Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1998, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1998, Page 6
fyrir börn Vélhjólafélagi gamlingja og sýna sjálfan sig og hjólin sín milli klukkan 13 og 17. Á sama tíma þykist Þórunn Pálsdóttlr vera Slre Ottesen, hin fagra heitkona og barnsmóðir Dillons lá- varðar. Af þvl tilefni verður sérstök Dillons- terta með kaffinu. Safnið sjálft verður einnig á sínum stað með húsin sín, bílana og lestina og allt það. Árbæjarlaug. Besta sundlaug bæjarins, segja börnin - og bragð er að þvl sem þau finna. Stærsta rennibrautin og alls kyns pollar og tjarnir til að busla I. Opið frá 6.50 til 23.30. Slakki vlð Laugarás í Blskupstungum. Þarna hefur bóndinn komið sér upp mini-dýragarði meö fjöldanum öllum af íslenskum dýrum. Rebbi I hlaðinu og skrautlegur hani. Nauösyn- legt stopp fyrir þá foreldra sem ætla að neyða börnin sln til að hlusta á tónleika I Skálholti. Akranes. lA heldur eitthvað sem þeir kalla Iþróttadag fjölskyldunnar á laugardaginn milli 10 og 17. Þar verður sandkastalakeppni og frisbí-mót. Allt ókeypis (nema gosið og puls- urnar). Öll fjölskyldan fær Hvalfjarðargöngin I bónus (og þau eru ennþá ókeypis). I hádeginu I dag mun Guðmundur H. Guðjóns- son, organisti I Vestmannaeyjum, setjast við orgelið I Hallgrímskirkju. Þetta er liður I sum- arprógrammi kirkjunnar þar sem organistum utan af landi er boðið að taka I tryllitækið á Skólavörðuhæðinni. Unglr flnnsklr fiðlulelkarar spila frá 12-14 I dag I kaffistofu Norræna hússlns. Kjöriö tæki- færi til að fá sér slld og rúgbrauð, lesa Dag- ens Nyheder og hlusta á norræn ungmenni. Gunnar Kvaran sellóleikari og Haukur Guð- laugsson orgelleikari eru komnir til Raufar- hafnar og spila þar I kirkjunni klukkan 21 I kvöld. Fiöluleikararnir ungu og finnsku fá til liðs við sigI Munsala vástra sangkór annað kvöld, kl. 21, og flytja dagskrá sem ber það lýsandi heiti: „En sommardag i körlyrik och folkton" I Norræna húsinu. Kórstjórar eru Carlta BJörk- strand, Henry Hellström og Danlel Llndgrén. Þaö kostar 700 kall inn. Á morgun verða Gunnar Kvaran sellóleikari og Haukur Guðlaugsson orgelleikari komnir til Mývatns og halda slna sumartónleika á Norð- urlandi í Reykjahlíðarklrkju kl. 21. Á sunnudaginn verður Jörg Sondermann við orgeliö I Hallgrimskirkju og flytur Scúber-for- leiki Bachs I hádeginu. Gunnar Kvaran sellóleikari og Haukur Guðlaugs- son orgelleikari verða komnir til Akureyrar á sunnudaginn og spila í Akureyrarkirkju kl. 17. Hllmar Örn Agnarsson, dómorganisti I Skál- holti, tekur I orgeliö I Hallgrímskirkju á fimmtudaginn kemur. meira át www.visir.is Robbi æðstiprestur íslenska rappsins „Nei. Ekki neitt. Það er ekki til í dæminu." Er þeíta þá eitthvaó annaö en stœl- ing á erlendri músíkhefö? „Ég meina, er það þá ekki allt? Hvað er íslenskt?" Langspil og rímur. „Ha, ha. Þetta er engin stæling. Þetta er bara það sem ég þekki. Ég er búinn að hrærast í þessu síðan ég var smákrakki og mínir straumar hafa verið nær Bandaríkjunum en íslandi. Þetta er bara það sem við höfum gaman af og erum að gera og það er náttúrlega öðruvísi en þetta hefðbundna íslenska form sem er á tónlist. Fólk er kannski óöruggt gagnvart þessu af því að það þekkir það ekki.“ Já, en tjáningin er öll í slettum og innfluttum frösum. „Nákvæmlega. Úti er þetta menn- ing. Þessi hipphopp-heimur er bara menning. Hvernig fólk klæðist, talar og kemur fram, skilurðu, tónlistin og annað eins. Þar er þetta bara hluti af lífinu, þar er þetta eðlilegt. Þú ert enginn hipp-hoppari eins og þú ert sagður héma heima. Þú ert bara þú. Þetta er menningarheimurinn sem þú hrærist i. Þar ertu ekki rokkari í dag og hipp-hoppari á morgun." Hvernig hafa íslendingar tekiö í dœmiö? „Fólk er alltaf opið fyrir öllu en um leið hrætt við það sem er nýtt. Við höfum fengið jákvæð viðbrögð, en það vantar eitthvað. Við þurfum dálitið að standa á okkar eigin fót- um. Þetta er svo lítill markaður hérna, það væri hægt að þróa þetta miklu betur áfram í útlöndum. Ef við ætluðum að fara um landið myndum við gera allt öðruvísi tónlist. En við erum að reyna að búa til markaðinn, það er ástæðan fyrir því að við erum að þessu. Það er ekki hægt að sprengja allt upp fyrr en búið er að kynna það fyrst.“ For Ya Mind-kvöld á Húsavík nœsta sumar? „Til dæmis. Eða 2010, ætli það sé ekki nær því!“ -glh Nýlega kom út sjö laga safndiskur, „For Ya Mind - Vol.l“, með sýnis- hornum af íslensku rappi og R&Bi. Innn-útgáfan stendur á bak við safndiskinn og Robbi, löngum kenndur við rapp, (einnig þekktur sem DJ Rampage) er mættur stálsleg- inn í viðtal. Ókei, Robbi, segöu mér frá Innn-út- gáfunni. „Við erum þrír sem stöndum að þessu. Við byrjuðum með Subterran- ean fyrir jólin. Það sem við erum að vinna í dag er í rapp og R&B-geiran- um. Við tökum fólk sem er með hæfi- leika og komum því á framfæri. Það er meginmarkmiðið." Hvaöa hœfileika? „Ja, rappa og þeim sviðum sem eru innan hipp-hopp menningarinn- ar, sem er það sem maður hefur verið að hrærast í sl. 15 ár eða svo.“ Eru einhver framtíóaráform? „Það er ekkert fimm ára plan. Við stefnum á að gefa út nokkrar „white-label“-plötur til kynningar og við erum að taka inn nýja óútgefna artista. Það er nóg að gerast þarna úti, mikið af ungum strákum alla- vega, en ekki jafnmikið af stelpum í þessu. Það er engin spurning að við erum opnir fyrir öllu. Fólk með góð- ar hugmyndir er velkomið. Fólk með nýjar hugmyndir." Er eitthvaö nýtt til lengur í músík? „Já já. íslendingar þykjast alltaf vera ofsalega nýjungagjarnir en eru samt íhaldssamir. Þeir eru opnir fyr- ir hugmyndum en þegar þarf að framkvæma eitthvað vilja þeir halda í þetta gamla. Það eru plötur á leið- inni með Subterranean og Real Fla- vaz og svo erum við að fara að kynna unga stráka, Team 13, 15-16 ára stráka sem rappa. Svo erum við að tengja þetta aðeins erlendis. Það er mjög erfitt að komast inn á Banda- ríkjamarkað en við erum með nokk- ur sambönd í Englandi og það er að ganga í gegn að okkar artistar kom- ist á safnplötur þar. En það gerist bara þegar það gerist, þú skilur.“ Er eitthvaö íslenskt viö þetta stöff? Æ\V, 41 ''•• ■ m-:‘\ * \ ■ ■ m \ , V x * L kJj ÍJiiJjJJiJ/ Sjj*. ÍJUJil JJJUJJJJÍJjy^ iJl/U/JÍiI) ÍÚJJi Jlll jJu/ UJj JÍUJJJil/ 3jUJil/í)iJ; iújjJÍuiJjj UiJ UJJJJUi) 31. f „Ekki hægt að sprengja allt upp fyrr en búið er að kynna það“ Fáðu þért Jogr þú getur tekið þátt í sumarleik lottósins. í vinning er glæsileg TOYOTA Avensis bifreið. Þrefaldur i. vinningur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.