Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1998, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1998, Qupperneq 4
1 g i k h ú s Lelkfélag Reykjavíkur sýnir Grease í kvöld og annað kvöld, kl. 20 - en það er uppselt á báö- ar sýningarnar. Hins vegar er enn hægt að fá miða á sýninguna á fimmtudaginn og helgina þar á eftir. Lesendur Fókuss vita allt um þetta verk frá fyrri umfjöllun í blaðinu og frá og með nú hafa lesendur blaðsins fengiö vitneskju um hvers vegna Rúnar og Selma leika svo vel hið ástfangna par: þau eru ástfangin. I Mögulelkhúslnu frumsýnir Leikfélagið Regína Northern Llghts eftir Frederlck Harrl- son annað kvöld, kl. 20.30. Aðeins verða fáar sýningar hér á landi áður en leikhópurinn fer utan til að sýna á leiklistarhátíðinni I Edin- borg. ÞJónn í súpunnl eftir Áma Ibsen var frumsýnt f gærkvöld í Iðnó. Þetta er farsi um kokka og þjóna sem myndast við að halda veitingastað á floti. Áhorfendur geta keypt mat frá veitinga- húsinu á hæöinni fýrir ofan og látið Bessa Bjarnason eða Eddu Björgvinsdóttur þjóna sér til borös. Iðnó mun sýna aftur í kvöld og annað kvöld (uppselt á báðar sýningar - næst laust sæti 26. júlí). Iðnó, Vonarstræti 3, s. 5303030. í Húsdýragarölnum sýnir Nótt & dagur leikritið um Hróa hött yfir helgina. Gunnar Hansson leikur hina þekktu hetju af mikilli gleði og auk hans leika dýrin einnig mjög vel. Sýningar I miðv. ogföstud., kl. 14.30, og lau. og sun., kl. i 14 og 16. Söngleikurinn Carmen Negra er í kvöld og annað kvöld í íslensku óperunni og hefjast sýningar klukkan 20. Garðar Thor stendur sig vel og sýningin er kát. íslenska óperan, Ing- ólfsstræti, s. 5527033. Það verður ellefu-sýning á Helllsbúanum á morgun og þvt kjöriö að skella sér fyrir fólk sem aldrei nær þvf að borða og baða sig og redda barnapíu I tíma til að ná á venjulegar sýningar leikhúsanna. Guðrún Eva lauk fyrstu skáld- sögu sinni 19 ára gömul og gefur nú út smásagna- safn hjá Bjarti og frú Emilíu í haust, þegar hún er aðeins á 22. aldursári Guðrún Eva lauk fyrstu skáld- sögunni sinni 19 ára gömul og í haust kemur út eftir hana smá- sagnasafn hjá Bókaútgáfunni Bjarti. „Ég er ólæknandi Reykjavíkur- rómantíker," segir Guðrún Eva, 22 ára, sem þó hefur komið víða við hér á landi, sem og annars staðar. Hún stundar nám í heim- speki í Háskóla íslands og á þessu ári koma út eftir hana tvær bæk- ur, annars vegar smásagnasafn sem hún gefur út sjáilf í 10 eintök- um. Skáldsagan mun ekki vera föl á almennum markaði en hún fjall- ar um tvær stúlkur og skringileg samskipti þeirra sem svo enda með ósköpum. Smásagnasafnið ber heitið: „Þegar hann horfir á þig ertu María mey“ og er þar um ástarsögur að ræða í víðustu merkingu þess orðs. Þaö hefur sést til þín á Kaffi List. „Já, ég þræti ekki fyrir það. Ég er svolítið alin upp á þeim ágæta bæ og þótt ég sjáist kannski ekki mikið fyrir innan barborðið um þessar mundir þá er ég þar eins og grár köttur.“ En hún hefur ekki bara skoðað lífið á Kaffi List. Lífið er líka ann- ars staðar; meðal annars í Los Angeles - og á Grikklandi, en þar dvaldist hún veturlangt og hafði ofan af fyrir sér, að eigin sögn, með rauðvínsdrykkju og að „dansa við Zorbana“. Ertu búin aö fá nóg af þvœlingi? „í bili, að minnsta kosti, hef ég kastað akkerum í heimspekinni í Háskólanum. Hún er vænn kostur fyrir þá sem hafa gaman af hinu ritaða máli og þar er líka góður mannskapur innanborðs, sannir hugsjónamenn og snillingar, til að nefna Róbert Haraldsson og Mikael Karlsson." Áttu þér fyrirmyndir? „Úr hópi rithöfunda væri ég til- neydd að nefna alla eða engan, frá Esóp og út í Bukowsky, frá Platóni og út í Sartre. En áhrifa- vald væri kannski helst að nefna eistneska tónskáldið Arvo Part. FÓKUSMYND EINAR ÓLA Ef hans tónlist glymur í hátalara- kerfum á himnum þá gæti ég dáið sátt á morgun." Ertu meö eitthvaö fleira í smíö- um? „Já, já.“ Eitthvað í staðinn fyrir Viagra Grænt m&M Þótt litarefniö f bláu M&M-kúlunum hafi leitt til þess að þetta gotteri var bannað um tfma þá hafa þær grænu alltaf þótt svakalegri. Sú trú hefur orðið til um þær, og blómstrað á leikvöllum og skólalóöum víða um heim, að þær séu lykill- inn sem ungir drengir þurfa til að komast inn fyrir peysurnar hjá stúlkum á gelgiunni. Kaupið tfu poka, opnið þá alla, fleygið öllum öðrum kúlum en þeim grænu en setj- ið þær f einn pokanna. Bjóðiö næstu stelpu sem þiö hittið upp á M&M og segið fsmeygilega: „Flestar fá sér fleiri en tvær.“ Vanilla Á spönsku er vanilla kölluð vainilla og er það orö dregið af vaina, sem aftur er skylt orðinu vagina (sem er pfka á öllum finni málum). Hvort sem það er út af þessum málsögulegu ástæðum eöa ekki þá hefur sú sannfæring fýlgt manninum frá örófi að vanillu- stangir geti hert upp kynlífið hjá daufum körlum. Fæst f Hagkaup og öörum betri matvöruverslunum. Ostrur Ostrur eru ekki étnar vegna þess aö þær eru lystauk- andi - heldur vegna þess að fólk hefur staðið í þeirri trú að þær séu lostaaukandi. Hemingway trúöi þessu ásamt svo ansi mörgu öðru. En ; ostrurnar gögnuðust honum ekki frekar en svo R, æði margt annaö. Fyrir utan meintan losta þá gefa ostrur stæka andremmu (sem hugsanlega getur slegið á losta félag- ans). Ostrur fást hvergi á Islandi. ís- lendingar eru fiskveiðiþjóð og þeim finnst út f hött að flytja inn fiskmeti -jafnvel þótt þaö sé betra en það sem þeir veiða sjálfir. Spergill Þótt spergillinn sé harður og reistur þegar hann fer í pottinn þá er hann linur og slappur þegar hann er tekinn upp. Og þótt sú trú hafi loðaö við spergilinn að hann sé kynörvandi þá vill hún bresta þegar á hólminn er komið. En hann fæst úti f búö, bæöi ferskur og svo grimmilega niðursoðinn að það er ekki hægt aö snerta hann án þess að hann fari f mauk. Spænska flugan Þetta nafntogaöa frygðarlyf má nálgast f öllum betri klámbúðum (engin slík er til hér á landi). Öfum okkar og ömmum, langöfum og langömmum, fannst um og upp úr aldamótum sem spænska flugan færði kynlífið á áður óþekkt plan. Sfðan þá hefur hún ekki virkað eins vel. Ef til vill byggöi kynlff afa og ömmu á einhverjum öörum forsendum en í dag. Engifer Það er nánast sama hvar er grafið niður á leifar eftir steinaldarmenn, alltaf finna fornleifa- fræðingar litlar styttur af bossamiklum og barmstórum konum. Það þarf því eki auðugt ímyndunarafl til að sjá að einhver þessara stein- aldarkarla hefur rekist á engiferrót og þótt hún sexf. Hann hefur étið hana og fundist hann standa sig vel. Sfðan þá hefur þaö loöað við engifer að það auki kynorku Fæst f grænmetisborðinu f stærri matvöruverslunum Lyfjaeftirlit rlkisins hefur ekki enn leyft sölu á Viagra á íslandi - kynörvunarlyfinu fyrir karla sem farið hefur sigurför um heiminn. Þangað til verða íslenskir karlar - og konur - að notast við eldri hús- ráð til að blása í glæður hrömandi kyngetu. Og af þeim er nóg að taka. Alla tíð og ár og síð hefur mannskepnan viljað fá meira út úr kynlífinu - og þegar hún hefur fengið meira hefur hún viljað enn meira. Hér eru nokkur ráð við slöppu kynlífi sem safnast hafa upp í þekkingarforða mannkyns. Ginseng Það voru hipparnir sem áttuðu sig á aö ginseng er hið besta ástarlyf. En þeir átt- uðu sig líka á að hass gerði menn frjóa f hugsun, að mussur væru smart flíkur, að ef fólk elskaði nógu mikið og marga yrði heimurinn betri - og annað eftir þvf. Það er þvf ef til vill ekki ástæöa til að trúa þessu með ginsengið frekar en öðru. Fæst nánast alls staðar og f ýmsu formi - meðal annars f gosdrykkjum. f Ó k U S 17. júlí 1998 I I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.