Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1998, Side 28
36
FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1998
nn
Ummæli
meir,
ekki meir
„Loks þegar almenningur í
þessu landi fær
' tækifæri til að
njóta betri tíðar,
greiða niður
skuldir frá fyrri
kreppuárum og s
I jafnvel leyfa sér \
eitthvað meira
en áður þá kem-
ur VSÍ-forystan með ríkis-
stjómina sér við hlið og segir:
ekki meir, ekki meir.“
Guðmundur Árni Stefánsson,
alþingismaður, í DV.
Verð að sjá hvemig
meltist
„Ég álít ekki efiti bókarinnar
vera heimspeki eða einhvern
ákveðinn boðskap sem ég vil
koma á framfæri. Þetta eru að-
eins þankar sem ég legg fram
eins og húsmóðir leggur á borð.
Svo verð ég bara að bíða og sjá
hvemig meltist."
Einar Már Guðmundsson rit-
höfundur um nýja bók sína, í
DV.
Besta kvótakerfi
í heimi
Reiðin sem sýður á fólki um
allt land út af rang-
læti og óöryggi i
kvótakerfisins er
slik að ekki dugar
að setja pottlok
yfir. Stjórnmála-
hreyfing, sem
ætlar sér að boða
áfram „besta
kvótakerfi í heimi“, ætti að
velja sér aðra þjóð.“
Kristinn H. Gunnarsson al-
þingismaður, t Morgunblað-
inu.
Austlæg ást
Vikan var ekki án sólar-
geisla í fjölmiðlum lands-
manna. Snemma á sunnudags-
morgni mismælti yndisleg
stúlkurödd sig við lestur veður-
fregna á Rás 2: í dag verður
austlæg ást... Maður eygði von
fyrir mannkyn allt.“
Auður Haralds í fjölmiðlarýni,
iDV.
Þriðji seðlabanka-
stjórinn?
„Nei og já. Nei út frá hags-
munum Seðlabank-
ans, þjóðarinnar
og efnahagslífsins.
en já út frá hags-
munum stjórn-
málaflokka, aldr-
aöra stjómmála-
manna og kunn-
ingja kerfísins."
Ágúst Einarsson alþingis-
maður, spurður hvort þurfi
þriðja seðlabankastjórann, i
Viðskiptablaðinu.
Þorsteinn Þorleifsson hjá Steinaríki íslands og Hvalfjarðargangasafni:
Það lokkar alltaf að smíða
eða hanna eitthvað nýtt
„Eg fór út í þetta vegna ánægjunn-
ar af því að skapa eitthvað nýtt og
fara ótroðnar slóðir,“ segir Þorsteinn
Þorleifsson sem ásamt eiginkonu
sinni, Snjólaugu Maríu Dagsdóttir,
og mági sínum, Jóni Dagssyni, opn-
aði síðastliðinn sunnudag Steinaríki
íslands og Hvalfjarðargangasafn að
Kalmannsvöllum 4a á Akranesi.
Áður en þau fluttu
á Akranes ráku
þau þjónustumið-
stöðina á Vega-
mótum í Eyja- og Miklaholtshreppi,
þar voru þau með gallerí sem þau
fluttu með sér til Akraness þegar
Vegamót skiptu um eigendur í vetur.
I safninu gefur að líta eitt stærsta
safn íslenskra steinategunda úr ís-
lenskri náttúru annars vegar og
Hvalfjarðargangasafn hins vegar, þar
sem sjá má meðal annars sögu þessa
mikla mannvirkis. í húsnæðinu hef-
ur verið innréttuð kafíitería þar sem
hægt er að fá kafii og kalda drykki af
krana.
Þorsteinn segir að þau hafi byrjaö
vorið 1994 á Vegamótum á Snæfells-
nesi með gallerí og veitingastað.
Vænst þyki honrnn um sérkennileg-
an grænan stein sem hann fann í
fjörunni við Kjörvog á Ströndum
fyrir nokkrum árum en þar fædd-
ist faðir hans.
En af hverju Akranes? „Akra-
nes er vinalegur og fallegur bær
sem minnir mig á Reykjavík á
mínum uppvaxtarárum,
1955-65, auk þess er bærinn vel stað-
settur. Við erum þrjú sem hafa verið
með í þessu frá byijun, ég, konan
mín, Snjólaug María Dagsdóttir, og
mágur minn, Jón Dagsson. Jón hefur
tínt mestan hluta af steinunum sem í
safninu eru á síðustu
25-30 árum. Þetta er
árátta hjá honum
enda er hann
geysilega fær
steinasafnari
og ég fullyrði
að hann sé
einn fremsti
steinasafnari
hér á landi í dag.
Á Snæfellsnesi
voru þetta íslend-
ingar í sum-
arfrí-
um og mikið af útlendingum, bæði í
hópferðum og einkabílum. Ég býst
við sama hópi hér og reikna með því
að við bætist vetrarumferð og ekki
síður skólafólk. Miðað við reynsluna
frá Vegamótum er ég mjög bjartsýnn
á rekstur safnsins."
Safnið er opið alla daga frá kl.
10-17 auk þess sem opnað
verður fyrir hópa utan þess
tíma. Áðgangseyrir er 200
kr. fyrir fullorðna og auk
þess er gefinn afsláttur
fyrir hópa og ellilífeyris-
þega.
„Áhugamál mín fyrir
utan steinasöfnunina
eru þau að sérsmíða hluti
úr tré. Ég er með meist-
arabréf í húsgagnasmíði,
það lokkar alltaf að smíða eða
hanna eitthvað nýtt.“
Þorsteinn og Snjólaug eiga
þrjú uppkomin börn á
aldrinum 26-28
ára.
-DVÓ
Maður dagsins
Þorsteinn Þorleifsson.
Hlauparar geta ekki kvartað
yfir hlaupaleiöinni í kringum
Mývatn, fegurri gerast þær
varla.
Mývatns-
maraþon
Mývatnsmaraþon verður
haldið í fjórða sinn á laugar-
daginn. í þessu hlaupi er
boðið upp á heilt maraþon,
hálft maraþon, 10 km og 3
km. í fyrra voru þátttakend-
ur fjögur hundruð og í ár er
búist við að þeir verði meira
en fimm hundruð enda Mý-
vatnsmaraþonið að verða
eitt vinsælasta almennings-
hlaupið. Keppt er í mörgum
flokkum og eru vegleg verð-
laun. Peningaverðlaun eru
fyrir brautarmet sem slegin
verða í heilu og hálfu mara-
þoni, þá eru tíu glæsileg út-
sláttarverðlaun.
Útivera
Gönguferð Skóg-
ræktarfélagsins
Eins og undanfarin
fimmtudagskvöld stendur
Skógræktarfélag Reykjavík-
ur fyrir gönguferð í göngu-
röðinni Grænn trefill þar
sem gengið er um umgjörð
höfuðborgarsvæðisins. í
kvöld verður farið um rækt-
unarsvæði Guðmundar M.
Jónssonar við Vatnsenda.
Myndgátan
Leggur hönd á plóginn
Myndgátan hér að ofan lýsir nafnoröi
ÍR og Víkingur, sem eigast viö á
myndinni í 1. deildinni i fyrra,
verða bæði í eidlínunni í kvöld en
nú sitt í hvorri deiidinni.
Þróttur-ÍR
í kvöld er einn leikur í Úrvals-
deildinni í fótbolta, Þróttur og ÍR
leika á Valbjamarvelli. Þetta eru
þau tvö lið sem komust upp úr 1.
deildinni í fyn-a og var spáð falli
aftur. Það er ekki að sjá á stöðu
liðanna í deildinni að þau muni
gefa eftir sæti sín á auðveldan
hátt því bæði liðin hafa unnið
sina sigra. Þar sem þau em áþekk
að getu má búast við spennandi
leik í kvöld.
íþróttir
Það verða margir leikir í kvöld
í 1. og 2. deild. í 1. deildinni leika
á Akureyri KA-FH, í Kópavogi
Breiðablik-Þór, á Stjömuvelli í
Garðabæ Stjarnan-Skallagrímur
og Víkingur-Fylkir leika á Vík-
ingsvelli í Fossvoginum. í 2. deild
leika Fjölnir-Víðir á Fjölnisvelli,
á Sauðárkróki leika Tinda-
stóll-KS og á Selfossi Sel-
foss-Leiknir.
Bridge
Það er ekki öllum gefið að finna
snilldarvöm við spilaborðið en það
vekur alltaf athygli þegar vömin er
á óvenjulegri nótunum. Rússneska
spilakonan Larissa Panina lét ljós
sitt skína í (para-)sveitakeppnisleik
Rússa gegn Pólverjum í þessu spili.
Sagnir gengu þannig, suður gjafari
og allir á hættu:
* ÁKD105
»874
* 742
* D4
f 7
» KDG953
♦ G53
* 932
* 42
W Á62
-f KD1086
* Á86
Suður Vestur Norður Austur
Zakrewsk Rosenblum Romanski Panina
1+ 2» 2 * * pass
3 -f pass 3» pass
3 grönd p/h
Útspilið hjá Michael Rosenblum
var hjartakóngur og sagnhafi þorði
ekki annað en að gefa þann slag því
hann var hræddur um að stökk
vesturs í tvö hjörtu hefði verið á 5
spil. Rosenbl-
um spilaði þá
hjartagosa í
öðrum slag og
Panina henti -
tígulásnum!
Sagnhafi próf-
aði næst spað-
ana ofan frá
en varð síðan að snúa sér að tíglin-
um þegar ljóst var að austur var
með gott spaðavald. Vestur komst
inn á tígulgosann og gat tekið alla
fríslagina á hjarta vegna þessarar
snilldarvamar. Ljóst er að sagnhafi
hefði staðið spilið ef Panina hefði
ekki fundið þessa frábæm vöm.
ísak Öm Sigurðsson