Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1998, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1998, Page 24
FIMMTUDAGUR 25. JUNI 1998 32 vikmyndir 1978-1998: Tuttugu ár eru langur tími I kvik- myndum og því er við hæfi að skoða feril aðalleikaranna nánar: John Travolta (1954 -) Sá eini af aðalleikurum Grease sem haldið hefur frægð sinni. En svo var ekki alltaf eins og allir vita. Travolta varð fyrst vinsæll í sjón- varpsþáttaröðinni Welcome Back, Kotter á ABC-stöðinni um miðjan áttunda áratuginn. Um svipaö leyti hóf hann kvikmyndaferil sinn og vakti fyrst verulega athygli í hroll- vekju Brians De Palma, Carrie (1976). Ári siðar lék hann svo í einni frægustu mynd áratugarins, dans- myndinni Saturday Night Fever (1977). Eftir leik sinni í henni og svo Grease ári síðar treysti Travolta sig í sessi sem ein stærsta stjama Hollywood. Næstu myndir Travolta, Urban Cowhoy (1980) og Blow Out (1981) gáfu til kynna að frægðarsól leikarans væri tekin að hníga og á næstu árum gerist fátt merkilegt í ferli leikarans. Það er ekki fyrr en með Look Who’s Talking (1989) að Travolta leikur í kvikmynd sem nær töluverðum vinsældum en þá er hann reyndar ekki aðalaðdráttar- aflið. Það er ekki fyrr en með kvik- mynd Tarantinos Pulp Fiction (1994) að Travolta endurheimtir fyrri vinsældir. Afganginn þekkja allir. Olivia Newton-John (1948-) Þessi geðþekka enska söngkona, sem ólst upp í Ástraliu, náði þó Olivia Newton-John. nokkmm vinsældum á áttunda ára- tugnum, s.s. með lögimum If You Love Me“, Have You Never Been Mellow?" og Physical" sem varð vinsælasta lag ársins 1981. Newton- John hefur að mestu haldið sig frá kvikmyndaleik en þó má nefna kvikmyndirnar Xanadu (1980) og Two of a Kind (1983) en í þeirri síð- amefndu leikur hún aftur á móti Travolta. Newton-John hefur átt við alvarleg veikindi að stríöa undan- farin ár. Stockard Channinq (1944-) Lítið hefur borið á þessari ágætu I O P P 2 0 í Bandaríkjunum - a&sókn dagana 19.-21. Júní. Tekjur í milljónum dollara og heildartekjur - Ráðgáturnar á toppinn The Truman Show hélt efsta sætinu í tvær vikur en réö ekki viö tvo sum- arsmelli, The X-Files og nýjustu teikni- myndina frá Disney, Mulan. Þegar á heildina er litiö var góö aösókn í kvik- myndahúsin í Bandaríkjunum um síö- ustu helgi og er um aö ræöa mestu aösópk á þriggja daga helgi í sex mánuöi. Þrátt fyrir mjög góöa aösókn á The X-files eru þaö margir sem spá því aö hún nái ekki 100 milljón dollara mark- inu og byggja spá sína á því aö gríðarleg aösókn var á föstudeginum, sem fór síöan snarminnkandi. Ástæöan er sögö sú aö allir höröustu aödáendur sjónvarpsseriunnar fóru fyrsta daginn og hinn almenni bíógestur haföi ekki fundiö fýrir sömu spennu viö frumsýningu myndarinnar. Fjölskyldan lét sig ekki vanta á Mulan og er aösóknin um helgina sú besta á teiknimynd yfir eina helgi frá því Toy Story var frumsýnd. :-HK Tekjur Helldartekjur 1. (-) The X-Flles 30.138 30.13 2. (-) Mulan 22.745 22.745 3. (1) The Truman Show 12.418 95.248 4. (2) Slx Days, Seven Nights 10.702 34.367 5. (3) A Perfect Murder 7.382 46.474 6. (4) Can’t Hardly Walt 3.823 16.035 7. (6) Hope Floats 3.266 44.357 8. (5) Godzllla 2.980 129.206 9. (7) Deep Impact 2.685 133.053 10 .(8) The Horse Whlsperer 2.576 63.064 11. (9) Dirty Work 1.712 7.236 12. (-) Hav Plenty 1.102 1.102 13. (10) Tltanlc 1.029 585.584 14. (14) Everest 0.986 20.654 15. (13) 1 Got the Hook-Up 0.460 9.513 16. (11) Bulworth 0.453 24.864 17. (-) Good Wlll Hunting 0.319 137.075 18. (15) The Last Days of Disco 0.310 1.824 19. (-) The Opposite of Sex 0.288 1.192 20. (16) Clty of Angels 0.218 75.494 Jeff Conaway. Stockard Channing. leikkonu síðustu 20 árin þrátt fyrir að hún hafi leikið í fjölmörgum myndum. Hápunktur kvikmynda- ferils hennar er án efa óskarsút- nefningin fyrir leikinn í Six Degrees of Separation (1990). Hún heftir öðlast mikla viðurkenningu á sviði, hlaut meðal annars Tonyverð- launin 1985 fyrir hlutverk sitt í leik- riti Peters Nichols, A Day in the Death of Joe Egg. Af öðrum mynd- um Chann- ing má nefna: Bitter Moon (1992), To Wong Foo, Thanks for Everything! Julie Newmar (1995), Smoke (1995), Up Close and Personal (1996) og Twilight (1998). lék Conaway í gamanþáttaröðinni Taxi (1978-1981). Hann reyndi fyrir sér í kvikmyndum um þetta leyti en náði litlum árangri, m.a. fyrir þá sök að hann var djúpt sokkinn í kókaínneyslu. Meðal mynda Cona- ways frá þessum árum má nefna: Making of a Male Model og Cover- girl (1983), Elvira, Mistress of the Dark og The Dirty Dozen: The Fatal Mission (1988) svo aðeins örfáar séu nefndar. Conaway hefur náð vin- sældum á nýjan leik í sjón- varpsþáttaseríunni Babylon 5 þar sem hann leikur liðs- foringjann Zack Allan. Conaway er þrígifur, en önnur eiginkona hans, Rona Newton-John (1980-1989) er systir Oli- viu Newton-John. -ge John Travolta. Jeff Conaway (1950-) Conway hafði leikið ýmis smáhlutverk áður en hann tókst á við Ken- ickie í Grease. Vinsældir myndarinn- ar tryggðu honum feril í sjónvarpi en um þriggja ára skeið Dansmolar Stjörnumar úr Grease léku í öðrum dans- og söngvamynd- um. Hér koma þijár af þeim þekktustu: Saturday Night Fever (1977) ★ ★★Á Myndin sem gerði John Tra- volta að stórstjömu. Tony Manero (Travolta) býr í Brooklyn. Líkt og félagar hans lifir hann fyrir helg- amar en þá heldur hann á skemmtistaðinn Disco 2001. Tony er aðaltöffari hverfisins. Hann er besti dansarinn, vinsælastur af konunum en þrátt fyrir að hann sé hetja í augum vina sinna er hann jafn ráðvilltur og þeir. Saturday Night Fever er mun stærri hluti af tiðarandanum en Grease og ef menn viija upplifa diskóárin á nýj- an leik er þetta myndin. Tónlistin eftir þá Bee Gees bræöur stendur enn fyrir sínu. Leikstjóri: John Badham. Handrit: Norman Wexler. Aðalhlutverk: John Travolta, Karen Gomey, Barry Miller, Jos- eph Cail, Paul Paps og Donna Pescow. Staying Alive (1983) Þetta framhald Saturday Night Fever fékk vondar viðtökur og gerði litið til þess að bjarga ferli Travolta. Hann er hér enn í hlut- verki Tonys Maneros og sögusvið- ið er ekki lengur Brooklyn, heldur Manhattan sex árum síðar. Manero vinnur sem þjónn og dans- kennari en dreymir um að ná frama sem dansari á stóm atvinnu- mannasýningunum. Hann er í fostu sambandi með ungum dans- ara Jackie (Cynthia Rhodes), en lætur hana fíakka þegar hann kynnist Lauru (Finola Hughes), breskum atvinnudansara. Tony fær lítið danshlutverk í sýningu hennar en þegar aöalkarldansar- inn meiðist tekur Tony við hlut- verkinu. Sylvester Stallone leik- stýrði myndinni og skrifaði hand- ritið ásamt Norman Wexler. Xanadu (1980) ★★★ Þetta er eflaust væmnasta dans- og söngvamynd allra tíma og í fyrsta sinn sem ég viðurkenni aö hún sé í svolitlu uppáhaldi hjá mér (á meira að segja spóluna). í mynd- inni leikur Olivia Newton-John grísku gyðjuna Kiru sem fyllir málarann Sonny Malone (Michael Beck) og tónlistarmanninn Danny McGuire (Gene Kelly) svo mikilli andagift að þeir ákveða að hanna og reisa diskóhöllina Xanadu sem er líkust himnariki dansguðanna. Tónlistin er frá Electric Light Orchestra og myndinni er leikstýrt af Robert Greenwald. Handritið er eftir Richard Christian Danus og Marc Reid Rube. ge I/ I/ Háskólabíó - Grease Aldraðir unglingar Það er óþarfi að fara nákvæmlega í söguþráðinn á þessum heimsfræga og sívtnsæla söngleik. Danny Zuko (John Travolta) og Sandy Olsen (Olivia Newton- John) hittast í sumarfríinu, hanga á ströndinni og verða ástfangin. Við sumarlok skilja leiðir en ekki lengi því að foreldrar (?) Sandy flytja og fyrir tilviljun hefúr hún nám í skóla Dannys. Endurfundimir er þó ekki eins sætir og ætla mætti. Danny er óforbetran- legur töffari og í hópi felaga sinna er hann allt annar maður en þegar hann hitti hina saklausu og dyggðum prýddu Sandy á ströndinni. Ég sá Grease í þriðja sinn nú um helgina og var ekki eins hrifinn og áður. Ég sá hana fyrst þegar hún var frumsýnd 1978 og síðar á myndbandi. Fyrir 20 árum var ég unglingur, en nú er ég enn ekki búinn að ná þeim aldri sem elsti „unglingur" myndarinnar var á þegar hún lék í henni. Stockard Channing var 34 ára gömul þegar hún tók að sér hlutverk Rizzo. Aðrir unglingar myndarinnar eru á svipuðum aldri. Olivia Newton-John er þrítug Sandy Olsen og Jeff Conaway 28 ára Kenickie. Að mínu mati eru flestir leikaramir einfaldlega of gamlir, þreyttir og lífsreyndir. Þá skort- ir kraftinn sem unglingar hafa og em því langt frá því að vera sannfærandi í hlutverkum sinum. Tra- volta er eini leikarinn sem skilar sínu hlutverki 100% og er alltaf sannfærandi. Oft hafði ég á tilfmningunni að það eina sem bjargaði þessu 20 ára aftnæli Grease væri að hún hefði með árunum tekiö á sig „kamp“-ímynd Rocky Horror Pict- ure Show. Þannig gengur hún upp fyrir mér. Að þessu sögðu má síðan bæta við að lögin standa enn fýrir sínu og dansatriðin em skemmtileg. Þetta er „klassískur" söngleikur, en fremur vond kvikmynd. Leikstjóri: Randal Kleiser. Aöalhlutverk: John Tra- volta, Olivia Newton-John, Stockard Channing og Jeff Conaway. Guðni Elísson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.