Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1998, Síða 11
Bandalög i< — Svona er sumarið ★★
Glæðist hjá
Red Hot Chili Peppers
Lttið annað en ógæfa hefur fylgt fönkpönk-
bandinu Red Hot Chili Peppers síðustu árin en
nú gæti loks eitthvað farið að glæöast hjá
sveitinni. Gítarleikarinn John Frusclante er
kominn til liðs viö sveitina á ný og í ágúst
stendur til að fara f túr um Suður-Ameriku. Auk
gítarleikaravandræða hefur söngvarinn Ant-
hony Kledls átt í dópvanda, hann ogtrommar-
inn Chad Smlth slösuöust í aðskildum mótor-
hjólaslysum, og til að bæta gráu ofan á svart
þurfti hljómsveitin að hætta i miðju
prógrammi nýlega á Tíbet-friðartónleikum í
Washington þegar eldingu sló niður f tækja-
búnaöinum.
.Ég held ekki að það sé nein þölvun sem
hvílirá okkur," sagði Frusciante spekingslega.
.Þegar þú ert f hljómsveit ertu ekki leiksoþp-
ur örlaganna því þú veist hvað gerist; gefin er
út plata og svo ferðu í tónleikaferðalag.”
.Hljómsveitin er himinlifandi að gitarleikar-
inn sé kominn aftur. „Viö getum ekki beðið
með að fara að semja nýtt efni,“ sagði bassa-
leikarinn Flea spenntur. Ekki ættu aödáendur
RHCP þó að búast við nýrri plötu á árinu en
þeim ætti að létta við þessi tíöindi.
Heimsendir og hné
Plata með tónlistinni úr Armageddon er f efsta
sæti bandaríska vinsældalistans þessa vik-
una og fýlgir í kjölfar ofurvinsælla bfóplatna
eins og Titanic og Godzilia. Á plötunni eiga
Aerosmith fiögur lög (2 ný og 2 gömul), auk
kappa á borö viö Joumey (meö nýjan söngv-
ara, Steve Augerl), ZZ Top, Jon Bon Jovi og
Bob Seger & The Silver Bullet Band — það
skyldi þá aldrei vera aö gamla amerfska iön-
aðarrokkið sé á leiðinni inn aftur?
Hinir sfvinsælu Aerosmith eru annars aö
111“ '86; Beastie Boys urðu á hvers
manns vörum og platan var fyrsta
rapp-plata sögunnar til að komast í
efsta sæti bandaríska vinsældalist-
ans. Grófur strákahúmorinn sló í
gegn og ákallið um að berjast fyrir
réttinum til að halda parti ómaði í
hveiju homi. í dag selst platan enn
í 500 þúsund eintökum á ári og er
ásamt „Dark Side of the Moon“ og
„Grease" ein af langlífustu plötum
sögunnar.
Tilraunastarfsemi
og leikgleði
Fyrsta platan var einföld; rappað
yfir trommuheilabít og skreytt með
emjandi rafmagnsgíturum. Eftir
strembnar tónleikaferðir, ýmiss
konar kjaftæði í pressunni og al-
menna pressu kom „Paul's Bout-
ique“ '89. Skipt hafði verið um
plötufyrirtæki og bandið búið að
flytja til Los Angeles. Nýja platan
var dæmi um það sem síðar kom;
fjölbreytnin í fyrirrúmi, gargandi
tilraimastarfsemi og leikgleði. Be-
astie vom þó á undan sinni samtíð
og þrátt fyrir glimrandi dóma seld-
ist platan illa. Ekki bætti úr skák að
bandið spilaði ekkert til kynningar
plötunnar. Þrem árum síðar kom
„Check Your Head“ þar sem strák-
amir fóm að lemja á hljóðfæri aft-
ur. Platan tróð fleiri steöium á einn
stað en áður hafði þekkst, rapp,
pönk og raggae mallaðist árekstra-
laust saman og krakkamir tóku við
sér eftir tónleikaferð; Beastie vora
komnir til að vera.
Enn styrktist staðan með „111
Communication" '94. Þegar grugg-
rokk og þrjótarapp voru réttir dags-
ins kom hlaðborð Beastie með
ferska gusta og nú var fonk og djass
komið til viðbótar á matseðilinn.
„Við erum ekki eins fókusaðir og
fólk heldur,“ segir Mike af hóg-
værð. „Þegar við byrjum á plötu vit-
um við oftast ekki sjálfir hvemig
útkoman veröur.“
„Breytingar era þó alltaf nauð-
synlegar," segir Yauch. „Við breyt-
umst og vöxum við hverja plötu af
því að við gerðum það sem okkur
sýndist á „Paul's Boutique" og
höfum haldið þeirri stefnu. Eftir
því sem ég verð eldri stendur
mér meir og meir á sama hvem-
ig plötumar ganga. Ég vil bara
gera plötur sem era trúar því
sem við erum að pæla þegar við
gerum þær.“
Eins og bræður
Beastie Boys hafa á síðustu
árum látið til sín taka í plötu-
og tímaritaútgáfu (Grand
Royal), settu í gang fatamerki
og Yauch er einn aðalhöfund-
m: herferðar til stuðnings ffelsis-
baráttu Tíbets. Sagan segir að þrjár
plötur hafi verið gerðar á síðustu
árum (fyrir utan pönk ep-ið „Aglio
e Olio" og stofupoppsplötuna „The
In Sound from Way Out!“). Ein á að
vera sjómanna „konsept“-plata, sem
var tekin upp í kafbát, önnur á að
vera kántríplata tileinkuð Garth
Brooks. Það er þó engin kjaftasaga
að „Hello Nasty" er komin út og
enn á ný era flestir gagnrýnendur
sammála um snilldartakta Beastie
Boys.
Platan er visst afturhvarf til
gamla skólarappsins, með hellingi
af stuttaralegum rapplögum en fjöl-
breytnin er til staðar sem fyrr, m.a.
með bossanóvu ballöðu, salsa, drum
& bass tilraunum og döbblagi þar
sem hinn ffíkaði og eldgamli Lee
Perry kemur við sögu. Platan var
tekin upp í New York þangað sem
félagamir era fluttir á ný, á tveim-
ur og hálfu ári á a.m.k. níu stöðum,
þ.á m. í æfingaraðstöðu Sean
Lennons og æfingaraðstööu Beastie
Boys sem þeir kalla „Dýflissuna".
Lögin urðu til á löngum djömmum
sem vora tekin upp og síðan grams-
að í upptökunum, þær klipptar
sundur og saman og fáránlegustu
hugmyndir látnar fljóta með.
Mixmaster Mike hefur tekið við
plöturispun af DJ Hurricane, og
Money Mark er enn þá til taks á
hljómborðinu þó Beastie spili mikið
sjálfir, Horovitz einna mest.
Spurðir að því hvemig þeir fari
að þvi að troða svona mörgum hug-
myndum á einn stað svarar Yauch:
„Við höfum allir pláss í bandinu og
beram virðingu fyrir hver öðrum.
Ef einhver hefur hugmynd fær hún
að blómstra og við komum inn í hjá
hver öðrum. Við höfum þekkst svo
lengi og gert svo mikið saman að
eigingimi er alveg út úr myndinni;
við ólmnst eiginlega upp saman. Já,
við eram eiginlega bara eins og
bræður!" -glh
Lagt inn fyrir sumarstuðið
byija tónleikaferö á ný eftir pásu í kjölfar þess
aö Steven Tyler slasaöist á hné á tónleikum.
„HnéB á Steven er enn aB batna og hann verB-
ur a& fara vel aB því. Hann gæti jafnvel þurft
aB hafa stuBning á þvi á tónleikum meö hné-
spöng," lýsti talsmaöur bandsins yfir nýlega.
Á sumrin koma alltaf út safnplöt-
ur þar sem sveitaballaböndin vekja
athygli á starfi sínu og leggja inn fyr-
ir stuð sumarsins. Skífan gefur út
„Svona er sumarið '98“, og þar má
flnna flna poppspretti innan um leið-
indi; Spor gefur út „Bandalög 8“ og
þar er því miður lítið annað en leið-
indi.
Margar tilraunir era gerðar til ný-
sköpunar á „Svona...“ þótt flestar
eigi sér samsvörun í alþjóðapoppi.
SSSól hefur löngum verið nýjunga-
gjöm hljómsveit og viljað uppfæra
sig í takt við tímann. Sólin á tvö lög;
„Síðan mætumst við aftur", þar sem
U2-áhrifin era grasserandi í Sólar-
legu poppinu sem einkennist af
sterku viðlagi og kunnuglegri rödd
Helga. Fint popp þar, en „Ég fer í mat
til mömmu" er veikara og ekki eins
grípandi þótt textinn (eftir Hallgrím
Helgason) sé graður og sniðugur í
hófi. Talandi um greddu; sveitin Á
móti sól hugsar með göndlunum, við-
reynsluþófið í „Á þig“ miðast við að
komast „upp á“ og lamið er ágætt
rokk-ska undir, en „66.50“ fjallar um
stimusímalínu, og er hrútieiðinlegt
gervifonk.
Sóldögg er mjög mistæk sveit, lag-
ið „Fínt lag“ - besta lag þessarar safn-
plötu - er staðsett í poppholu með
Blur og Madness og grípur mann taf-
arlaust með hnyttnum bakröddum.
„Yfir allt" er síðra, við-
lagið yflrdrifið og lang-
sótt. Sóldögg er þó óðum
að skapa sér stíl en gæti
verið á hálum ís; er of
poppuð fyrir rokkliðið og
of pæld fýrir poppliðið.
Stílleysi einkennir
hljómsveitina Hunang.
Þeir vilja reyna margt og
tekst ágætiega að bítla í
„Alveg eins og þú“, stæla
m.a.s. bítiasándið lika en
„Dreamlover" er lúsar-
legt diskófönk og grúfar
illa. Sama má segja um
tillegg sveitarinnar
Svartur ís, grúfleysið
háir bólugröfnu fönkinu i
„Ladies Night", sem
hljómar eins og útskrift-
arverkefni en ekki eins
og eitthvað sem er spilað
af nautn og áhuga.
Hipphoppgreifinn Muri á
tvö lög og fær stóran plús
fyrir að láta vini sína
rappa á móðurmálinu í
„Númer 1“. Verst að strákamir tuða
eingöngu um eigið ágæti, ekki beint
áhugavert viðfangsefni og innhverft
montið heldur áfram í „Sound of the
mic“. Muri kann þó að láta lögin
grúfa, takturinn er feitur og með æv-
intýralegri hugsunarhætti gæti hann
slysast a hipp-hopp sem ekki hefur
heyrst trilljón sinnum áður.
Restin af safnplötunni er hrein-
ræktað sumarpopp, Skitamórall með
tvö lög af plötu sinni „Nákvæm-
lega“, Buttercup með einfalt sumar-
rokk og Spur, sem hefði verið fersk
árið 1982, með grátballöðu og
raddarokk. Þau hafa heyrt í
Anouk og Natalíu Imbragliu.
„Bandalög 8“ hljómar eins
og sex ára gömul safnplata
með lögum úr undankeppni
Eurovision. Þetta er úrvals-
deild leiðindanna, margnotað-
ar og þreyttar poppklisjur
nýttar aftur og aftur með „ný-
tísku" vinnsluaðferðum;
taktmaskínan pumpar út
þunnu búmm- búmm-búmmi
og gerilsneyðingin leikur um
hvem tón, textamir upp til
hópa vandræðalegt bull - ekki
þarf að taka það fram að sum-
ar útvarpsstöðvar eiga eftir að
spila þessi lög í tætiur.
En við skulum ekki vera
með þessi leiðindi heldur líta á
það sem skást er. Sálin hans
Jóns míns á tvö lög og þótt þau
séu langt frá topp-poppi sveit-
arinnar era þau með því besta
hér. Greifagreyin vilja vel,
„Elskan þú ert namm" rifjar
upp gamalt rokkabillístuð frá
Langa Sela og Skugganum, Bjarni
Ara er óneitanlega góður söngvari og
Raggae On Ice á bestu lögin á plöt-
unni, nokkuð lifandi rokklög með
hippalegum hljómi og áherslum.
Annað var það nú ekki.
Gunnar Hjálmarsson
Lennon minnst
Yoko Ono hefur veriö aö safna á „tribute"-
plötu til heifiurs John Lennon síöustu fjögur
árin og hefur helsti þrándur í götu verkefriisins
veriö a& finna rétta afiila til aö taka lög sem
þeim passar. Nú hafa Everclear („Instant
Karma"), Paula Cole („Working Class Hero‘),
Slnead O'Connor („Mind Games") og David
Bowie („Mother") veriö staöfest og Steve
Winwood, Ben Folds 5 og Robbie Robertson
eru aö auki oröaöir viö plötuna. Þá pressar út-
gáfan, Capitol, á aö eftirlifandi bftlar veröi
meB og taki eitt lag hver. Enn þá er ekki kom-
inn útgáfutími á verkefniö.
„Bandalög 8
hljómar eins
og sex ára
safnplata
með lögum
úr undan-
keppni
Eurovision.“
,A Svona er
sumarið '98
má finna
fína popp-
spretti innan
um leiðindi
@1» 8 j
17. júlí 1998 f Ó k U S
11