Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1998, Síða 14
Mira Sorvino, sem
leikur aðalhlutverkið
í Mimic sem Regnbog-
inn frumsýnir í dag, er
langskólamenntuð og
með margar háskóla-
gráður en hefur fyrst
og fremst leikið
heimskar Ijóskur.
Gáfaða
Mira Sorvino, sem leikur aðal-
hlutverkið, Dr. Susan Tyler, í Mim-
ic, sem frumsýnd er í Regnbogan-
um, er þekktust fyrir að hafa leikið
skrækrómuðu klámstjörnuna i
kvikmynd Woody Allens, Mighty
Aphrodite, og að hafa verið sam-
fylgdarkona Quentins Tarantinos í
nokkur ár - samband sem nýlega
slitnaði upp úr. Fyrir leik sinn í
Mighty Aphrodite fékk Sorvino ósk-
arsverðlaun sem besta aukaleikkon-
an og Golden Globe-verðlaunin.
Hlutverk hennar í Mimic er óra-
vegu frá hinni einföldu blondínu
sem hún lék í Mighty Aphrodite en
Susan Tyler er vísindamaður og
deildarstjóri við Sögusafn Banda-
ríkjanna. Sjálf segist Sorvino hafa
leikið gáfaðar konur áður en þær
hafa ekki verið eins áberandi og
þær heimsku sem hún hefúr leikið.
Sjálfsagt stendur Susan Tyler
mun nær Miru Sorvino heldm- en
blondínumar í Mighty Aphrodite
og Romy and Michelle's High
School Reunion. Mira Sorvino er
langskólamenntuð, með nokkrar
eftirsóttar námsgráður að baki.
Hún var í háskólanámi við hinn
virta Harvard-háskóla og lauk námi
með hæstu einkunnum. Þar voru
hennar aðalfóg austur-asísk tungu-
mál, með kínversku sem sérsvið, og
sjálfstæðisbarátta þjóða í þessum
heimshluta. í eitt ár bjó hún í Pek-
ing þar sem hún skrifaði lokarit-
gerð sína um ættflokkaerjur í Kína,
ritgerð sem var síðan verðlaunuð í
Harvard.
„Sjáifsagt hef ég gert það að at-
vinnu minni að velja öðruvísi hlut-
verk, allavega finnst sumum það,
en ég hef alltaf valið hlutverk sem
ég tel að komi að góðum notum við
að þroska mig í mínu starfi og það
að ég er allt í einu komin í svarta
Armani-dragt í Mimic og farin að
tala tungumál sem fæstar persónur
sem ég hef leikið mundu skilja er
hluti af þessari þróun."
Mira Sorvino á sér sínar fyrir-
myndir: „Ég hef alltaf heillast af
leikurum sem ganga mjög langt í
túlkun sinni og þar hafa karlleikar-
ar vinninginn, til dæmist hreifst ég
mjög af Marlon Brando í On the
Waterfront og Robert De Niro í Rag-
ing Bull. Þvi miður eru ekki skrifúð
slík hlutverk fýrir konur. Þá hef ég
verið með dellu fyrir James Dean
og alltaf þegar ég sé hann leika þá
hugsa ég með mér að þetta séu hlut-
verk sem ég vildi leika. Kannski er
ég bara öfundsjúk yfir þeim tæki-
færum sem Dean, Brando og De
Niro buðust því engin slík tækifæri
koma upp í hendumar á mér."
Ætlar að taka
sér langt frí
Mira Sorvino segist hafa unnið
stanslaust í fjögur ár og vera búin
að fá nóg af vinnu í bili: „í sumar
ætla ég að fara í langt frí, hætta að
vinna, og það verður ekki hægt að
freista mín á neinn hátt, hversu
áhugavert sem hlutverkið er. Mér
liður nú eins og ég sé útbrunnin og
þurfi á endurhleðslu að halda."
Miru Sorvino langaði alltaf til að
verða leikkona, enda á hún ekki
langt aö sækja leikarablóðið því fað-
ir hennar er hinn kunni karakter-
leikari, Paul Sorvino. Hann var
samt ekkert á því að dóttir hans
færi sömu braut og hann í lífinu:
„Fyrst og fremst var faðir minn
mikið á móti því að ég færi að leika
sem krakki. Ég fékk tilboð um að
leika ungling í sjónvarpsseríu en
faðir minn var fljótur að mæla á
móti því þótt ég væri æst í að fá að
leika. í dag er ég glöð yfir því að
hafa átt venjulega æsku. Námið í
Harvard veitti mér mikla lífssýn og
reynslu og þegar ég lít til baka sé ég
að betra uppeldi hefði ég ekki getað
fengið.
-HK
Bannað
að reykja
— úti
ÞaB vita allir aö I
reykingar eru
mikiB heilbrigB-
isvandamál og
flest öll fyrir- QKVIfiU/* A
tæki og stofn- ■ ■*INuAR
anir hafa skert RAMklAftAlt
rétt fólks til aö » ®MNNAÐAR
reykja hvar
sem því sýnist. VÍBa er
aiveg bannaö aö reykja innandyra. En þaö er
ekki nóg fyrir suma. Viö aöalinngang Borgar-
spítalans hangir skilti utan á húsinu sem
bannar reykingar. Þaö er því bannaö aö reykja
náiægt spítalanum. Hvers vegna veit sjálfsagt
enginn. Ástæðan getur ekki veriö sú aö stjóm-
endur spítalans vilji vernda þá sem reykja ekki
fyrir óbeinum reykingum því þaö er aldrei þaö
lygnt í Fossvoginum aö reykurinn hverfi ekki út
í veöur og vind. En einhver I stjórninni er
svona gasalega mikiö á móti reykingum aö
hann vill ekki vita til þess að fólk reyki í klló-
metra radíus frá sér. Þeir sem eiga erindi á
Borgarspítalann og vilja fá sér smók áður
ættu þvl að koma viö í Fossvogskirkjugarði,
setjast á eitthvert leiöiö og fá sér eina. Enn
sem komiö er hefur enginn haldið þvl fram aö
óbeinar reykingar minnki llkur á framhaldsllfi.
Didda flúin til Kúbu
Nú er farið að vinna
að diski meö Ijóða-
upplestri Dlddu viö
undirleik ýmissa
listamanna. Ráö-
gert var aö koma
þessum diski út I
fyrrahaust en það
klikkaöi. Meöal
þeirra sem rætt er
um aö búi til
hljóðumhverfi viö
Ijóöin hennar
Diddu eru Björk
(aö sjálfsögðu), Magga Ömólfs og Þór Eldon,
Magga Stina og bróöir hennar, Sölvi, Maggl
Legó, Sigurrós og Hllmar Jensen. Didda mun
slöan sjálf lesa, raula, syngja og garga Ijóöin
sín undir tónlist þessara. Didda flúöi land um
slöustu áramót og flutti til London. Nú er hún
aftur lögst á flótta og stefnir til Kúbu. Þar er
ódýrt að lifa, þar er gott veöur og þar er dá-
samlegt fólk.
Styttu biðina
og hringdu
á undan hér!
Þú kaupir pizzu eins og þú vilt
og færð aðra eins frítt n
Grensásvegi 10 • Reykjavíkurvegi 60