Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1998, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1998, Blaðsíða 5
Díanna Ómel var karl á Grenivík en er nú kona í Reykjavík. Eftir ársdvöl í bænum og 20 ára þátttöku í lífinu hefur hún skapað sér sérstakan lífsstíl og lætur ekki annað fólk hafa áhrif á skoðanir sínar. „Þegar maður er 191 cm á hæð og er í ofanálag í háhæluðum skóm þá þaggar það niður í ruddunum“ Hvemig líkar þér við Reykjavík eftir eins árs dvöl í bænum? Það mætti vera meira líf í bæn- um, sérstaklega á sunnudagskvöld- um. Er ekki meira líf en á Grenivík? Jú, en því er ekki hægt að llkja saman. Það er einn pöbb á Grenivík. En í samanburði við næturlífið í Bangkok, London og Amsterdam þá er skemmtanalífið ekki nógu gott hér í Reykjavík. Það er of mikið ein- skorðað við fóstudags- og laugar- dagskvöld og þar sem ég er að vinna á þessum kvöldum á barnum á Hea- ven þá hefur maður bara sunnu- dags- og fimmtudagskvöldin. Það mætti vera lengur opið á skemmtistöðunum, þá myndi aðsókn dreifast meira. Hvert ferðu þá að skemmta þér? Á Club Fisher. Þar er spiluð mjög dansvæn tón- list. Mér finnst mjög gam- an að fara út og dansa með vinum mínum og ef þeir eru uppteknir þá fer ég bara og dansa ein. En er það bara vegna þess hvenær opið er sem næturlífið er betra í Bangkok, London og Amsterdam? Nei, alls ekki. Fólkið er kurteisara úti og sjaldan ofurölvi. Þetta á sérstak- lega við um London þar sem er mikið um dansvæna skemmtistaði. Og þar er ekki þetta hnoð á dansgólfmu þannig að maður þurfi stöðugt að vera að sparka frá sér. Lendirðu í því hér á landi? Já. En þú lendir ekki í slagsmálum? Nei, ekki lengur. Eru íslendingar rudda- legir? Já, þeir eru svo frekir. Á Heaven eru íslendingar alltaf að ryðjast fram fyrir og öskra pantanir sínar yfir axlir þeirra sem fyrir framan eru en ef útlend- ingar koma inn þá er allt annað uppi á teningnum. Við fengum til dæmis hóp af Grænlendingum inn á Heaven um daginn og þeir voru svo kurteisir og skemmtilegir að það var algjör draumur. Er mikið verið að reyna við þig? Já, auðvitað fylgir það starfmu, við verðum allar fyrir því. En það er bar- borðið á milli svo maður þarf ekki að óttast neitt káf eða uppátroðning. En þegar þú ert úti að dansa er þá ekki verið að káfa á þér og abbast upp á þig? Jú, en þá snýr maður sér bara við og segir þeim að láta mann í friði. Þegar maður er 191 cm á hæð og er í ofaná- lag í háhæluðum skóm þá þaggar það niður í ruddunum. En frá Reykjavík til Reykvíkinga, hvað finnst þér um þá? Ég veit ekki með Reykvíkinga beint en á íslandi öllu virðist manni þeir ríku alltaf verða ríkari og þeir fátæku fátækari. En það er samt eft- irtektarvert að það mikið um það að menn séu að spila sig rika án þess að vera það. Lifa of hátt. Lifir þú hátt? (Hlæjandi): Ég gerði það einu sinni og brenndi mig á því. Það er svo auðvelt að eyða um efni fram, það er hægt hvort sem þú ert á Grenivík eða í London. Fer mikill peningur í föt? Já og nei. Ég sauma sjálf og þá kosta fötin ekki svo mikið, það er hægt að gera fallega flík úr gardín- unum hennar ömmu. Annars kaupi ég stundum föt en ég versla lítið hér í bænum. Þvi þótt það séu hátt í hundrað fataverslanir í Reykjavík þá er betra úrval í þessum fáu versl- unum á Akureyri. Ég versla aðallega í Centrum og Kontakt, þær eru með svolítið öðru- vísi föt á boðstólum. Ef maður sér eitthvað fallegt í verslun hér í Reykjavík liður ekki langur tími þangað til allir eru komnir í flíkina. Það eru allir að reyna að vera spes en verða allir eins. Fólk skilur ekki að það þarf ekki annað en vera það sjálft til að vera spes. Er eitthvað sem þú vilt breyta hér í Reykjavík? Það er ýmislegt. Ég myndi helst vilja losna við þessar björtu sumar- nætur, það er ekkert sérlega skemmtilegt að koma út af skemmti- stöðunum um miðja nótt, drullu- sveitt með meikið niður um allt og það er bara bjart sólarljós sem lýsir upp andlitið. Maður er öruggari í dimmri nóttinni. Hvað með framtíðaráform, ein- hver sérstök vinna sem þú sækist efdr? Nei, hvað sem er, bara að það sé ekki vinna í fiski. Ég er búin með þann pakka. Ég vann í frystihúsi bæði á Akureyri og á Grenivík og það var nóg. Mér myndi falla vel að vinna á kaffihúsi eða í einhverri vinnu sem er 8 til 5 vinna. Annars ætla ég i skóla og mennta mig í hár- greiðslu og hönnun. Þannig næ ég að tengja áhugamál og atvinnu. Þú talar um hárgreiðslu og hönn- un, heilla tækin þig ekkert, bílar eða eitthvað þess háttar? Nei, guð minn góður, ég veit ekk- ert um bíla. Ef þú opnaðir húddið á einhverjum bíl myndi ég ekki þekkja vatnskassa frá bensíntankn- um, ég rugla saman bremsu og bens- íngjöf og þakka fyrir ef ég get áttað mig á því hvar rúðuþurrkumar eru. Ég tók ekki einu sinni bílpróf. Þegar ég var sautján ára var ég aö safna fyrir Taílandsferðinni og hafði eng- an tíma í svona óþarfa hluti eins og að læra á bíl. Mér finnst að vísu bjallan og skódinn mjög sjarmer- andi biltegundir en áhugi minn nær ekki lengra. Spyrðu mig frekar um eitthvað sem varðar tísku. Ertu fashion fan? Meira svona fashion victim. Mér finnst gaman að fylgjast með tísk- unni og langar að vinna við eitthvað tengt henni. Ég hef líka komið lítil- lega við í tískusýningmn og setið fyrir og finnst það einnig gaman. Sástu Playboyblaðið með ís- lensku stúlkunum? Já, mér fannst ljós- myndarinn ekki standa sig nógu vel. Ég þekki margar af þessum stúlk- um og það hafa oft verið teknar betri myndir af þeim. Til dæmis hef ég margsinnis séð betri myndir af Díönnu Dúu og Þóru Dungal. Mér fannst myndin af Birtu góð og þessari stúlku sem er upp við bílinn og held- ur pilsinu svona niður. Hún var eitthvað svo eðlileg, með venjuleg bijóst og í eðlilegri stell- ingu. Hvað gerirðu i frítíma þínum, utan þess að fara út að skemmta þér? Ég fer í bió, horfl á vid- eó eða les. Ég les mjög mikið. Það besta sem ég geri er að koma mér fyr- ir uppi í rúmi með súkkulaðikex og mjólk og góða bók. Hvaða bókum hefurðu mest gaman af? Stóru góðu bókunum. Allt frá ástarsögunum og út í mannkynssöguna, það er fram að seinni heimsstyijöld, það tíma- bil og það sem tekur við eftir hana finnst mér ekki skemmtilegt. Mér flnnst saga Fom-Grikkja sérstaklega skemmtileg, Egypta og Rómveija. Það er allt sem heillar mig við þessa tima. Fólkið, hvemig það klæddist, hvemig það skreytti sig og híbýli sín og hvað það hugsaði. En hvað með skáldsög- urnar? Af skáldsögum er Jean M. Auel er í miklu uppá- haldi hjá mér. Bókaflokk- urinn með Þjóð bjarnar- ins mikla og Böm jarðar er flokkur sem ég les reglulega. Svo finnst mér Amy Tan góð, en The Joy Luck Club las ég fimm sinnum. Ég er mjög heilluð af Asíu. Hefurðu eitthvað verið í Asíu? Já ég var í Taílandi í tvo mánuði og líkaði mjög vel þar. Langar þig að flytja þangað? Já, liklega geri ég það einhvern tímann. Það er svo vinalegt fólk í Taílandi, en að vísu ótrúlega forvit- ið. Jafnvel forvitnara en íslending- ar. Ég mun í það minnsta fara oft í heimsóknir í þennan heimshluta. Að lokum, hvaðan er nafnið Díanna Ómel sprottið? Það er bara fallegt nafn. Það hef- ur ákveðna merkingu en ég held henni fyrir mig. -BG 1 g i k h ú s 'VJ þjónna Verkiö Þjónn í súpunnl ver&ur sýnt í Iðnó næstu daga. Mikil eftirspurn er eftir miðum á sýninguna og því er uppselt á sýninguna í kvöld og á aukasýninguna á sunnudag. Örfáir miðar eru hins vegar eftir á sýningarnar sem verða fimmtudaginn 13. ágúst, kl. 20, og laugardaginn, kl. 23.30. Það getur vel verið að fólk hafi misjafnar skoðanir á því hversu góð sýningin er. Hins vegar virðast allir vilja sjá hana. Grease-sýningin heldur áfram að heilla áhorf- endur í Borgarlelkhúslnu sem lofa sýninguna í hástert. Þrátt fyrir miklar vinsældir eru nokk- ur sæti laus á sýninguna næsta sunnudag, 9. ágúst, og næsta fimmtudag, 13. ágúst. Þessi sýning þýður upp á úrvals dans- og söngatriði með mörgum af vinsælustu stjörnunum í leik- listarlífi okkar Islendinga. Hról höttur veröur sýndur í Fjölskyldu- og hús- dýragarðlnum í dag. Þetta er barna- og fjöl- skyldusýning sem viröist ná mjög vel til krakk- anna. Þeir skemmta sér vel og koma syngj- andi og trallandi út af sýningunni. Helllsbúinn veröur sýndur í íslensku óperunnl á morgun, kl. 23. Sýningin hefur verið lofuð fyrir góðan leik og skemmtilegar vangaveltur um samskipti og hegðun kynjanna. íslenska óperan sýnir Carmen Negra í dag og á morgun. Sýningin hefur vakiö mikla athygli og nú fer hver aö verða síðastur að berja söngleikinn augum. Margir þekktir leikarar taka þátt i sýningunni, svo sem Bubbl Morthens, Eglll Ólafsson og Helgl BJörnsson. meiraa www.visir.is Kaffllelkhúslð heldur áfram meö sumartðn- leikaröðina sína. í kvöld verður Fluga en þaö eru tónleikar HJörleifs Valssonar og Havards Öleroset. Kapparnir spila dægurflugur sem sumar urðu til fyrir um 800 árum, aðrar fyrir nokkrum dögum. Á sunnudaginn, 9. ágúst, mun David M. Patrick, organisti frá Englandi, spila á orgel Hallgrims- klrkju sígild verk eftir Vieme, Bach, Grison og Franck. Tónleikamir hefjast klukkan 20.30. Á morgun kl. 15.00 verða flutt barokkverk eft- ir Th. Arne, C. Hocquart, J.H. Roman og G.Ph. Telemann i Skálholtsklrkju. Á sunnudeginum kl. 16.00 veröa flutt sönglög eftir íslenskar konur í Norræna húsinu. Auður Gunnarsdóttlr, sópran, Unnur Vllhelmsdóttlr, píanó, Hallfríður Ólafsdóttlr, flauta, og Lovísa Fjelsted, sellð, flytja lögin. Aðgangur kr. 700. Kammertónleikar Norræna hússlns fara fram í kvöld klukkan 20.30. Köbenhavns kammer- ensemble leikur barokkverk og ný verk eftir dönsk og íslensk tónskáld. Verkið Pottaseiður eftir Mist Þorkelsdóttur verður frumflutt. Að- gangur að tónleikunum kostar kr. 1000. Þann 14. ágúst kl. 20.30 mun kvennakórinn Vox Femlnae flytja sígild lög í Norræna hús- Inu. Margrét Pálmadóttlr stýrir kórnum. A6- gangur kr. 700. í Skálholtsklrkju mun Bachsveltln í Skálholti flytja sígild verk á morgun kl. 17.00. Ruttir verða einleikskonsertar og kammerverk frá ítal- íu eftir A. Scariattl, T.G. Alblnonl, P. Locatelll og A. Vivaldl. Á laugardaginn verða einleiks- konsertar og kammerverk svo flutt kl. 15.00. Á morgun mun Davld M. Patrlck, organisti frá Englandi, leika sigild verk í Hallgrímskirkju kl. 12.00. Hljómsveitarverk frá barokktímanum verða flutt í Skálholtskirkju kl. 16.40 á sunnudag- inn. 1 meira á| www visir is 7. ágúst 1998 f Ó k U S 5

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.