Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1998, Síða 20
1
b í ó
Bíóborgin
Lethal Weapon 4 ★+★ Þessi nýjasta viftbót
i seríuna er ágætis afþreying. Hún er fyndin og
spennandi og áhættuatriðin flest til fýrirmynd-
ar. Þótt hún nái aldrei aö toppa það besta úr
fyrstu tveimur myndunum ætti hún ekki að
l Valda aðdáendum þeirra Riggs og Murtaugh
I vonbrigðum. Þetta verður líklega síðasta
myndin og ekki amaleg endalok á eftirminni-
legri seriu. ge
I Clty of Angels ★★★ Þrátt fýrir að vera klisju-
kennt bandariskt ástardrama eru fallegar og
áhrifamiklar senur inni á milli þar sem leik-
stjóra og kvikmyndatökumanni tekst vel upp
aö skapa þá stemningu sem upprunalega hug-
myndin um (ó)sýnilega engla býður upp á. -úd
i
Bíóhöllin/Saga-bíó
Armageddon ★★ Bruce Willis stendur fyrir
sínu sem mesti töffarinn í Hollywood í mynd
I þar sem frammistaða tæknimanna er það
eina sem hrós á skilið. Leikstjórinn Michael
fiay gerir það sem fýrir hann er lagt og því er
Armageddon meira fyrir auga en eyru. -HK
) Slx Days, Slx Nlghts ★★★ Fremur hug-
I myndasnauð en þó skemmtilega rómantísk
gamanmynd sem gerist í fallegu umhverfi á
eyjum I Kyrrahafinu. Myndinni er haldið uppi af
góðum ieik aðalleikaranna, Harrisons Fords
f og Anne Heche, sem ná einstaklega vel sam-
an. Aðrir leikarar standa sig ágætlega en
hverfa í skuggann af gneistandi samleik Fords
og Heche. -HK
Lltla hafmeyjan ★★★ Litla hafmeyjan kom
með ferskan blæ inn I þetta kvikmyndaform
| eftir aö teiknimyndir í fullri lengd höfðu verið í
lægö um nokkurt skeiö og hún á fullt erindi
i enn til ungu kynslóðarinnar. íslenska talsetn-
i ingin er vel heppnuð. HK
Swltchback ★★ Sakamálamynd um
raðmorðingja sem gerist að mestu að vetri til
í Utah í Bandarikjunum. Dennis Quaid og
banny Glover, sem eru hvor á sínum endanum
í fléttunni, gera sitt besta en myndin er of
hæg og fýrirsjáanleg til að hún sé eins spenn-
andi og tilefnið gefur til kynna. -HK
Háskólabíó
Martha, má ég kynna... ★★ Marta o.s.frv. er
gamanmynd í rómantfskari kantinum og helst
sérstök fýrir þá sök hversu bandarisk hún er.
Monica Potter minnir um margt á Juliu Ro-
berts og er hér í svipuðu hlutverki og Julia
gerði sér mat úr á árunum áður. Stærsti gall-
inn liggur í handritinu sem skrifað var af Peter
Morgan. -ge -»
íslendingar koma
mikið við sögu í
bíómyndinni Vildspor
eða Vinarbragði sem
frumsýnd verður í
Háskólabíói í dag.
Myndin gerist að
stórum hluta á íslandi,
Pálína Jónsdóttir
og fleiri íslenskir
leikarar leika í henni
og tónlistin og kvik-
myndatakan er íslensk.
Frá aíl*s di tll Idands
í dag verður fhimsýnd í Há-
skólabíói dansk-íslenska kvik-
myndin Vinarbragð (Vild spor)
sem leikstýrt er af Simon Staho,
ungum leikstjóra, sem ákvað að
reyna fyrir sér í Bandaríkjunum,
dvaldi þar í þrjú ár, skrifaði nokk-
ur handrit, leikstýrði stuttmynd-
um og vann við myndir fyrir óháða
framleiðendur. Ekki rættist
draumur hans þar í landi að fá að
leikstýra leikinni kvikmynd í fuliri
lengd. Tækifæri til þess fékk hann
aftur á móti á íslandi þegar dansk-
ir framleiðendur ásamt íslensku
kvikmyndasamsteypunni tóku
hann upp á arma sína og afrakstur-
inn kemur nú fyrir sjónir íslenskra
áhorfenda. Vinarbragð var frum-
sýnd í Danmörku í maí og hlaut
misgóða dóma, en þeir sem hrifust
voru ekki sparir á lýsingarorðin og
einn gagnrýnandi lét svo ummælt
að Vildspor væri sterkasta danska
kvikmyndin í mörg ár og annar tók
svo djúpt í árinni að líkja henni
við meistaraverk Martins Scor-
sese, Mean Streets.
Vinarbragð fjallar um æskuvin-
ina Ossy og Jimmy sem hafa um
skeið lifað viiltu lífi í Taílandi. Upp
úr þurru stingur Jimmy af og legg-
ur leið sina til íslands þar sem
hann giftist íslenskri konu, eignast
bam og gerist vinnandi heimilis-
faðir. Nokkur ár líða og allt í einu
skýtur Ossy upp kollinum og sest
að hjá Jimmy og vill fá hann með í
dularfuilt verkefni. Jimmy vill ekk-
ert með Ossy hafa, segist hafa skil-
ið við fortíð sína og kastar honum
út á götu. Ossy lætur ekki staðar
numið og hefnir sin á grimmilegan
hátt með því að eyðileggja íjöl-
skyldulíf Jimmys. Ossy kastar sér
síðan út í sjálfstortímingu, leggst í
ferðalag um ísland og á þeirri ferð
sinni hittir hann Jónu ...
í hlutverkum Ossys og Jimmys
eru þekktir, ungir, danskir leikar-
ar. Nikolaj Coster Waldau (Ossy)
varð þekktur þegar hann lék aðal-
hlutverkið í Næturverðinum, einni
þekktustu dönsku kvikmynd síðari
ára. Hann lék einnig í ensku kvik-
myndinni Bent. Waldau skrifar
handritið að Vinarbragði ásamt
leikstjóranum Simon Staho. Mads
Mikkelsen (Jimmy) ætti ekki að
vera íslenskum áhorfendum
ókunnugur því hann lék eitt aðal-
hlutverkið í dönsku kvikmyndinni
Pusher sem sýnd var á síðustu
kvikmyndahátíð í Reykjavík. Þessa
dagana er hann að leika í Bleeder,
nýjustu kvikmynd Nicholas
Winding Refns sem leikstýrði
Pusher.
Nokkrir íslenskir leikarar leika
í Vinarbragð. í stærsta hlutverk-
inu er Pálína Jónsdóttir (Anna).
Aðrir íslenskir leikarar eru meðal
annars Egill Ólafsson, Finnur Jó-
hannsson og Jón Sigurbjöms-
son. Islendingar eru einnig í starfi
bak við myndavélina, tónlistina
samdi Hilmar Öm Hilmarsson og
kvikmyndatökumaður er Jón Karl
Helgason.
-HK
GWYNETH PALTROW
LAUGARÁSBÍÓ KYNNIR
SLIDING DOORS.
Myndin sem hefur slegið
rækilega í gegn í Bretlandi
i sumar.
Frumsýnd í dag í
Laugarásbíói og
Stjornubioi
20
7. Sgúst 1998
t