Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1998, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1998, Page 7
Brynja & Drífa 18 ára rapp tvíburar úr Breiðholti: Ritstjórar hverfa Það ætlar ekki að ganga þrautalaust fyrir Þór- arln Jón Magnússon að halda ritstjórum að Heimsmynd. Slgursteinn Másson byrjaði með blaðið stöastliöið sumar en gafst fljótlega upb á vistinni. Arl Magg Ijósmyndari og Oddur Þór- arlnsson tðku þá við blaðinu og tókst þeim að gera það nokkuð smart. En nú hafa þeir gef- ist upp og eru flognir. Heyrst hefur að þeir séu að leita fyrir sér um útgáfu á nýju riti með haustinu. Eftir situr Þórarinn Jón og ætlar að sjá um blaðið sitt sjálfur. Þaö gerði hann á sín- um tíma á Samúel sem þótti nú aldrei neitt sérlega smart. Um tíma sá Þórarinn Jón líka um Mannlíf fyrir Magnús Hreggviðsson en það endaði með því að Hrafn Jókulsson var fenginn tii að lyfta undir sðluna. Myndin hér að ofan var tekin þegar Þórarinn Jón og Sigursteinn Másson hófu útgáfu Heimsmynd- ar. Konan, sem er á myndinni með þeim er Ólöf Rún Skúladóttlr, sem þá var ritstjóri Allt. Ólöf Rún er líka farin frá Þórarni — merkilegt nokk. Meyjan stakk af Miklar vangaveltur hafa verið uppi um hvað varð til að Jerry Seinfeld rauk I fússi af landi brott. Yfirlýsing Ragnheiðar Hanson um að Seinfeld hafi ekki þolað að missa Snæfells- jökul í þoku þykir fáum góð skýring, enda Sein- feld frægur fyrir sitt jafnaðargeð. Allir menn brotna þó undir vissum kringumstæðum og ef til vill þolir Seinfeld ekki þetta tvennt samtírn- is; jökul og þoku. Besta skýringin sem heyrst hefur um ástæðuna fyrir fýlukastinu er sú aö Seinfeld hitti ekki stelpuna sem hann var með í vetur þegar hann kom hér við í leit að margrómuðum íslenskum yngismeyjum. Stelpan sú var ekki á landinu þegar Seinfeld kom I slðustu viku enda hafði hún öðrum hnöppum aö hneppa. Hún var I brúðkaupsferð með slnum heittelskaða. Og þótt Seinfeld hefði náð I tíma fyrir brúökaupiö er ekki víst að hann heföi oröið hressari. Stúlkan mun hafa gefið honum þá einkunn að hann væri vissu- lega fyndinn og skemmtilegur en hárbrúskur- inn á hnakkanum á honum hefði næstum algjörlega slökkt á henni. Real Flavaz-dúettinn er skipaður átján ára tvíburum úr Breiðholti, þeim Brynju og Drífu Sigurðar- dætrum. Á „For Ya Mind“ eiga þær tvö lög. Nú eru þær að vinna að plötu en búast ekki við að vera til- búnar fyrr en á næsta ári. Þær mæta hressar úr líkamsræktinni." „Sáuð þið einhverja flotta gæja?“ spyr Robbi. „í Mætti? Glætan!" Hvað kalliö þið tónlistina sem þió gerið? „Við erum nýbyrjaðar og erum enn að þróast. í rauninni er ekki hægt að kalla hana neitt. Það er ekki neitt eitt orð sem viö getum notað. Þótt við höfum notað R&B þá er það svo vítt hugtak og hefur breyst rosalega í gegnum tíðina." Semjió þið lögin, eða eruö þið með „mastermind“ á bak viö ykkur? „Við semjum texta og melódíur en erum ekki með nein hljóðfæri." Hvað gerió þió þá? Mœtió í hljóó- veriö og syngið? „Það er gert einfalt bít og við syngjum. Svo er unnið úr því. Þetta er allt inni í hausnum á okkur.“ Á ekkert aó lœra á hljóðfœri? „Æi, ég veit það ekki,“ segir Brynja. „Mér finnst ágætt að gera þetta svona; við syngjum inn á band svo við gleymum ekki lögunum og síðan er unnið úr hugmyndunum." Er einhver verkaskipting á milli ykkar? „Við syngjum báðar og röppum, skiptumst á. Það er samheldni í þessu hjá okkur. Við höfum alltaf verið rosalega mikið saman svo það er auðvelt að vinna úr hugmyndun- um. Við höfum stundum reynt að vinna hvor í sínu lagi, í sitthvoru herberginu, en það gengur ekki. Við erum alltaf 50/50 í þessu." Gera það sem þeim finnst flott Stelpumar voru uppgötvaðar þeg- ar þær komu fram með strákum fyr- ir síðustu jól, en Drífa tekur fram að „það hafi nú ekki verið neitt en þannig byrjaði þetta. Við vorum nokkra daga með nokkrum strákum sem nenntu ekki að gera neitt. Svo sá Robbi okkur og við byrjuðum bara —þetta kom snöggt upp á.“ Robbi jánkar þvi 'að vera einn helsti spámaður íslenska rappbrans- ans og segist líka hafa komið Subterranean í kynni við Innn-út- gáfuna. Stelpumar hafa komið nokkrum sinnum fram með músíkina á bandi. Viðbrögö? „Mér finnst eins og fólk hérna sýni rosalega lítil viðbrögð. Fólk segir ekki neitt — finnst þetta kannski gott og segir það eftir á en salurinn er ekkert sérstaklega djollí." Ég spyr Real Flavaz hvort hug- myndir þeirra breytist mikið þegar fleiri koma inn í. „Við viljum helst ekki breyta neinu og það breytist aldrei neitt, þannig. Ef okkur finnst tónlistin flott þá viljum við halda henni þannig." Hafið þiö alltaf hlustað á svarta tónlist? „Já. Alltaf hlustað á soul. Eldri syskinin kynntu þessa tónlist fyrir okkur, Stevie Wonder, Marvin Gaye og Arethu Franklin — við hlustuðum á þetta á meðan aðrir krakkar vissu varla hvað soul var. Þegar við gemm tónlist erum við undir áhrifum frá þessu. Við setj- umst ekki niður og segjum — nú gerum við R&B tónlist —heldur ger- um það sem okkur finnst flott.“ Þiö syngiö á ensku. Um hvað þá helst? „Daglegt líf. Við emm lítið í free- style sem gengur út á að upphefja sjálfan sig. Við syngjum yfirleitt um eitthvað efni, sögur. Það er hægt að gera allt. Við syngjum á ensku því íslenskan passar ekki í R&Bi. Við hlustum líka lítið á íslenska tónlist. Því miður filum við hana bara ekki.“ Hvert stefnið þið? „Það sem gerist gerist bara. Við viljum alls ekki verða partur af sveitaballabransanum. Við stefnum ekkert endilega á það að verða fræg- ar. Þetta er allt svo nýtt enn þá. Við sjáum bara til hvað gerist þegar platan kemur út.“ „Ég vil bara flytja út þegar ég er búin með skólann og þá er ég kannski bara búin með minn feril," segir Drífa og hlær. „Mig langar ekkert að vera héma. En ég vil halda áfram að vinna í tónlist." Freistar þá ekkert að vera frægar á íslandi? „Nei, ekkert frekar, það er svo auðvelt. Það er nóg að fara í megrun í sjónvarpsþætti og þá ertu orðinn frægur." Aó lokum: Hvaóa spurningu lang- ar ykkur að fá og hvernig mynduó þið svara henni? „Megum við sleppa þessari?!" -glh . * FÓKUSMYND HILMAR ÞÓR Stóri bróðir færir sig upp á skaftið Þeir sem aldrei geta sofið rólegir yfir hvað ná- grannar þeirra hafa fyrir stafni virðast seint ætla að þekkja sín takmörk. Við Melaskólann vestur I þæ er til dæmis skilti þar sem stend- ur að bannað sé að vera I boltaleik á lóðinni eftir klukkan ellefu á kvöldin. Af hverju má það ekki? Hvers vegna má fólk ekki fara I fótbolta þegar þvl sýnist? Það er ekki eins og það sé að neyöa annaö fólk til að vera með. En ein- hver skaþhundurinn við Hagamel hefur sjálf- sagt náð þvl I gegnum borgarkerfið að þetta skilti var sett upb vegna þess að þegar hann fer að sofa vill hann að aðrir geri það sama. Til hvers er veriö að gera svona fólki til hæfis? Það er ekki eins og það hafi sjálft gott af þvl — þvert á móti. Það espir upp I þvl fasistann og næst vill það skilti sem bannar fólki aö hlæja utandyra eftir klukkan ellefu. 17. júlí 1998 f Ó k U S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.