Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1998, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1998, Qupperneq 14
+ i. REX Fyrir þá sem eru orðnir leiðir á því að skrifa símanúmer innan á vindlapakka eða hættir að reykja er komið stórsniðugt tæki á mark- aðinn. Það heitir REX og er jafn- stórt og greiðslukort en örlítið þykkara. REX leggur öll símanúm- erin og heimilisföngin sem þú gætir þurft að nota á minnið, REX segir þér hvað þú átt að gera næstu dagana, geymir fyrir þig tölvupóstinn þinn og lista yfir verkefni sem enn eru óunnin. REX hefur 256 k. í innra minni og getur því geymt talsvert magn upplýsinga. Til að koma þessum úpplýsingum inn á REX stingur maður honum einfaldlega inn í lít- ið tæki sem tengist borðtölvunni þinni og hleður inn allri upplýs- ingasúpunni. Hægt er að yfirfæra gögn úr öllum helstu skipulagsfor- ritum fyrir Windows. Hugbúnað- ur fyrir REX fæst á heimasíðu framleiðandans á veraldarvefn- um. REX fæst í Bandaríkjunum og kostar um það bil 130 USD. Fyrir viku frumsýndi Stjörnubíó þrillerinn Heuft (Hush) þar sem Gwyneth Paltrow leikur unga eig- inkonu sem fær óblíðar móttökur hjá tengamóður sinni sem ekki gengur heil til skógar á geðinu og í dag frumsýna Laugarásbíó og Stjömubió rómantísku kvikmynd- 'má, Sliding Doors. áh' su kvik- mynd, sem óþekktur breskur leik- stjóri og handritshöfundur, Peter Howitt, gerir hefur notið mikilla vinsælda úti um allan heim og má geta þess að um síðustu helgi var aðsókn að henni í Ástralíu jafnmik- il og að Armageddon og Godzilla. Vinsældir Sliding Doors má ekki sist rekja til Gwyneth Paltrows sem þykir sýna sem oftast áður góðan og öruggan leik. í nokkur ár þufti Gwyneth Pal- trow að búa við það að vera alltaf kölluð unnusta Brads Pitts eða dótt- ir Blythe Danner. Þetta hefur breyst að undanfomu enda hefur þessi unga leikkona verið heldur betur að slá um sig og er oröin ein eftirsóttasta leikkonan í Hollywood. Auðvitað er og verður Gwyneth Paltrow alltaf dóttir Blythe Danner, einnar fremstu sviðsleikkonu í Bandarikjunum. Faðir hennar, Brúce Paltrow, er ekki minna þekktur. Hann er sjónvarpsþátta- framleiðandi sem hefur gert nokkr- ar vinsælar sjónvarpsseríur en Gwyneth er ekki lengur unnusta Brads Pitts eins og heimurinn veit. Gwyneth Paltrow fæddist í Los Angeles en ólst að mestu upp í New York. Það má segja að hún hafi fæðst með silfurskeiö í munni og hlaut hún alla þá bestu menntun sem unnt er að fá. Strax i æsku sýndi hún áhuga á að feta í fótspor móður sinnar enda fylgdi Gwyneth henni á hverju sumri á leiklistar- hátfð í Masschusetts þar móðir hennar spreytti sig á klassiskum verkum leikbókmenntanna. Pal- trow lék ýms hlutverk á unglings- ámnum en stóra stökkið kom þeg- ar hún fór með foður sínum á frumsýningu á Silence of the Lambs. Þar var lika Steven Spiel- berg ásamt eiginkonu sinni, Kate Capshaw, og það var hún sem benti eiginmanni sínum á að Gwyneth væri eins og sköpuð til að leika Wendy í Hook. Spielberg bauð henni hlutverkið á staðnum og hún þáði það með þökkum. Gwyneth Paltrow sýndi fljótt mikinn þroska sem leikkona og er vert að benda á Flesh and Bone þar sem hún sýnir ótrúlega mikla inn- sýn miðað við aldur. Sem ung stúlka lék hún í nokkrum myndum, samt engum unglingamyndum heldur myndum á borð við Malice, Mrs. Parker and the Vicious Circle, Jefiferson in Paris og Moonlight and Valentine. Segja má að hún komi fyrst fram sem fullþroskuð leik- kona í Seven. Hlutverkið var ekki stórt en enginn, sem séð hefur þá mynd, gleymir persónunni. Gwyneth Paltrow hefur verið iðin við kolann og leikið í hverri myndinni á fætur annarri og eins og áður hefur verið nefnt eru tvær af nýjustu kvikmyndum hennar sýndar í kvikmyndahúsum í höfuð- borginni og von er fljótlega á þeirri þriðju, krimmanum A Perfect Murder, þar sem hún leikur á móti Michael Douglas, Ein besta lýsing á því hve frægðarsól Gwyneth Pal- trow hefur risið hratt er að nú er farið að tala um Blythe Danner sem móður Gwyneth Paltrow. -HK Styttu biðlna og hrlngdu á undan bér! HEIM • TVÆR FYRIR 5:3:3 2200 7a tfSkÍffianÉtfheSmí Þú kaupir pizzu eins og þú vilt hafa og færð aðra eins frítt með. f Ó k U S 7. ágúst 1998 t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.