Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1998, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1998, Qupperneq 8
matur Argentína ★★★ Barónsstíg lla, s. 551 9555. „Bæjarins besta steikhús hefur daiaö. Dýr- ustu og enn þá bestu nautasteikur landsins, en ekki alveg eins innanfeitar og safarikar og áður." Op/'ö 18-23.30 v.d., 18-3 um hetgar. Einar Ben ★★ Veltusundl 1. 5115090. „Fremur þemahús en veitingahús og leggur meiri áherslu á umbúðir en innihald. Einar Ben. býöur yfirleitt ekki upp á vondan mat og verður því seint jafnvinsæll og Fashion Café eöa Planet Hollywood." Op/'ð 18-22. Café Ópera ★ Lækjargötu 2, s. 522 9499 „Undarlegir stælar einkenna þetta Café Óperu og þar virö- ist vera takmarkaöur áhugi á matreiðslu." Op/'ð frá 17.30 til 23.30. Fiðlarinn á þakinu ★★★ Sklpagötu 14, Akureyrl, s. 462 7100 „Matreiöslan stóð ekki undir háu verði en hún hefur batnaö. Þjónustan var alltaf góö en nú er of mikið treyst á lærlinga." Op/'ð 12.30- 14.00 og 18.00-22.00. Hótel Holt ★★★★★ Bergstaðastræti 37, s. 552 5700. „Listasafnið á Hótel Holti berí matargeröarlist af öörum veitingastofum landsins. Þar fara saman frumlegir réttir og nærfærin mat- reiösla, sem gerir jafnvel baunir að Ijúfmeti." Op/'ð 12-14.30 og 19-22.30 v.d., 12-14.30 og 18-22 fd. og Id. Hótel Óðinsvé ★★ v/Óðlnstorg, s. 552 5224. „Stundum góður matur og stundum ekki, jafn- vel í einni og sömu máltíð." Op/'ð 12-15 og 18-23 v.d., 12-15 og 18-23.30 fd. og Id. Ítalía ★★ Laugavegi 11, s. 552 4630. „Eignarhaldið er ítalskt, kokkarnir eru ítalskir, gæöaþjónustan er hálfitölsk, vel valiö víniö er aö mestu ítalskt og tilviljanakenndar veggskreytingarnar eru ítalskar. Það, sem tæpast hangir í ítölskunni, er matreiðslan. Bakaðar kartöflur og amerískar pítsur eru ein- kennistákn hennar." Op/'ð 11:30-11:30. Játvarður, Akureyri ★★★ „Skemmtilega hannaður staöur meö fínlegri mat- reiðslu, ef sneitt er hjá fiski, svo og elskulegri þjónustu sem getur svarað spurning- um um matinn." Op/'ð 11.30-14.00 og 18.00-22.00. Lauga-ás ★★★★ Laugarásvegi 1, s. 553 1620. „Franskt bistró aö íslenskum hætti sem dreg- ur til sín hverfisbúa, sem nenna ekki aö elda i kvöld, barnafjölskyldur utan úr bæ og feröa- menn utan að landi og frá útlöndum. Hér koma hvorki uppar né ímyndarfræöingar." Op/'ð 11-22 og 11-21 um helgar. Lækjarbrekka ★★ Bankastrætl 2, s. 551 4430. „Matreiðslan rambar út og suöur, góö, fram- bærileg eöa vond eftir atvikum. Meö annarri hendinni eru gerðar forvitnilegar tilraunir en meö hinni er farið eftir verstu hefðum." Op/'ð md.-mid. 11-23.30, fid.-sd. 11-0.30. Mirabelle ★★★ Smlðjustíg 6., s. 552 2333. „Gamal-frönsk matreiösla alla leiö yfir í profiteroles og créme brulée. Mirabelle er komin á gott skrið." Op/'ð 18-22.30. Naustið 0 Vesturgötu 6-8, s. 551 7759. „Hamborgarastaðurfrá þjóövegi eitt, sem hef- ur rambaö á vitlausan stað á notalegar og sögufrægar innréttingar og þykist vera enn fín- ni en Holtiö." Op/'ð 12-14 og 18-01 v.d., 12-14 og 18-03 fd. og Id. Rauðará ★ Rauðarárstíg 37, s. 562 6766. „Túrista-steikhús. Nautasteikin getur verið góö, en hún getur líka verið óæt. Yfirþjónninn er svo önnum kafinn við aö vera kammó aö hann tekur ekki alvarlega ábendingar um að nautakjöt sé skemmt." Op/'ð frá kl. 18 og fram eftir kvöldi. Hversu lengi fer eftir aösókn. Skólabrú ★★★ Skólabrú 1, s. 562 4455. „Matreiðslan er fögur og fín, vönduö og létt, en dálítiö frosin. Þjónustan er kurteis frá kl. 18 alla daga. Thailand 0 Laugavegl 11, 551 8111. „Óvenjuljótur kvöldveröarstaður með fremur dýrum mat, stundum bragögóðum en oftar grimmilega ofelduðum." Op/'ð frá kl. 18-23 alla daga. meira á. www.visir.is FÓKUSMYND TCITUR Islendingar eru alltaf að gera eitthvað spennandi í útlöndum, hvort sem um er að ræða tónlist, kvikmyndir eða eins og í þessu tilviki, leiklist. Brynhildur Guðjónsdóttir er ung og upprennandi leikkona sem var að Ijúka leiklistarnámi í Bretlandi. Ég myndi vilja vera Swan leikhúsið Mig langaði mikið til að fara út svo ég sótti ekki um hér heima heldur í fjórum skólum úti. Þrír þeirra vildu taka við mér,“ segir Brynhildur Guðjónsdóttir sem er nýútskrifuð frá Guild Hall School of Music and Drama eftir þriggja ára nám. „Ég valdi Gusild Hall vegna þess að ég hafði heyrt að hann væri mjög góður. Skólinn er ríkur þannig að allt er fyrir hendi, bæði stórt og lítið svið. Skólinn undirbýr nemendur sína mjög vel. Á öðru ári fóru nemend- umir til Ítalíu og tóku þátt í leik- listarhátíð þar og ári síðar fórum við til Hollands og settum sjálf upp sýningu. Nemendur fá þannig gott tækifæri til þess að kynnast leik- listarliflnu.“ Brynhildur fékk hlut- verk úti í Bretlandi og heldur því aftur burt frá íslandi eftir að hafa dvalið hér í nokkra daga. Hvernig hlutverk fékkstu? „Umboðsmaðurinn minn úti út- vegaði mér hlutverk í grískum harmleik sem fjallar um baráttu Akkilesar við amasónumar. Ég leik eina þeirra. Þetta er rosalega mikill texti og það gerir þetta auð- vitað spennandi. Verkið verður frumsýnt núna í ágúst. Eftir sýn- ingamar veit ég svo ekki hvað ger- ist. Maður verður bara að treysta á lukkima og innblásturinn," segir Brynhildur. Fá flestir sem útskrifast umboös- mann? „Nei, maður er voða heppinn ef það gerist því án umboðsmanns er þetta miklu erfiðara. f leiklistar- bransanum þarf maður sífellt að vera að koma sér á framfæri. Um- boðsmennimir hafa sambönd og koma fólki að í prufur og viðtöl. Þeir henta sérstaklega vel fyrir þá sem vilja leika í sjónvarpi, auglýs- ingum eða kvikmyndum." Og langar þig til aö leika í kvik- myndum? Auðvitað heilla kvikmyndirnar alltaf. En þar sem ég er nýskriöin úr skóla langar mig til að öðlast meiri reynslu á sviði. Langar þig ekkert til aö koma aftur til íslands? „Jú, draumurinn er að koma heim en það er erfitt fyrir okkur sem höfum lært úti. Það þekkir enginn mína vinnu hér á landi. Það er ekki hægt að ætlast til þess að komast að án þess að hafa kynnt sig og komið sér á framfæri. Mér þætti mjög gaman að setja upp tvo einleiki (monolog) sem ég skrifaði. Þannig gæti ég kannski komið mér á fram- færi á íslandi. Fyrst ég var svo heppin að fá umboðsmann úti þá mun ég þó ekki koma heim alveg strax.“ Ef þú vœrir ekki kona heldur leikhús, hvaöa leikhús vœrir þú og af hverju? Hvaða leikhús, hmmm, þetta er erfið spuming. Ég myndi vera Swan leikhúsið (Svanurinn) sem er Shakespeer-leikhús af því að það er hlýtt og notalegt og mann langar alltaf að koma aftur. -HÞH Þessi manneskja getur sært þig tilfinningale Lögum samkvæmt er óheimilt að selja sígarettur nema á pakkann séu prentuö varnaö- arorðin Tóbak hefur mjög skaðleg áhrif á heilsu. Þetta er sjálfsagt gert ef einhver asnaðist út í sjoppu, ræki augun í sígarettupakka undir borði, vildi prufa og keypti einn án þess að hafa hugmynd um aö innihaldiö væri hvorki heilsusamlegt né stuðl- aði að langlífi. Þetta er f hugsað af þeim í heilbrigöisráöuneytinu. En hví að stoppa viö sígaretturnar? Það erým- islegt annaö í umhverfi okkar sem er hættu- legt og varasamt. Hvaö um háu hælana sem unglingsstúlkurnar ganga á? Geta þær ekki misstigið sig og meitt sig? Og hverjum er þá um að kenna? Ætli fólkið í heilbrigöisráðu- neytinu finni ekki til ábyrgðar og velti fyrir sér hvort koma heföi mátt í veg fýrir svona skó- slys með áberandi merkingum? Viö gerum þaö hér meö aö tillögu okkar aö háu hælarn- ir verði merktir, notendum þeirra til aðvörun- ar. Og þegar fók fer að hugsa eins og starfs- fólk í heilbrigðisráðuneytinu kemur í Ijós aö það er miklu víðar pottur brotinn og I raun tak- markalaust hvar hengja má upp varnaðarorð. Er þaö til dæmis ekki alveg kjöriö að setja skilti upp í sundlaugum meö áletruninni: Það er hægt aö drukkna í þessari laug. Þaö er alls ekki víst að fólk átti sig á því sjálft. Eins mætti setja smekklega merkimiöa á epli: Þetta epli getur staöiö í þér. Á húddiö á bílum mætti skrifa: Þessi bíll getur verið hættulegur heilsu þinni og annarra. Og svo framvegis. Það er hreint undarlegt hvað margt er rétt upp í hendumar á fólki án þess aö þaö sé varaö nógsamlega viö. Og fólkið sjálft. Hvers vegna er maður ekki varaður viö sumu fólki? Sumir komast upp meö þaö aö vaöa úr einu sambandinu í ann- að og skilja eftir sig slóö hryggbrotinna. Af hverju er þetta fólk ekki tattóerað á enniö: Þessi manneskja getur sært þig tilfinninga- lega. Eöa fólk sem er leiöinlegt (þannig fólk er til, við skulum ekki loka augunum fyrir því), af hverju er þaö ekki merkt: Þessi getur drepið þig úr leiðindum. Nei, þaö er augljóst að fólkið í heilbrigðis- ráöuneytinu þarf að láta hendur standa fram úr ermum. Það gengur einfaldlega ekki lengur aö fólk vafri um veröld þar sem hlutir og fólk getur stefnt heilsu þess og jafnvægi í voöa án þess aö þaö hafi verið varað við. Það er hægt að misstíga sig á þessum skóm. veitingahús Hvorki né Kínversku veitingahúsi var fyrir fáum árum djarflega skákaö inn á aldamótagömul pakkhúsloft Gránu- félagshúsanna frá aldamótunum við Strandgötuna utanverða á Akur- eyri. Ég minnist þess að hafa fengið góðan mat snemma á ferli þess. Nú rífst kokkurinn svo hátt á íslenzku inni í eldhúsi að það heyrist fram í sal. Hreinsað hefur verið út af loftinu svo að burðarvirki og fulningur nor- ræns kaupskaparhúss sést. Vandað timburgólf hefur verið lagt og síðan komið fyrir hálfum gámi af Kínalugtum og -blævængjum milli stoða, bita og skástífa. Niðurstaðan er Bing Dao, svo fáránleg, að hún jaðrar við að vera skemmtileg. Andstæðumar skerptust enn, þeg- ar spariklæddur og fagmenntaður þjónn af íslenzkum víkingaættum vísaði kurteislega til sætis við græna dúka og bleikar tauþurrkur undir litlum gluggum, sem veittu út- sýni yfrr snyrtilega strandlengju til skemmtiferðaskipa á Pollinum. Staðan i skákinni byrjaði ekki að gliðna fyrr en komið var að kín- verska matnum. Fyrst kom á borð ristaö brauð með frosnum smjörkúlum. Tim Yum súpa var sterkt kryddsoð með grænmeti, ekki merkilegt. Léttsteikt grænmeti með indversku karríi var válegur fyrirboði aðalrétta, ljótur réttur undir miklu magni þykkrar hveitisósu. Við annað tækifæri var kokkur- inn ljúfari. Þá hvítlauksristaði hann meyran hörpufisk, sem borinn var fram á salatbeði með hörðum og stökkum hrísgrjónanúðlum. Enn fremur léttsteikti hann meyran smokkfisk á hrísgrjónabeði meö sterkri ostrusósu. Kjúklingar eiga að henta kín- verskri matreiðslu. Heldur mikið eldaður kjúklingur í sterkri apríkósu- og karrísósu var betri en þurrir kjúklingabitar í mikilli og þykkri hnetu-hveitisósu með kín- verskum sveppum, ljótur réttur. Líklega er til of mikils mælzt, að ís- lenzkur kokkur skilji kínverska matreiðslu. Bing Dao, Akureyri 0 Samt tók ekki steininn úr fyrr en kom að valinu úr kafla íslenzkra rétta á matseðlinum. Grillaðar lambalundir voru gráar og seigar, nánast harðar, bomar fram með saffrankryddaðri eggjasósu og of- steiktu grænmeti. Kokkurinn hafði yfirgefið Vesturlönd án þess að hafa fundið Austurlönd. iskrem reyndist vera bráðinn vanilluís, borinn fram með ferskum ávaxtabitum. Ostakaka hússins var hin þéttasta sem ég man eftir að hafa fengið. Kaffi var í lagi. Tapskákirnar á Bing Dao vora “Ég minnist þess að hafa fengið góðan mat snemma á ferli þess. Nú rífst kokkurinn svo hátt á íslenzku inni í eldhúsi að það heyrist fram í sal.” ekki gefnar. 3450 krónur greiðast að meðaltali fyrir þríréttað. í hádeginu fæst hlaðborð með súpu, heitum réttum og köldum á 790 krónur, sýnu vænlegri kostur, sem ég hef ekki prófað. Jónas Kristjánsson 8 f Ó k U S 7. ágúst 1998

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.