6-3) 4 mörk Undanúrslit 24. júní\ Stokkhólmi við Brasilíu (2-5) 1 mark Næstu menn á lista á eftir Fontaine Sandor Kocsis Ungverjalandi í Sviss 1954 Gerd Múller Vestur Þýskalandi í Mexíkó 1970 Eusebio Portúgal í Englandi 1966 11 Stoichkov ekki góð fyrirmynd Búlgarinn Hristo Stoichkov vill örugglega gleyma HM í Frakklandi. Hann náði sér aldrei á strik og var sífellt með allt á homum sér. Hann má muna sinn fifil fegri þvi á HM fyrir fjórum árum var hann markahæstur. Um síðustu helgi framdi hann agabrot þegar hann laumaði sér á skemmti- stað í óþökk þjálfarans. -JKS 6 mörk skoruð úr vitaspyrnum Sex vítaspymur voru dæmd- ar í leikjunum á HM í gær. Þrjár vítaspyrnur voru dæmd- ar í leik Frakka og Dana, tvær í leik Suður-Afríku og Sádi-Ar- abíu og ein í leik Spánar og Búlgaríu. Allar vitaspyrnumar voru nýttar eins og raunar all- ar þær sem teknar hafa verið á heimsmeistaramótinu fram að þessu. -JKS Hvenær í leikjunum skoraði Fontaine mörkin - 7 í fýrri hálfleik, seinni hálfleik 6 - C*’ & $ & 'é 'é ítl $ ;# 'é 'é 'é 1-15 16-30 31-45 46-60 61-75 76-90 mín. mín. mín. mín. mín. mín. Mikill léttir - Paraguay lagði Nígeríu og komst í 16-liða úrslitin Frá því að úrslit lágu fyrir í leik Paraguay og Nígeríu í gærkvöld hefur ríkt sannkölluð þjóðhátíð í Paraguay. Fólk þusti út á götur, dansaði og grét af gleði. Árangur Suður-Amerikuþjóðanna á HM er eftirtektarverður en þegar hafa fjórar þjóðir þaðan komist áfram. Almenningur trúði varla því að knatt- spymugoð þeirra væm komin í 16-úrslit keppninnar eftir frábæran sigur á Níger- íu, 1-3. Paraguay kom mjög á óvart með beittum en skynsömum leik en Nígería lék sinn slakasta leik í keppninni til þessa. Nokkrir lykilmenn þeirra hvíldu en liðið var búið að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitunum. Þjálfari liðsins tók einnig þá ákvörðun að láta ekki þá leikmenn, sem höföu gul spjöld á bakinu, leika og tók þannig enga áhættu að missa þá í leik- bann fyrir mikilvægan leik í 16-liða úr- slitunum. Alls gerði hann sjö breytingar á liðinu frá síðasta leik. Var mjög taugaóstyrkur „Það var gríðarlega erfitt að sitja á bekknum en ég var orðinn taugaóstyrk- ur undir lokin. Við fengum fréttir af gangi mála hjá Spánverjunum og því var mikill léttir þegar ljóst var að við höfö- um tryggt okkur sæti í 16-liða úrslitun- um. Fyrir okkur var þetta geysilega erf- iður leikur og við fengum svo sannarlega færin til að skora enn fleiri mörk. Við sýndum einnig frábæran vamarleik og á heildina litið verðskuldum við sigurinn," sagði Paolo Cesar Carpeggiani, þjálfari Paraguay, við fréttamenn eftir leikinn. Tólf ár eru síðan að Paraguay komst áfram upp úr riðlakeppninni en það gerðist á HM í Mexíkó 1986. Fyrir mestu aö vinna riðilinn „Við áttum einn leikmann í banni, þrír vora búnir að vinna sér inn gul spjöld og tveir eiga við meiðsli að stríða. Fyrir vikið fengu aðrir tækifæri til að sýna hvað í þeim býr. Við eigum erfiðan leik fyrir höndum á sunnudaginn þar sem við mætum Dönum. Það var fyrir öllu að vinna riðilinn," sagði Bora Milutinovic, þjálfari Nígeríu, í leikslok í gærkvöld. -JKS C - RIÐILL Frakkland-Danmörk 2-1 Lyon, 24. júní. 1-0 Youri Djorkaeff (13.) víti 1- 1 Michael Laudrup (42.) víti 2- 1 Emmanuel Petit (56.) Lið Frakklands: Barthez Karembeu, Leboeuf, Desailly, Candela, Petit (Roghossian 65.), Viera, Diomende, Pires (Henry 72.), Djorkaeff, Trezeguet (Guivarc'h 86.). Lið Danmerkur: Schmeichel - Rieper, Hogh, Heintze, Laursen (Colding 46.), Schjonberg, Helveg, Nielsen, Jorgensen (Sand 55.), M. Laudrup, B. Laudrup (Tofting 75.) Dómari: Pierluigi Collina frá Ítalíu. Ahorfendur: 44.000 S-Afríka-S-Arabía 2-2 Bordeaux, 24. júní. 1-0 Shaun Bartlett (19.) 1-1 Sami Al-Jaber (45.) víti 1- 2 Youssef Al-Thyniyan (73.) víti 2- 2 Shaun Bartlett (90.) víti Lið Suður-Afriku: Vonk - Fish, Issa, Jackson (Buckley 46.), Nyathi, Radebe, Mkhalele, Moshoeu, Fortune (Khumalo 67.), Bartlett, McCarthy ( Sikhosana 46.). Lið Sádi-Arabíu: Al-Deayea - Al- Jahani, Zubramawi, Sulimani, Al- Owairan, Saleh, Al-Temiyat Amin, Al-Jaber, Al-Mehallel (Al-Shahrani 65.), Al-Thyniyan (Al-Harbi 81.). Dómari: Mario Sanchez Yanten frá Chile. Áhorfendur: 36.500. Lokastaðan Frakkland 3 3 0 0 9-1 9 Danmörk 3 1 1 1 3-3 4 S-Afríka 3 0 2 1 3-6 2 S-Arabía 3 0 1 2 2-7 1 D-RIÐILL Nígería-Paraguay 1-3 Miðvikudagur 24. júní, Toulouse. 0-1 Celso Ayala (1.) 1-1 Wilson Oruma (10.) 1-2 Miguel Behitez (59.) 1-3 Jose Cardozo (86.) Lið Nigeriu: Rufai - Eguavoen, Iroha, Okafor, West, Babangida, Kanu, Oliseh (Okpara 46.), Oruma (George 69.), Amokachi. Lið Paraeuav: Chilavert - Arce, Gamarra, Ayala, Sarabia, Canisa (Yegros 55), Paredes, Benitez (Acuna 68.), Encisco, Brizuela (Rojas 78.), Cardozo. Dómari: Pirom Un-Prasert, Taílandi. Áhorfendur: 38.000 Spánn-Búlgaría 6-1 Miðvikudagur 24. júní, Lens. 1- 0 Femando Hierro (6. víti) 2- 0 Luis Enrique (18.) 3- 0 Francisco Morientes (53.) 3- 1 Emil Kostadinov (57.) 4- 1 Francisco Morientes (81.) 5- 1 Kiko (88.) 6- 1 Kiko (90.) Lið Snánar: Zubizarreta - Alkorta, Sergi, Agu, Hierro, Amor, Enrique (Guerrero 77.), Morientes, Alfonso (Kiko 65.), Etxeberria (Raul 52.). Lið Búlgariu: Zdravkov - Ivanov, Kishishev, Yordanov, Ginchev, Bala- kov (Hristov 60.), Nankov (Penev 29.), Orimirov, Bachev, Kostadinov, Stoichkov (Iliev 46.). Dómari: Mario van der Ende, Hollandi. Áhorfendur: 40.000. Lokastaðan Nígería 3 2 0 1 5-5 6 Paraguay 3 1 2 0 3-1 5 Spánn 3 1 1 1 8-4 4 Búlgaría 3 0 1 2 1-7 1 16-liða úrslitin: Laugardagur 27. júní: Ítalía - Noregur...........14.30 Brasilía - Chile...........19.00 Sunnudagur 28. júní: Frakkland - Paraguay.......14.30 Nígería - Danmörk..........19.00 Mánudagur 29. júni: Þýs./Júg./íran-Mex./Bel./Hol. 14.30 Hol./Mex./Bel.-Júg./Þýs./íran 19.00 Þriðjudagur 30. júni: Rúm./Eng./Kól. - Kró./Arg. . 14.30 Arg./Kró. - Eng./Kól./Rúm. . 19.00 Átta liða úrslitin eru leikin 3. og 4. júlí, undanúrslitin 7. og 8. júlí, leikið er um bronsið 11. júli og úrslitaleik- urinn sjálfur fer fram sunnudaginn 12. júlí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.